Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Mánudagur, 30. október 2006
Afhverju segja menn að ímynd sjálfstæðisflokksins hafi mýkst?
Var að lesa á ruv.is:
Ég er ekki alveg að skilja þetta. Það sem hefur í raun breyst er að Sólveig Péturs og Guðmundur Hallvarðs eru að hætta, Davíð er hættur, aðrir eru áfram. En í staðinn fyrir þau sem hætta kemur Illugi sem var nú aðstoðamaður Davíðs, Guðfinna sem hefur verið Rektor HR sem er dæmigert hægra vígi í háskólaflóru Íslands. Og svo er komin í 10 sæti hún Sigríður sem má segja um að fólk gerist varla meira til hægri en hún. Hvernig er hægt að segja að þessi listi sé eitthvað mýkri en fyrri listi. |
Sunnudagur, 29. október 2006
Nýtt framboð: "Framtíðarlandið"
Þetta gæti orðið spennandi kostur:
Af ruv.is
Fyrst birt: 29.10.2006 19:21Síðast uppfært: 29.10.2006 20:26Framtíðarlandið íhugar framboð
Húsfyllir var á Haustþingi samtakanna Framtíðarlandsins á hótel Nordica í Reykjavík í dag, þar sem hugmyndir um framtíð landsins voru kynntar og ræddar. María Ellingsen, sem stýrði þinginu, segir að Framtíðarlandið ætli að bjóða fram til Alþingis í vor, komi stjórnvöld sér ekki upp úr hjólförum stóriðjustefnunnar.
Um 3.000 manns eru í samtökunum Framtíðarlandið. Þau voru stofnuð í sumar og hafa að markmiði að vera þrýstiafl og hugmyndaveita, sem styðji stjórnvöld til góðra verka. Samtökin héldu ráðstefnu á Nordica hóteli í Reykjavík í dag, þar sem Framtíðarlandinu var stillt upp. Húsfyllir var þar, um 400 manns.
María Ellingsen, var ráðstefnustjóri. Hún segir ýmsar hugmyndir hafa verið kannaðar. Rætt hafi verið um frumkvöðlalandið, lista- og menningalandið, menntalandið, heilsulandið, fjármálalandið , matvælalandið, ferðamannalandið og náttúrulandið.
María segir að Framtíðarlandið ætli í vinnuhópum að gera allt sem í þess valdi stendur til að reyna að benda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum á þessar hugmyndir með virkri umfjöllun í vetur.
Sunnudagur, 29. október 2006
Ég verð að vera sammála Önnu K Gunnarsdóttur
Ef þetta verða niðurstöður prófkjörsins í NV hjá Samfylkingu þá er þetta afleytt hvað varðar hlut kvenna. Samkvæmt nýjustu tölum er hún í 3 sæti og hin sætin skipa karlar. Ekki í anda jafnaðarmanna sem vilja náttúrulega að hlutur kynja sé sem jafnastur.
Af mbl.is
Yrði niðurstaðan hins vegar í samræmi við það sem þá lá fyrir væri ljóst að staða kvenna á listanum myndi versna frá síðustu kosningum. Það er alveg ljóst að staða kvenna í þessu kjördæmi er mjög veik en af tíu þingmönnum er ég eina konan,
Anna Kristín óttast um stöðu kvenna í kjördæminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. október 2006
Við vissum nú þetta fyrir. Íslenskir fjárfestar eru upp til hópa svindlarar!
Frétt af mbl.is
Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti
Viðskipti | mbl.is | 29.10.2006 | 6:43
Danska blaðið Ekstra Bladet hóf í dag boðaða umfjöllun sína um íslenska kaupsýslumenn og íslenskt viðskiptalíf. Blaðið segist m.a. hafa það eftir sérfræðingum, að kaup Íslendinga á fyrirtækjum í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi líkist skattaundandrætti og peningaþvætti. Þá segir Ekstra Bladet, að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu alþjóðlegu og leynilegu kerfi sem að hluta sé notað að tryggja að bankinn og viðskiptavinir hans þurfi ekki að greiða skatta.
Af visir.is
Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Lagsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga.
Þetta er náttúrulega með ólíkindum hversu mörg fyrirtæki er sett á fót.
Þeir verða að koma með eitthvað bitastæðara.
Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. október 2006
Bíddu er ekki allt í lagi með Ástu Möller?
Hún hlýtur að vera orðin yfirkeyrð af stressi og þreytu. Að minnstakosti hefur hún ekki mikinn metnað fyrir hönd kvenna eða ekki skoðað raunverluleg úrslit:
Fréttablaðið, 29. Október 2006 00:30
Staða kvenna sterk
Það var hörð barátta í öðru og þriðja sætinu og ég er að ná nokkuð góðri niðurstöðu, segir Ásta og bendir á að átta hafi sóst eftir efstu þremur sætunum.
Ásta segir stöðu kvenna á listanum sterka nú þegar þrjár konur eru meðal tíu efstu.
En konur eru í 4,7 og 10 sæti. Svo að þetta telur sjálfstæðisflokkurinn sterka stöðu fyrir konur í flokknum. 30% af þeim sem raðast í 10 efstu sætin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. október 2006
Dramb er falli næst (er þetta ekki máltæki?)
Ekki er ég viss um að allir séu sammála því sem Sigríður Á. Andersen segir hér að neðan. Hún er nú ekki það sem hin almenni kjósandi kýs. Að mínu mati nærri öfgamaður til hægri.
Af vísir.is
Fréttablaðið, 29. Október 2006 01:00
Öruggt þingsæti
Ég er mjög ánægð með þennan árangur, að sjálfstæðismenn skuli treysta mér, ungri konu í framboði, fyrir þessu sæti sem við lítum á sem öruggt þingsæti í vor.
Sigríður segist ánægð með að vera þriðji nýliðinn inn af öllum þeim nýju frambjóðendum sem tóku þátt. Árangur Guðfinnu er glæsilegur og sýnir að menn hafa miklar væntingar til hennar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. október 2006
Björn í 3. sæti breytir það einhverju?
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér kvöld. Jú flokkurinn hans er að segja honum að kannski hafi hann ekki fullkomlega staðið undir væntingum. Hann tapaði jú slagnum um borgina. EN hann er samt í 3 sæti sem þýðir að hann verður í 2 sæti á lista í öðru kjördæminu í Reykjavík. Og því verður hann sennilega áfram ráðherraefni ef Sjálfstæðisflokkur kemst í ríkisstjórn aftur eftir kosningar.
Þannig að enn eigum við á hættu að aðferðir og áherslur frá Bandaríkjunum verði teknar hér upp. Þá á ég við hluti eins og:
- Að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi með því að beyta fólk og þjóðir ofbeldi.
- Eins að þrengja að réttindum og einkalífi fólks með leyniþjónustu og njósnum.
- AÐ gera Íslendinga virka í hernaðraðgerðum hér og þar um heimin á stöðum sem við höfum engin tengsl við og hafa ekkert gert á okkar hlut.
- Að láta Bandaríkjamenn segja okkur hvað beri að gera og fylgja þeim í blindni. Sbr. að trúa þeim varðandi gerðeyðingavopn í Írak o.s.frv.
Þannig að eitt sæti niður hefur lítil áhrif held ég.
Laugardagur, 28. október 2006
Blix: Sadam var skömminni skárri
Þetta er umhugsunarvert:
Af ruv.is:
Erlendar fréttir | 28.10.2006 07:14Fyrst birt: 28.10.2006 07:12
Blix: Sadam var skömminni skárri
Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, segir hernám landsins gjörsamlega misheppnað, hlutskipti þjóðarinnar sé enn ömurlegra um þessar mundir en undir einræðisstjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Í nýlegu viðtali við Politiken segir Blix Bandaríkjastjórn í mikum vanda. Hún þurfi að velja milli tveggja kosta, báðir séu afleitir. Yfirgefi Bandaríkjaher Írak tafarlaust brjótist út blóðugt borgarastríð. Fari Bandaríkjamenn hinsvegar hvergi verði þeir áfram skotmark ýmissa andspyrnu-og hryðjuverkahópa án þess að koma á stöðugleika. Blix segir að snöggtum skárra hefði verið að hernema ekki Írak.Vissulega væri Saddam þá enn við völd, sem væri vont, en Írakar byggju þó ekki við algjöra vargöld. Bandaríkjamenn, og fylgiþjóðir þeirra, virtu Blix að vettugi þegar hann óskaði eftir því að vopnaeftirlitssveitir hans fengju að ljúka störfum í Írak vorið 2003. Hernám væri ekki nauðsynlegt til að hafa uppi á ætluðum gjöreyðingarvopnum Íraka. Bandaríkjastjórn staðhæfði hins vegar að brýna nauðsyn bæri til að tortíma þessum vopnum strax, áður en þau kæmust í hendur hryðjuverkamanna. Engin gjöreyðingarvopn hafa enn fundist í Írak.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. október 2006
Er þetta rétt orðað hjá manninum
Ég veit ekki hvort Afgana telja þetta gilda réttlætingu. Þetta er svona svipað og segja til að losna við Talíbana þá verðum við að drepa alla Afgana:
Frétt af mbl.is
Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik
Erlent | AP | 27.10.2006 | 17:01
Jaap de Hoop Scheffer, yfirmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sagði í dag fall óbreyttra borgara í Afganistan í árásum NATO í fyrradag vera harmleik. Sagði Scheffer þó aðgerðir NATO nauðsynlegar og til þess gerðar að verja lýðræði í landinu.
Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. október 2006
Rússneska mafían að þvo peninga hér?
Spennandi sunnudagur í vændum:
Fyrst birt: 27.10.2006 18:27Síðast uppfært: 27.10.2006 20:09Íslenskir fjárfestar sagðir bófar
Íslenska krónan féll um 2% í dag vegna orðróms um að danska Extra bladet birti afar neikvæða frétt um íslenskt efnahagslíf á sunnudag. Þessu er haldið fram í fréttaskeyti Reuters í dag.
Í greininni sem danska götublaðið birtir á sunnudag, samkvæmt tilkynningu þess, er því haldið fram að hægt sé að rekja illa fengið fé frá Rússlandi inn í íslenskt efnahagslíf. Samkvæmt mbl.is, hafa dönsku blaðamennirnir, rakið peninga íslenskra fjárfesta til Rússlands, þaðan til Lúxemborgar og Karíbahafsins, Íslands og svo til Danmerkur. Einnig sé íslenskum athafnamönnum og fjárfestum líkt við bófa og stjórnmálamenn sagðir eiga þátt í spilltu viðskiptalíkani. Ekki kemur fram hverrar þjóðar þeir stjórnmálamenn séu. Blaðamennirnir sem þetta skrifa hafa verið verðlaunaðir fyrir störf sín.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson