Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Sjálfvirk þjófavörn á náttúru Íslands
Þarf að vara túrista sem hingað koma við þessu. Alveg frábær Þjófavörn:
Frétt af mbl.is
Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Innlent | mbl.is | 27.12.2006 | 16:10Ferðamálastofu barst á Þorláksmessu lítill pakki frá konu í Kanada. Þegar pakkinn var opnaður komu í ljós tveir litlir hraunmolar og bréf frá konunni, sem sagðist hafa tekið hraunmolana á Íslandi í sumar en síðan hafi ógæfan elt hana. Henni hafi verið sagt að á Hawaii séu ferðamenn varaðir við að taka með sér hraunmola því það reiti guðina til reiði og valdi ógæfu.
![]() |
Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Sjávaútvegsráðherra hvað ert þú að segja?
Gaman væri að sjávaútvegsráðherra segði okkur hvaða afurðarverð þessi hvalir væru að skila okkur. Og hvað ríkið væri að borga með þessu hvalveiðum
af www.visir.is
Fyrst birt: 27.12.2006 12:34Síðast uppfært: 27.12.2006 12:39Sjávarútvegsráðherra: Bandaríkjamarkaður lítt fýsilegur kostur
Sjávarútvegsráðherra segir ekki stórmannlegt að kenna hvalveiðum um vanda íslenskra afurða á Bandaríkjamarkaði. Vandi þeirra felist í of lágu afurðaverði sem hafi ekkert með hvalveiðar að gera.
Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri kynningarfyrirtækis í Bandaríkjunum, sagðist í kvöldfréttum útvarps í gær þegar sjá neikvæð áhrif hvalveiða á kynningu íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Whole Foods verslunarkeðjan hafi hætti við kynningu á íslenskum vörum í Virginíu fylki sem vera átti í janúar.
Þessu eru Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ósammála. Hann segir að menn ættu að snúa sér að hinu raunverulega vandamáli, sem sé að bændur fái ekki það afurðaverð sem dugar til að gera Bandaríkjamarkað að fýsilegum kosti, raunar telji framleiðendur að þetta lakasti markaðurinn.
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Bíddu er FL Group ekki að kaupa Sterling líka aftur
Mér sýnist við lesturinn að FL Group sé líka eigandi að þessu nýja félagi. Væntanlega ekki miklir peningar sem koma inn fyrir þetta.
Frétt af mbl.is
FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða
Viðskipti | mbl.is | 27.12.2006 | 10:54FL Group hefur selt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar nýja fyrirtækisins eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Innan Northern Travel Holding verða einnig Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel.
![]() |
FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Bíddu var ekki FL group að kaupa í þessu fyrirtæki í gær eða dag?
Ekki endilega það fysta sem maður vill heyra þegar maður kaupir 6% í einhverju fyrirtæki.
Frétt af mbl.is
Rekstarkostnaður móðurfélags American Airlines eykst
Viðskipti | mbl.is | 26.12.2006 | 23:13AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, tilkynnti eftir lokun markaða í kvöld, að rekstarkostnaður hefði hækkað á síðustu mánuðum ársins vegna aukinna viðhaldsútgjalda og truflana, sem urðu á flugáætlun vegna veðurs í nóvember og desember. Er þetta sagt benda til þess að kostnaður sem hlutfall af sætaframboði verði hærri en sérfræðingar höfðu áður spáð. FL Group tilkynnti í dag að það hefði eignast 5,98% hlut í AMR.
![]() |
Rekstarkostnaður móðurfélags American Airlines eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Slúður um Árna Johnsen.
Miðvikudagur, 27. desember 2006
Sjávarútvegsráðherra hvað hefur þú gert?
Var okkur svo nauðsynlegt að leyfa Kristjáni Loftsyni að nota þessi úreltu tæki sín að öllu væri fórnandi fyrir það.
Frétt af mbl.is
Segir herferð gegn íslenskum vörum í undirbúningi í Bandaríkunum
Innlent | mbl.is | 26.12.2006 | 18:37
Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforma, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, að erlend umhverfisverndarsamtök undirbúi nú herferð gegn hvalveiðum Íslendinga. Þegar gæti áhrifa af þessu því hætt hafi verið við kynningu á íslenskum vörum við opnun stærstu matvöruverslunar í Bandaríkjunum í Fairfax í Virginíuríki.
![]() |
Segir herferð gegn íslenskum vörum í undirbúningi í Bandaríkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. desember 2006
Kemst einhvern tíma friður á í Palestínu.
Mér varð litið í gær á sjónvarpsstöðina Omega þar sem var viðræðuþáttur þar sem m.a. sátu Guðmundur guðfræðingur og starfsmaður Omega sem og Ólafur sem hefur verið aðaltalsmaður Ísraels þarna á Omega og skrifar inn á www.zion.is . Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um það sem eru að bera á borð fyrir okkur.
Þessir menn bera alltaf saman árásir skæruliðshópa innan Palestínu við aðgerðir Ísraels hers sem er eins sá fullkomnasti í heimi á meðan Palestínumenn eru með að mestu heima tilbúnin vopn. Þeim finnst þessar kúgunaraðgerðir sem Ísraelsmenn beita bara allt í lagi. Þeir leggja lítið út af því að það er eðli þjóða/fólks/einstaklinga sem troðið er á, að bregðast við meða öfgafullum hætti. Nægir að benda á andspyrnuhreyfingar í Evrópu í Seinni heimstyrjöld, eins að er hægt að horfa til Vietnam. Og þannig er hægt að horfa víðar. Ísraelsmenn eru búnir að hertaka tæp 50% af því landssvæði sem SÞ ætlaði Palestínumönnum þegar Ísraelsríki var stofnað. Þeir hafa um áraraðir borgað sérstaklega fólki fyrir að koma sér fyrir á herteknusvæðunum til að geta eignað sér þau og eins til að ögra Palestínumönnum. Nú eru þeir að búa til gettó í Palestínu með múrnum sem þeir eru að reisa þvers og kruss um alla Palestínu. Þeir kannski styðjast við múrana sem voru reistir í kringum Gyðingabyggðir í Varsjá og fleiri stöðum.
Það væri nú góð jólagjöf til heimsbyggðarinnar að það væri einhver alvara bakvið nýjar samningaumleitanir nú. Að lokum skammtur um svipað mál af www.jonas.is
26.12.2006
Ísrael og Betlehem
Jólin í Betlehem voru með daufasta móti að þessu sinni, enda voru ferðamenn fáir. Grimmd Ísraela hegnir kristnum Palestínumönnum eins og múslimum. Fyrri jól var straumur af rútum frá Jerúsalem til Betlehem, en nú er risinn Ísraelsmúrinn mikli, sem þræðir í krókum yfir vegi og akra Palestínumanna. Múrinn nær næstum umhverfis Betlehem og hefur gert kristnum pílagrímum nánast ókleift að komast til borgarinnar helgu. Við skulum muna eftir, að sjónvarpsstöðin Omega og ofstækissöfnuðir á Íslandi styðja grimmd Ísraela í von um atómstríð og heimsenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 26. desember 2006
Miðað við hversu mikið er að gera hjá lögreglunni á Reykjanesi hljóta að búa þar fleiri en opinberartölur segja til um.
Fyrst birt: 26.12.2006 11:34Síðast uppfært: 26.12.2006 11:36Annir hjá lögreglunni í Reykjanesbæ
Það var rólegt hjá lögreglunni um allt land aðfaranótt annars dags jóla. Lögreglan í Reykjanesbæ hafði þó í nógu að snúast.Fjórir karlmenn voru handteknir í Reykjanesbæ í nótt vegna fíkniefna sem fundust í bíl þeirra. Mennirnir höfðu undir höndum amfetamín og hass í litlu magni ætlað til einkaneyslu. Þeir vildu ekki kannast við efnið en það fannst milli sæta og í öskubakka bifreiðarinnar. Þrír voru ölvaðir og verða þeir allir yfirheyrðir í dag. Þeir eru á þrítugsaldri en sá yngsti nítján ára.
Fimmtán ára piltur var staðinn að akstri í Vogunum í nótt. Með honum var sautján ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn.
Bíll valt við Garðveg á Suðurnesjum um átta leytið í morgun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl en hann er grunaður um ölvun við akstur.
Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé í Grindavík. Þau höfðu kveikt í bálkesti sem búið var að koma þar upp. Tuttugu og eins árs karlmaður var handtekinn fyrir að skvetta eldfimum vökva á bálköstinn. Samkoma við Sólarvé er orðin árleg hefð frá því árið 2000 að sögn lögreglu en þar er eldstæði til þess að kveikja varðeld.
Mánudagur, 25. desember 2006
Nú er keppast allir við að lofa James Brown
Það er eru allir búnir að gleyma því þegar hann var ítrekað tekinn fastur fyrir að berja konur, dópneyslu hans og almenn rugl líferni.
Vissulega markaði hann spor í musiklandslagið á sínum tíma upp úr 1960 en síðan hefur hann mest lifað á fornri frægð. Hæst finnst mér hann samt hafa komist þegar hann lék í blus brothers þar sem hann lék prest að mig minnir og komst vel frá því.
![]() |
Bush minnist James Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. desember 2006
Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags
Það er oft gaman að fyrirsögnum frétta. Það er með góðum vilja hægt að misskilja þær og snúa útúr þeim. Þessi er inn á visir.is
"Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags"
Ef maður horfir bara í fyrirsögnina væri vit í að forðast slysadeild á aðfangadag og aðfaranótt jóla því þar væri allt liðið blind fullt.
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson