Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði? Þá er um að gera fyrir fólk að fara að byrja að lesa!

 Ef að fólk heldur að það sé ekkert mál að greiða þjóðaratkvæði um þetta mál þá er eins gott fyrir fólk að fara að kynna sér það.

  • Fyrir það fyrst er alveg ljóst að þó að þjóðin hafni þessu lögum um ríkisábyrgð, þá eru önnur lög frá því í ágúst enn í gildi um ríkisábyrgð. Sem sagt að þó að þjóðin hafni þessu lögum þá komum við samt til með að borga þessi lán.
  • Í ágúst sagði Indefence um þau lög sem þá voru samþykkt:
"InDefence hópurinn hefur ítrekað bent á galla svokallaðrar fyrirvaraleiðar Alþingis í þessu máli, en hún felur í sér samþykkt ríkisábyrgðar á greiðslum skv. lánasamningunum. Það er álit InDefence að fyrirvaraleiðin sé ekki rétt leið. Hópurinn hefur fram á síðasta dag notað öll tækifæri, fyrir fjárlaganefnd og víðar, til að benda á að þetta sé ekki rétta leiðin til að afgreiða einhliða skuldabréf. Niðurstaða þingmanna var hins vegar fyrirvaraleiðin. Hópurinn taldi í ljósi þess ábyrga afstöðu að reyna að beita sér fyrir því að slíkir fyrirvarar væru sem sterkastir, þannig að með þeim væri samningunum í raun hafnað. Því miður er það ekki raunin."
  • Nú eru fyrirvararnir komnir inn í viðbótarsamning og hann vilja þeir fella. En þá er ljóst að fyrrvaraleiðin verður sennilega virk. Maður skilur ekki slíkan málflutning.
  • Indefence hefur tekist að telja fólki trú um að með því að fella þennan samning þurfum við ekkert að borga. Slíkt er fjarri öllum sannleika. 
  • Menn telja jafnvel eftir lögunum frá því ágúst þá verði Ísland búið að greiða allt lánið 2024.
  • Og í þeim lögu stendur að ef það verði ekki búið þá þá þurfi þjóðirnar að setjast niður og semja um framhaldið. Þetta hafa einhverjir þingmenn túlkað sem að afgangurinn falli niður en slíkt er nátturleg fyrra.
  • Í tengslum við þennan viðbótarsamning eru nú inni atrið er varða eignir ríkissins sem ekki má ganga að. Það er ekki í tryggt með fyrirvörum. Eins eru þessir fyrirvara nú bundnir í samning því að indefence og stjórnarandstaðan sagði að fyrirvarar myndu ekki halda fyrir dómsstólum.
  • Þetta mjög svo flókna mál eru nú í hættu að verða að óskapnaði fyrir orð nokkurra manna sem kunna að nota fjölmiðla til að telja fólk trú um að það þurfi ekkert að borga. Bendi fólk á að enginn þessara manna er sérfræðingur í Lögfræði, samningum milli landa, né hafa þeir svo ég viti tekið þátt í svona samningum.  

En ef þjóðinn ætlar að kjósa um þetta og taka upplýsta ákvörðun þá er eins gott að byrja að lesa. Ég hef gert það svona nokkuð reglulega og ekki komist yfir það allt. T.d. er gott að byrja á þessu:

 

 

 Síðan má benda á þetta

 Þá má líka benda fólki á þennan lista af skjölum

Lánssamningar

1. Loan Agreement between the UK and TIF
Icesave samningur milli Íslands og Bretlands, á íslensku (pdf)

2. Loan Agreement between the Netherlands and TIF
Icesave samningur milli Íslands og Hollands, á íslensku (pdf)

3. Side Letter to TIF from the Netherlands

a. Settlement agreement


Aðdragandi bankahruns

4. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til viðskiptaráðuneytisins varðandi TIF, dags. 7. ágúst 2008

5. Bréf viðskiptaráðuneytisins til fjármálaráðuneytis Bretlands dags. 20. ágúst 2008, svar við bréfi breska fjármálaráðuneytisins dags. 7. ágúst 2008 um TIF

6. Bréf viðskiptaráðuneytisins til fjármálaráðuneytis Bretlands dags. 5. október 2008, þar sem íslensk stjórnvöld segja TIF standa undir skuldbindingum vegna Landsbanka í Bretlandi

Fréttatilkynningar

7. Fréttatilkynning nr. 60/2008 (yfirlýsing forsætisráðherra) dags. 8. október 2008

8. Fréttatilkynning nr. 61/2008 um samkomulag milli Hollands og Íslands um Icesave, dags. 11. október 2008

9. Fréttatilkynning (sameiginleg yfirlýsing) nr. 62/2008, dags. 11. október 2008

10. Fréttatilkynning um samkomulag við ESB f.h. Hollendinga og Breta um sameiginleg viðmið, dags. 16. nóvember 2008


Samkomulag við Hollendinga

11. Memorandum of Understanding, dags. 11. október 2008


ECOFIN fundur

12. Frásögn af fundi fjármálaráðherra ESB og EFTA ríkjanna, ECOFIN, 4. nóvember 2008


Úrskurður hollensks dómstóls

13. Úrskurður hollensks dómstóls um greiðslustöðvun Landsbankans í Hollandi, dags. 15. október 2008


Lögfræðiálit

14. Innanhússlögfræðiálit unnin fyrir utanríkisráðuneytið af Schjödt lögmannsstofunni í Brussel um skuldbindingar íslenska ríkisins á grundvelli tilskipunar um innstæðutryggingar og álitaefni um mismunun frá byrjun október 2008

15. Lögfræðiálit Logos í Bretlandi á réttarstöðu íslenska ríkisins dags. 20. október 2008, varðandi ábyrgð íslenska ríkisins á innlánum í Icesave

16. Lögfræðiálit Lovells varðandi tilskipun um innstæðutryggingar, endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á tilskipuninni og álitaefnum um mismunun í október 2008

17. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna ákvörðunar um bindandi gerðardómsmeðferð varðandi ábyrgð íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga, dags. 4. nóvember 2008

18. Minnisblað þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins vegna hugmyndar um öflun lögfræðilegs álits varðandi lagalegar skuldbindingar íslenska ríkisins vegna innlánsreikninga í íslenskum bönkum erlendis o.fl., dags. 6. nóvember 2008

19. Lögfræðiálit Stefáns Geirs Þórissonar hrl. dags. 8. nóvember 2008, varðandi ábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi

20. Minnisblað frá ríkislögmanni til forsætisráðuneytisins um höfuðun hugsanlegs dómsmáls í Englandi í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar breskra stjórnvalda, dags. 22. desember 2008
a. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi vegna frystingar fjármuna Landsbankans 28. nóvember 2008
b. Memo um hugsanlega málsókn gegn Bretlandi fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna frystingar fjármuna Landsbankans 1. desember 2008
c. Álitsgerð Michaels Wood 24. desember 2008

21. Memorandum íslenskra stjórnvalda til ESB í desember 2008– overview of legislative framework in respect of restructuring of the Icelandic banking system

22. Minnisblað LOGOS lögmannsþjónustu til forsætisráðuneytisins um mögulega skaðabótaábyrgð stofnana EB, dags. 11. febrúar 2009

23. Minnisblað Jakobs R. Möller, hrl., til utanríkisráðuneytisins vegna samninganefndar Íslands í deilu við Stóra-Bretland og Holland um svokalla Icesave reikninga, dags. 23. júní 2009

24. Lögfræðiálit bresku lögmannsstofunnar Ashurst dags. 25. júní 2009 varðandi TIF og Review of UK & Dutch Loan Agreements


Skýrslur

25. Skýrsla Kaarlo Jännäri – Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland, past, present and future, dags. 30. mars 2009

26. Comments from Iceland on the proposals concerning financial supervision made in the Larosiére report published on 25 February and in the Commission Communication of 4 March 2009, dated 8 April 2009


ECOFIN gerðardómsmeðferð

27. Álit Hollendinga um skuldbindingar Íslands dags. 3. nóvember 2008 og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar

28. Álit Breta um skuldbindingar Íslands dags. 6. nóvember 2008 og lagt var fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar

29. Drög að álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar. ATH ekki lögð fram vegna þess að Ísland dró sig út úr málsmeðferðinni

30. Bréf fjármálaráðherra til franska fjármálaráðherrans, forseta ECOFIN ráðsins, um að Ísland taki ekki þátt í gerðardómsmeðferð, dags. 7. nóvember 2008

31. Álit lögfræðihóps (gerðardóms) um innstæðutryggingar dags. 7. nóvember 2008


Kyrrsetning eigna Landsbankans

32. Landsbanki freezing order 2008, nr. 2668, dags. 8. október 2008

33. Explanatory memorandum to the Landsbanki freezing order 2008, No. 2668

34. Útdráttur úr Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001, bls. 1-9 af 156

35. Bréf Gordon Brown til forsætisráðherra um samtal hans við fjármálaráðherra Breta, dags. 10. október 2008

36. Landsbanki freezing amendment order 2008, nr. 2766, dags. 20. október 2008

37. Financial Sanctions Notices frá fjármálaráðuneyti Breta dags. 8. október til 7. nóvember 2008

38. Bréf utanríkisráðherra til breskra þingmanna um kyrrsetningu eigna Landsbankans í Bretlandi, dags. 23. október 2008

39. Summary of advice to Icelandic government regarding the Landsbanki freezing order, dags. 7. janúar 2009

40. Bréf fjármálaráðherra til breska fjármálaráðherrans þ.s. óskað er eftir útskýringum á ástæðum kyrrsetningar eigna Landsbankans í Bretlandi, dags. 16. desember 2008

41. Ítrekun á beiðni um útskýringar ástæðna kyrrsetningar eigna Landsbankans í Bretlandi frá fjármálaráðherra til breska fjármálaráðherrans, dags. 9. janúar 2009

42. Svar breska fjármálaráðuneytisins dags. 11. febrúar 2009 við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda til fjármálaráðherra Bretlands dags. 16. desember 2008 vegna ástæðu frystingar Landsbankans og framhalds hennar

43. Skýrsla dags. 4. apríl 2009: Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks – Fifth report of Session 2008-9. Útgefið af House of Commons Treasury Committee

44. Fréttatilkynning UTN um viðbrögð Íslands við skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar ásamt fylgiskjali, bréf sh. Íslands í London til breskra þingmanna um áhrif frystingar

45. Bréf Simon McDonald (The Cabinet Office) til sendiherra Íslands í London dags. 11. maí 2009 varðandi fund þeirra þ. 8. maí 2009

46. Skýrsla dags. 19. júní 2009: Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks: Responses from the Government and the Financial Services Agency to the Committee's Fifth Report of Session 2008-9

47. Bréf breska fjármálaráðuneytisins dags. 20 maí 2009 til fjármálaráðherra varðandi: Review of the Landsbanki freezing order 2008

48. Drög að bréfi fjármálaráðherra til Kirstin Baker hjá breska fjármálaráðuneytinu dags. 4. júní 2009 varðandi: The Icelandic Government's representation towards Her Majesty's Treasury concerning the review of the Landsbanki Freezing Order 2008. ATH ekki sent

49. Bréf breska fjármálaráðuneytisins dags. 5. júní 2009 til fjármálaráðherra; tilkynning um fyrirætlun að aflétta frystingu Landsbankans 15. júní 2009

50. The Landsbanki Freezing (Revocation) Order 2009, frá fjármálaráðuneyti Bretlands, dags. 11. júní 2009


Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn – Skuldaþol

51. Skuldaþol Íslands. Attachment III. External Debt Sustainability Analysis and Fiscal Sustainability Analysis. Úr nóvemberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nóvember 2008

52. The Icelandic Economic Programme: A Progress Report, dags. 20. apríl 2009

53. Minnisatriði frá viðræðum í Washington í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 23.-27. apríl 2009


Lán frá Norðurlöndum

54. Úr “Terms of Reference” Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar vegna lána til Íslands dags. 5. mars 2009

55. Bréf frá fulltrúum Norðurlandanna í samningaviðræðum um lán þeirra til Íslands, dags. 15. maí 2009


Ný samninganefnd – Ný nálgun

56. Erindisbréf samninganefndar um gjaldeyrislán vegna Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta til fjármálaráðherra, dags. 24. febrúar 2009

57. Bréf fjármálaráðherra Hollands til fjármálaráðherra, dags. 30. mars 2009, varðandi tryggingarsjóð innstæðueigenda og fyrirheit Íslendinga til samningaviðræðna um innstæður

58. Bréf hollenska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar sendiherra dags. 30. mars 2009, varðandi Icesave samningaviðræður

59. Bréf fjármálaráðherra til fjármálaráðherra Hollands dags. 3. apríl 2009, svar við bréfi fjármálaráðherra Hollands dags. 30. mars 2009, varðandi áframhaldandi samningaviðræður um innstæður

60. Bréf Svavars Gestssonar til Gary Roberts og Johan Barnard dags. 4. apríl 2009

61. Bréf forsætisráðherra til forsætisráðherra Bretlands, dags. 7. apríl 2009, varðandi áhrif kreppunnar, stofnun samninganefndar vegna Icesave og frystingu eigna Landsbankans

62. Bréf utanríkisráðherra til utanríkisráðherra Bretlands dags. 8. apríl 2009, varðandi viðhorf Íslands til að leysa deilur ríkjanna í samræmi við samkomulagið í Brussel í nóvember 2008

63. Svar forsætisráðherra Bretlands til forsætisráðherra dags. 24. apríl 2009

64. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar dags. 29. apríl 2009 varðandi Icesave samningaviðræður

65. Bréf Svavars Gestssonar til breska fjármálaráðuneytisins dags. 4. maí 2009 varðandi Icesave samningaviðræður, svar við bréfi breska fjármálaráðuneytisins dags. 29. apríl 2009

66. Bréf breska fjármálaráðuneytisins til Svavars Gestssonar dags. 15. maí 2009 varðandi viðbrögð Breta við tillögu um endurskoðun láns og sáttatillögu sent breska fjármálaráðuneytinu 9. maí 2009 þar sem Bretar m.a. ítreka viljayfirlýsingu við IMF vegna skulda við Breta og Hollendinga

67. Minnisblöð um tillögur varðandi uppbyggingu lánafyrirkomulags (tvískipting lánstíma þar sem fyrstu 7 árin koma einungis greiðslur úr þrotabúi Landsbankans) frá í maí 2009

68. Tafla OECD um CIRRs vexti, dags. 4. júní 2009

69. Minnisblað frá lögmannsstofunni Mishcon de Reya 29. mars 2009

70. Bréf Garys Roberts formanns bresku samninganefndarinnar til Indriða H. Þorlákssonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í tilefni af umræðu um þýðingu friðhelgisákvæða í Icesave samningunum


71. Bréf Johans Barnard formanns hollensku samninganefndarinnar til Indriða H. Þorlákssonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í tilefni af umræðu um þýðingu friðhelgisákvæða í Icesave samningunum

 

Um forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands

72. Greinargerð um forgangsrétt innstæðutryggingasjóða í þrotabú LÍ 

73. Sjónarmið um forgangskröfur í þrotabú samkvæmt gildandi íslenskum lögum

74. Tölvupóstur frá Jan Marten

75. Lögfræðiálit frá P. Mathijsen

76. Tölvupóstur frá Gary Roberts til Indriða Þorlákssonar

77. Minnisblað LEX um úthlutun úr búi fjármálafyrirtækis vegna krafna sem eiga rætur að rekja til innstæðna samkvæmt dönskum og norskum rétti

78. Minnisblað fjármálaráðuneytisins um forgangsrétt tryggingasjóða innstæðueigenda í þrotabú í Danmörku,Noregi og í Bretlandi

79. Minnisblað breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um breska innstæðutryggingasjóðinn (FSCS)

80. Lögfræðiálit Andra Árnasonar og Helgu Melkorku Óttarsdóttur um réttarstöðu við úthlutun úr búi fjármálafyrirtækja

Greinargerð með frumvarpi

81. Greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra

Önnur skjöl 

82. Listi yfir trúnaðargögn til aflestrar

83. Minnisblað fjármálaráðuneytissins um kjör vegna lántöku Íslands í kjölfar bankahrunsins 2009

Viðaukasamningar um Icesave - frumvarp lagt fram á Alþingi 19. október 2009

1. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 96/2009

2. Sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Bretlands og Hollands frá 19. október 2009
3. Breski viðaukasamningurinn

4. Hollenski viðaukasamningurinn

5. UK Amendment to Settlement agreement (breyting á uppgjörssamningi milli bresku og íslensku tryggingarsjóðanna)

6. Yfirlit yfir lánasamninga frá Ashurst lögmönnum
7. Samanburður á lögum nr. 96/2009 og viðaukasamningum

 Ef að þjóðin ætlar að taka upplýsta ákvörðun þá er eins gott að byrja að lesa núna. Og hér að ofan eru kannski fyrstu nokkur þúsund síður sem fólk þarf að kynna sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið leggur þú á þig, þessi uppryfjun er líklega rétt,en það er alrangt að okkur beri að borga Bretum og Hollendingum eitt einasta penny.  

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ert þú einn af þeim sem heldur að málstaður sé betri þeim mun meira sem bullað er um hann, sumir halda að með því að öskra meira hafi þeir betri og réttlátari málstað, þessi færsla þín ber keim af hvoru tveggja.

Ætla bara að benda þér á http://www.tryggingarsjodur.is/TilvisunILog/

Þar er allt sem þú þarft að vita enda er málið tækilega ekki flókið þótt það sé pólitískt gríðarlega flókið, þess vegna er best að vísa þessu einfalda flókna máli til raunverulegu valdhafana þ.e. fólksins.

Pólitísk ákvörðun er bara einföld ákvörðun svona eins og þegar kjósendur ákveða hvort þeir kjósi SF eða VG, ef kjósendur eru færir um að taka pólitíska afstöðu í kosningum þá eru þeir það líka í Æsseif og ESB inngöngu málum enda hrein og klár pólitík mál.

Ég persónulega er sáttur við afgreiðslu málsins eins og gengið var frá því í haust en getuleysi valdhafa til að standa í lappirnar var því miður algjört.

Kveðja Kjósandi VG

Eggert Sigurbergsson, 1.1.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þjóðaratkvæðagreiðlsla er ekker5t um þetta  herra Eggert Snillingur! Hún er um Ríkisábyrgð á láni.  Svo bendi ég þér á að þetta mál sem þú ert að kjósa um núna er að mestu eins og það var í haust. Nema að nú er búið að ganga frá málum sem sannarlega hefðu orðið vafaatriði eins og hvað ætti að gera ef að öll upphæðin greiddist ekki vegna þess að við fáum greiðslu þak sem tengist hagvexti hjá okkur.

Bendi þér líka á að í þessum lögu sem þú vitnar í stendur að ríki eigi að sjá til þess að til staðar séu kerfi sem Tryggja innistæður upp að tæpum 21 þúsund evrum á hvern reikning. Þetta kerfi tryggði það sko alls ekki. Og við getum ekki borið fyrir okkur kerfishrun því að Glitnir og Kaupþing áttu fyrir sínum innistæðum. Innistæðutrygginarsjóðurinn var svo lítill að hann hefði ekki dugað fyrir innistæðum í Byr. Það voru ekki nema 20 milljarðar þar inni.. Þannig að við stóðum okkur ekki í að skapa hér trygginarkerfi við hæfi. Aðrra þjóðir hafa getað varið innistæðueigendur.

Enda má benda á að bréfið á wikileaks sem lag á síðasta ári.Þar voru hinar þjóðirnar að láta skoða hvort að við hefðum ekki brotið EES þar sem við tryggðum ekki að til væri kerfi sem dyggði fyrir innistæðutryggingum. Og eins þá voru allar 27 þjóðirnar hissa á túlkun okkar og létu lagasérfræðinga kanna þetta og voru enn á móti okkar túlkun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auk þess þá dugar ekki að horfa í lögnin til að meta hvort að þessi lög um ríkisábyrgð á samningnum og viðaukasamningi sé verri en að vera með allt þetta mál ófrágengið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2010 kl. 23:55

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í mínum huga er málið frekar einfalt.  Við höfum látið útrásarvíkingana eyðileggja fyrir okkur traust og æru, auk þess sem þeir skilja eftir sig slóð skulda út um allan heim.

Nú lágmörkum við skaðann með því að semja við þá erlendu aðila sem urðu fyrir skakkaföllum vegna þessa og sem eru þó með dálítinn vilja til að koma til móts við okkur vegna málsins.  (þeir sitja sjálfir uppi með skaðann vegna fyrirtækja og sveitarfélaga)

Síðan hefjum við endurreisn Íslands og unum okkur ekki hvíldar fyrr en við höfum látið "víkingana" greiða til baka hverja einustu krónu sem þeir höfðu af okkur.  Það tekur tíma og þá reynir á þolinmæði okkar.

En umfram allt....... ekki hleypa hrunflokkunum að, ekki leyfa útrásarvíkingunum að valsa um áfram.  Það eru aðalatriðin. 

Lærum af biturri reynslu.

Anna Einarsdóttir, 2.1.2010 kl. 00:03

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan er AKKÚRAT um þetta, það væri ekki verið að þvinga upp á þjóðina ríkisábyrgð ef okkur BÆRI að borga lágmarksupphæðina af almannafé, tilskipun 94/19/EC tekur fram að innistæðueigendum skal tilkynnt um skilmálana hér að neðan, því miður nennti fullt af fólki ekki að lesa skilmálana en kaus að tryggja eftirá á kostnað Íslenskra skattgreiðenda með valdi.

"6. gr. Innstæðudeild.
Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári."

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.

17. gr. Undanþága frá skatti og gjaldþrotalögum.
Sjóðurinn er undanþeginn tekjuskatti …1) samkvæmt lögum um tekjuskatt …1)
Sjóðurinn verður hvorki tekinn til gjaldþrotaskipta né er heimilt að gera aðför í eignum hans.

Það eru engin lög eða tilskipanir sem segja AÐ Íslenskum skattgreiðendum beri að greiða ótakmarkaðan fjölda innistæðureikninga hver að upphæð 20.000€ = ótakmörkuð upphæð, allt þitt bull og tilvísanir í þessari færslu snýst um pólitíska útúrsnúninga Herra Snillingur.

Hvet þig til að vísa í eina lagagrein þar sem kemur fram að Íslenskum skattgreiðendum beri að borga 20.000€ á hvern innlánsreikning.

Held að Bretar og Hollendinga ættu að þakka fyrir lögin sem sett voru í haust.

Eggert Sigurbergsson, 2.1.2010 kl. 00:16

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Unga fólkið mun ekki, nema að takmörkuðu leyti, kæra sig um að byggja upp sína framtíð á Ísland með alla þessa klafa í viðbót við það að standa í íbúðarkaupum og barnauppeldi með gjöreyðilagt velferðarkerfi, það er það sem málið snýst fyrst og fremst um, ef við glötum unga fólkinu okkar glötum við framtíð þessa lands.

Við höfum ekki efni á að standa í smáborgaralegum siðferðisleikjum, töku Breta okkur til fyrirmyndar í þessum málum, árið 1932 ákváðu Bretar að hætta að borga af lánum sem þeir tóku í Bandaríkjunum þar sem þeir sögðust ekki hafa efni á því að borga án þess að ganga hart að þjóðinni enda kreppa í gangi, þessi lán eru ógreidd í dag og Bretar hafa ekki sýnt neina tilburði til að borga þessi lán sem eru í fullu gildi en þann dag í dag. Vert er að geta þess að lánin höfðu c.a 1/ 10 til 1/20 af vægi Æsseifs reikningsins.

Ég vil segja hátt og skýrt við Breta, takið haustlögin um Æsseif eða étið það sem úti frýs, vert að geta að mér er skítsama um ESB umsóknina.

Eggert Sigurbergsson, 2.1.2010 kl. 00:32

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo væri gott að fólk gerði sér grein fyrir að greiðslubyrgði okkar eftir 7 ár verður ekki eins há og fólk heldur. Þá verður Icesave skuldin væntanlega milli þess að vera 100 upp í 300 milljarðar. Lán okkar við AGS verða uppgreidd, Lán frá Norðullöndum verða að mestu greidd. Því er áætlað að skulda staða okkar þá verði um 50 til 60% af þjóðarframleiðslu sem er fyrir neðan meðaltal Evrópulanda.

Og ef við fellum þennan samning þá hafa erlendarlögfræðistofu bent á þá hættu að bretar og hollendingar fari fram með kröfur um fullar bætur fyrir innistæður einstaklinga á grundvelli þess að innlendir innstæðueigendur njóti verndar með innistæður sínar. Og þá kæmi til innheimtu um 1250 milljarðar sem væru gjaldfallnir strax.  Þessu vöruðu báðar lögfræðistofunar okkur við og hvöttu okkur til að semja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2010 kl. 00:54

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eggert það er ekki eins og þetta sé í fyrst skipti sem hér verður niðursveifla. Ég keypti íbúð 1988 þá fór verðbólga á upp í 70% á tímabili. Ég varð að selja hana. Keypti mér aðra og þá koma þjóðarsátt með 42% sköttum og fleira og ég missti hana. Fór þá í það að kaupa mér búseturétt í Búseta og hef lifað ágætu lífi í Kaupleigu. En er enn að borga skuldir síðan í fyrstu íbúðinni. En lifi bara ágætlega. Á þeim tíma þurfti fólk að safna til að geta keypt og samt að taka lífeyrisstjóðslán ofan í Íbúðalánasjóð því hann lánaði bara upp að 60 til 70%. Eða að fólk tók bankalán fyrir mismuni á okruvöxtum. Flestir komust í gegnum það en aðrir urðu að selja eða mistu eignir á nauðungaruppboð.

Ísland hefur á 20 ára fresti farið í niðursveiflu. 1968 þegar síldin hvarf. Þá kom ógurlegur tími hér. Og fólk flutti til Ástralíu og Norðulanda. En komu svo fljótt aftur þegar við fengum aðilda að EFTA. 1990 var hér niðursveifla þegar að við vorum m.a. að reyna að ná tökum á verðbólgunni. Og þá flyktist fólk til Norðurlanda aftur. En kom til baka þegar við gerðumst aðilar að EES. Nú fer kannski fólk tímabundið en það kemur aftur þegar við göngum í ESB. Og þó það snerti ekki þetta mál sérstaklega þá var málflutningur andstæðinga inngöngu okkar í EFTA og EES nákvæmlega sá samin og er núna. Þ.e. að útlendingar kæmu hingað að stela fyrrtækjunum, fiskinum og meira að að segja bújörðum. Hef ekki séð það gerast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2010 kl. 01:11

10 identicon

Er eitthvað að frétta Maggi minn.

Rekkinn (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 13:37

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei geri ráð fyrir að allir séu að undirbúa sig undir ef til kemur þjóðaatkvæði. Birgja sig upp af nauðsynjum og lesa yfir öll gögn í málinu til að geta tekið upplýsta ákvörðun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband