Sunnudagur, 27. desember 2009
Loksins sér fyrir endan á þessu dæmi!
Reiknað með að umræðan taki 2 daga. Og að henni lokinni er nú líklegt að þetta dæmi verði loksins leitt til lykta. Enda er ekkert annað í boði.
Allir flokkar á Alþingi hafa viðurkennt að við þurfum að bera ábyrgð á Icesave. Menn deila bara um kjörin á Icesave.
Held að öllum sé ljóst að auðvita hefðu stjórnvöld viljað ná betri samningum. En held að fólk hljóti að átta sig á því að þau gerðu allt sem í þeirra valdi var til að ná betri samningum. Bæði nú og sl. vor og í raun sl. rúmt ár eða frá því í nóvember í fyrra.
Það er nokkuð ljóst að ef það hefði verið möguleiki á því þá hefðu þeir verið fullreyndir. Það er engin sem að gamni sínu leggur fyrir Alþingi samning upp á þvílíkar upphæðir ef að stjórnvöld hefðu talið sig eiga möguleika á öðru.
T.d. er nokkuð ljóst að við eigum engan forða til að fara í efnahagslegt stríð við Holland og Bretland. Gjaldeyrir okkar yrði fljótt uppurinn. Og við kaupum ekki gjaldeyri fyrir krónur í dag. Nokkuð ljóst að við erum beitt þrýstingi frá öllum hliðum.
En ef að kjörin á þessu láni eru svo ömurleg þá hljótum við innan nokkurra ára að geta farið og fengið lán á þeim kjörum sem menn segja að við hefðum átt að fá á þetta lán og greitt það upp. En ég skil Breta og Hollendinga að þeir vilji eitthvað álag á að lána til lands sem ekki er fullvíst að geti borgað lán sín. Þetta eru jú skattpeningar Breskra og Hollenskra fjölskyldna sem við eru að fá að láni.
En þeim mun fyrr sem við hættum að draga þetta mál og förum að byggja hér upp þeim mun meiri líkur eru að við komumst út úr þessu standandi.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Áður en árið er úti mun Þráinn Bertelsson selja sálu sína og svíkja þjóðina í hendur nýlenduherra. Samfylking og VG munu, með fulltyngi "forsetans", dæma þjóðina til ævarandi þrældóms í von um að fá að ylja sér í kokkteilveizlum í Brussel.
Í dag ber þjóðin enga ábyrgð á Icesave, eftir 3 daga mun þjóðin bera fulla ábyrgð á Icesave, og það verður algerlega og fullkomlega á ábyrgð núverandi stjórnvalda + Þráins Bertelssonar. Það mun sagan sýna og sanna um aldur og ævi.
Siðblinda og landráðastefna Samfylkingarinnar virðist vera botnlaus, og í raun má segja að núverandi stjórnvöld séu eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi sem eru um það bil að draga það til dauða.
Einar (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:15
Einar hættu þessu bulli. Í dag eru bretar og hollendingar með undirritaðan samning við okkur um að við ætlum að greiða. Allir flokkar á Alþingi hafa viðurkennt að við þurfum að greiða. Þeir eru hinsvega ósáttir við greiðslu skilmála vegan ríkisábyrgð. Og ef þetta verður fellt þá gilda lögin frá því í Ágúst um ríkisábyrgð með fyrirvörum. En ef við fellum samningana þá segja erlendar lögfræðisskirfstofur að við gætum lent í því að þurfa að borga alla upphæðina í einu ef við verðum dæm til þess.
Svo hættu þessu bulli. Með því að gefa þessum bönkum starfsleyfi fyrir þessa icesave reikninga þá tókum við okkur eftirlit og ábyrgð á þeim.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2009 kl. 23:20
Magnús þú hittir naglann á höfðið ef við verðum dæmd til að borga alla upphæðina í einu þá verður það snöggur dauðdagi en ekki langur og kvalafullur eins og allt stefnir í ef Icesave verður samþykkt.
Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 23:45
Magnús. Þú fullyrðir Einar bulla. Hvaða samningar hafa verið gerðir sem segja okkur ætla að borga? Áttu við þá sem alltaf hefur verið á hreinu samkvæmt EES reglugerðinni sem Ísland tók upp, eða ertu enn einn stjórnarliða sem ætlar að reyna að ljúga því til að ólögvarin minnisblöð embættismanna eru eitthvað sem einhver í veröldinni lítur á sem lögvarða samninga, sem getað gert ríkissjóð ábyrgan? Eitthvað sem stjórnarskrá heimilar ekki og allir tilburðir til að brjóta hana hvað þetta varðar eru brot á lögum sem fjalla um landráð. Ertu enn einn stjórnarliðinn sem ert að ásaka núverandi og þá fyrrverandi embættismenn þjóðarinnar að hafa framið landráð með að hafa getað skuldbundið ríkissjóða þó svo að það er fullkomlega borin von að það er mögulegt? Það þarf jú meirihluta þingheims til að getað gert ríkissjóð ábyrgan á hverju sem til getur komið, eins og td. ólögvarinni falsskuld Icesave, og honum freistast stjórnvöld að ná á næstu dögum. Ekkert annað getur gert þjóðina ábyrga og engin ábyrgð er enn komin, og fullkomlega út í hött að það eigi að gera gegn vilja 70% þjóðarinnar.
Hér eru lagaskýringar fyrir byrjendur í Icesave eftir prófessor Sigurð Líndal, vel þekktan lögfræðiálitsgjafa Samfylkingarinnar. Allar lygar stjórnvalda í gegnum deiluna eru hraktar, og ekki einn fræðimaður frekar en áhugamaður hefur gert minnstu tilraun til að andmæla. Sama er hægt að segja um greinar Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors, Lárusar Blöndal og Ragnars H. Hall hrl:
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:57
Sigurður Alþíngi samþykkti lög 28. ágúst. Þar samþykkjum við að ábyrgjast lán til innistæðutrygginarsjóðs fyrir Icesave. Þannig að ég reikna með að þó þessi ábyrgð sé feld núna þá gilda þau lög. Þannig að við erum ekkert að komast hjá þessu greiðslum. Og Sigurður maður hefði haldið að það væri betra að lifa við aðeins minni munað heldur en að fara lóðrétt á hausinn og eiga í því næstu áratugi. T.d. skuldir okkar hverfa ekki við að fara á hausinn. Við myndum bara missa fullveldið því alþjóðastofnanir tækju að sér að stýra málum hér og sjá til þess að sem mest mundi innheimtast. T.d. skuldum vð AGS, Norðulöndum, fullt af bönkum og þeir vilja sitt. Og eins og þú veist þá byggist gjaldþrot á að allar eignir eru seldar út úr þrotabúinu til að borga skuldir. Held að fleir vilji halda í þá von að útreikningar sem sýna að við ráðum við þetta séu réttari.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.12.2009 kl. 00:00
Icesave var á allan hátt framkvæmt eftir EES reglugerðum og samþykkt sem slík. Enginn hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið lög hvað framkvæmd eða eftirlit varðar. Ekkert hefur komið fram sem sýnir eða sannar að stjórnvöld hafa ekki uppfyllt allar þær skyldur sem þeim bar, svo að fullyrðingar um eitthvað annað er marklaus áburður, sem viðkomandi ætti að reyna að finna stað eða halda fyrir sig.
Ef við erum dæmd til að greið alla falsskuldina í einu, þá er það einfaldlega ómögulegt, enda erum við ekki í aðstæðum til að borga yfirleitt.
Þetta kom fram í viðatali við Svavar Gestsson formann Icesave samningarnefndarinnar í Morgunblaðs viðtali:
Segir allt sem segja þarf og nákvæmlega það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt fram í viðtali, að við eigum að taka á okkur stórkostlegt klúður EES. Orðrétt sagði hún:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:13
Guðmundur reglugerðin eða tilskipunin segir til um að við eigum að koma upp innistæðutrygginarkerfi. Við gerðum það. En hvað átti að gera þegar innistæðutrygginarsjóðurinn hefði ekki einusinni dugað þó bara Glitinir hefði farið á hausinn. Um það segir í álitum t.d. sem franski seðlabankinn gerði 2000. En þar segir á þá leið að við algjört kerfishrun verði nauðsynlegt fyrir viðkomandi ríkisstjórnir að koma til aðstoðar og/eða seðlabankar. Í þeim tilgangi lýstum við yfir að allar innistæður hérlendis væru tryggðar. Og þar sem að icesave var dótturfélag þá færa Bretar og Hollendingar þau rök að innistæður á Icesave voru innistæður í Íslenskum bönkum. Og þar sem bannað er að gera upp á milli innistæðueigenda eftir þjóðerni þá berum við ábyrgð á þeim.
Var að lesa nefndaálit meirihluta fjárlaganefndar um Icesave þar segir m.a.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.12.2009 kl. 00:20
Halda sig við sannleikann rétt yfir hátíðirnar. Lögin voru samþykkt í sumar með fyrirvörum. Forsetinn samþykkti lögin með þeim skilyrðum að fyrirvararnir héldu. Núna hafa stjórnvöld rústað þeim sem gerir forsetanum ómögulegt að skrifa undir breytingarnar ef hann ætlar að vera maður orða sinna? Fyrirvörunum var alfarið hafnað af Bretum og Hollendingum. Það þýðir að það eru engir samningar í gildi einfaldlega vegna þess að þeir áttu aldrei að taka gildi fyrr en Bretar og Hollendingar undirrituðu þá. Varla væru menn ekki að standa í að fá þá samþykkta í dag ef þeir væru í gildi. Jóhanna Sigurðardóttir áréttaði í bréfi til Gordons Browns forsætisráðherra Breta, sem leit svo á að samningurinn hafði verið samþykktur, að svo væri alls ekki og mas. að hún og stjórnvöld litu ekki svo á að það væri lagaleg skylda okkar að borga það sem farið er fram á umfram EES reglugerðir, sem aldrei hefur verið nein spurning um að ætti að gera.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:23
Já, það er rétt hjá Guðmundi Öðrum að lagaálitin sem hann vísar í eru fyrir byrjendur - ætti samt að heita frekar "Orðhengilsháttur fyrir byrjendur"
Það yrði ekkert hlustað á svona orðhengilshátt fyrir alvöru dómsstólum.
Málið er alveg skýrt. Ríki bera skaðabótaábyrgð á lágmarkinu ef sjóður klikkar. Sjóðurinn er alltaf á ábyrgð ríkisins þannig séð. Ríkin eiga að koma upp sjóði sem stendur undir skuldbindingunum er Rammalög kveða á um, þ.e. lágmarksbótum ef á reynir. þ.a.l. er ríkið alltaf ábyrgt ef sjóður klikkar.
Reyndar hefur meir að segja fallið dómur í ECJ og þó málið sé dáldið annars eðlis, er alveg kristalskýrt að lágmarkið verður að greiða. (En umræðan er svo skrítin hérna uppi að umrætt mál hefur þótt sanna hið gagnstæða !)
Snerist um það að þýskur banki var ekki aðili að tryggingarkerfi og fór síðan á hausinn. Pétur Páll og fleiri sóttu mál gegn ríkiu og vildu fá allt greitt á þeim forsendum að Ríkið hefði átt að stoppa bankastarfsemina fyrr - og ef ríkið hefði gert það, hefði hann og fleiri aldrei lagt peningana inn í bankann og þ.a.l. ekki glatað þeim.
Dómur í þýskalandi féll þannig að lágmarkið samkvæmt Direktífinu skyldi borgað - en Peter Paul og fleiri héldu áfram með málið og vildu fá allt uppí topp og vísuð til áðurnefndra forsendra. Þyskarar báðu ECJ um álit og komst Dómurinn að því að ef lágmarksbætur væru greiddar - þá yrði ríkið ekki gert ábyrgt umfram það. Og þetta er aðalatriði Dómsins. Lágmarksbætur greiddar. Í íslands tilfelli er niðurstaðan augljós. Bjarni Ben td, fattaði það alveg í fyrra. Meir að segja hann fattaði það.
En í ísl. tilfelli er annað verra. Þ.e. auk þess sem lágmarksupphæð þyrfti að greiða á stundinni og setti landið þar með á hausinn náttúrulega - er alltaf hætta á að Bretar fari fram með ítrustu kröfur: Allir reikningar borgaðir uppí topp ! Og vísað til jafnræðisreglunnar.
Ofannefnt er ástæða þess að varla nokkur alþingismaður er svo vitlaus að segja "við borgum ekki" Þeir eru ekki svo vitlausir (þó sumir bloggarar hérna haldi það) Alþingismenn eru að tala óljóst um betri samning og þá bara einhvernveginn betri samning. Það er það sem þeir eru að tala um.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 00:34
Meirihlutaálit fjárlaganefndar er álit stjórnvalda og segir okkur nákvæmlega ekkert annað en stjórnvöld vilja segja. Hingað til hefur ekkert þýtt að leggja fram sem hentar ekki þeirra fyrirfram ákveðnu niðurstöðu. Núna fullyrðir Jóhanna að Ragnar Hall skilji ekki sig sjálfan hvað Ragnar Hall fyrirvarana varðar, þegar hann segir að þeir eru handónýtir eftir nýjustu skemmdaraðgerðir.
70% þjóðarinnar er þverpólitískt afl sem fer fram á að hafa seinasta orðið um samninginn. Ísland hefur hvergi verið ásakað um að hafa staðið rangt að Icesave reiknings málefnum. Það þarf ekki kjarnorkuverkfræðing til að sjá að 300.000 manna þjóðfélag gæti haldið uppi eðlilegri eftirlitsstarfsemi sem gríðarlega aukning bankakerfisins krafðist á milljóna mörkuðum. Ef dæmt verður fyrir gáleysi, þá verða Bretar og Hollendingar dæmdir með Íslendingum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að það var farið eftir öllum lögum og reglugerðum þessara landa og EES sem allt kerfið var keyrt eftir. Fjármálaráðherra Hollands sagði rétt eftir hrun að í EES reglum er ekki reiknað með ef að kerfishrun yrði og þess vegna ekki á ábyrgð viðkomandi þjóða. Skömmu síðar fer Steingrímur og félagar og semja við hann um allt annað. Sama gerði bankastjóri Evrópuseðlabankans og Seðlabanka Frakklands.
Kerfishrun er eins og ef öll hús í landinu myndu brenna á sama tíma. Engin tryggingafélög gætu staðið undir slíku. Þetta vissu allir þegar EES reglugerðir voru unnar. Núna á að endurskrifa lögin á kostnað okkar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:44
Ómar. Enn hef ég ekki séð staf frá þér hvað lög varðar, sem benda til annars en þú skilur ekkert af því sem þú skrifar, enda meira og minna ekkert sem máli skiptir í umræðunni. Að ata okkar færustu sérfræðinga aur í stað þess að mæta þeim á skylmingavelli lögfræðinnar er afar aumt en regla þegar stjórnarliðar eru annarsvegar. Dæmigert skítkast þeirra sem eiga vondan málstað að verja og eru málefnalega gjaldþrota.
Satt að segja ætla ég að hlusta á lagaprófessorana Sigurð Líndal (sem Ómar er svo hræddur við) Stefán Má Stefánsson, Lárus Blöndal og Ragnar H. Hall séu nokkur dæmi tekin um lögspekinga sem hafa fjallað um málið frá lagalegu hliðinni á sinn eigin kostnað og óháðir. Engin hefur gert tilraun til að svara og hvað þá hrekja þeirra skrifum nema beturvitar og alfræðingar eins og Steingrímur J.og Indriði. Og auðvitað lagaÓmar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:02
Magnús auðvitað á að borga en ekki strax við verðum fyrst að sjá hvað við náum miklu af þjófunum sem stálu úr frá bankanum Bretar og Hollendingar hjálpa okkur að ná á þeim tökum ef það virkar hvetjandi fyrir þá. Þennan samning má aldrei samþykkja!
Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 01:09
Siguður við eru ekkert að borga strax. Við höfum 7 nei 6 og hálft ár þar til við förum að borga. Og eftir það eru greiðslur okkar bundnar við hámark sem markast af auknum hagvexti hér. Bara svona að benda þér á að mikið af þessum fjármunum sem töpuðust er ekki hægt að ná til baka. Þau voru m.a. notðu í viðskipti með loft. Þ.e. keypt fyrirtæki fyrir mikla peninga sem voru ekki þess virði. Eins með íbúðarlán hér. Hér jóskst húsnæðisverð um helming á nokkurm árum. Langt upp fyrir það sem var eðlilegt. Við hrunið lækkaði verðirð og þar með hurfu peningar og eignir út um gluggann. Enn verra var þetta erlendis. Þannig voru t.d. eignir Landsbankanst metnar á um 5000 milljarða fyrir hrun eru nú um 1100 milljarðar. Annað var bara loftbóla sem þeir höfðu lánað til og fjárfest.
Þannig að því miður held ég að við náum ekki í miklar upphæðir frá þessum mönnum til að nota upp í Icesave. Við fáum jú allar eignir Landsbankans og þær duga fyrir 80% af höfðustólunum skv. mati í dag. Því má fólk ekki gleyma að þegar við förum að greiða Icesave 2016 þá verður skuldin sennilega á bilinu 200 til 300 milljarðar með vöxtum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.12.2009 kl. 01:25
Hér eru leiðtogar og reiknimeistarar í Icesave málinu sem þjóðin þurfti svo sannanlega á að halda,.... eða þannig... (O:
http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:29
Hvað er að frétta af mótmælendunum?
Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:29
Veistu það Magnús mig langar að vita afhverju þú ert svona ákveðinn í við eigum bara að borga þetta allt, þegar allt bendir í þátt að ábyrgðin er ekki okkar ein, Bretar og Hollendingar hleyptu þessum Einkabönkum inn. Þú væntanlega veist að það er ekki verið að tala um það sem var samþykkt í sumar með öllum fyrirvörunum núna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 02:03
Ríki bera skaðabótaábyrgð á lágmarkinu ef sjóður klikkar.
það er lýgi. ríkisábyrgð hefur verið ólögleg í fjármálageiranum innan EES svæðisins. skekkir samkeppni á milli landa ef banki í einu ríki er með ríkisábyrgð. þannig að þetta er enn ein lýgin í esb sinnum og öðrum stuðningsmönnum leppstjórnarinnar, sem eru tilbúnir að fórna framtíðar hagsmunum lands og þjóðar fyrir stundar hagsmuni.
ísland verður gjaldþrota ef við tökum þessar skuldir á okkur. eignir landsbankans eru litlar og fara minnkandi. sérstaklega í ljósi þess að helsti lántakandi og skuldugasti einstaklingur íslandssögunnar fær allar sínar skuldir afskrifaðar hjá Samfylkingunni. enda á hann flokkinn. væri fínnt ef sá maður myndi nú borga alla 1000 milljarðana sem hann skuldar. væri lítið mál að greiða Icesave upp í topp ef það gerðist.
en nei. maggi og co. vilja strika yfir skuldir hans og setja byrgðina á herðar komandi kynslóða.
ef Icesave verður samþykkt mun öfga þjóðerniskend aukast til mikilla muna. þeir sem samþykkja Icesave munu verða dregnir fyrir dóm fyrir landráð og látnir sæta þyngstu refsingu. á næstu 2 til 3 mánuðum mun allt sjóða upp úr og núverandi stjórn mun hrökklast frá eða verða hrakin frá völdum með góðu eða illu. það mun verða upplausn og ringulreið í þessu landi. allt útaf því að stjórnvöld og blindir flokkshestar eins og maggi hérna eru gátu ekki horfst í augu við það að samningurinn sem Svavar kom með heim var glæpsamlega lélegu. ég vonda innilega að ég sé ekki sannspár.
Fannar frá Rifi, 28.12.2009 kl. 02:14
Samkvæmt löggjöf ESB eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að bera ábyrgð á Icesave. Þessi meinta ábyrgð er eingöngu til í höfði hins íslenska stjórnarmeirihluta.
Geir Ágústsson, 28.12.2009 kl. 10:24
"það er lýgi"
Neibb. Alveg kristalskýrt.
Við erum að tala um skaðabótaábyrgð.
Hafiði aldei heyrt um skaðabótaábyrgð Ríkja samkv. Evrópulögum ?
Í Rammalögunum er einstaklingum, í þessu tilfelli innstæðueigendum, veittur lagalegur réttur á lágmarksbótum.
Ef greiðsla bótana klikkar af einhverjum ástæðum = Ríki skaðabótaábyrg.
Það kemur meir að segja fram í Direktífinu. Sagt að ef greiðsla lágmarksbóta sé trygg - þá verði Ríki eigi ábyrg UMFRAM það ! Þ.a.l. að Ríki eru að sjálfsögðu ábyrg fyrir lágmarkinu.
Enda staðfestir dómur ECJ það náttúrulega. Kemur fram í þeim dómi að ef lágmarksbæturnar sem skilgreindar eru í Rammalögunum eru greiddar - þá verði Ríki ekki ábyrg UMFRAM það.
Því miður, þá hefur orðhengilsháttur sá sem 2-3 hafa stundað hér á landi á þessu viðvíkjandi engann tilgang. Því miður. Slíkur orðhengilsháttur er einfaldlega eigi relevant þessu viðvíkjandi.
Það eina sem Ríkið hefur sér til afsökunnar er að Sjallar voru búnir að klúðra málum hérna svoleiðis big time og safna upp þvílíkum skuldbindingum á almenning í gegnum Sjallabankann sinn að fáheyrt er á heimsmælikvarða. Fáheyrt.
Þess vegna er sanngirni að tekið sé tillit til þess í skaðabótagreiðslunum. Langur tími í skjóli, lágir fastir vextir, eignir hámarkaðar etc. - og fékkst það fram í lánasmaningnum - líklega með hjálp IMF. Sennilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.