Leita í fréttum mbl.is

Fín grein hjá Agli í dag!

Langar að benda á fína grein eftir Egil Helgason sem inn á Silfri Egils. Þar er hann að tala um hvað pólitíkin ætti að snúasta þennan vetur þar segir hann m.a.

Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á fáum árum. Hitt stéttlausa Ísland, sem menn stærðu sig af eitt sinn, er að hverfa. Er vaxandi misskipting kannski til marks um dýnamískt samfélag þar sem menn geta loks auðgast almennilega, þar sem miklir kraftar hafa losnað úr læðingi?

Eða er þetta vandamál? Getur ójöfnuðurinn eyðilagt samfélagið? Er hætta á að lítill hópur manna eignist allt landið? Af hverju hurfu litlu mennirnir - það sem í útlöndum er kölluð stétt smákaupmenna? Stefnir samfélagið í að verða eins og í Bandaríkjunum?

Eiga stjórnvöld að gera eitthvað í þessu - eða kemur þetta þeim kannski ekkert við?

Og síðar í greininni segir hann:

Svo mætti líka tala um hvað við ætlum að flytja inn margt fólk hingað til að vinna fyrir okkur láglaunastörf sem við kærum okkur ekki um að vinna sjálf, og hvernig ætlum við að koma fram við það ef til dæmis skellur á kreppa? Ætlum við að gera sömu mistök og þjóðirnar í kringum okkur? Leggjum við í að tala um innflytjendamál af öðru en steingeldri rétthugsun?

Eða heilbrigðiskerfið, þetta svakalega bákn sem sífellt þarf meira og meira fjármagn? Áræðir einhver að draga í efa hina ofboðslegu miðstýringu sem tröllríður kerfinu og er nú að finna sér birtingarmynd í nýjum 100 milljarða spítala - á kolvitlausum stað? Án þess að nokkur umræða hafi farið fram. Kannski finnst stjórnmálamönnum að málið sé einfaldlega of flókið?

En greinin í heild er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband