Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar staðreyndir um Icesave /Eins og ég sé það!

Finnst að margir m.a Alþingismenn rugla dálítið hressilega í fólki varðandi Icesave. Sér í lagi þegar þeir tala um að við berum alla ábyrgð og reikna vaxtakostnað eins og við eigum þar engar eignir á móti. En dæmið er nú bara ekki svona ef fólk skoðar þetta:

Bretar og Hollendingar borguðu 1250 milljarða 
Innistæðutryggingar (okkar hlutur) 660 milljarðar
Það sem var umfram það borga Breta og Hollendingar 590 milljarða
Samtals 1250 milljarðar1250 milljarðar
   
   
Eignir Landsbankans eru metnar c.a.1100 til 1200 milljarðar
   
Af því eigum við rétt á helming upp í icesave. Mér skilst að allar innistæður eigi forgang þannig að við fáum um helming af eignum Landsbankans550 til 600 milljarða

 

Nú þegar eru lausir peningar vegna eigna Landsbankans um 180 milljarðar sem sitja á reikningum að mestu í Breska seðlabankanum. Af því eigum við þá rétt á 90 til 100 milljörðum sem færu í að greiða inn á lánið. Á næsta ári er útlit fyrir að um 220 milljarðar innheimtist af þessum eignum og þá eigum við rétt á 110 milljörðum sem verða þá greiddir inn á þetta lán. Þá erum við búin að greiða inn á lánið um 200 milljarða.

 Ef við reiknum með að lánið okkar vegna icesave sé komið í 720 milljarða vegna gengis krónunnar þá verðum við í lok næsta árs búin að lækka höfuðstólinn úr 720 milljörðum niður í 520 milljarða. Og áfram verðum við að reikna með að innheimtist af eignum Landsbankans og þær verði að fullu innleystar eftir 7 ár. Þá eru allar líkur á því að vaxtaberandi höfuðstóll fari hríðlækkandi og þar af leiðandi er bara rangt að tala eins og stjórnarandstaðan hefur talað.

Eins ber að gæta að verðmæti eigna Landsbankans eru mjög varlega áætlaðar og ef eins og flestir spá að uppsveifla hefjist næstu ár eru líkur á að en meira verði úr þessum eignum sem og að þar sem við fáum greiðsluhlé í 7 ár þá eru allar líkur á að eftirstöðvar með vöxtum verði ekki meiri en kannski 250 milljarðar sem gera um 30 milljarða á ári frá 2016 til 2024. 

Leyfi mér stórlega að efast um að þessi Icesave pakki verði það sem setur okkur á hausinn. Því ef við getum borgað af þeim lánum sem við þurfum t.d. að borga af núna vegna yfirtekinna skulda Seðlabankans þá getum við eftir 7 ár ráðið við 30 milljarða afborganir á ári. Þær verð væntanlega lægri meira að segja. Nú í dag eru vaxtagreiðslur okkar um 100 milljarðar en þær skuldir verða greiddar að mestu 2016


mbl.is Flanagan: Icesave í fjórða sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Heyr, heyr!

Loksins að maður heyrir í einhverjum sem talar af viti!

Icesave verður ekki flúið! Við berum ábyrgð, ábyrgðin er víða!

Að reyna að flýja Icesave felur í sér algert vonleysi.

Að játast ábyrgðinni felur í sér mikla von. Eins og þú bendir á er mikil von til þess að höfuðstóll raunverulegrar skuldbindingar verði lítill þegar til kastanna kemur. Von er til þess að íslenska krónan hækki, Evran og Pundið lækki. Þá er von til þess að Evrópusambandið komi til móts við okkur ef hlutirnir þróast illa hjá okkur. Og svo er von til þess að við lærum af fyrri stjórnarmistökum - í því væri fólgin mikilvægasta og nauðsynlegasta vonin. Ef við hlaupumst á brott undan ábyrgðinni þá lærum við ekkert!

Ég óttast ekki Icesave. Það sem gerir mig vonlítinn eru upphróp stjórnarandstöðunnar á þinginu og fólks úti í bæ!  Auðvitað er þetta ekkert gamanmál, og allir eru á móti Icesave séu þeir spurðir. En ábyrgðin er mikil og við berum hana öll! Icesave er þó langt frá því þyngsta byrðin að bera!

Íslendingar! Hættum þessu væli, brettum upp ermar, og komum hjólunum af stað, allir sem einn!

Eiríkur Sjóberg, 14.12.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eru þið veruleikafyrtir... hvar eru þið að sjá efnahagshjólið vera að snúast.. allt á bullandi uppsiglingu og uppvexti í landinu. Það skellur þvílíkur pakki á þjóðina strax uppúr áramótum, sem er þó skárri er manni sagt en sá sem kemur áramótin á eftir. Fólk er búið að missa eigur sínar, og samkvæmt áætlun AGS á ekkert að gera fyrir fyrirtækin eða fjölskyldurnar, yfir 1000  eignir í frestun frá gialdþroti, og þá um 1000 fjölskyldur sem fara á götuna, vegna þess að bankinn má ekki bera tapið einn... þetta er að verða ein hringa vitleysa allt saman.. Það er nóg af skuldum sem þjóðarbúið er að glíma við, þó að Það sé ekki líka verið að skella skuldum á sem eru ekki okkar..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.12.2009 kl. 22:19

3 identicon

brett brett

Jón (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ingibjörg

Einmitt þess vegna þarf að klára þetta Icesave mál strax! Og því meiri er einmitt ábyrgð stjórnarandstöðunnar! Við verðum að koma hljólunum af stað. Það er beðið eftir frágangi á þessu máli! Og það verður ekki flúið! Það er veruleikinn Ingibjörg!

Ég skal þó taka undir það að það er ekki rétti tíminn að hækka skatta í hallæri - en þó er úr vöndu að ráða þegar ekki var safnað í hlöðurnar í góðærinu! Og aftur komum við að ábyrgð sumra þeirra sem nú eru í stjórnarandstöðu!

Eiríkur Sjóberg, 14.12.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Mikið er ég sammála þér Eiríkur!  Eins og allir vita þá verður mikill hagvöxtur á Íslandi árið 2010 og öll ár þar á eftir.  Þetta þýðir í raun að Icesave skuldir landsins verða vel viðráðanlegar.  Kannski eins og rekstur á einu sendiráði í fjarlægum heimshluta.  Ekki svo slæmt eða hvað.

Þó ég sé ekki hrifin af þeim sem fengið Icesave peningana þá er ég algjörlega til í að borga skuldir þeirra með vöxtum tilbaka.  Íslenska þjóðin á að borga skuldir Björgólfs og félaga til baka með vöxtum og vaxtavöxtum.  Annað er ólýðræðislegt!

Björn Heiðdal, 14.12.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ingibjörg við erum ekki að borga Icesave næsta ári! Bið þig að athuga að rétt eins og ég ert þú ekki sérfræðingur í þessum málum. Við borgum ekkert af Icesave fyrr en eftir 6 ár og þá aðeins af þvi sem verður eftir af skuldinni þegar að eignir hafa gengið upp í skuldina.

Ég er orðinn þreyttur á þessu: Við eigum ekkert að borga af Icesave! Ég hef held ég sagt þér þetta áður! Icesave var Íslenskur banki sem starfaði eftir Íslenskum lögum og undir Íslensku eftirliti. Allar innistæður í Íslenskum bönkum voru tryggðar bæði skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar sem og að innstæðutryggingar skv. tilskipun áttu að tryggja innistæður upp á 20 þúsund evrur. Við gáfum út leyfi fyrir þessa banka að opna útibú í Hollandi og Bretlandi. Það var FME að sjá til þess að bankarnir gættu að því að þessar innistæður sem þeir voru að safna yrðu ekki hærri en svo að bankinn gæti ráðið við að greiða þær út.

Fyrir utan þetta þá er það ljóst að allar aðrar þjóðir telja að við eigum að greiða þetta svo málið er líka pólitískt. Og lausnin pólitísk

Hvaða rök hefur þú fyrir því að við eigum ekki að borga innistæðutryggingar? Þú hlýtur að geta rökstutt það með göngum því þú spyrð hvort að ég sé veruleikafirrtur. Og ekki vitna bara í Stefán Már og Indefence.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2009 kl. 23:38

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er nú ekki rétt hjá þér Magnús.  Icesave er peningar en ekki pólitík. Bretar og Hollendingar ætla ekki að taka Össur eða Davíð upp í þessar skuldir. 

Björn Heiðdal, 14.12.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Vil fullyrða að Icesave er lagalegt, pólitískt, efnahagslegt og siðfræðilegt mál. Ekki bara eitt af þessu, heldur allt í senn.

Eiríkur Sjóberg, 14.12.2009 kl. 23:59

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef þú trúir mér ekki Björn Heiðdal þá þú um það! En af hverju tala allir þingmenn um að þetta sé pólitísk lausn ásamt fleiru. Lestur svo nýja frétt hér mbl.is þar sem m.a er sagt:

"

„Þetta samhengi skýrðist enn frekar þegar Alþingi hafði þann 28. ágúst sl. samþykkt lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., sbr. lög nr. 96/2009. Þegar í kjölfar samþykkis laganna óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar yrði tekin til umfjöllunar í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Yfirmenn sjóðsins upplýstu þá um fyrirstöðu annarra aðildarþjóða í því efni þar sem Icesave-málið teldist að þeirra mati ekki að fullu til lykta leitt.

Í samtölum ráðherra í ríkisstjórn Íslands við ráðherra annarra Norðurlandaþjóða fékkst jafnframt staðfest að ekki kæmi til endurskoðunar á efnahagsáætluninni fyrr en endanleg niðurstaða væri fengin í Icesave-málinu," "

Og ég bendi þér að vissulega er þetta pólitíkst að því marki að aðrar þjóðir hafa beitt okkur pólitískum þrýstingi til að semja um Icesave sem allir eru sammála um að við eigum að greiða. Þetta voru Íslenskir bankar á vegum okkar.

Þú getur t.d. velt því fyrir þér afhverju við þurfum ekki að borga af Kaupthing Edge sem var jú um alla Evrópu. En ólíkt Icesave var Kaupthing Edge í dóttur félögum sem við bárum enga ábyrgð á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 00:14

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi á viðtal við Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðing seðlabankans á www.dv.is

Tölurnar um brúttóskuldastöðu þjóðarbúsins eru misvísandi vegna sérstöðu Íslands. Gjaldþrot stóru eignarhaldsfélagana munu ekki hafa sérstaklega slæm áhrif á þjóðarbúið því þau eru ekki atvinnufyrirtæki með verðmæta framleiðslu. Ekki má einblína á brúttóskuldastöðu íslenska þjóðarbúsins, segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Margt sem tekið er með í þeim tölum er skuldir sem munu falla niður og eru einkamál fyrirtækja. Skuldir föllnu bankanna eru ekki teknar með í tölunum en í þeim eru þó stór eignarhaldsfélög.

Þar sem þau fyrirtæki eru ekki atvinnufyrirtæki með fjölda fólks í vinnu munu gjaldþrot þeirra ekki hafa sérstaklega slæm áhrif á þjóðarbúið. Staða Íslands er því sérstök og brúttóstaðan misvísandi. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna skipta til dæmis máli þegar erlendar skuldir eru metnar.

Þórarinn bendir á að ólíkir staðlar sýni ólíkar tölur, en skuldir þjóðarinnar séu viðráðanlegar. Engin ástæða sé fyrir þeim hræðsluáróðri sem fjölmiðlar, til dæmis Morgunblaðið, og ýmsir stjórnmálamenn hafi stundað. „Vissulega erum við skuldug þjóð og erum búin að lifa um efni fram í mörg ár. En það er dálítið kómískt að brúttóskuldir þjóðarinnar voru um það bil 1.000 prósent fyrir hrun – það sem nú er 310 prósent - því þá voru gömlu bankarnir inni í þessum tölum en enginn virtist hafa tiltölulega miklar áhyggjur af því. Líklegt er að nettóskuldirnar séu minni nú en þær voru fyrir hrun,“ segir Þórarinn G.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 00:38

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Magnús ég hef aldrei sagt að lágmarks innistæður ættum við ekki að greiða, þó að sú staða hafi verið og staðreynd að engin ábyrgð var á þessum reikningum. (Ríkisábyrgð sett á í sumar.) Að við Íslendingar borgum þessa lágmarks innistæðutryggingu finnst mér að ætti ekki að vera spurning ef við getum, með hliðsjón á því jú samt að Íslendingar lentu sjálfir margir hverjir í því að verða rændir, því það er jú það sem var gert hérna með þessar innistæður, þeim rænt úr bönkunum af nokkrum einstaklingum. Við Íslendingar erum búin að bjóðast til að greiða það sem við getum, og ekki eru Bretar og Hollendingar að virða það sem við getum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum, og það er óraunhæft að ætlast til einhvers af einhverjum sem er vitað fyrir fram að ekki er hægt og hvað þá með þá vitneskju sem þjóðin er með um hverjir bera ábyrgðina.( Einkabankarnir.)Við erum Íslendingar og mér finnst persónulega allveg hræðilegt það sem gerðist, og að það skyldi vera Íslendingar sem gerðu þetta finnst mér skömm fyrir Íslensku þjóðina og ef ég mætti ráða einhverju þá að refsa þessum mönnum með mjög þungum dómum, gera þá svo brottræka frá sínu heimalandi fyrir lífstíð með skömm. Það á engin að komast upp með svona, hvorki ég eða þú, Pétur eða Páll. Að við eigum bara af borga af því að þetta er ekki nema 4 stæðsta skuldin þó okkar sé ekki er engan vegin hægt að líða. Nóg eru skuldir okkar fyrir kæri Magnús.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 01:00

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Ingibjörg skil ekki hversvegna menn eru að snúast á sveif með þessum ólskapnaði sem Icesave er og hugsa aðeins um daginn í dag sega bara þetta reddast eins og í gamladaga. Magnús þarna komstu með tölunnar skuld bankana er velt yfir á fyrirtækin og almenning sem eiga að borga icesave reikninginn hvernig á það að vera hægt þegar skuldir eru svo miklar að ekki er hægt að borga af þeim hvað þá meir.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 01:28

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ingibjörg við erum að borga lágmarksinnistæður. Þ.e. innistæðutryggingu? Við erum ekki að borga meira. Þ.e. við borgum hverjum einstakling upp að 20 þúsund evrum eða minna. Annað borga Bretar og Hollendingar. Það voru 400 þúsund manns sem áttu innistæður á þessum reikningum. Við erum ekki að borga neinum þeirra meira en 20 þúsund evrum. Því er það að við borgum 660 milljarða því flestir áttu minna en 20 þúsund evruð. En það sem er yfir því borga Breta og Hollendingar sem er um 590 milljarðar. Þessir bankar störfuð skv. íslenskum lögum og í íslenskum lögu og reglugerðum er sú skilda á okkur að fylgjst með að bankarnir gætu staðið við sínar skuldbindingar. Og seðlabankinn og FME gáfu út álit og greinargerðir um að þeir væru í fínu lagi. Jafn vel þó að Hollendingar, Bretar og fleiri væru sífellt að biðja okkur um að gæta að þeim. Síðast í ágúst 2008 komu yfirlýsingar um að þeir væru í lagi. Og í Maí 2008 þá leyfðu menn Icesave að opna í Hollandi. Holland reyndi að sporna við þessu en vegna EES gátu þeir það ekki. Þetta var óvart á okkar ábyrgð og við bogurm aðeins lágmarksupphæð skv. innistæðutryggingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 01:59

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við fáum!!! helming af eignum L.Í. Eigum rétt á o.sfrv. Hver dj..... ákveður það,Bretar? Ekki báðum við þá að greiða reikni.eigendum,áttu þessir fírar ekki að sýna þjóð okkar lágmarks kurteysi.nei hryðjuverkalög á vopnlausa þjóð( L.Í.)                    Þeim ber að virða tilskipun EEs. Skrýðið bara fyrir þeim, það verður ykkar fall.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2009 kl. 02:20

15 identicon

Það er ekki einn Hagfræðingur til sem getur sannað það á blaði að Ísland geti staðið undir öllum þessum afborgunum. Ekki einn. Þetta er allt byggt á líkindum og loforðum og enginn virðist vera sammála.

Ef það er ekki 100% vissa fyrir því að við getum borgað þessar risaskuldir þá ber okkur að viðurkenna gjaldþrot strax. Það verður blóðugt en þá erum við allavegana kominn á heilbrigðan núllpúnkt. Erfitt í c.a 5-7 ár en svo verður allt komið af stað á ný og traustið endurheimt að því loknu. Það versta sem gæti skeð væri að leggja af stað í þessa vegferð og semja af okkur landið og verðmætinn. Það er þó betra að eiga þau öll á þessari yndislegu eyju okkar en að missa þau við að rembast við að borga eitthvað sem er óyfirstíganlegt. Spáið aðeins hvað er að veði !

Ég minni ykkur á þá staðreind að margar þjóðir hafa hafnað samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gengið vel upp á egin spítur og komist upp úr öldudalnum.

Hinsvegar er varla til sú þjóð sem hefur náð sér á strik með því að fylgja áætlun sjóðsins.

Hvað segir það hugsandi fólki ?

Már (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 02:22

16 identicon

Hvað skeður ef kreppan dýpkar enn meira í Bretlandi ?? Það hefur verið talsvert í fréttum undanfarið að fasteignabólan í Arabaheimum gæti hrunið og skollið með mestum þunga á Bretum. Hvað þá ?

Það er einfaldlega bannað að vona það besta. Við verðum að vita alla hluti þegar svona mikið er að veði.

Már (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 02:28

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skríðið,með einföldu i-i

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2009 kl. 02:40

18 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Alveg sammála Már hér, Kæri Magnús Helgi það er ekki verið að tala um bara lágmarks innistæðutryggingu í þessum lánasamningi eins og hann er í dag, heldur allar upphæðir í topp á öllum reikningum sem til voru, háa vexti plús einhverjir milljarðar í auka kostnað sem hugsanlega gæti til fallið, svo sem lögfræði kostnað og fleira. Það er veðsetning í hverju einasta Landshorni þjóðarinnar í þessum samningi, þó menn segi að til hennar muni aldrei koma, þá er nú ekki alveg fyrir traustinu að fara hjá þessum mönnum.  Við getum velt því fyrir okkur út frá þessu að það muni aldrei til þess koma að þessar veðsetningar verði notaðar, afhverju eru þær þá inni í þessum lánasamningi.. Alla vegna núna þá er ekki verið að tala um sama samning og var samþykktur með mikilvægum fyrirvörum fyrir okkur í sumar, og það er kjarni málsins núna. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 05:24

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Már í dag þurfum við að boga meira af skuldum sem nú hvíla á okkur. Afbogarnir eru yfir 100 milljarðar í dag. Þær greiðslur verða búnar 2016 þegar við borgum af Icesave. Kreppan í Bretlandi verður aldrei svo mikil að eignirnar rýrni meira en þær hafa þegar gert. Bendi á að upprunalega voru þessar eignir um 4000 milljarðar.

En það skiptir í raun ekki máli þar sem við höfum þegar samþykkt að borga þessar trygginar. Við erum að gera athugasemdir við kjörin.

Menn geta svo alltaf gert lítið úr fræðimönnum ef þeim hentar.

Og Ingibjörg það er þak á greiðslum sem við borgum af Icesave þannig að þær fara ekki yfir 20 til 30 milljarða á ári. Lánið lengist ef greiðist ekki upp á þessum 15 árum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 07:37

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst þetta nokkuð tilvitnun lýsa hugsun margra vegan Icesave:

Semsagt, Ísland — sjálfstætt fólk — bjó þannig um hnútana að nokkur fyrirtæki gátu keypt upp alla skynsama hugsun í landinu, bundið hana á klafa græðgi og sjálftöku. Valsað um og tekið ótæpilega áhættu, sem þegar kom að leikslokum, þeir svo reyndu að sleppa undan með því að ryksuga upp sparifé fólks í öðrum löndum. Og þetta ástand, þetta hræðilega ástand að landið er nú í raun komið í greiðslustöðvun, er hverjum að kenna öðrum en Íslendingum?

  • Kannski Hollendingum sem reyndu að telja íslenskum yfirvöldum trú um að Icesave væri glapræði?
  • Danske Bank sem sagði íslensku bankana á barmi gjaldþrots?
  • Bretum sem höfðu haft í hótunum við Ísland vegna Icesave og reynt að koma reikningunum undir sína lögsögu?
  • European Central Bank hvers yfirmaður hótaði að knésetja alla íslensku bankana ef ólögleg viðskipti þeirra við ECB hættu ekki tafarlaust?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 08:40

21 Smámynd: Björn Heiðdal

Af hverju ertu að stilla öllu upp í með eða á móti, kæri Magnús.  Íslendingar á móti útlendingum.  Samfylking á móti Sjálfstæðisflokki.  Fólk sem vill borga Icesave á móti fólki sem ekki vill borga Icesave.  KR á móti Val.  Þó ég vilji borga alla mína peninga til hollenskra og breskra banka þá vil ég gera það sem einstaklingur en ekki niðurlútur Íslendingur.  Við eigum að borga þessar skuldir sem einstaklingar en ekki þjóð.  Að borga skuldir annara er svona svipað og fara í herinn og læra aga o.s.fr.  Eitthvað sem allir hafa bara gott af. 

Björn Heiðdal, 15.12.2009 kl. 09:25

22 identicon

Már segir:

Ef það er ekki 100% vissa fyrir því að við getum borgað þessar risaskuldir þá ber okkur að viðurkenna gjaldþrot strax.

Í hvaða raunveruleika býrð þú? Getur sá sem er í vandræðum og óvissu með rekstur heimilis eða fyrirtækis labbað til bankastjóra og sagt:

"Ég er ekki 100% viss um að ég geti greitt skuldir mínar, við skulum lýsa mig gjaldþrota. En ég vil halda jeppanum, húsinu, sumarbústaðnum, Yarisnum, Landsvirkjun, fiskiskipaflotanum, kvótanum, háhitavirkjunum, og öllu öðru af því sem við höfum fjárfest fyrir á undnaförnum árum og gerir Ísland að einu ríkasta landi heims."

Mínar pælingar um þetta á: http://www.bloggheimar.is/einarkarl

Einar Karl (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:40

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála Einari Karli hér að ofan. Bendi líka fólki á að töluvert af Icesave peningum má finna hér á landi því að Landsbankinn notaði Icesave peninga bæði til að endurfjármagna lán sín sem og að lána það áfram hér á landi. T.d. má ætla að grunnur og útveggir Hörpunar (tónlistarhúsið) sé Icesave sem og flest öll lán sem Landsbankinn veitt hér frá því um mitt ár 2006. Eins hafa þessir peningar farið út í viðskipalífið og mörg fyrirtæki fjármögnuð með þeim. Þannig að það ekki rétt að segja að við höfum aldrei séð neitt af þessum peningum.

En málið er að allar þjóðir heims hafa dælt peningum inn í sína banka til að koma í veg fyrir að þeir hryndu og þar með innistæður fólks. Það er ætlast til að ríki komi til við svona aðstæður og hefur verið síðan 1929 í kreppunni. Það á með öllum ráðum að vernda innistæður einstaklinga svo að þeir treysti bönkum til að geyma fyrir sig fé sem síðan er endurlánað til fyrirtækja og einstaklinga. Þetta ætluðum við að gera þ.e. taka yfir Glitni. En þá komust menn að því að við höfðum ekki gætt að því að vera í þeirri stöðu að geta bjargað einu eða neinu. Það hefur verið bent á að innstæðutrygginarsjóður hefði ekki einusinni getað borgað út innistæðutryggingu fyrir einn banka hér hvað þá svona risa mál eins og Icesave var. Og við svona aðstæður er litð svo á að Seðlabankar og/eða ríkið verði að koma til bjargar innistæðueigendum. Þetta er almennt um allan heim. En við virðumst lít svo á að við séum stikkfrí.

Ein ríkasta þjóð í heimi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 10:05

24 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þarna ertu búin að sýna framá Magnús að þú veist að eignirnar sem eru í bretlandi duga í dag næstum því fyrir innistæðunum og þær hefðu verið vel ríflegar ef ekki hefði komið til 40% hrun eignaverðs í UK. Grjóni bankastjóri hefur reyndar oft sagt þetta og lagt fram efnahagsreikning bankans því til stuðnings við dræmar undirtektir.

Þessvegna ættir þú líka að vera farin að skilja í hvað Icesave peningarnir fóru. En þeir fóru jú í fjárfestingar í UK, sem skiluðu UK sköttum og arði og skila enn þar, en ekki hér. Það fór með öðrum orðum ekkert af þessu til íslands, og allur ávinningur að því að borga út innistæðurnar fer líka til UK en ekki til Íslands, því peningarnir fara jú í umferð þar ekki hér.

Er ekki komin tími til að staldra við og íhuga í það minnsta hvort þú hafir kannski verið full fljótur á þér að vilja endilega fá að borg eins og Steingrímur J.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 11:39

25 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ég er algjörlega sammála þér Magnús! Eins og talað frá mínu brjósti. Og þú ert skýrmæltur og málefnalegur, ólíkt mörgum bloggurum öðrum. Takk fyrir það.

Eiríkur Sjóberg, 15.12.2009 kl. 12:29

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei það er alls óljóst í hvað icesavepeningarnir fóru.  Samkv. eftirfarandi frétt fór helmingur heildarinnstæðna LB í útlán  í Bretlandi (þó mogg takist að setja það þannig upp að allt icesave hafi farið í útlán):

"Síðustu upplýsingar sem gefnar voru út um efnahag Landsbankans fyrir hrun komu fram í sex mánaða uppgjöri hans. Þar segir að heildarinnlán frá viðskiptavinum öðrum en fjármálafyrirtækjum hafi numið 1.617 milljörðum króna og að 60% innlána hafi komið frá Bretlandi, eða 970 milljarðar króna.

Á sama tímapunkti námu útlán til viðskiptavina í Bretlandi 538 milljörðum króna. Bresku innlánin voru bæði tilkomin vegna Icesave-reikninganna og einnig önnur innlán í útibúi bankans í London og í Heritable, dótturfélagi hans."

Svo segir moggi:  "Samkvæmt þessu má því segja að stærstur hluti Icesave-peninganna hafi farið í bresk útlán"

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/08/20/hvert_foru_icesave_peningarnir/

Þegar greinilegt er að helmingurinn fór í útlán.

Hverthitt fór er ekki að segja.  Jú jú, fjárfestingar og sona.  Má vel vera.  Eitthvað til Íslands sálfsagt - eða bara what ever.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2009 kl. 12:35

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ómar Bjarki.

"Tær snilld" Grjóna bankastjóra byggðist á því að eignir LB í UK væru að miklu leiti í öðurum en útlánum. Þú ætir ef til vill að geta séð þetta sjálfur ef þú skoðar betur þetta blog hans Magnúsar vinar þíns um núverandi eignastöðu LB í UK. En hún hefur rýrnað frá því sem var þegar Grjóni var bankastjóri. Sem þýðir að hún var samtals meira en 1.100 Gkr það er að segja ef eitthvað er að mara þessar tölur í þessu bloggi.

Stærðfræði

970/2= 485

485 < 538

Særsti hluti innlánanna fór sem sagt í útlán í UK eins og mogginn sagði.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 13:51

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja ef það byggist á öru en útlánum - þá fór tæplega icesave að stærstum hluta í útlán.  Verð að segja það.

Svo skil eg ekki alveg þennan æsing í þér guðmundur minn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2009 kl. 13:56

29 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þessi uppnefnis stíll er ekkert voða sniðugur. Það er vitað að Landsbankin að einhverjuleyti endurfjármagnaðis sig með Icesave. Og það gildir bæði hér heima og erlendis. En á móti átti hann náttúrulega útlán. Sem ef allt færi á besta gæti að nærri 90% borgað höfuðstól Icesave. Það var í raun það sem ég var að segja. Færustu menn eru búnir að endurmeta eignasafnið og í dag er það metið á 1100 milljarða. Sem er varfærðið mat. Og það er um 88% af höfuðstól Icesave. Veit að það bætast við vextir en þeim mun hraðar sem við greiðum þetta niður þeim mun minni vextir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 14:09

30 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Herra Sigurjón Þ Árnason bankastjóri landsbankans varð að vera með innlánin sín í braski að stórum hluta því annars hefði dæmið "ekki gengið upp".

En burt séð frá þessu þá hlýtur þú Magnús að sjá að íslenska ríkið hvað þá íslenskur almenningur hefur litla aðkomu að þessu máli þó innistæðutryggingasjóðurinn hafi verið á Íslandi. Gróðinn var að mestu í þessum löndum og tappið ef eitthvað verður, ætti því augljóslega að mestu vera þar líka.

Það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu er að evrurnar sem voru notaðar til að greiða út Icesave innistæðurnar voru fengnar að láni hjá ECB (seðlabanka ESB) án veða því Bretar og Hollendingar fengu svokallaða banka björgunarpakka til að allt færi ekki á hliðina hjá þeim en þeir fela í raun í sér að ECB prentar nýar innistæðulausar Evrur til að ríkistjórnir gætu bjargað bönkum á heimmarkaði. Nú sitja þessir ágætu vinir okkar Bretar og Hollendingar í stjórn ECB þar sem þeir hafa sjálfdæmi um hvernig og hvort þeir muni greiða til baka þessar evrur sem þeir greiddu fyrir Icesave og aðrar innistæður því það voru jú ekki nein alvöru veð á bak við lánveitingarnar eins og reglur kveða á um í ESB. Bretar hefðu aldrei getað greitt út neinar innistæður nema vegna þess að ECB var að dæla innistæðulausum evrum inn í evru hagkerfið, auk þess sem þeir prentuð líka pund til að leysa vandann.

Þegar maður skoðar þetta í þessu ljósi þá er Icesave himnasending fyrir þessar þjóðir því allt sem við greiðum þeim til baka í formi vaxta er í raun fundið fé.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 15:19

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Miklu betra Guðmundur eiginleg of kurteis núna. Þú verður að skilja Guðmundur að bankar starfa eftir bankaleyfi sem um leið er vottorð sem þeir hafa að þeir starfi eftir lögum og séu ábyrgir og það var FME og Seðlabanka að sjá um að þeir færu eftir þeim reglum sem um þá giltu. Eins bara þessum stofnunum að sjá til þess að bankarnir væru ekki að fara út fyrir þau mörk sem trygginar innistæðna réðu við. T.d. með því að gera til þeirra aukna bindiskyldu eða gera kröfur um lausafé. Þannig var gerða krarf til ríkisbankana hér fyrir 20 árum að þeir væru með 30% lausafé.

Við vorum vöruð við alveg frá 2006 en við hlustuðum ekki. Bretar og Hollendingar voru bundnir af því að þar sem við gáfum leyfi fyrir Icesave þá gátu þeir ekki stoppað það.  Það er bundið í EES.  Því bar okkur að setja bönkunum þröng skilyrði til að gæta að því að þetta yxi þeim ekki yfir höfuð. Eða að tryggja að Seðlabanki ætti til fé til að lána þeim til þrautarvara vegna Icesave. Þetta hafa aðrar þjóðir gert þær hafa haldið bönkunum gangandi.

Virðist helst að þetta hafi allt verið löglegt. Semsagt, Ísland &#151; sjálfstætt fólk &#151; bjó þannig um hnútana að nokkur fyrirtæki gátu keypt upp alla skynsama hugsun í landinu, bundið hana á klafa græðgi og sjálftöku. Valsað um og tekið ótæpilega áhættu, sem þegar kom að leikslokum, þeir svo reyndu að sleppa undan með því að ryksuga upp sparifé fólks í öðrum löndum. Og þetta ástand, þetta hræðilega ástand að landið er nú í raun komið í greiðslustöðvun, er hverjum að kenna öðrum en Íslendingum?

  • Kannski Hollendingum sem reyndu að telja íslenskum yfirvöldum trú um að Icesave væri glapræði?
  • Danske Bank sem sagði íslensku bankana á barmi gjaldþrots?
  • Bretum sem höfðu haft í hótunum við Ísland vegna Icesave og reynt að koma reikningunum undir sína lögsögu?
  • European Central Bank hvers yfirmaður hótaði að knésetja alla íslensku bankana ef ólögleg viðskipti þeirra við ECB hættu ekki tafarlaust?

Þetta er tilvitnun í hluta  bréfs sem Egill Helgason birtir eftir Andra Haraldsson Og hann orðar þetta flott 

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 15:37

32 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Magnús, verður eilíft yfir komandi kynslóðum... og finnst þér það bara allt í lagi.. ef þarf ekki... Magnús það er ekki verið að tala um sama lánasamning núna og var samþykktur með lögum í sumar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 16:02

33 identicon

Menn mega ekki gleyma að nota eðlilegan kvarða á þessi mál öll. Innistæðueigendur icesave voru nánast jafnmargir Íslendingum. Þú getur krafist skópars af mér og ég gæti vel staðið undir því, en eignarlaus útigangsmaður finndi mun meira fyrir tapinu.

Hvað voru fjárfestar að spá í englandi og hollandi ?? Það FYRSTA sem er kennt í viðskiptum er að há ávöxtun ER há áhætta !!

bretar og hollendingar greiddu MUN meira til "fórnarlamba" icesave en því sem nam lágmarkstryggingunni, AF HVERJU ??

Er ekki málið að þar, líkt og hér heima, var verið að tryggja að eignamenn fengu ALLT sitt bætt á kostnað skattborgaranna ??

Það að tryggja innistæður í topp voru heimskulegustu "mistök" Íslandssögunnar (ég set gæsalappir því ég er handviss um að þessi lög hafi ekki verið mistök)  !! Þarna var ekki verið að vernda innistæður Jóns og Gunnu, nei hér var verið að tryggja áframhaldandi eign þeirra sem eiga miljarða á sínum reikningum !!

Enda fá eintök af Jóni og Gunnu sem áttu yfir 3 milljónir á neyslureikningi í lánaglöðu Íslandi árið 2008 !! Það er POTTÞÉTT !

runar (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 16:38

34 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert við sama heygarðshornið nafni.  Það er örugglega hægt að fá að byrjað að borga icesave, prufaðu að debonera í Seðlabankanum ef þú hefur ekki önnur ráð. 

En í öllum guðanna bænum farðu að hætta að telja okkur hinum trú um að við eigum að borga þetta rugl þó svo þú og velferðarstjórnin geti ekki beðið af spenningi. 

Magnús Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 16:49

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

runar, það er bara tilgangslaust að vera  velta sér uppúr því núna hvort það hefði átt að tryggja allt upí topp eða setja eitthvað hámark etc.  Tilgangslust úr þessu.

Við verður að horfa á staðreyndir.  Innstæður voru tryggðar uppí topp með Neyðarlögunum og gerðar að forgangskröfu.  Eignir bankanna voru teknar til að bakka upp innstæðunar.

Nú, í UK tilfelli virðist sem eignir nái ekki að dekka innstæðurnar þar í landi að fullu  og kemur ísland og UK þá inní og skipta á milli sín upphæðinni er útaf stendur.    Sanngjarnt.  Fair deal.  Allt tal um annað er þjóðremba í bland við heimsku.   Er bara þannig.

Svo þegar þú talar um innstæðueigendur í UK sem fjárfest og háa vexti etc - LB sannfærði fólkð um að þetta væri tryggt í gegnum Rammalögin um innstæðutryggingar á EES svæðinu.  Ekki flóknara en það.

Þessi þjóðremba er bara hallæriseg og farin að verða fjarska þreytandi.  Verð að segja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2009 kl. 17:14

36 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er bara að enduróma skoðun fulltrúa um það bil 1/2 milljarðs jarðarbúa nafni  sem hafa sagt við þurfum að borga þetta. Þ.e. 28 Evrópuríki sem og fulltrúar þeirra í AGS, EES. Minni þig á að enn er bundið í lög í Noregi að Svíþjóð að lán frá þeim fáum við ekki fyrr en við semjum þessar greiðslur. Og það hefur hvergi í heiminum banki eða ríki komist upp með að gera upp á milli innistæðueigenda eftir því í hvaða útibú þeir lögðu peninga sína hjá einum banka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 17:22

37 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var kannski að fullyrða með að segja hvergi í heiminum en það er þá helst í vanþróuðum löndum sem það gæti gerst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 17:26

38 identicon

Það hryggir mig að þú skulir tala á þessum nótum Ómar. Þjóðremba er í eðli sínu ekki skammaryrði, þjóðremba, eins og þú nefnir hugtakið, er oft kallað föðurlandsást. Þjóðremba á EKKERT skylt við yfirgang eða hroka gagnvart öðrum, kjarni þjóðrembu er, og hefur alltaf verið, stolt ! Ekki dauðasynda-útgáfan heldur hreinræktað stolt.

Ég bæði skil og skil vel útgáfu hollendinga og breta á málefninu,sérstaklega hollendinga, einnig sýnist mér að ansi margir af þeim séu farnir betur að sjá og skilja okkar hlið á málinu.

Eðli icesave er RANGT gagnvart öllum þeim sem líða fyrir það, bæði erlendum eigendum innlána sem og íslenskum skattagreiðendum.

Ef til væri réttlæti í þessum heimi þá væru bjöggarnir látnir ganga plankann.

Samt er ég ekki sammála því að Íslendingar einir eigi að lúta höfði í i sök því við, líkt og bresk/hollensku innistæðueigendur icesave, erum aðeins peð í þessu máli öllu, réðum engu, einnig þeir sem kusu d, f eða s flokkana. Kosningaloforð þessara flokka komu fjölluðu aldrei um markmið  flokkanna um  óheftan/yfirlitslausan kapítalisma eða tilraunir til landráða.

Í það minnsta sá ég engan slíkan bækling...

Hinn venjulegi Íslendingur er EKKI sekur, umræður í þá átt hita mjög í mér blóðið.

Svo að lokum, Ómar, hófleg þjóðremba verður aldrei hallærisleg, ALDREI !

runar (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:19

39 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Því bar okkur að setja bönkunum þröng skilyrði til að gæta að því að þetta yxi þeim ekki yfir höfuð. Eða að tryggja að Seðlabanki ætti til fé til að lána þeim til þrautarvara vegna Icesave. Þetta hafa aðrar þjóðir gert þær hafa haldið bönkunum gangandi.""

Þetta er einfaldlega rangt Magnús. Margar þjóðir þar með taldir Bretar og Holendingar áttu ekki fyrir þessu, og innistæðutryggingasjóðirnir þar voru jafn tómir og hér ef allt færi á hliðina. Þeir leystu málið með því að lána sjálfum sér innistæðulausar evrur. Þeir tóku lán hjá ECB eftir björgunarpakka reglunum sem fólu í sér að þeir þurftu ekki alvöru veð og endurgreiðslur hraðinn er umsemjanlegur eftirá, eða með öðrum orðum, prentuðu peninga. Þetta gátu þeir gert í gegn um vald til að prenta evrur (sem er samt alveg bannað í reglum ESB).

Þegar á reyndi var ekki vilji fyrir hendi hjá ESB til að leysa málið með þeim hætti fyrir Ísland enda áttu íslensku útrásarvíkingarnir orðið of mikið í breska heimsveldinu og þarna var komin þægileg leið til að snúa ofan af því. Ég lái Bretum það ekki enda hlýtur yfirgangur nýríku íslendinganna í Bretlandi árin fyrir hrun að hafa verið óþolandi fyrir þá.

Það réttlætir samt ekki að þeir rukki ófædda íslendinga um miljónir króna í skaðabætur.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 19:21

40 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ef við fellum þessa ríkisábyrgð núna þá gilda lög frá því í ágúst. Og með þeim erum við búin að veita ríkisábyrgð á þessi lán. Og þvi borgum við hvort sem við samþykkjum þennan samning eða fyrri lögnin frá Alþingi 28.ágúst enda allir flokkar á Alþingi búnir að samþykkja að við þurfum að greiða þessa Icesave skuld.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 19:55

41 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"það hefur hvergi í heiminum banki eða ríki komist upp með að gera upp á milli innistæðueigenda eftir því í hvaða útibú þeir lögðu peninga sína hjá einum banka."

Þú myndir kannski vera svo vænn að leggja inn hjá mér nafni, upphæðina sem ég tapaði í Íslenska Lífeyrissjóðnum sem vistaður var hjá Landsbankanum.  Þú mátt gera það strax og þarft því ekki að debonera.

Staðreyndin er að engum innstæðueigendum hefur verið mismunað eins hrikalega og þeim sem hafa íslenskt ríkisfang.  Og nú krefjast þeir sem lífsviðurværi sitt hafa á ríkisjötunni að almenningur greiði icesave svo ekki þurfi að minka gjöfina á þann garða. 

Ég var neyddur til þess með lögum að láta mitt sparifé renna til lífeyrissjóðs.  Bresku og Hollensku sparifjáreigendurnir lögðu inn á icesave af fúsum og frjálsum vilja með von um gróða.  Við áttum að greiða þeim vextina sem voru þeir hæðstu í heiminum nema þá kannski í vanþróuðu löndunum og Nígeríu.

Magnús Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 21:14

42 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Með innistæðueigendum er ég að tala um almennar innistæður. Ég veit að fólk sem átti innistæður í skuldabréfasjóðum og hlutabréfasjóðum tapaði peningum. Vert þú ekki að snúa útúr. Allir almennir bankareikningar voru hér tryggðir. Við erum að borga tryggingar til þeirra sem töpuðu öllum sínum innistæðum upp á rúmar 3 milljónir á hvern reikning.  En þeir sem áttu hér kannski 50 milljónir á bankareikningum þeir voru tryggðir fyrir því öllu hér á landi.

Síðan er Almenni lífeyrissjóðurinn ekki Landsbanki heldur nokkriri lífeyrissjóðir sem sameinuðust og fengu Landsbankan til að reka og ávaxta sjóðinn.

Saga Almenna lífeyrissjóðsins nær yfir marga áratugi og eru rætur hans bæði langar og traustar. Í raun samanstendur sjóðurinn af átta lífeyrissjóðum sem hafa sameinast en á mismunandi tímum. Þeir lífeyrissjóðir sem hafa sameinast í Almenna lífeyrissjóðinn eru ALVÍB (Almennur lífeyrissjóður VÍB), Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður lækna og Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands.

Sorry við erum ekki að tala um það sama. Og ef út í það er farið þá hafa allir lífeyrissjóðir tapa miklu. EN þetta kemur innistæðutryggingum á Icesave ekkert við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 21:48

43 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry þú varst að tala um Íslenska lífeyrsisstjóðinn en það er sama um hann

Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem er með rekstrarsamning við Landsbanka Íslands og njóta sjóðsfélagar hans og launagreiðendur þjónustu okkar. Sjóðurinn tekur bæði við framlagi til lögbundins lífeyrissparnaðar og viðbótarlífeyrissparnaðar.

Hann er ekki hluti af Landsbankanum heldur með rekstrarsamning við hann. Ef Icesave hefði verið bara með rekstrarsamning við Landsbanka þá værum við ekkert að borga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 21:51

44 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo fæ ég ekki betur séð að þessi Íslenski lifeyrissjóður sé stafandi ennþá. Þannig að það reynir væntanlega ekkert á innistæðutrygginar hjá honum. Enda held ég að hann flestir eig þar meira en 3 milljónir eftir hrunið sem hann getur staðið við að borga tegar sá tími kemur. Það er allt annað en innistæður þar sem fólk á að geta treyst að geta tekið peninga sína út þegar það vill nema um annað sé samið. Og það ekki eins allskonar sjóðir hafi tapa aleigun á Icesave. M.e. eftirlaunasjóðir margra, launasjóðir sveitarfélag í Bretlandi og fleiri og fleiri og fá ekkert af því bætt. Því við náðum því fram í samningum að borga bara lágmarksinnistæður einstaklinga. Þannig tökum dæmi um  Breta sem átti 50 milljónir á icesave. VIð borgum honum 3 milljónir. Það eru síðan Bretar sem borga það sem ávantar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 22:01

45 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef við fellum þessa ríkisábyrgð núna Magnús gerist það helst að ríkisjóður skuldar þúsund miljörðum minna, stjórnin fellur og Íslendingar munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð geta gengið í ESB. Þetta tel ég allt vera til bóta. En ókostirnir eru helst að við munum þurfa að hafa höft á ISK lengur og EU ríkin sum hver munu verða tregari til samstarfs við okkur.

Það eru allir flokkar samála um að reyna að semja um icesave. Það er ekki það sama og að vilja borga skuldir greiðsluþrota banka, Samfylkingin og Steingrímur eru að mestu ein um það er það ekki ?

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 22:04

46 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Magnús Helgi.

Útskýrðu fyrir okkur þá, sem ekki vilja greiða Icesavereikninga Landsbankans, um hvað gerist í okkar lífi hér á Íslandi, og þá sérstaklega, ef við förum að lögum ESB, þ.e. láta á reyna ábyrgðir gistilanda útibúa Landsbankans.

Hvað breytist?

Eggert Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 22:16

47 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Guðmundur! Við erum búin að skrifa undir samning um að við skuldum Bretum og Hollendingum að núvirðii kannski 710 milljarða. Alþingi samþykkti lög 28. ágúst þar sem það samþykkti ríkisábyrgð með fyrirvörum. Þau lög eru í gildi! Nú er til umræðu á Alþingi breyting á þeim lögum sem gengur út á að þessir fyrirvarar eru settir inn í viðaukasamning. Ef við fellum hann þá eru fyrri lög í gildi. Þannig að Bretar og Hollendingar hefðu val um hvort þeir samþykktu þessa fyrirvara eða fara í innheimtuaðgerðir. Vegna þess að skv. samningnum átti að vera búið a ganga frá samningnum 23 október ef ekki væru öll upphæðin til greiðslu.

Noregur og Svíþjóð eru með bundið í lög um lán til okkar að við verðum að ganga frá Icesave áður en þeir lána okkur og því væru líkur á að strax á næsta ári mundum við lenda í erfiðleikum með að endurfjármagna lán vegna þess að við komium ekki til með að eiga gjaldeyri til margra ára.

Bendi þér á Eggert að bæði Hollendingar og Bretar vöruðu okkur við löngu fyrir hrun og Hollendinga reyndu að stöðva Icesave en á EES svæðinu gildir frjálst flæði fjármagns og þeir gátu ekki stoppað það eftir að FME gaf Landsbanka heimild til að opna Icesave útibúi í Hollandi. Og fyrir hvaða dómstól ætlar þú að reka mál er varðar ábyrgð gistilands. Þú verður að athuga að EES gerir ráðfyrir að EES svæðið sé nánast eitt markaðssvæði. Það er væntanlega ríki sem gefur fyrirtæki rekstraleyfi og hefur eftirlitsskyldu með því sem ber ábyrgð á því. En í gríni þá benti einhver á að ef við berum enga ábyrgð á Icesave þá einkavæðum við Landsbankann aftur í hvelli og látum hann safna pengingu inn á reikninga til að greiða aðrar skuldir okkar.

Og síðast enn ekki síst þá höfum við ekki neinn dómstól til að leita til og um leið ekki tíma til að standa í þessu. Við erum kannski á endanum að tala um kannski eina Kárahnjúkavirkjun en eru á meðan við göngum ekki frá þessu að tapa möguleikum á að skapa orðspor þannig að hingað vilja menn ekki lána peninga, því verður takmarkaðar framkvæmdir, sem leiðir til lægri tekna, sem leiðir til að allt traust á krónunni hrynur enn frekar, sem leiðir til að öll okkar viðskipti verða vöruskipti þvi verður að spara gjaldeyri til að borga þau lán sem nú þegar eru til greiðslu hjá okkur. Sem leiðir til þess að hér verður lítill innflutningur sem leiðir til þess að heilu greinarnar eins og verslun og viðskipti leggjast að mestu af og þar með aukið atvinnuleysi sem þýðir að ríkið þarf að skera niður heilbrigðis, mennta og félagkerfið. Sem þýðir að stærri og stærri hluti þjóðarinnar lifir við skert lífsgæði sem þýðir landsflótti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 22:37

48 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert illa áttaður á því um hvað þú ert að tala eins fyrri daginn nafni. 

Fólk er skyldað með lögum að láta 12% tekna sinna renna til lífeyrissjóða, sumir til almennra á meðan aðrir njóta ríkisforsjár. 

Nú ef þið í ríkisforsjánni viljið endilega greiða erlendum sparifjáreigendum innistæður sem þeir lögðu inn á reikninga einkabanka  í hagnaðarskini.  Þá er ekki nema von að ég spyrji, viljið þið ekki byrja á að fórna ykkur fyrir samlanda ykkar og greiða þeim tapið sem þeir voru skyldaðir til með lögum?

Þó ekki væri nema að gefa eftir svona eins og 30% af lögbundnum lífeyrissparnaði? 

Staðreyndin er sú að þeir grenja hæðst um það að þjóðin eigi að gangast við icesave sem eru á ríkisjötunni, því á hana verður ekki gefið nema með áframhaldandi lánsfé. 

Magnús Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 22:55

49 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það hlýtur að verða mál Hollands og Bretlands að finna dómstól til að stefna okkur til, ef þeir vilja á fá greiðslur frá okkur. Ekki verður það okkar vandamál!

Andvirði einnar  Kárahnúkavirkjunar, er vel sloppið ef svo væri. Ef ég man rétt var kostnaður hennar um. 120 milljarðar, og þá ætti Landsbankinn að eiga fyrir því.

Það sem þú ert að nefna um aðra hluti, má segja að þeir gætu einnig gerst ef við ákvæðum að greiða þessa skuld. Ég sé ekki annað en allir þessir hlutir eru að gerast, og eigi eftir að versna er á líður.  Líklega enn frekar ef ríkisstjórn ber þá ógæfu að samþykkja ríkisábyrgð. Ég held að trúverðugleiki okkar, sem þjóðar, felist í ákvörðun okkar í að greiða ekki þennan reikning. 

Ákvörðun sem ríkisstjórn á að taka.Þjóðin styður það.

Með því mun trúverðugleiki okkar verða betri á komandi árum, þegar aðrar þjóðir sjá að Ísland rís aftur upp á lappirnar. Líklega fyrsti þjóða í Evrópu.  Peningar streyma ávalt þangað sem ávöxtun þeirra er mest, þannig að það er ekki ástæða til að ætla að fjármagnsskortur verði hér. Einungis þarf að búa til jarðveg fyrir fjármagnið. 

Það hlýtur að búa eitthvað meira undir hjá þér með þessum pistli, en undirlægjuháttur við Breta og Hollendinga. Að reyna að sýna fram á að  einhver skylda hvíli á okkur íslendingum er einungis lýðskrum.  Hversvegna er vilji þinn svo sterkur að greiða þessum ríkjum, og í sömu mund að knésetja Íslenskt samfélag.

Þessi upphæð til Breta er ekki stór í þeirra efnahagskerfi og skiptir þá litlu sem engu máli. Þessi upphæð er eins og 1.árs innheimta á stöðumælasektum í Bretlandi. Ég skil ekki þetta offors Breta í garð okkar vegna þessa reikninga og sérstaklega eftir að þeir hafa sett á þjóðina hryðjuverkalög, sem felldu stærsta íslenska bankann, þe. Kaupþingbanka.

Eggert Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 23:19

50 identicon

Ég skil ekki hvernig þú færð þessi viðbrögð, Magnús. Eina sem mér datt í hug er að prenta út þessa færslu þína út, geyma hana og hitta þig svo árið 2016 og biðja þig um að greiða mér minn hlut. Jafnframt afsökunnarbeiðni um að hafa verið svona blindur árið 2009.  Sanngjarnt ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 23:23

51 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Magnús Helgi

þetta er allt á hvolfi hjá þér. lögin taka ekki gildi nema fyrirvaranir séu samþykktir af viðkomandi fjármálaráðuneytum.

Mæli með að þú lesir lögin þau eru hér.

http://www.althingi.is/altext/138/s/0076.html

Guðmundur Jónsson, 15.12.2009 kl. 23:33

52 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Örn ég er ekki né þú að borga neitt prívat af þessari skuld. Og ég gæti alveg eins beðið um að þú bætir mér upp allt það tjón sem að kann að hljótast af því að standa í stríði við Breta og Hollendinga næstu árin vegna Icesave. Bendi þér á að 8 október 2008 þá skrifuðum við undir samning vi Hollendinga um að við mundum borga innstæðutryggingar af öllum innistæðureikningum icesave í Hollandi og að þeir mundu lána okkur fyrir því. Bendi þér líka á fjölpóst Indefence sem hefur verið einn helsti aðilinn í að Alþingi samþykkji ekki þessa ríkisábyrgð en þar segir:

Undirskriftarsöfnunin gengur ótrúlega vel. Á aðeins rúmri viku hafa 24.000 karlar og konur skorað á forseta Íslands að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og standa þannig vörð um hina mikilvægu fyrirvara sem Alþingi samþykkti í sumarlok.

Eins eru allir flokkar á Alþingi á því að við séum búin að skuldbinda okkur til að greiða Icesave innistæðutrygginar. Flokkarnir deila aðeins um leiðir til að greiða það. Og það er staðreynd að þó þjóðin mundi hafna þessum lögum sem nú vinnslu á Alþingi þá eru önnur gildandi sem eru að mestu eins nema að við eigum að semja um hvað verði gert við upphæðina sem verður eftir 2024.

Og hætti svo þessari vitleysu. Haldið þið að við værum að borga ef við þyrftum það ekki.

Það getur enginn sagt til um hverning Bretar og Hollendingar mundu bregaðst við ef við neitum að borga. Eina sem við höfum í hendi er hvernig brugðist var við í október í fyrra. Og þá vorum við nærri því að lenda í að geta ekki flutt inn nauðssynjar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.12.2009 kl. 00:03

53 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nafni ég held að þeir sem aðhyllist þínar skoðanir um að drífa í að borga ættu að gera það á eigin ábyrgð, en ekki að ætlast til að aðrir taki þátt í því rugli.  Það eru alltaf að koma fleiri kurl til grafar, sem styðja málstað Íslands.

"Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú tilkynnt um bráðabirgðaniðurstöðu vegna sjö kvartana erlendra fjármálastofnana undan neyðarlögunum sem sett voru í fyrrahaust. Þar ítrekar ESA álit sitt frá 4. desember s.l. um að neyðarlögin samræmist EES-samningnum.

Í frétt um málið á vefsíðu stjórnarráðsins segir að þessar sjö kvartanir hafi komið frá almennum kröfuhöfum gagnvart einhverjum af gömlu bönkunum. Kvartað var vegna neyðarlaganna og aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við þau.

Bráðabirgðaniðurstaða ESA er í öllum tilvikum á sama veg og í niðurstöðunni frá 4. desember, þ.e. fallist er á sjónarmið Íslands í málunum, forgangur sem innstæðum var veittur fær staðist að mati ESA og íslensk stjórnvöld höfðu að mati stofnunarinnar rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innstæðueigenda í neinu þessara mála, fremur en í því máli sem tilkynnt var um þann 4. desember.

Sem kunnugt er tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) með bréfi dags. 4. desember sl. að stofnunin hefði komist að bráðabirgðaniðurstöðu vegna kvörtunar hóps almennra kröfuhafa á hendur gömlu bönkunum, vegna aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við setningu laga nr. 125/2008 (sk. neyðarlaga).

Bráðabirgðaniðurstaða ESA var sú að ákvæði laganna, einkum varðandi forgang sem innstæðum var veittur og ráðstafanir íslenskra stjórnvalda á grundvelli laganna, samræmist EES-samningnum og öðrum lagalegum skilyrðum. ESA benti á að önnur úrræði hafi ekki verið sjáanleg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við algjöru hruni efnahagslífsins á Íslandi.

Jafnframt féllst ESA á það sjónarmið stjórnvalda að neyðarlögin og ákvarðanir FME hafi verið einu aðgerðirnar sem voru trúverðugar við þær aðstæður sem uppi voru."

"

Breska fjármálaeftirlitið, FSA, sendi Landsbankanum bréf 3. október 2008 þar sem settar voru strangar kröfur um bindiskyldu og var erfið lausafjárstaða bankans gefin sem ástæða. Bréfið bar þá sakleysislegu yfirskrift &#132;Fyrsta eftirlitstilkynning&#147;, en í raun var um frystingu að ræða, fimm dögum áður en bresk stjórnvöld notuðu hryðjuverkalögin.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var í tilkynningunni vísað til laga um fjármálaþjónustu og markaði frá árinu 2000 og reglna eftirlitsins um ráðdeild, GENPRU, og sagt að á grundvelli þeirra hefði fjármálaeftirlitið ákveðið að setja Landsbankanum ákveðin skilyrði, sem tækju til útibús hans á Bretlandi. Landsbankinn þyrfti að eiga á bankareikningi á Bretlandi forða í reiðufé, sem samsvaraði ekki minna en 10% af innistæðum á óbundnum reikningum hjá bankanum í breskum pundum.

Peningaforðann á þessum reikningum þyrfti að hækka upp í ekki minna en 20% af innistæðum strax 6. október. Á þessum tíma var veruleg þurrð á lausafjármörkuðum og nánast útilokað að bankinn gæti útvegað slíka fjárhæð með svo skömmum fyrirvara. Tekið er fram að bankareikningurinn eigi að vera hjá breska seðlabankanum, Englandsbanka, eða reikningur sem FSA veiti skriflegt leyfi fyrir.

Meðferð eigna takmörkuð

Að auki segir að Landsbankinn verði þegar að stofna aðskilinn vörslureikning hjá breska seðlabankanum eða hjá annarri stofnun, sem fjármálaeftirlitið samþykki.

Í þessum fyrirmælum breska fjármálaeftirlitsins frá 3. október segir jafnframt að þau taki til peningaforða bankans og allra eigna hans á Bretlandi frá og með deginum, sem þau taki gildi. Sérstakar takmarkanir eru settar að því leyti að bankinn megi ekki gera neinar ráðstafanir varðandi þessar eignir ef þær gætu leitt til þess að þær flyttust frá Bretlandi eða leiddu til þess að tekið yrði veð í þeim, þær veðsettar eða hefðu svipaðar fjárhagslegar afleiðingar."

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband