Leita í fréttum mbl.is

Lögfræðiálitin samhljóma um nokkur atriði

trBæði álitin segja að hættan við að málið fari fyrir dóm sé að við verðum dæmd til að greiða alla upphæðina í einu. Held að það hafi menn jú horft stíft á við þessa samninga. 

Þá er það eftirtektarvert að Mishcon de Reya er auðsjáanlega sólgið í að fá þetta mál til að sækja enda held ég að þeir væru þá á % af niðurstöðu þeirra sem skiptir milljörðum.

En er það áhætta sem vert er að taka að standa hér í málferlum í kannski eitt til tvö ár og lenda svo í að öll upphæðin sé gjaldfallin á okkur og við þurfum að greiða hana þá þegar? Einmitt þegar við erum á leið upp úr kreppunni? 

Þeir benda á óljósa samninga en við vitum jú höfðu atriðin og þau eru ekki óljós. Þá er einnig áberandi að 2 lögfræðistofur báðar virtar skuli komast að svo ólíkri niðurstöðu.  Arshurst vann að þessum samingum sem ráðgjafar skildist mér á einhverjum í dag. Og þá verað menn að athuga að Ashurst er líka mjög virt stofa skv. þvi sem ég les á netinu með útibú m.a.

Ótrúlegt að þær fái svona ólíkar niðurstöður.
Ég var að vona að þetta yrði jólagjöfin í ár að þessu Icesave yrði lokið. En það verður víst ekki. Vonum að þetta klárist milli jóla og nýárs. En andskotinn ég neita að trúa að menn vilji hafa þetta yfir okkur kannski næstu árin. Þá verða menn líka að reikna hvað við töpum vegna þess að bankar fást ekki til að fjárfesta hér á þeim tíma. Sem og varðandi lánshæfi og annað er snertir viðskipti okkar við önnur lönd.

mbl.is Engin straumhvörf með lögfræðiálitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er það áhætta sem vert er að taka að standa hér í málferlum í kannski eitt til tvö ár og lenda svo í að öll upphæðin sé gjaldfallin á okkur og við þurfum að greiða hana þá þegar? Einmitt þegar við erum á leið upp úr kreppunni?

Til hvaða lands ætlar þú að flýja til að komast út úr kreppunni eftir 2 ár vinurinn? 

Kristinn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:00

2 identicon

P.s. þetta eru bara næstum því jafn mörg útibú og Baugur var með! Magnað!

Kristinn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:02

3 identicon

Sælir einfaldir segja stjórnvöld.  Það vill svo skemmtilega til að Ashurst lögmannastofa á eitt sameiginlegt með lögmönnunum 3 sem Björn Valur Gíslason segir að fjárlaganefnd hefði fengið skrifleg álit frá vegna lagalegum vafamála tengdum samnings óhroðanum, þar sem fram kemur að enginn vafi leiki á að Icesave-samningarnir og ríkisábyrgð vegna þeirra standist ákvæði stjórnarskrár, sem er að allir hafa unnið að Icesave samningagerðinni fyrir Íslands og Bretlands hönd.

Um er að ræða sameiginlegt álit frá Björgu Thorarensen og Eiríki Tómassyni og álit frá Helga Áss Grétarssyni, en öll unnu beint við gerð Icesave óhroðans.  Allir áttu að skila greinagerð sem mæti hvort þau sjálf væru sek um starfsafglöp og óhæfi síns í starfi sínu fyrir stjórnvöld.  Líkurnar hljóta að vera gríðarlega miklar að mat þeirra á eigin verkum hafi verið unnið af trúmennsku, heiðarleika, óhlutdrægni og fagmennsku.  Lengi lifi hreinn og tær óþverraskapur stjórnvalda í Icesave málinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu Kristinn ég er bara að endurspegla það sem allir aðilar nema framsóknarflokkurinn og hluti sjálfstæðismanna segja. Þ.e. að ef að hingað fást fjárfestar og um leið aðgangur að fé til fjárfestinga þá muni strax í lok næsta árs vera hafinn viðsnúningur.

Bendi þér á að spár þeirra framsóknarmanna haf nú illa staðist hingað til. Skv. þeim ætti hér að vera 20% atvinnuleysi og tugþúsundir heimilislaus og enn fleiri fluttir til útlanda. Og Ísland komið í eyði að mestu.

Þá er ég að tala um kostnaðinn sem lendir á okkur ef þessar deilur halda áfram:

  • Enginn áhugi á að lána hingað á meðan.
  • Lækkað lánshæfismat ríkisins því að lánshæfisfyrirtæki hljóta fyrst að horfa til þess hvort við séum að standa við skuldbindingar
  • Ekki nokkur leið að gera áætlanir til framtíðar þar sem við vitum þá ekki fyrr en eftir þessi málaferli hvort við þurfum að borga strax ef við töpum málinu og þá hvað mikið.
  • Og allir möguleikar á að krónan styrki sig eru náttúrulega fyrir bí þá því að enginn skiptir við okkur nema gegn gjaldeyri og sennilega ekki nema í vöruskiptum.
  • Og svo má ekki gleyma að hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á okkur eru líka mögulegar. Við lentum í þeim í október í fyrra. Og þá vantaði nokkra daga i það að við yrðum hér í vandræðum vegna þess að við áttum ekki gjaldeyri til að borga fyrir nauðsynjar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.12.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Ég var að vona að þetta yrði jólagjöfin í ár að þessu Icesave yrði lokið."

Nær væri að ætlað að Æsseif verði minnst eins og Gamla sáttmála 1262 og Kópavogsfundinum 1662, að halda að Æsseif verði lokið fyrir jól er ótrúleg óskhyggja.

Eggert Sigurbergsson, 22.12.2009 kl. 08:53

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona er ég bara Eggert! Ég hef þá lífsskoðun að reyna að leysa vandamálin strax og snúa mér að öðru, jafn vel þó að hugsanlega mætti ná einhverjum betri árangri með því að draga málin á langinn, þá horfi ég í fórnarkostnaðinn við það sem oft er meiri.  Sem og að standa í að draga málin koma líka í veg fyrir að maður geri eitthvað annað á meðan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.12.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband