Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Kosningaloforð í Kópavogi

Nú síðasta vor fór Gunnar Birgisson bæjarstjóri mikinn í fjölmiðlum og lofaði nýtt fyrirkomulag um byggingu nýrra hjúkrunarrýma (íbúða) og skv. honum átti bara að redda í hvelli þeirri miklu neyð sem er í þessum málum í Kópavogi. Hannaðar voru miklar byggingar og sýndar glansmyndir af þeim.

Síðan var blaðamannafundur þar sem fulltrúar og flokksbræður Gunnars mættu með honum og skrifuðu undir samning um byggingu og rekstur þessara bygginga og þjónustu.

Nú les ég í fundargerð bæjarstjórnar eftirfarandi:

Með bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 25.09.06, og ákvörðun ráðuneytisins að synja um þátttöku í því tilraunaverkefni sem bygging stoðbýla/hjúkrunarrýma við Boðaþing er, má segja að málið sé komið á byrjunarreit hvað Kópavogsbæ varðar

Á ég að trúa því að hann hafi ekki verið búinn að semja við ríkið um þátttöku í þessu áður en hann lofar þessum framkvæmdum?


Jafnrétti - Fjarlægur draumur!?

Hef verið að velta fyrir mér afhverju land sem segist stefna að jafnrétti kynjana lætur þetta viðgangast áratugum saman.

 

Innlent | mbl.is | 19.10.2006 | 16:55

Vanmat, launaleynd og aukinn ójöfnuður

Óútskýrður launamunur kynjanna hér á landi er nú nánast sá sami og hann var fyrir tólf árum, að því er fram kom í könnun sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í dag. Þessi munur er nú 15,7% - það er að segja, konur hafa að meðaltali 15,7% lægri laun en karlar - en 1994 var hann 16%

Land sem meinar þetta í alvöru væri farið að reyna allar leiðir til að leiðrétta þetta: T.d.

  • Stofnun sem fylgist með framkvæmd jafnréttis stefnu stofnana og fyrirtækja
  • Fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta jafnréttislög ætti að sekta um verulegar upphæðir þannig að þeim svíði undan.

Eins gætu stéttarfélög komið að. T.d. ef að kynbundin launamunur er á ákveðnum vinnustað þá gætu fyrirtæki og stéttarfélag sameinast um að styrkja starfsmenn af því kyni sem er lægra launað til að sækja sér þekkingu og frekara nám sem gerði mögulegt fyrir starfsmenn að hækka í launum. Með aðkomu stéttarfélaga fengi fyrirtæki tækifæri á ða fá hæfara fólk í stjórnun án þess að kosta öllu til sjálft.


mbl.is Vanmat, launaleynd og aukinn ójöfnuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð sem týmir ekki að eyða í rannsóknir er ekki trúverðug

Bretar skora á Íslendinga að hætta hvalveiðum

Ríkisstjórn Bretlands skorar á íslensk stjórnvöld að falla frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir breskan almenning og þingheim afar reiðan yfir ákvörðun Íslendinga. Það sé barnalegt ef ríkisstjórn Íslands haldi að hún geti tekið slíka ákvörðun án þess að það hafi áhrif á tvíhliða samskipti ríkjanna.


Refsingar á Íslandi eru út í hött

Las eftirfarandi inn á visir.is

Fréttablaðið, 19. Október 2006 00:01
Maður á þrítugsaldri:
Dæmdur fyrir líkamsárás

Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann veittist að morgni laugardags í desember að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi féll við og höfuð hans lenti á götunni. Við það hlaut fórnarlambið sprungu í höfuðkúpu og blæðingu á heila sem leiddi meðal annars til minnis- og taltruflana.

Árásarmaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu ríflega hálfrar milljónar í sakarkostnað og málsvarnarlaun.

Maðurinn höfuðkúpubraut mann og færi aðeins 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þ.e. maður getur nær drepið einhvern og verið dæmdur til að greiða smá pening og farið bara heim og undirbúið næstu árás.


Afsakið ég trúi ekki orði sem þessi maður segir!!!!!

Erlent | mbl.is | 18.10.2006 | 21:35

Rumsfeld varar við kjarnorkuvopnakapphlaupi ef ekki verði tekið á málum N-Kóreu

Donald Rumsfeld, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, varaði í dag við því að kjarnorkuveldum myndi fjölga ef ekki yrði tekið á málum N-Kóreu, og að alþjóðasamfélagið yrði að herða aðgerðir sínar

Þetta er maðurinn sem barðist helst fyrir að ráðist yrði inn í Írak og þar mundi allt verða komið í lag innan árs frá innrás.

Þarna talar fulltrúi þjóðar sem ver Ísraela hvernig sem þeir haga sér og óhæfuverk sem þeir vinna. Þetta er maðurinn sem var einn af aðal hvatamönnum að koma upp fangelsi í Kúbu utan alþjóðalaga og réttar.

Þetta er sá maður í heiminum sem líklegastur er til að beita kjarnorkusprengjum.


mbl.is Rumsfeld varar við kjarnorkuvopnakapphlaupi ef ekki verði tekið á málum N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin búin að finna leið til að draga úr þenslu hjá okkur

NFS, 18. Október 2006 12:03
Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum

Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun.

Umhverfissamtökin véfengja meðal annars heimildir íslendinga til veiðanna, telja þær brjóta í bága við hvalveiðibannið, Íslendingar séu með veiðunum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, þær séu álitshnekkir fyrir Íslendinga um allan heim, engin markaður sé lengur í heiminum fyrir hvalkjöt og að þetta tiltæki kunni að hvetja aðrar þjóðir til hvalveiða, svo nefnd séu nokkur gagnrýnisatriði.

 

Nú fara öll umhverfissamtök og jafnvel ríki að beita sér gegn Íslenskri vöru og viðskiptum. Því dregur væntanlega úr viðskiptum okkar erlendis => Dregur úr fjárfestingum okkar erlendis=>Afþví leiðir minni tekjur okkar=> Minni einkaneysla=> Samdráttur


mbl.is Breskur almenningur mótmælir hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að ganga í ESB?

Las þetta inn á visir.is

Í Hálffimmfréttum Kaupþing segir að verðlag á Íslandi hafi hækkað um 0,7 prósent í september frá fyrri mánuði. Engin breyting var hins vegar á verðlagi að meðaltali meðal EES-ríkjanna milli mánaða.

Þá mældist verðbólgan á evrusvæðinu 1,7 prósent í september en það er 0,6 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Lægst var verðbólgan í Finnlandi eða 0,8 prósent 

Við erum svo með verðbólgu upp á 6,1% verðbólgu.

Sjá nánar hér: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061017/VIDSKIPTI01/61017068/1091


Það akkúrat mánuður síðan ég var á Krít

Eins gott að maður er ekki þar núna:

Erlent | mbl.is | 17.10.2006 | 21:38

 Flóð valda usla á eynni Krít 

Stormar sem geysað hafa á eynni Krít hafa valdið miklum flóðum og er vatnsflaumurinn víða allt að eins metra djúpur. Flóðið hefur hrifið með sér bíla, og borið báta á land. Þá hafa skipasamgöngur legið niðri til eyjarinnar auk þess sem ferðamenn hafa þurft að yfirgefa hótel sín


mbl.is Flóð valda usla á eynni Krít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldara Ísland - Guð, Allah og Óðinn láti gott á vita!

NFS, 17. Október 2006 12:45
Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Áætlunin er byggð á tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í lok árs 2005 með fulltrúum ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins.

Í áætluninni felst að frá og með ársbyrjun 2007 verður tekinn í notkun gátlisti um samningu stjórnarfrumvarpa sem minnir á tiltekin lykilatriði sem hafa þarf í huga varðandi samráð, mat á afleiðingum löggjafar og fleira. Þá verður leitað eftir samstarfi við skrifstofu Alþingis um útgáfu leiðbeininga um gerð stjórnarfrumvarpa og dómsmálaráðherra falið að gefa út leiðbeiningar um undirbúning reglugerða.

Fyrir 1. september 2007 ber hverju ráðuneyti að setja saman tveggja ára áætlun um einföldun og samræmingu löggjafar á þeim sviðum sem undir þau heyra. Forsætisráðherra mun hafa yfirumsjón með aðgerðaáætluninni en honum til aðstoðar verður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélag

 

Ég man nú eftir annarri áætlun sem hét „Eiturlyfjalaust Ísland 2002" Nú er í fréttum að það hefur sennilega aldrei verið meira um eiturlyf.  Mér finnst þetta eins og svo margt hér á Íslandi við setjum háleit markmið en sjáum svo eftir öllum aurum sem þau gætu kostað þannig að það verður ekki neitt úr neinu. Hvað erum við búin að tala lengi um að gera umbætu í málefnum Barna og unglinga geðdeildar, málefnum aldraðra, málefnum fatlaðra, málefnum Landspítalans Háskólasjúkrahús og svo mætti lengi telja.

Það eru haldnir flottir blaðamannafundir og sýndar myndir af nýjum hugmyndum en svo eru lappirnar dregnar.

Næst þegar talað er um þetta er ekki hægt að nota fyrri tillögur og þarf að byrja allt upp á nýtt.

Svo loks þegar farið er af stað eru hlutirnir gerðir af vanmætti og hugsunarlaust þannig að vandamálin aukast oft frekar en hitt. T.d. allt vesenið í kring um sameiningu spítalana hér í Reykjavík sem hefur tekið um 7 átta ár að jafna sig.


Það er spurning hvort að Ítölsk blöð mundu greina eins frá

Ég hef verið að hugsa um það af hverju við erum að fá fréttir af þessu:

"1 látinn og 5 alvarlega slasaðir eftir lestarslysið  í Róm"

Halda menn að það komi í Ítölskum blöðum 4 létust í umferðaslysi á Íslandi.

Er verið að reyna að gera fólk hrætt við að nota lestir erlendis? Eru blaðamenn vissir um að þetta sé helsta áhugamál okkar að frétta af slysum og dauðsföllum?


mbl.is Einn látinn og fimm alvarlega slasaðir eftir lestarslysið í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband