Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Guð er góður?

Alveg finnst mér svona fréttir sem vatn á millu okkar sem trúum ekki!

  • Hvernig að prestar og kirkjuleiðtogar haga sér, hvernig að trúarhreyfingar haga sér
  • hvernig að ríkisstjórnir haga sér gagnvart öðrum kirkjudeildum 
  • hvernig kirkjudeildir haga sér gegn stjórnvöldum.
  • Og svo hvernig trúarbrögðum er beitt til að kúga fólk og ráðast á það.

Finnst þetta allt bera þess merki að trú sé sköpuð af mönnum til að vekja þá von að það taki eitthvað betra við þegar við verðum að ormafæðu og áburði.

Enda virðast allir sem komast til valda innan trúarbragða leitast við að maka krókinn. T.d. finnst mér það í engu samræmi við það sem ég las í Biblíunni forðum að prestar skuli vera í kjarabaráttu og þyggja vænar summur fyrir að framkvæma kirkjulegar athafnir.

Mér finnst alveg furðulegt að einstaklingar getir hver á eftir öðrum stofnað kirkjur og söfnuði um sína túlkun á bibliunni og mér finnst að ef þetta er Guðs orð þá sé hann allt of óskýr og láti allt of margt liggja á milli hluta sem og að hann leyfir sér að skipta nær algjörlega um skoðun fyrir 2000 árum. Var hann þá að gera mistök allann tíman sem Gamla textamenntið nær yfrir.


mbl.is Forsetinn fyrirskipaði íkveikju til að kenna kirkjuleiðtogum lexíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Tryggvason flottur. Gott aðhald hjá honum

Verð að segja það þó að Gísli sé framsóknarmaður þá hefur mér líkað vel hversu duglegur hann er í nýju embætti. Hann tjáir sig og ýtir við fyrirtækjum. Ég hef trú á honum og er feginn að hann fór ekki í framboð.

Frétt af mbl.is

  Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express
Innlent | mbl.is | 28.12.2006 | 11:44
Frá innritun í Flugstöð Leifs Eirikssonar. Talsmaður neytenda hefur sent bréf til flugfélaganna Icelandair og Iceland Express þar sem hann óskar eftir upplýsingum um tekjur félaganna af skattgreiðslum flugfarþega.


mbl.is Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin loforð og gjöld hækka.

  Framsóknarflokkurinn lofaði gjaldfrjálsum leikskóla í kosingabaráttunni. Nú telur Björn Ingi þessar hækkanir nauðsynlegar.  Athyglisvert að sjá hverning Reykjavíkurborg fer með eldirborgara sína líka:

Hækkanir á eldri borgara

1. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu aldraðra hækkar um 8,8% (eina hækkunin sem dregin var til baka í umræðum um fjárhagsáætlun).

2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%.

3. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um 9,2-9,6%.

4. Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækka um 10%.

Hækkanir á barnafjölskyldur

5. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%.

6. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%.

7. Gjaldskrá fyrir frístundaheimili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu.

8. Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20%.

Hækkanir á sorphirðu og í stöðumæla í miðbænum

9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%.

10. Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%.


Allt getur maður látið fara í taugarnar á sér

Ég er alveg gáttaður á sjálfum mér en þetta fer svakalega í taugarnar á mér. Þ.e. að Íþróttafréttir lenda oft inn í dálknum um "FÓLK" hjá mbl.is. (eða í yfirlitinu sem birtist á blogginu)  Þetta er náttúrulega smáatriði en þegar maður fylgist með íþróttum fara þessar fréttir stundum framhjá manni.

Hann ætti að flytja sig til Íslands - Skattaparadís fjármála og eignamanna

Mér sýnist að Invar Kamprad eigandi IKEA borgi um 25% skatt af hagnaði sínum í Svíþjóð. Hér á landi þyrfti hann væntanlega aðeins að borga sem svarar 2,3 milljörðum sænskra króna en ekki 6 milljarða eins og þar. 


mbl.is Kamprad talaði af sér í jólaboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eiga væntanlega báðir eftir að dvelja nokkra mánuði upp í sveit.

Heyrði í Íslandi í bítið að þessir menn sem réðust að lögreglunni hefðu ekki komist í kast við lögin áður. Árástin hefði verði án allra fyrirvara og mig minnir að þessir menn hefðu ekki verið þeir sem lögreglan var upprunalega að tala við. Alveg makalaust að fullorðið fólk skuli láta svona. Nú veit ég að það er farið að taka harðar á svona árásum á lögreglu og þessvegna mega þeir búast við að eyða góðum parti af næsta ári eða árum í fangelsi.

Vísir, 28. des. 2006 07:04

Lögreglumenn slasaðir eftir árás

Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Þegar þeir komu á vettvang réðust tveir menn skyndilega á lögreglulmennina, óviðbúna, og slógu annan þeirra í barkann.

Slík högg geta verið lífshættuleg og flokkast undir mjög grófa árás. Til harðra átaka kom uns lögreglumennirnir náðu að yfirbuga árásarmennina og kalla á liðsauka. Árásarmennirnir voru handteknir en lögreglumenirnir voru útskrifaðir af slysadeild, eftir að búið var að gera að sárum þeirra.

Ráðist á lögreglumenn í Rvk

Ráðist var á tvo lögreglumenn í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í morgun. Þeir voru  kallaðir voru út vegna hávaða frá flugeldum. Árásarmennirnir voru tveir og taldir vera ölvaðir. Þeir voru báðir handteknir og bíða yfirheyrslu. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er  málið litið  alvarlegum augum.

 


mbl.is Ráðist á lögreglumenn í Reykjavík í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlaunin kosta 200 milljónir

Getur einhver sagt mér hversvegna er nauðsynlegt að breyta Flugumferðastjórn (Flugmálastjórn) í hlutafélag?

Og eins afhverju það er svona illa undirbúið?

Fréttablaðið, 28. des. 2006 00:01

Biðlaunin kosta 200 milljónir

Íslenska ríkið er skyldugt til að greiða biðlaun helmingi þeirra flugumferðarstjóra, sem ekki ætla að starfa hjá Flugstoðum ohf. eftir áramót. Alls er um rúmlega 200 milljónir að ræða, sem þeir fá greiddar árið 2006, „fyrir að gera ekki neitt," segir Loftur Jóhannsson, formaður íslenskra flugumferðarstjóra.

„Ofan á þetta kemur síðan allt tap flugfélaganna [vegna óhagkvæmari flugleiða og tafa] og ég tala nú ekki um álitshnekki stjórnvalda og Flugstoða."

Félag íslenskra flugumferðarstjóra getur tryggt þeim flugumferðarstjórum, sem ekki eiga þennan biðlaunarétt, tekjur fyrstu tvo til þrjá mánuði ársins.

Loftur bendir á að flugumferðarsvæðið sem um ræðir sé gífurlega stórt. Þegar flugumferðarstjórar fóru í verkfall árið 2001, hafi allt flug lagst niður. „Þá voru 32 flugumferðarstjórar að störfum. Nú eru enn færri og miklu færri ef þú telur bara þá sem hafa réttindi. Auðvitað verður gífurleg röskun á flugi," segir Loftur, en hann telur að þeir sem geti muni fljúga utan íslenska svæðisins. Aðrir fljúgi ekki.

Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða, segir að allt önnur staða hafi verið árið 2001, því þá hafi flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli einnig farið í verkfall. Að auki hafi svo viljað til að verkfallsdaginn var óvenju vont veður.

Eftir því sem næst verður komist verða 26 flugumferðarstjórar að störfum í janúar hjá Flugstoðum. Engar viðræður eru milli deiluaðila.


Enn eru Ísraelar við sama heygarðs hornið

Þeir bjóða fram sáttahönd en um leið gera þeir eitthvað svona:

Frétt af mbl.is

  Bandaríkjastjórn fer fram á skýringar Ísraela
Erlent | AFP | 27.12.2006 | 19:38
Palestínumenn hlýja sér við eld í austurhluta Jerúsalem í dag. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið hafa farið fram á skýringar frá Ísraelum vegna frétta af því að ísraelska varnarmálaráðuneytið hafi heimilað uppbyggingu nýrrar byggðar gyðinga á palestínsku landi á Vesturbakkanum. Þá segir hann útlit fyrir að um brot gegn svokölluðum friðarvegvísi sé að ræða og skuldbindingum Ísraela samkvæmt honum.

Það er að verða fastur liður að þeir bjóði fram sáttarhönd eins og í vikunni þar sem þeir fjarlægðu eitthvað af eftirliststöðvum og einhverju af peningum sem þeir hafa stolið af Palestínu en um leið þá kemur ný bylgja af nýbúabyggðum á svæðum Palestínu.

www,ruv,is

Ísrael: ESB hefur áhyggjur af gyðingabyggð

Evrópusambandið lýsti í dag yfir áhyggjum vegna áforma Ísraelsmanna að breyta gamalli herstöð á vesturbakka Jórdanar í byggð fyrir um 30 gyðingafjölskyldur sem fluttar voru frá Gaza-ströndinni í fyrra.

Í yfirlýsingu frá Finnum, sem nú eru í forsæti Evrópusambandsins, segir að þetta brjóti í bága við alþjóðalög og Vegvísinn svonefnda, friðaráætlun Bandaríkjamanna, Rússa, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Þetta stefni í hættu áformum um tvö ríki Ísraelsmanna og Palestínumanna.



mbl.is Bandaríkjastjórn fer fram á skýringar Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason ekki hrifinn af nýjum Lögreglustjóra

Ekki beint að Eglill Helgason sé að hrósa nýjum lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðissins. Takið sérstaklega eftir þeim köflum sem ég hef breytt letri á.

Það er eins gott að vera ekki að mótmæla hér á næstunni, það gæti verið tekið hart á manni.

 Af Silfri Egils

Maður man aðallega eftir Stefáni sem aðalgaurnum í Falun Gong málinu hérna um árið. Þá fannst manni hann fara langt út fyrir verksvið sitt - eins og honum þætti sérstaklega mikið varið í að djöflast í þessum söfnuði, stofna fangabúðir og passa kínverska einræðisherra. Eða kannski var Stefán bara fall guy í málinu, sá sem þurfti að taka skellinn vegna þess að ráðherra hans var annars staðar. En vinsæll getur Stefán varla talist eftir þessa atburði.

En altént hefur Stefán komið sér svo vel í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum að hann fær þetta háa embætti þrátt fyrir ungan aldur og þrátt fyrir að hafa ekki starfað í lögreglunni. Samkvæmt Vef-Þjóðviljanum er þetta skoðun Stefáns á mótmælum - hún hefur greinilega ekki breyst mikið síðan á tíma Falun Gong látanna:

"Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt við skipulagningu löggæslu, eða mat á því hvort stöðva eigi ólögmæta háttsemi, að horfa til þess í hvaða tilgangi tiltekið lögbrot er framið og miða ákvörðun um að stöðva hið ólögmæta ástand við það. Lögreglan getur ekki og má ekki bregðast öðruvísi við rúðubroti, skemmdarverki, frelsissviptingu eða annarri ólögmætri háttsemi eftir því hvort tilgangurinn er að mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka, ákvörðunum Alþjóðabankans eða einhver önnur ótilgreind skemmdarfýsn. Ef opnað er fyrir slík sveigjanleg viðbrögð eftir því hver tilgangurinn að baki lögbroti er, þá fyrst erum við farin að nálgast atriði sem vega að rótum þess lýðræðisskipulags sem við viljum og eigum að varðveita."

Nú er ég ekkert sérlega vel að mér um löggæslu, en held að sé mikilvægt að yfirmenn í lögreglunni séu vitrir, þolinmóðir og umburðarlyndir - gott er líka ef þeir hafa reynslu af mannlegum samskiptum og breyskleika og njóta virðingar samborgaranna. Voru virkilega engir innan lögreglunnar sem hægt var að setja í þetta djobb?

Svo mörg voru þau orð hjá Agli.


mbl.is Tíu ökumenn teknir ölvaðir í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er auðsjáanlega mikið mál að fá að stækka álverið í Straumsvík

Það er nú alveg á mörkunum þegar fyrirtæki fer að færa bæjarbúum í Hafnarfirði svona gjafir rétt áður en kosið verður um álverið. Hefði kannski verið réttara hjá þeim að beina þessum peningum til góðgerðarmála eða t.d. færa öllum Sambýlum fatlaðra heitan pott. Eða kaupa nokkra bíla fyrir þau.

Þetta minnir nokkuð á smsið frá Dominos á Jólunum

Frétt af mbl.is

  Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði
Innlent | mbl.is | 27.12.2006 | 17:06
Álver Alcan í Straumsvík Alcan á Íslandi hefur sent öllum hafnfirskum heimilum geisladisk með tónleikum Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í haust. Segir á heimasíðu Alcan, að í bréfi, sem fylgi disknum sé einnig greint frá þeirri ætlun fyrirtækisins, að kynna með margvíslegum hætti á næstu misserum starfsemi sína fyrir bæjarbúum og gefa fólki þannig tækifæri til að mynda sér skoðun á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík, sem væntanlega verði kosið um með einhverjum hætti á næstunni.


mbl.is Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband