Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Föstudagur, 13. október 2006
Hverskonar þjóð erum við eiginlega
Við erum nú í áraraðir búin að taka á móti fólki erlendis frá sem vill setjast hér að í lengri eða styttri tíma. Á ég virkilega að trúa því að við þurfum að ræða í nokkur ár til viðbótar þá augljósu staðeynd að auðvita þurfum við að bjóða upp á markvissa íslenskukennslu fyrir nýbúa til að þeir eigi möguleika á að aðlagast samfélaginu.
Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og stefnuleysi í málefnum útlendinga en félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson, telur að sú gagnrýni sé að vissu leyti nokkuð klisjukennd. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar. Hann sagði jafnframt að tryggja þyrfti útlendingum gott aðgengi að íslenskunámi.
Þetta hefur nú legið fyrir um áraraðir bæði hægt að vísa í áratuga reynslu annarra sem og reynslu okkar. Það tala allir um þetta á hátíðarsundum en okkur verður bara ekkert úr verki. Það er eins og annað hér á landi að við gerum helst ekkert í heilbrigðis og félagslegum málum fyrr en mál eru orðinn að miklum vandamálum.
![]() |
Félagsmálaráðherra: tryggja þarf útlendingum aðgengi að íslenskukennslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. október 2006
Skrýtið að Bush skildi ekki fá "Friðarnóbelinn"
Þúsundir Íraka flýja landið á degi hverjum og segir Flóttamannahjálp SÞ fólksflóttann stöðugan og hljóðlátan. Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fer fjölgandi, og einnig þeim Írökum sem flosna upp frá heimilum sínum. Hafi um 365.000 hrakist að heiman það sem af er árinu.
Nú hans markmið er og var að frelsa Írak og gera heiminn öruggari.
![]() |
Þúsundir Íraka flýja land á degi hverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. október 2006
Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þetta væri í varnarsamningnum okkar við USA
Þjóðarhreyfingin mótmælir því einnig að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbindingar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og ,,landráðastarfsemi og ,,starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins. Þetta býður heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins. Þjóðarhreyfingin telur að Alþingi beri að meta þörfina á starfsemi slíkra stofnana út frá hagsmunum Íslands sem fullvalda ríkis einvörðungu og telur að samstarfi við sambærilegar stofnanir erlendis beri að skipa eftir eðli máls hverju sinni, án sérstakra lagafyrirmæla fyrirfram um náið samstarf við bandaríska sendiráðið og bandarískar leyniþjónustur eða hernaðaryfirvöld.
Þetta gæti að mínu mati verið stór hættulegt skref fyrir okkur. Og ég mér finnst lykt af þessu. Væri kannski bara rétt að við gerðumst fylki í Bandaríkjunum frekar.
Það er í raun ófært að Ríkisstjórn á Íslandi geti skrifað undir slíkt fyrir okkar hönd, þegar hér ríkir þingræði ekki lýðræði. Því að hér hefur fólk mismunandi mikið að segja um hver talar fyrir þeirra hönd þar sem enn vantar mikið á að atkvæði vegi jafnt eftir kjördæmum.
Svona samningur er eitt af því sem þarf að bera undir þjóðaratkvæði og við þurfum í höfðatriðum að vita um hvað hann snýst.
![]() |
Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi og krefst uppsagnar hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. október 2006
Þar talar mannvitsbrekka mikil.
............og það mun Hálslón gera, og hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Það hafa menn
orðið varir við á Austurlandi. Nú þegar er Hálslónið farið að draga að sér ferðamenn sem hlýtur náttúrlega að vera áhugavert fyrir þá sem vilja styðja ferðaþjónustu í landinu og hafa talað um hana sem framtíðaratvinnugrein, sem hún sannarlega er. Því hljótum við að fagna að svo sé komið.
Já svo talar Arnbjörg þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Og eins talaði hún um að Hálslón væri aðeins um 56 ferkílómetar á meðan Vatnajökulsþjóðgaður yrði einhverjir 10.000 fer. km. Þetta er nú svona eins og að segja að að Þingvallavatni mætti fórna þar sem að það væri aðeins 70 eða 80 fer.km. á meðan Ísland er 108 þúsund fer.km.
Fimmtudagur, 12. október 2006
Já já komið þið bara! Hvað er ein verksmiðja enn!
Bjóðumst síðan til að geyma kjarnorkuúrgang og gamala kjarnorkukafbáta fyrir Rússa. Síðan eru það álverinn. Setjum eitt í Vatnsmýrina við hliðina á flugvellinum. Annað í Heiðmörk . Kannski eitt á Þingvelli. Við erum hvort sem er á leiðinni með allt í anskotans.
Síðan getum við skapað markað fyrir ferðaþjónustuna. Hún getur selt ferðir hingað fyrir útlendinga til að sjá þessa vitleysinga sem söktu, grófu sundur og eyðulögðu eina af náttúruperlum heimsins "'Íslandi"
![]() |
Elkem sagt vilja loka verksmiðju í Noregi og flytja starfsemina til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Þetta er þjóðin sem getur ekki leyst vandamál aldraðra eða geðfatlaðra
VIð Íslendingar þekkjum það að vanda mál aldraðra hafa verið í umræðunni um árabil. Það er vitað mál að þar skortir bara fjármagn til að geta skapað öldruðum búsetu og þjónustu við hæfi. Barna og unglinga geðdeild hefur þurft að bíða árum og áratugum saman eftir að fá að byggja og þar með að geta boðið þjónustu sem þarf nú að bíða eftir í ár eða meira.
Við léttum sköttum og opnuðum fyrir fjármagnsstreymi fyrir fyrirtæki landsins og hvað skeður. Þau eru sífellt að dæla hagnaði sínum og fjármagni til útlanda. Og nú á í annað skipti að leika sér að því að eignast Enskt fótboltalið. Og jú borga bara 75 milljónir punda fyrir það. Sú upphæð mundi duga til að byggja um hjúkrunarheimili með um 3 til 4 hundruð einstaklingsrýmum (Íbúðarígildum). Þetta er meiri upphæð en allur kostnaður ríkisins við lækkun matarskattsins.
Og þessa upphæð eru menn tilbúnir að leggja í leik með fótboltafélag af því að þeir nenna ekki að spila fotball manager!
Já ég er hræddur um að fyrirtækin fari að skila minna og minna inn í Íslenskt samfélag. Þau verða að mestu komin til útlanda nema að nafninu til innan skamms.
![]() |
Íhugar kaup á West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Nú hefur verið bannað að auglýsa áfengi í áratugi en hverju hefur það skilað?
Það hefur verið bannað að auglýsa áfenga drykki í áratugi. En ég leyfi mér að halda því fram að það hafi engu eða litlu skilað. Unglinglingadrykkja er en við lýði og hefur held ég aðeins aukist. Auk þess þá leita áfengisinnflytjendur í aðrar aðferðir eins og að bjóða upp á veitingar í partýum og böllum hvar sem þau geta. Ég held að hlutir sem er verið að pukrast með verði alltaf meira spennandi fyrir unglinga og ungt fólk sem er en í uppreisnarhug. Ég held að reynsla annarsstaðar sýni að það sé mun meiri skynsemi í að reyna að breyta menningu í kring um þetta. Koma drykkjumenningunni á hærra plan!
Kenna fólki að hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta!
![]() |
Dæmdur til að greiða sekt vegna áfengisauglýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2006 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. október 2006
Bíddu var ekki farið að draga umtalsvert úr þennslu?
Bíddu hefur ráðherra síðustu vikur ekki verið að tala um að þennslan væri í rénun. Og því væri hægt að hefja aftur vegaframkvæmdir eftir 3 mánaða stopp og nú er hægt að lækka matarskatta korter fyrir kosningar en svo les maður þetta í dag:
Bankarnir spá 7,4% verðbólgu
Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir október í fyrramálið klukkan 9. Spár markaðsaðila eru samhljóða að þessu sinni, en allir spá 0,4% hækkun á vísitölunni. Gangi spárnar eftir nemur 12 mánaða hækkun 7,4%. Þetta er lítils háttar lækkun frá september þegar 12 mánaða hækkunin var 7,6%
Reyndar held ég að það væri verðugt verkefni fyrir einhvern að skoða þessar spár greiningadeilda. Mér finnst að þeir breyti áherslum mánaðarlega. Eins og spár þeirra fyrir 2 árum um húsnæðismarkað sem leiddi til fólk tók 100% lán því að það spáðu allar greiningardeildir stöðugt hækkandi verði . Og hálf hvöttu fólk áfram í brjálæðið. Og nú súpa margir seiðið af því. Þær leyfa sér að tala um verðbólgu skot. En það hefur nú staðið í 2 ár. Og einn aðal áhrifavaldur eru jú sömu fyrirtæki og reka þessar deildir Þ.e. bankarnir sem í tilraun sinni til að kæfa Húsnæðissjóð lánuðu allt og öllum án þess að hirða sérstaklega um hvort fólk gæti borgað til lengdar. Eins þá eiga bankarnir megnið af öllum nýbyggingum því að verktakar eru bara eins konar leppar. Og þegar bönkunum finnst að verði sé ekki að hækka eða jafnvel farið að lækka, þá hnippa þeir í verktakana og segja þeim að hægja á sér eða stoppa í mánuði eða ár. Þannig var það með Grafarholtið það var í nokkur ár eins og lager með hálf kláruðum húsum og blokkum sem ekkert var unnið með. En síðan á 2 til 3 árum er það nú að verða fullbyggt.
![]() |
Bankarnir spá 7,4% verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. október 2006
Kominn tími til að skoða þetta.
Vona bara að þetta taki ekki mörg ár og verði síðan stungið undir stól
Þá var samþykkt einróma að láta gera úttekt á kjörum einstæðra og forsjárlausra foreldra.
![]() |
Alþingi lætur gera úttekt á kjörum einstæðra og forsjárlausra foreldra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. október 2006
Alveg er ég viss um að þetta á eftir að fara út fyrir allan þjófabálk.
Ég man í gamla daga þegar sögur gengu um að ákveðið fólk sem átti skyldmenni voru virk í Fylkingunni og þvílíkum félagsskap fengu ekki áritun til að fara til USA. Í ljósi nýjustu frétta þá leyfi ég mér að áætla að þessar upplýsingar hafi m.a. komið frá litlu leyniþjónusunni okkar. Já þar voru víst aðeins 3 til 4 starfsmenn en við vorum jú aðeins um 144.þúsund(eftir ábendingu) þá Þetta samsvarar því á sama tíma væru um 5000 starfsmenn ef að þessi leyniþjónusta heði verið í USA miðað við þessa frægu höfðatölu.
Það er nú bara þó nokkuð.
Ragnar Stefánsson "Skjálfti" og fleiri segjast hafa sett upp tilbúna fundi í síma til að sannreyna að löggan var mætt á staðinn. Þannig að leyniþjonustan var því vel virk.
Það sem að veldur því að ég hef stóran fyrirvara um þetta er að hér á Íslandi tíðkast að ráða í allar æðstu stöður innan ríkisins eftir flokkslínum og sjálfsstæðis- og framsóknarflokkur ráða þeim nú öllum. Því væri það freisting fyrir flokkana að leita til vina sinna sem eru komnir til valda í leyniþjónustu til að afla upplýsinga um andstæðinga sína.
![]() |
Dómsmálaráðherra kynnir tillögur starfshóps um öryggismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland | Breytt 10.10.2006 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson