Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Mánudagur, 16. október 2006
Ætlum við að binda alla okkar orku í stóriðju nú á nokkrum árum.?Hvar eiga börnin okkar að fá orku fyrir sig
Af ruv.is:
Ísland er eitt af 15 löndum sem til greina koma. Þrír staðir eru í skoðun hér á landi, Eyjafjörður, Þorlákshöfn og Grundartangi. samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru landkostir á Grundartanga taldir hvað bestir undir verksmiðju af þessu tagi, m.a. vegna þess að framleiðsluferlið þolir ekki jarðskjálfta. Framleiðslan byggist á efnagreiningarferli sem er mjög raforkufrekt og því hefur verið slegið fram að raforkuþörfin verði svipuð og hjá báðum stóriðjuverunum á Grundartanga samanlagt. Sömuleiðis er framleiðslan mjög plássfrek og því ljóst að umtalsvert landsvæði þyrfti undir verksmiðjuna. Ekki liggur fyrir hversu mannfrek framleiðslan verður en ljóst er þar er þörf fyrir fjölbreytt vinnuafl, jafnt ófaglærða sem fólk með mikla háskólamenntun.
Var að hlusta á orkumálastjóra um daginn. Hann sagði að þegar álverið á Reyðarfirði yrði komið í gang værum við búin að nota um 60 til 70% af þeirri orku sem hann taldi að hægt væri að virkja í nokkurri sátt. Þar var hann að tala um að 50 teravattsstundir held ég væru í þeim virkjunum. En hann sagði líka að aðrir teldu þetta minna.
Síðan þegar búið væri að virkja þar yrði að snúa sér að öðrum svæðum sem væru umdeildari.
Það er nokkuð ljóst að þegar við erum búinn að binda alla okkar orku í stóriðjum nú á nokkrum áratugum lendum við í vanræðum þegar okkur fjölgar og við þurfum að skapa ný störf og skaffa komandi kynslóðum orku. EN þá er hún óvart bara bundin í stóriðju. Og ekkert uppá að hlaupa. Hvernig yrði það t.d ef við eftir 10 til 20 ár færum að framleiða vetni í miklu mæli til að nota umhverfisvæna orku. Yrðum við þá að virkja Dettifoss, Gullfoss eða Geysi????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. október 2006
Mjólkur einokun
NFS, 16. Október 2006 20:05
Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra LandbúnaðarráðherraFramkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra fyrir brot á jafnræðisreglunni eftir ummæli sem hann lét falla í gær um að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingu á búvörulögum.
Í ummælunum hafnaði ráðherra sjónarmiði Samkeppniseftirlitsins um að breyta búvörulögum, en úrskurður eftirlitsins var birtur fyrir helgi og sagði ekki eðlilegt að undanþiggja afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði samkeppnislögum. Mjólka, ostahúsið í Hafnarfirði og Bíóbú eru ekki undanþegin lögunum
Án þess að ég hafi sérstakan áhuga á málefnum MJÓLKU þá er ég dálítið undrandi á ráðherra landbúnaðarmála og þó ekki. Hann er náttúrulega með bakland sitt í einu mesta mjólkurframleiðslu svæði landsins. En mér finnst það alveg út í hött að ríkð hafi samið við bændur og framleiðslufyrirtæki þeirra um að vera undanþegin samkeppnislögum. Þá kom mér það á óvart að heyra það í kvöld að með beingreiðslum til mjólkurbænda þá hafa þeir um 70 til 80 kr fyrir hvern líter sem er svipað og við borgum.
Þá finnst mér gleymast í þessari umræðu að bændur eru þegar farnir að hasla sér völl með mjólkurvörur í útlöndum. Því skil ég ekki hræðslu þeirra við breytingar. Ég hef heyrt að mjólkurkvóti sé orðinn mjög verðmætur og nú þegar séu fyrirtæki farin að kaupa upp kvóta og jarðir til að græða á greiðslum frá ríkinu.
Ég man eftir umræðu um að grænmetisræktun mundi leggjast hér af við lækkun á tollum en ég er enn að versla innlent grænmeti. Þannig held ég að mundir líka fara ef að samkeppni yrði almennt komð á í landbúnaði. Landbúnaður er náttúrulega bara iðnaður eins og hvað annað. Menn eru að vinna úr hráefni, vörur á markað og þeir sem standa sig best gagnvart neytendum komast best af.
Mánudagur, 16. október 2006
Að skjóta sig í fótinn!!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. október 2006
Er Bakkafjörður ekki um 100 km frá Fjarðabyggð? (Nei það er víst aðeins lengra)
Innlent | mbl.is | 15.10.2006 | 21:40Fólksflótti frá Bakkafirði
Á undanförnum mánuðum hefur ástandið í atvinnumálum á Bakkafirði verið með versta móti og þar af leiðandi hefur fólksflótti frá Bakkafirði verið mikill. Hátt í 40 manns hafa á síðustu misserum flutt frá Bakkafirði og sér ekki fyrir endann á því. Má að mestu rekja fólksflóttann til slæms atvinnuástands. Þetta kemur fram á vefnum bakkafjordur.is.
Hvað átti álverið á Reyðarfirði ekki að bjarga Austurlandi? Sting upp á að Iðnaðarráðuneytið verið flutt til Bakkafjarðar.
Eins skilst mér að Vopnafjörður hafi ekki fundið fyrir áhrifum álvers. Sting upp á að Sjávarútvegsráðuneyti flytji þangað.
Svo má leika sér með nokkur jarðgöng svona þarna á milli!
.(Leiðrétt þeir eru víst 204 km milli Bakkafjarðar og Reyðarfjarðar. Og því kannski 150 á milli Bakkafjarðar og Fjarðabyggðar. Biðst afsökunar á því Gott þegar maður fær leiðréttingar svona fljótt. Svo ég breytti bara blogginu. EN maður hefði haldið að eitthvað af þessum hundruðu milljörðum í virkjun hefðu skilað sér víðar á Austfjörðum).
![]() |
Fólksflótti frá Bakkafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. október 2006
Áhrifamáttur bloggsins
Erlent | mbl.is | 15.10.2006 | 6:38Bloggari varð sænskum ráðherra að falli
Sænskur bloggari átti stóran þátt í því að Maria Borelius neyddist til að segja af sér embætti viðskiptaráðherra í Svíþjóð í gær eftir að hafa aðeins setið í átta daga á ráðherrastóli. Bloggarinn birti m.a. upplýsingar um tekjur Borelius og eignir sem aðrir fjölmiðlar tóku síðan upp
Skildi einhverntímann svona gerast á Íslandi? Efast um það þar sem að hér þurfa ráðherra ekki að axla ábyrgð eins og annarsstaðar í vestrænum heimi. Enda er hér bananalýðveldi.
Sunnudagur, 15. október 2006
Er þetta ekki farið að gerast full oft? Seinagangur hjá löggunni!
Innlent | Morgunblaðið | 15.10.2006 | 05:30Sleppt úr haldi vegna seinagangs
Hæstiréttur felldi á föstudag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem grunaður er um að hafa skipulagt fíkniefnainnflutning, vegna seinagangs lögreglu.
Ég veit það er mikið að gera í þessum málum en skv. fréttinni þá voru þeir langt komnir með rannsóknina í ágúst.
Sunnudagur, 15. október 2006
Ekki kannski heppilegasta manneskjan til að stinga upp á þessu
Rakst á eftirfarandi inn á visir.is. Fannst ég verða að koma með smá athugasemd. Þarna talar alþingsimaðurinn Ásta Müller. EN hún er ekki bara alþingismaður heldur er hún eigandi að stóru fyrirtækið Liðsinni ehf. sem sérhæfir sig í að skaffa hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn í lengri eða skemmri tíma inn á stofnanir og aðra þá staði sem þeirra er þörf. Semsagt starfsmannaleigu.
EN á vísir segir m.a.
Fréttablaðið, 14. Október 2006 06:30
Hluti af starfsemi spítalans fari annaðSkipulagsbreytingar innan Landspítala - háskólasjúkrahúss eru nauðsynlegar, segir Ásta Möller, varaformaður heilbrigðisnefndar Alþingis. Hún segist þeirrar skoðunar að ákveðnir þættir í núverandi starfsemi spítalans eigi ekki að vera innan veggja hans. Hægt sé að færa þessa þætti frá spítalanum gegn því að viðkomandi starfsmenn eða aðrir taki að sér rekstur þeirra.
Hvernig á maður að taka þetta öðruvísi en að hún sé með þessu að láta sig dreyma um að stækka eigið fyrirtæki. Getur þingmaður í þessari stöðu nokkurn tíma verið trúanlegur í málum eins og þessum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. október 2006
Bíddu er þetta prófkjör??????
Innlent | mbl.is | 14.10.2006 | 19:28Lokað prófkjör hjá framsókn í SV-kjördæmi
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu í dag tillögu stjórnar kjördæmissambandsins að listi fyrir næstu Alþingiskosningar verði kosinn á tvöföldu kjördæmisþingi.
Ég hafði einhvernveginn aðrar hugmyndir um hvað prófkjör væri. Ég hélt að þetta væri bara að þeir ætla aðeins að leyfa innvígðum framsóknarmönnum sem fá/eru valdir- að mæta á kjördæmisþing að velja frambjóðendur. Þannig að hin almenni flokksmaður fær væntanlega ekkert að segja um málið. Enda hentar það flokki vel sem er orðinn að mestu að valdasjúkri stofnun og atvinnumiðlun fyrir innvígða framsóknarmenn úr innsta kjarna.
![]() |
Listi framsóknar í SV-kjördæmi valinn á kjördæmaþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. október 2006
Hvalur 9 heldur til veiða eftir helgina
Fréttablaðið, 14. Október 2006 03:30
Hvalur 9 heldur til veiða eftir helginaHvalveiðiskipið Hvalur 9 mun halda til veiða í næstu viku samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Til stóð að skipið færi út um helgina en því var frestað tímabundið.
Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir okkur. Ætlum við að leyfa Kristjáni Loftssyni að fara út að leika sér að veiða hvali aftur. Það er alltaf talað um þessar veiðar eins og þær hafi verið gróðafyrirtæki fyrir alla Íslendinga á sínum tíma. EN fólk gleymir að það var aðeins veitt í nokkra mánuði á ári og það var aðalega Kristján Loftsson sem græddi á að selja hvalkjöt til Japans og hvalslýsi og fitu í snyrtivörur sem ekkert fyrirtæki mundi nota í þær vörur lengur.
Halda menn með því að læðast út með hvalveiðskipið þá fréttir heimurinn ekki af þessu og bregðist við. Bandaríkin og fleiri lönd gætu beytt okkur viðskiptaþvingunum í kjölfarið. Þá kæmust við kannski í flokk með Norður - Kóreru.
Og allt þetta fyrir nokkra hvalaskrokka sem fáir vilja nota. Mér persónulega finnst hvalkjöt vont og ég held að svo sé um marga. Finnst því sniðugra til lengdar að gera frekar út á fólk sem vill skoða þessi dýr lifandi og í sjónum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. október 2006
Ég mundi nú vilja staðfestingu frá öðrum
Bandarískar vísindarannsóknir staðfesta kjarnorkutilraunir N-Kóreu
Erlent | mbl.is | 14.10.2006 | 9:44Bráðabirgðaniðurstöður vísindarannsókna virðast staðfesta að Norður-Kórea hafi gert kjarnorkutilraun sl. mánudag líkt og N-Kóreumenn hafa haldið fram, en þetta segja bandarískir embættismenn
Ætli að þetta séu sömu vísindamenn og fundu út skv. gögnum væru fullt af gereyðingarvopnum í Írak.
![]() |
Bandarískar vísindarannsóknir staðfesta kjarnorkutilraunir N-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 969770
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson