Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar á að vera kominn með þetta mál á hreint.

Þessir samningar eru búnir að vera í gangi í 14 mánuði.

3 flokkar hafa komið að þessu máli. 3 stærstu flokkar landsins hafa komið að þessu.

Allir okkar færustu embættismönnum hafa unnið að þessum samningum. Úr mörgum ráðuneytum og seðlabanka.

2 af 10 stærstu lögfræðistofum Breta unnu að þessu máli með okkur

ESB hefur stutt við að við fengum lánakjörin bætt verulega frá fyrstu drögum og samningum.

Bretar og Hollendingar hafa slegið af ýtrustu kröfum sínum um að við greiddum allar innistæður á Icesave niður í eingöngu tryggingarnar

Aðrar lögfræðistofur varaða okkur við hugsanlegum afleiðum þess að þetta færi fyrir dóma. Þ.e. úr 700 milljörðum í 1250 milljarða.

Allar þjóðir sem hafa tjáð sig um þessa samninga segja að okkur beri að borga skv. þeim.

Engin hefur skilning á því sem við höldum fram.

Hér er ekki hægt að bera við að við séum undanþegin vegna kerfishruns því að engir aðrir innistæðueigendur töpuðu innistæðum algjörlega. Og þurftu því ekki að leita í innstæðutryggingarsjóð.

AGS stöðvar endurskoðun sína

Norðurlöndin stoppa greiðslur á sínum lánum þar sem það er skilyrt í samþykktum Þinga þeirra að við séum búin að ganga frá þessu.

Ólafur veit möguleikana á því að Bretar og Hollendingar gefi meira eftir. Og sér í lagi þegar við erum nú þegar búin að gera við þá fullt af samningum sem við viljum svo ekki gangast við.

Ólafur veit að með því að hafna þessum samningum þá væri hann hugsanlega að skapa neyðarástandi innan skamms fyrir þjóðina.

Ólafur hefur eflaust kynnt sér viðhorft Breta og Hollendinga sem þurfa að skýra fyrir fólki og þingum að þau hafi leyft okkur að drolla svona við að ganga frá þessum lánum.


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er það ekki svolítið bratt að skrifa undir lögin á gamalársdag þegar þjóðin er með fullt af áfengi í skrokkum sínum, mökk af sprengiefni milli handanna, svo er fullt tungl og Intefens með þjóðina á spenntum boga.

Betra er einfaldlega að bíða þar til runnið er af fólki, búið að taka út mestu timburmennina og raketturnar sprungnar, Neyðarblysin búin að loga á Bessastöðum og Intefens komnir niður á jörðina.

Ólafur Ragnar skrifar undir þessi lög.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2010 kl. 23:20

2 identicon

Allir okkar færustu embættismönnum hafa unnið að þessum samningum. Úr mörgum ráðuneytum og seðlabanka.

Ég geri ráð fyrir að þú hljótir að vera að grínast.

Útbrunninn stjórnmálaþrasari sem fékk sendiherrastöðu af því það tíðkast að líta á sendiherraembætti sem elliheimili fyrir stjórnmálamenn sem þarf að losna við, fyrrum ríkisskattstjóra og ráðuneytisstjóra sem vinnur við leynilega samninga (ekki skrýtið að þeir séu leynilegir ég myndi skammast mín fyrir að bjóða þjóðinni upp á svona) með flugfarþega kíkjandi yfir öxlina á sér og seðlabankastjóra sem líkir sér við Gengis Khan eru ekki besti kosturinn gegn þjóðum með sína færustu lögfræðinga og margra alda reynslu af alþjóðlegum samningum og kúgunum gegn fyrrum nýlenduríkjum.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:56

3 identicon

Er að fatta það núna, að djókið hjá undirskriftarfólki var ekki að vera á móti ICESAVE !

Bara að vera til í einhverri tómi sem frqamsóknarflokkurinn og náhirðinn í sjálfstæðisflokknum skapaði !

Glæsilegt, er það ekki !

Við sem ætluðum að breyta einhverju með því að koma nýju afli inn á alþingi, með því að gefa Borgarahreyfinfingunni sitt atkvæði, vorum plötuð !

Sömu vinnubrögð, sömu vinnubrögð , nema einn sem var trúr sinni sannfæringu !  

Auðvitað vildi Þráinn hjálpa framsóknarflokknum með sínu atkvæði !

JR (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvað þarf margar undirskriftir til að fá þjóðaratkvæði um að setja "sjálfkjörinn" forseta af?

Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 00:14

5 identicon

"Bretar og Hollendingar hafa slegið af ýtrustu kröfum sínum um að við greiddum allar innistæður á Icesave niður í eingöngu tryggingarnar"

Þeir neituðu þeim fyrirvara og allt sem kemur úr þrotabúi Landsbankans fer í að borga það sem þeir borguðu umfram trygginguna, til að bæta skaða Breska og Hollenska ríkisins.  Ef þú ert svona ólmur í að borga upp skuldir Bjöggana viltu þá ekki taka eins og eitt bílalán og húsnæðislánið mitt?  Ég gæti fært rök fyrir því að þau gjaldféllu við að lesa vitleysuna sem þú ælir út á netið, þér að kenna þannig að þú borgar fyrir mig næstu 25 árin.

Stebbi (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:42

6 identicon

Ólafur Ragnar telur, sem er rétt, að hann hefur engan raunhæfan möguleika á að neita að skrifa undir. Þessar tafir eru til þess að ekki sé hægt að segja að hann hafi ekki hugsað um málið eða hlustað á mótbárur. Hann er að setja þetta upp þannig að skýrt og greinilegt sé að ákvörðun hans hafi verið tekin upplýst um mótbárurnar.

Hann gerir þetta einmitt vegna þess að hann hyggst skrifa undir, ekki vegna þess að hann sé raunverulega að hugsa um að neita.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 04:32

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Theódór - tek undir orð þín - Gísli - góð spurning - það væri gott að fá svar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.1.2010 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband