Leita í fréttum mbl.is

Hvað eiga þeir við með þessu?

Var IFS greining ekki búin að skila inn bráðabirgðamati? Og svo er maður að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki þetta IFS greining er? Það eru skv. heimasíðu þeirra nokkrir starfsmenn. En nú síðustu mánuði hafa þeir komið allt í einu fram á völlinn. Oft með einhverjar spár sem hafa yfirleitt verið nokkru verri en raunin hefur verið. Sé á google að þeir eiga það sammerkt að hafa lokið flestir árið 2000 eða síðar og farið flestir beint í bankana. Nú er það náttúrulega ekki slæmt í sjálfu sér en finnst samt að það þurfi að skýra hvernig að það á að vera ásættanlegt að láta Alþingi bíða meðan þarna lítið greiningarfyrirtæki reynir að áætla greiðslubirgði sem mun reyndar sérfræðingar eru búnir að reikna m.a. í Seðlabanka, Fjármálaráðuneyti og AGS.

Síðan er spurning hvort að minnihluti Alþingis hefur ekki eitthvað misskilið lýðræði. Þ.e. að meirihluti Alþingis vill fá þetta mál til þriðju umræðu og þessi meirihluti er rétt kjörinn fyrir 6 mánuðum og þar til að koma hér aftur kosningar þá virkar lýðræðið þannig að meirihluti ræður því hvenær þeir telja að mál séu full skoðuð eða að ekki sé lengur tími til að hanga lengur yfir málinu og vísa því til umræðu á þingi og síðan ræður atkvæðagreiðsla. Enda verður maður að segja að flest þeirra 16 atriða sem átti að skoða voru atriði sem að stjórnarandstaðan hefði getað m.a. kallað á eftir fyrstu umræðu og eins verið búin sjálf að láta vinna fyrir sig áður.

Nú er kominn tími til að klára þetta hvernig sem það fer á þinginu. Það gengur ekki að hafa þetta hálf klárað lengur. 


mbl.is Svik við samkomulag flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér fullkomlega sammála. Þetta er algjörlega útrætt í tætlur.

Hins vegar er örugglega hópur manna sem hefur tröllriðið bloggheimum á annarri skoðun. Stjórnleysi á sér alltaf fylgismenn því miður.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:08

2 identicon

Það er skandall að þetta eigi að fara í gegnum þingið með þessum hætti.

Við Íslendingar höfum ekki efni á að taka einhverjar fljótfærnislegar ákvarðanir í þessu máli, sem við getum ekki bakkað með síðar.

Við þurfum að standa á báðum fótum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera.

Við getum ekki talist sjálfstæð þjóð, ef aðrar þjóðir kúga okkur til að skrifa undir pappír sem þennan, nema að við séum fullviss um að það sé nauðsynlegt !

Ríkisstjórnin er búin að hóta okkur, allt frá því að þau tóku við að einhver ægileg ógn steðji að okkur ef við skrifum ekki undir samninginn.

Samt er okkur ekki sagt hver sú ógn er !!!

Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var lofað að allt yrði uppi á borðum....

En ég get ekki séð nokkurn skapaðan hlut uppi á borði þessarar ríkisstjórnar nema svikin loforð !!!

Sól (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:12

3 identicon

Ég held að þú hafir misst af mörgum vikum á alþingi. Icesave hefur fengið svo mikla umfjöllun að allt annað kiknar í samanburðinum. Hér hefur allt verið tekið upp á borð og hverjum koppi snúið við. Ég hef stutt stjórnarandstöðuflokkana en í þessu máli eru þeir í tómu rugli. Þingleg meðferð er samkvæmt lýðræðisreglum í okkar þjóðfélagi. Þangað skal nú haldið og við það er ekkert nema eðilegt.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það verður að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál

Sigurður Þórðarson, 22.12.2009 kl. 23:23

5 identicon

Ertu að grínast Magnús. Ertu enn að fjalla um fréttir þar sem þú ferð aftur og aftur með rangfærslur. Í fyrsta lagi heitir fyrirtækið ekki IMF greining. IMF er einmitt alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Og í öðru lagi, hvað hefur þú fyrir þér um að IFS greining komi með verri spár en raunin hefur sýnt.

Ýmsir, til dæmis þú, skilja ekki hversu miklu skiptir að þjóðin taki ekki á sig skuldbindingar sem hún hefur ekkert með að gera, af þeirri stærðargráðu sem Icesave er. Ef allt fer á miðlungs veg varðandi Icesave, þá verður ástandið hér ömurlegt. Þá hefur ykkur, sem talið um þessi mál af vanþekkingu og flokkshollustu, tekist að gera lífið á Íslandi óbærilegt. Er það virkilega það sem þú vilt?

Jón Sig (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:39

6 identicon

Það má líka alveg bæta inn í umræðuna að fjölmiðlar þurfa aðeins að fara að vanda sig i fréttaflutningi.

Það er ekkert til lengur sem heitir hlutleysi í fréttamennsku.

Ég vildi óska þess sárt, að lífið væri engum á Íslandi óbærilegt.

Það er ekki umfjölluninni og skoðunum manna að kenna ef einhverjum líður illa á Íslandi!

Það eru allt aðrar ástæður fyrir því að fólk er að flytja af landi brott !

En ef við viljum að Íslendingar haldi áfram að búa á Íslandi, þá þarf eitthvað að fara að breytast.

Hugarfarið þarf að breytast og stjórnmálin þurfa að breytast !

Við Íslendingar höfum núþegar sýnt og sannað að aðlögunarhæfni okkar er ótrúleg. Við virðum geta dregið saman í útgjöldum þegar kreppir að....en við kunnum líka að njóta lífsins þegar vel árar.

Við komumst í gegnum þessa kreppur eins og aðrar sem hafa komið á undan þessari.

En við þurfum að læra af mistökunum og koma okkur upp úr hjólförunum.

Við getum ekki skrifað upp á reikning, sem okkur ber engin skylda til að greiða !

Sól (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála Hörpu hér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 00:39

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Jæja Magnús, núna ertu sjálfsagt sáttur. Icesave á leið í lokaatkvæðagreiðslu. Verður samþykkt á mánudaginn.

Mér skilst að einhverjar sérkennilegar geimverur verji auðlindir sínar í myndinni Avatar, sennilega er ég bara geimvera.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.12.2009 kl. 00:40

9 identicon

nú skil ég hvernig fólk æsist upp og endar með stríði! fólk fer að drepa hvort annað og þar fram eftir götunum!!!!!!!! það er einmitt útaf fólki einsog þér Magnús

snorri (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband