Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Föstudagur, 27. október 2006
Gott framtak hjá Pétri Blöndal!
Það eru ekki allir svona skilvirkir að vera búnir að áætla kostnað strax og baráttunni er lokið.
Birtir upplýsingar um kostnað vegna þátttöku í prófkjöri
Innlent | mbl.is | 27.10.2006 | 15:38Péturs H. Blöndal hefur birt upplýsingar um kostnað vegna þátttöku sinnar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en kostnaðurinn mun nema 2,7 milljónum króna. Yfirlýsing Péturs fylgir hér á eftir.
Hef samt veriða að velta því fyrir mér að ef hans framboð kostar 2,7 milljónir sem fóru í þessa fundarherferð hans og nokkrar auglýsingar. Hvað er þá framboð Bjarna Ármanssonar, Guðlaugs og Björns Bjarnarsonar að kosta. Kannski svona 10% meira að minnsta kosti!
![]() |
Birtir upplýsingar um kostnað vegna þátttöku í prófkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. október 2006
Í þessu erum við virkir þátttakendur
Þar sem við erum í Nató og meira að segja fólk frá okkur á staðnum þá erum við beinir þátttakendur í þessu:
.ruv.is
- » Fréttir
- » Frétt
|
Föstudagur, 27. október 2006
Nú hefði verið frábært að vera smokkaframleiðandi!
Frétt af mbl.is
Kjarnorkutilraunir N-Kóreu auka smokkasölu í S-Kóreu
Veröld/Fólk | mbl.is | 26.10.2006 | 21:57Sala á smokkum hefur rokið upp í Suður-Kóreu ........eftir að nágrannarnir í norðri sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni.
Þetta er sniðugt. Þetta er náttúrulega viðskiptahugmynd. Maður getur hrætt fólk með t.d. flóðum eða að Bretar ráðist á okkur. Nær sér síðan í umboð fyrir smokkum og opnar ástarhótel og stór græðir því hræðsla virðist auka kynlífsiðkun fólks. Enda svo sem milljónamæringur.
![]() |
Kjarnorkutilraunir N-Kóreu auka smokkasölu í S-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. október 2006
Var að kíkja á þessi gögn varðandi hleranir.
Af ruv.is
Þjóðskjalasafn birtir öll gögn
Þjóðskjalasafnið hefur birt öll gögn sem þar eru um símhleranir stjórnvalda á heimasíðu sinni. Strikað hefur verið yfir nöfn og símanúmer þeirra sem voru hleraðir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir engar lagaheimildir hafa verið fyrir því að meina borgurum landsins um aðgang að gögnunum. Hann sér heldur enga ástæðu til þess að strika yfir nöfn og númer.
Þjóðskjalasafnið birti nú síðdegis öll gögn sem eru í vörslu safnsins um símahleranir stjórnvalda á árum áður, á árunum frá 1949 til 1968. Þetta eru gögn frá dóms og kirkjumálaráðuneyti og Sakadómi Reykjavíkur. Birtar eru myndir af frumgögnunum á vef safnsins, í svonefndum pdf-skrám. Alls eru þetta 70 síður af gögnum, ýmist vélritaðar eða handskrifaðar. Safnið birtir gögnin með fyrirvara um að persónuupplýsingar hafi verið þurrkaðar út úr gögnunum, í samræmi við sjónarmið 71.greinar stjórnarskrárinnar, um friðhelgi einkalífsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. október 2006
Nokkrir frá Hafnarfirði (Brandarar)
Frændfólk
Hafnfirðingur tók sér far með leigubíl frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn reyndi að koma á vitrænum samræðum og spurði: ,,Veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
Hafnfirðingurinn hugsaði sig lengi um en svaraði síðan neitandi.
,,Nú, auðvitað ég sjálfur!" skríkti leigubílstjórinn og Hafnfirðingurinn kinkaði kolli og klóraði sér.
Þegar hann kom heim í Hafnarfjörð spurði hann konuna sína sömu spurningar:
,,Heyrðu, Dúna mín, veistu hver er ekki bróðir minn, ekki systir mín en samt barn foreldra minna?"
,,Nei, Siddi, vinur. Það veit ég ekki, hver er það?" svaraði eiginkonan áhugasöm.
,,Það er einhver leigubílstjóri í Reykjavík," sagði þá Hafnfirðingurinn, kinkaði kolli og klóraði sér!
----------------------------------
Smáauglýsingar:
Bolabítur til sölu. Borðar hvað sem er. Hefur mjög gaman af börnum.
----------------------------------
Sniðugt | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. október 2006
Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum:
- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.
- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.
- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...
- Eftir það var hún í samkvæmi...
- Fékk vægan verk undir morgunsárið...
- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...
- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.
- Húðin var rök og þurr.
- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr...
- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...
- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...
- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...
- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur...
- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.
- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...
- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...
- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur...
- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...
- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...
- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni...
- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...
- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...
- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.
- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....
- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...
- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...
- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.
- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.
- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.
- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.
- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...
- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár.
- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri...
- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...
- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...
- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...
- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala.
- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring...
- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár...
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.
- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði...
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl. Sjúklingur lærði söngnám...
- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...
- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn.
- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði
Þetta er gamalt en stendur allaf fyrir sínu!
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. október 2006
Það er fullþörf fyrir sterkan Íbúðarlánasjóð
Frétt af mbl.is
Íbúðalánasjóður mun áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki
Innlent | mbl.is | 26.10.2006 | 20:00Íbúðalánasjóður hefur gegnt og mun, að áliti félagsmálaráðherra, Magnúsar Stefánssonar, áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki við framkvæmd þeirrar stefnu íslenskra stjórnvalda að tryggja öllum landsmönnum, óháð búsetu og efnahag, öryggi og jafnræði í húsnæðismálum með því að gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Ég er næsta viss um að ef hann færi af markaði (eins og bankarnir vildu og reyndu hér um árið) þá myndu bankarnir virkilega nýta sér það í hækkuðum vöxtum og óhagsæðari kjörum.
Íbúðalánsjóður heldur aftur af óheftum vaxtahækkunum hjá bönkunum núna.
![]() |
Íbúðalánasjóður mun áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. október 2006
Við þessi tæknivædda þjóð gerum svo byrjendamistök.
Boðkerfi símafyrirtækjanna hrundi þegar björgunarsveitir voru kallaður út í dag vegna öryggislendingar vélar Continental flugfélagsins. Fyrir mistök kom fyrst fram í boðum Neyðarlínunnar að flugvélin myndi lenda á Reykjavíkurflugvelli. Sjónvarpið sagði frá þessu í fréttum kl. 22.
Eins gott að björgunarsveitirnar voru ekki sendar til Akureyrar eða Egilsstaða.
![]() |
Boðkerfi símafyrirtækjanna hrundi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. október 2006
Fín grein hjá Agli í dag!
Langar að benda á fína grein eftir Egil Helgason sem inn á Silfri Egils. Þar er hann að tala um hvað pólitíkin ætti að snúasta þennan vetur þar segir hann m.a.
Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á fáum árum. Hitt stéttlausa Ísland, sem menn stærðu sig af eitt sinn, er að hverfa. Er vaxandi misskipting kannski til marks um dýnamískt samfélag þar sem menn geta loks auðgast almennilega, þar sem miklir kraftar hafa losnað úr læðingi?
Eða er þetta vandamál? Getur ójöfnuðurinn eyðilagt samfélagið? Er hætta á að lítill hópur manna eignist allt landið? Af hverju hurfu litlu mennirnir - það sem í útlöndum er kölluð stétt smákaupmenna? Stefnir samfélagið í að verða eins og í Bandaríkjunum?
Eiga stjórnvöld að gera eitthvað í þessu - eða kemur þetta þeim kannski ekkert við?
Og síðar í greininni segir hann:
Svo mætti líka tala um hvað við ætlum að flytja inn margt fólk hingað til að vinna fyrir okkur láglaunastörf sem við kærum okkur ekki um að vinna sjálf, og hvernig ætlum við að koma fram við það ef til dæmis skellur á kreppa? Ætlum við að gera sömu mistök og þjóðirnar í kringum okkur? Leggjum við í að tala um innflytjendamál af öðru en steingeldri rétthugsun?
Eða heilbrigðiskerfið, þetta svakalega bákn sem sífellt þarf meira og meira fjármagn? Áræðir einhver að draga í efa hina ofboðslegu miðstýringu sem tröllríður kerfinu og er nú að finna sér birtingarmynd í nýjum 100 milljarða spítala - á kolvitlausum stað? Án þess að nokkur umræða hafi farið fram. Kannski finnst stjórnmálamönnum að málið sé einfaldlega of flókið?
En greinin í heild er hér
Miðvikudagur, 25. október 2006
Ósköp skil ég þetta fólk. vel
Frétt af mbl.is
Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús
Erlent | mbl.is | 25.10.2006 | 21:09Kaupmannahafnarbúar eru margir hverjir orðnir svo þreyttir á því pappírsflóði sem fylgir ókeypis dagblöðum að þeir hleypa ekki blaðberum að póstkössum sínum. Þrjú fríblöð eru nú borin út í borginni, Dato, 24timer og svo dagblað Dagsbrúnar,
Ég hugsa oft miður fallegar hugsanir til þessara blað hér á landi þegar maður þarf að koma þessu drasli í endurvinnslu. Maður les þessi blöð í vinnunni og þarf síðan að sjá um þar reglulega að koma heilu pokunum af blöðum í endurvinnslu.
Síðan kemur maður heim og þá er póstkassinn fullur af sömu blöðunum og svo allskyns ruslpósti í ofanálag.
![]() |
Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 969738
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson