Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Verið að semja um greiðslur til Flugstoða um leið og við missum meiri tekjur til útlanda?

Þetta hér að neðan er náttúrulega brandari. Samgönguráðherra er handhafi hlutabréfsins í Flugstoðum þannir að hann sem fulltrúi eiganda hefði vel getað frestað samningum við félagið enda ríkið að semja við sjálft sig. En klúðrið er að ríkið vissi um að flugumferðastjórar hafa alltaf verið mjög harðir í samningum.

Samningamenn Flugmálastjórnar (flugstoða) eru óvanir þannig samningum. Því hefði verið sterkara að byrja fyrr flytja fréttir af kröfum flugumferðastjórna og a.m.k. tryggja að flugumferðastjórar gætu ekki vísað í að ríkið væri ekki tilbúið a skrifa undir samninga um sömu réttindi (lífeyris) en kæmu bara ekki með yfirlýsingu um að þau haldi. Samningur um það hefði slegið þau vopn úr höndum flugumferðastjóra. Við vitum öll að þeir eru vellaunaðir þannig að svona fréttireins og í dag um að þeir séu með yfir700 þús með yfirvinnu þykir bara ekkert svakalegt í dag. Það hefði þurft að vinna þetta mun betur t.d. bara það sem sagt er af deilunni í fjölmiðlum. Þar hefur félag Flugumferðastjóra nærri spilað eitt og ótruflað.

Ef að þetta verður til þess að við missum af milljörðum í tekjur fyrir flugumferðastjórn á Norður Atlandshafi er þetta mjög misheppnað hjá Sturlu og vanhugsað. Sem minnir á hvalveiðiævintýri Einars Guðfinns og Kristjáns Lofts og fleiri slíkar æfingar.

 

 af www.ruv.is

Ráðherra óttast að missa flugumsjón

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, tekur undir áhyggjur um að deila flugumferðastjóra og Flugstoða verði til þess að Íslendingar missi umsjón með stóru flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafi. Með því myndu tapast árlegar tekjur upp á rúma tvo miljarða króna. Ráðherra segir það mikla skammsýni að tefla þessum hagsmunum í tvísýnu.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði í hádegisfréttum Útvarps að hætt sé við því að deila flugumferðastjóra og Flugstoða verði til þess að Íslendingar missi umsjón með stóru flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafi. Svæðið er 4,3 miljón ferkílómetrar og tekjur af þjónustunni eru 2,3 miljarðar króna á ári.

Sturla telur að nú sé verið að gera allt sem hægt er til að Íslendingar haldi umsjóninni með flugstjórnarsvæðinu. Hann segir að ástandið nú sé ekki kjaradeila. Sturla bendir á að með því að aðskilja eftirlitið og reksturinn á flugþjónustunni sé verið að uppfylla kröfur alþjóðasamfélagsins um flugöryggi.

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, tekur einnig undir áhyggjum að Íslendingar missi umsjón með flugstjórnarsvæðinu á Norður-Atlantshafi. Þorgeir segir að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja að Íslendingar hafi áfram umsjón með flugstjórnarsvæðinu. Margs konar tillögur liggi fyrir Alþjóðaflugmálastofnun. Þorgeir segir fullyrðingar Félags íslenskra flugumferðastjóra um að viðbúnaðaráætlun kosti 10 miljónir króna á dag algerlega út í hött. Hann segir flugöryggi ekki minnka um áramót.


mbl.is Á þriðja tug flugumferðarstjóra hafa ráðið sig til Flugstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnson telur að Jón Ásgeir eigi fjölmiðla aðalega til að hafa áhrif á umræðuna

Alveg er það makalaust að Jón Ásgeir þurfi svona marga fjölmiðla til að láta í sér heyra. Mér finnst ofsóknarkendin hans Björns vaxa dag frá degi. Held að hann sem dómsmálaráðherra ætti að hætta að tætast í kring um þetta mál eins og hann gerir nú í mörgum færslum. Það endar með því að þær eiga eftir að koma sér illa sérstaklega ef að upp koma einhver sakamál gegn Jóni eða Baugi.

Nú er hann að leika sér með því að vitna í þann merka mann Pál Vilhjálmsson sem hefur oft jafn skrítnar hugmyndir og skoðanir og Björn.  Og saman eru þeir svarnir andstæðingar Baugs. Páll er nú frægur af endemum sem einn mesti andstæðingur Samfylkingarinnar en var samt (eða er?) fromaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi) Með þvi að nota hans og orð og svo í gær orð Péturs Gunnarssonar kemur Björn máli sínu á framfæri.

Björn segir m.a. í dag:

Enn urðu sviptingar í fjölmiðlaheiminum í dag og Páll Vilhjálmsson lýsir þeim á þennan veg á vefsíðu sinni: „Það er heldur ekki aðalmarkmið Jóns Ásgeirs að fjölmiðlareksturinn skili hagnaði. Tilgangurinn er að hafa áhrif á umræðuna og sérstaklega að gæta hagsmuna Jóns Ásgeirs og Baugs í sakamálum sem nú eru til meðferðar í réttarkerfinu. Fjölmiðlar Baugs fylgja þeirri línu að gera sem mest úr misfellum í málatilbúnaði ákæruvaldsins og á hinn bóginn að draga fjöður yfir sakargiftir á hendur Jóni Ásgeiri og félögum hans.“

Páll vekur einnig athygli á sérkennilegri hlið þessara sviptinga í þessari færslu.

Í gær segir hann

Í dag var enn kynnt breyting á starfsemi 365 miðla, DV er skilið frá 365 og stofnað um það nýtt félag en ritstjóri verður Sigurjón M. Egilsson (sme). Af þessu tilefni mátti lesa á bloggsíðu Péturs Gunnarssonar:

 

„Feðgarnir sme og Janus eiga 11% í útgáfufélagi DV, Hjálmur á 49% og 365 40%. Tengslin við útgáfufélag Ísafoldar eru mikil og má segja að hafi einhvern tímann verið til Baugsmiðlar þá sé það nú þar sem Baugur í gegnum Hjálm er orðinn ráðandi eigandi í DV, Ísafold, Veggfóðri, Hér og nú og Bístró, auk þess að eiga tæplega fjórðung í 365.“

Feitletrun er mín. Skyldi Pétur ekki átta sig á því, hve mikla reiði þetta orð kallar yfir þá, sem nota það? Reiði þeirra, sem eiga Baug. Ástæðu reiðinnar hef ég aldrei skilið. Hvers vegna þykja það skammir að kenna einhvern við eiganda sinn?

Svona er hann að tippla í kring um málið með því að vitna í aðra til að koma skoðun sinni á framfæri.


mbl.is 365 miðlar einbeita sér á prentsviði að útgáfu Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbrigðult ráð við timburmönnum

Fann þetta inn á visir.is. Hefði kannski átt að býða með að setja hana inn fram á nýársdag. Þá hefði ég fengið met heimsóknir á bloggið

Vísir, 29. des. 2006 17:03

Óbrigðult ráð við timburmönnum

Það eru að koma áramót og þá getur stundum verið votviðrasamt innvortis. Það þykir mönnum voða gaman, en kannski ekki eins gaman daginn eftir. En nú er loksins  búið að finna óbrigðult ráð við  timburmönnum.

Menn hafa fundið margar leiðir til þess að draga úr timburmönnum. Í Finnlandi fara menn í sánu. Rússar éta ósköpin öll af kálsúpu. Í Ameríku er Alka Seltzer sagt óbrigðult. Aðrir nota grænt te, ávaxtadrykki, gúrkusafa eða sport-drykki.

Svo vita auðvitað allir að það er gott að borða eitthvað sem löðrar í fitu, eins og til dæmis beikon og egg. Að maður tali nú ekki um mjólkurhristing, eða jurtablöndu með kardimommum. EKKERT af þessu virkar.

En óbrigðula ráðið við timburmönnum ? Verið þið edrú, elskurnar.


Það er ekki verið að leita langt yfir skammt.

Ágætt hjá Valgerði að velja konu. En spurning hvort hún gat ekki fundið einhverja með meiri reynslu af utanríkismálum

Valgerður er heldur  ekki að leita víða. Páll Magnússon búinn að vera aðstoðamaður hennar og nú er konan hans orðinn aðstoðarmaður hennar í staðinn. Þetta sýnir annaðhvort að Framsókn er orðinn lítill flokkur eða aðeins þröng klíka sem þeir hleypa í áberandi stöður. Ætli hún verði líka bæjar eða borgarritari í Reykjavík. Páll er orðinn Bæjarritari í Kópavogi. Hún starfði áður hjá KB banka (sem nú heitir Kaupþing held ég) og fór bróðir Páls ekki þanngað Árni Magnússon. (þetta síðasta var víst bull hjá mér skv. athugasemdum hér við bloggið)


mbl.is Aðalheiður Sigursveinsdóttir nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að skrfia undir samning núna?

Er ekki ljóst að flugstoðir geta ekki veitt þá þjónustu sem þeir eiga að veita. Er ekki búið að semja við Skosku flugþjónustunna og einnig í Kanada þar sem að ekki eru nóg af flugumferðarstjórnum starfandi?

Frétt af mbl.is

  Skrifað undir þjónustusamning við Flugstoðir
Innlent | mbl.is | 29.12.2006 | 11:45
Skrifað verður í dag undir þjónustusamning milli samgönguráðuneytisins og opinbera hlutafélagsins Flugstoða vegna verkefna Flugstoða á sviði flugvallarekstrar og flugleiðsöguþjónustu


mbl.is Skrifað undir þjónustusamning við Flugstoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennusagan heldur áfram

Nú koma fréttir á klukkustundar fresti um hvort að Saddam verður drepinn í dag, morgun, næstu viku og áfram. Svo er sjónvarpstöðvar að velta fyrir sér hvort sjónvarpað verði frá þessu.

Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams?

Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær.
Ég verð bara að segja að mér verður óglatt við að fylgjast með þessu. Er þetta heimur eins og við viljum hafa hann. Þar sem hálfur heimurinn er á öndinni yfir því hvort og hvenær verður framið löglegt morð af opinberlega skipuðum morðingja. Og svo er spennan hvort að það fylgir ekki vaxandi óöld í kjölfarið. Ógeðslegt

mbl.is Saddam kann að verða hengdur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega er þetta það sem veldur því að ég er fátækur

Ég bara skil ekki svona fréttir. Og skil ekki að neinir nema innvígðir fjárfestar hafi í sjálfusér áhuga á svona fréttum. Framsetning þessara frétta er ekki mjög skýr fyrir svona aumingja eins og mig. Þegar maður rýnir í svona fréttir þá eru oftast félög í eigu einstaklinga að selja bréf til félaga sem að mestu eða öllu eru í eigu sömu einstaklinga. Er að velta fyrir mér afhverju að útlendingar eru ekki meira hér á markaði fyrst að allar sölur hér virðast vera með hagnaði. EN þessi frétt er kannski ekkert um þetta ég bara veit það ekki. Prófið þið að lesa þetta hér fyrir neðan:

Viðskipti | mbl.is | 29.12.2006 | 09:12

Straumborg yfirtekur framvirka samninga um kaup á hlut í Kaupþingi

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur yfirtekið tvo framvirka samninga um kaup á samtals 617.500 hlutum í bankanum.

Annars vegar er um að ræða framvirkan samning dags. 10. mars 2006 um kaup á 500.000 hlutum í bankanum sem er tekinn yfir á genginu 944 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 29. desember 2006. Hins vegar er um að ræða framvirkan samning, dags. 22. desember 2006, um kaup á 117.500 hlutum í bankanum, sem er tekinn yfir á genginu 856,26439 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 28. desember 2006. Gjalddagi á báðum samningunum verður nú 10. janúar 2007.

Þá hefur Norvest ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju, framlengt framvirkan samning, dags. 24. nóvember sl., um kaup á 800.000 hlutum í bankanum, sbr. tilkynningu sem var birt þann 24. nóvember sl. Gjalddagi samningsins er nú 28. maí 2007.

Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 13.112.048 hluti í bankanum. Þá eiga aðilar fjárhagslega tengdir Brynju 4.817.500 hluti


mbl.is Straumborg yfirtekur framvirka samninga um kaup á hlut í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland ohf.

Var að lesa grein á visir.is eftir Ögmund Jónasson þar sem að hann er að fjalla um Matís ohf. Og þá aðallega um tregðu þeirra til að semja við stéttarfélög. Þetta vekur spurningar hvort að eigendur beri ekki ábyrgð á því sem stjórnendur þessa nýja fyrirtækis er að gera. Og hvort að þetta sé með vitund og vilja Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? En hann er handhafi hlutabréfsins í þessu fyrirtæki. Þarna virðist ekki eiga að gera samninga við stéttarfélög heldur eru gerðir samningar við hvern og einn starfsmann. Ég sé kannski ekkert að því í sjálfusér að gerðir séu einstaklingsbundnir samningar en til að tryggja öryggi starfsmann tel ég nauðsynlegt að til séu einhverjir rammasamningar. Annars er dæmt til að klíkuskapur og annað innan ríkisfyrirtækja ohf. verði ógurlegur. Frændur ráðnir og vinir ráðnir inn á betri kjörum og þingmenn eins og við vitum hafa takmarkaða möguleika á að fylgjast með.

Þessi ohf. væðing fynst mér furðuleg. Nema að hún sé leið sem ríkið er að fara til að koma þessum stofnunum í sölu. Eins þá finnst mér með afbrigðum hvað þetta er illa undibúið bæði hjá Matís og Flugstoðum. EN hér kemur smá kafli úr grein Ögmundar:

Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum.

Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli?


Þarf að breyta kosningalögum, stjórnarskrá?

Var að lesa grein eftir Svavar Garðarsson í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber heitið: „Hugleiðing um ástundun pólitísks hórdóms" og er þörf hugleiðing um kosningar og það þegar að þingmenn yfirgefa flokkinn sem þeir eru kosnir inn á þing fyrir. Í greininni segir m.a.

Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið.

Síðar í greininni koma svo áhugaverðar spurningar sem vert er að velta fyrir sér:

Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til?

Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins.
Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir?

Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn?

Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans?
Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi?
Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji?
Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá?
Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga?
Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn.

Þetta eru þarfar spurningar. Flestum finnst það með öllu óþolandi þegar við kjósum einhvern flokk og síðan tekur þingmaður upp á að yfirgefa flokkinn á miðju kjörtímabili. Þar sem að þingmenn eru ekki kosnir beint hér á landi heldur sem sem hluti af lista þá er þetta með öllu ólíðandi og verður að breyta. Þessir þingmenn bera skyldu til að starfa fyrir þá sem kusu þá. Hvort sem þeir klúfa sig úr flokknum og starfa einir eða ganga í annann flokk þá hafa þeir í raun ekki lengur nokkuð atkvæði á bak við sig og eru ekki fulltrúar neinna kjósenda.

Greinin í heild er hér og mjög kjarnyrt

Örlítil seinni tíma viðbót til skýringar tekið úr svari mínu hér í athugasemd við þessa grein.

Ýkt dæmi væri t.d. að menn sem sæju að Framsókn kæmi ekki manni á þing byðu sig fram fyrir annan flokk t.d. Frjálslynda og svo þegar þeir kæmust á þing þá klyfu þeir sig úr flokknum og héldu áfram á þingi undir merkjum Framsóknar. Þá væri búið að svindla illilega á kjósendum.


Sogdæla fjármunanna

Verð að benda á frábæra grein um vaxtarokrið hér. Hún er skrifuð af Andrési Magnússyni sem er skv. upplýsingum greiðandi að íbúðarláni í Noregi.

Hann segir m.a. í Fréttablaðinu í dag:

„Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti.

Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. "

Síðar segir hann:

„Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin.

Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar."

Greinin í heild


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband