Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Segja vaxtahækkun auka líkur á harðri lendingu hagkerfisins

Hvernig er hörð lending hagkerfis. Má búast við jarðskjálftum? Bara svona spyr. Er þetta þessvegna sem að Staumur Burðarás er að skipta yfir í Evrur? Má búast þá við því að fyrirtæki fari að flytja fjármagnið úr landi áður en harkalega lendingin skellur á?

Frétt af mbl.is

  Segja vaxtahækkun auka líkur á harðri lendingu hagkerfisins
Viðskipti | mbl.is | 21.12.2006 | 19:28
Seðlabankinn. Hagfræðingar telja, að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í dag, auki hættuna á svonefndri harðri lendingu í núverandi hagsveiflu. Fréttavefurinn Bloomberg hefur eftir breskum hagfræðingi, Beat Siegenthaler, að þetta kunni að vera ástæðan fyrir því, að gengi krónunnar lækkaði í dag þrátt fyrir vaxtahækkunina.


mbl.is Segja vaxtahækkun auka líkur á harðri lendingu hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur í Byrginu "Iron Master"

Ég er svo aumur og illa upplýstur en var að hlusta á viðtalið við stúlkuna í Íslandi i dag:

  • Hvað er "Iron Master"?
  • Og hverning fær maður "plagg" upp á það´?

Ekki það að fólk á náttúrulega rétt á að stunda þær útgáfur af kynlífi sem það kýs svo framalega og það er allra vilji sem taka þátt í því.

  • En þessi stúlka segist vera með fulla síma af sms, videó og myndir sem og fullt af tölvupóstum. Miðað við að fólk segir að Guðmundur sé greindur og hann gefur sig út á gott samband við GUð, þá held ég að maðurinn hafi gjörsamlega misst glóruna. Og þetta hefur hann stundað í mörg ár skv. þessu viðtali.
Vísir, 21. des. 2006 19:26


Ung kona vitnar um kynferðissamband við Guðmund í Byrginu

Tuttugu og fjögurra ára kona, sem var skjólstæðingur Guðmundar Jónssonar forstöðumanns Byrgisins, vitnar um það, í viðtali í Íslandi í dag á eftir, að hún átti í kynferðissambandi við hann í nærri tvö ár. Hún hefur sett sig í samband við lögreglu og mun leggja fram formlega kæru í fyrramálið. Fjöldi kvenna hefur sett sig í samband við lögreglu vegna þessa máls og hlotið leiðbeiningar um hvernig þær koma eigin vitnisburði og gögnum á framfæri.

Kompássþáttur um málefni Byrgisins fyrir viku þar sem heimildarmenn þáttarins vitnuðu um það að forstöðumaður Byrgisins hefði átt í kynferðissambandi við skjólstæðinga sína hefur valið úlfaþyt. Forstöðumaðurinn Guðmundur Jónsson hefur þverneitað þessum ásökunum bæði í Kompáss og í öðrum fjölmiðlum og hótað að kæra Kompássritstjórn fyrir meiðyrði. Í dag veitti ung stúlka fréttastofu viðtal og sagði frá kynferðissambandi sem hún átti með Guðmundi sem hófst nokkrum mánuðum eftir að hún fór í meðferð í Byrgið.

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur sem voru í meðferð í Byrginu hafi sett sig í samband við lögreglu. Lögregla hefur fengið gögn frá þeim og leiðbeint þeim um þau skref sem þær eiga að stíga. Báðar þær konur sem veittu Kompási viðtal á dögunum eru í hópi þessara kvenna.

Og hér er hægt að horfa á viðtalið


Afhverju þurfa allir að fara í skotgrafir hér út af öllu?

Afhverju geta menn ekki frekar reynt að læra af þessu. Það kemur utanaðkomandi aðili inn á Grund og bendir á margt sem henni finnst betur megi fara. Fólk taldi að konan væri ekki slösuð en það reynist síðan vera. Þetta eru mannleg mistök. Afhverju reyna bara ekki allir að læra af þessu?

Frétt af mbl.is

  Ritstjórar Ísafoldar segja landlækni fara með alvarlegar rangfærslur
Innlent | mbl.is | 21.12.2006 | 14:43
Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar. Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar tímaritsins Ísafoldar, segja landlækni fara með alvarlegar rangfærslur í úttekt á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Segir í yfirlýsingu ritstjóranna að þeim dylgjum sem fram koma um ósannsögli og rangfærslur í grein Ísafoldar er algjörlega hafnað og það harmað að embættismaður skuli láta fara frá sér jafnalvarlegar ásakanir. Ísafold mun kanna lagalega stöðu sína í því samhengi.


mbl.is Ritstjórar Ísafoldar segja landlækni fara með alvarlegar rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja enn á ný hækka yfirdráttarlánin mín vegna Kárahnjúka og Reyðaráls

En eins og venjulega þá bara brosum við og borgum:

Vísir, 21. des. 2006 09:05


Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð  fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári.

Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004.

Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert.

Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars.

Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti.

Greiningardeildirnar alveg búnar að gleyma að það var verið að skrifa undir orkusölu til Ísal sem er þýðir að virkjanaframkvæmdir og við álver upp á 150 milljarða eru í farvatninu.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 0,25
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverning væri nú að við færum að verða virkir neytendur?

Undrast alltaf sjálfan mig þegar ég sé svona kannanir. Þegar ég versla þá hef ég þá tilhneiginu að fara bara í næstu búið sem selur vöruna sem mig vantar. Ég leita aldrei eftir hagstæðustu verðum í matvörum. Jú ég er líklegri til að fara í Bónus. En hef oft verslað sömu vörur í Hagkaup því að ég nenni ekki nokkrum húsum lengra. Ég skil reyndar ekki þann mun sem er á verðum milli Bónus - Hagkaups og svo 10-11 því ef eitthvað er eru fæstir starfsmenn í 10 - 11 og lakasta þjónustann. Þó skildist mér að verðið réðist af þjónsutstigi verslana. Í Hagkaup er þó aðeins meiri þjónusta í matvöruhlutanum en ekki mikið. Miðaða við að þetta eru sömu eigendur og sameiginleg innkaup að stórum hluta finnst mér verðmunurinn helst til mikill.

Frétt af mbl.is

  Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta
Innlent | mbl.is | 20.12.2006 | 22:02
Talsverður verðmunur er á ýmsum matvörum, sem gjarnan er... Mikill verðmunur var á jólamatnum milli verslana þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands kannaði verð í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í dag, miðvikudag. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 22 af þeim 40 vörutegundum sem skoðaðar voru. Verslun 11-11 var oftast með hæsta verðið eða í 19 tilvikum.


mbl.is Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn glaðir því þeir eru ekki lengur dýrastir í Evrópu. - Hvað land skildi hafa tekið við?

Nú auðvita við!!!!!!!!!!!!!

Vísir, 20. des. 2006 14:35

Ísland dýrast í Evrópu -Norðmenn gleðjast

Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins.

Það er heilum tíu prósentum hærra en í Noregi og Danmörku. Í Svíþjóð var verðið 21 prósent yfir meðaltalinu. Stóru löndin í Evrópusambandinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía eru öll yfir meðaltalinu.

Nýju Austur-Evrópuríkin, í Evrópusambandinu, eru öll undir meðaltali. Lægst er verðið í Lettlandi þar sem það er aðeins 47 prósent af meðaltalinu.

Ég vissi að það var eitthvað gott við að ég ætti ekki flatsjónvarp

Nú verð ég bara að notast áfram við 29 tommu tækið mitt og reikna út hvað ég er að spara:

Frétt af mbl.is

  Flatsjónvörp eru orkuþjófar heimilanna
Tækni & vísindi | mbl.is | 19.12.2006 | 15:56
Mynd 408978 Orkuveitan sænska hefur kannað orkunotkun um það bil fimmtíu ólíkra sjónvarpa, miðað við að kveikt sé á sjónvarpi að meðaltali fimm tíma á dag, eða 1.800 tíma á ári. Meðal þess sem í ljós kom var að flatsjónvörp eru margfalt orkufrekari en myndlampatæki, og miðað við orkuverðið í Svíþjóð er kostnaðurinn fjórfalt meiri.


mbl.is Flatsjónvörp eru orkuþjófar heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður náttúrulega að passa þeir fái sitt

 Skyldi Kjararáð hafa tekið mið af eftirlaunaréttindum þingmanna þegar kjörinn eru skoðuð. Voru þau ekki metinn á einhvern tugprósenta. Finnst að það hafi aldrei komið fram þegar hækkanir eru ákveðnar.
Vísir, 20. des. 2006 12:01

Laun æðstu embættismanna hækka í október og um áramót

Kjararáð hefur ákveðið að laun þeirra sem heyra undir ráðið, þar meðal þingmenn, ráðherrar, forseti og dómarar, skuli hækka um 3,6 prósent afturvirkt frá 1. október 2006. Þá skuli þau hækka um 2,9 prósent um áramót. Úrskurður þar að lútandi var kveðinn upp í gær.

Kjararáð tók við af Kjaradómi og kjaranefnd sem áður kváðu upp úrskurði um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.

Bent er á í úrskurði Kjararáðs að um áramótin hækki laun samkvæmt kjarasamningum um 2,9 prósent hjá flestum. Þá hafi ráðið kannað þróun launa á árinu sem er að líða og komist að því að lágmarkshækkun samkvæmt kjarasamningum var 5,5 prósent en af launavísitölum Hagstofu Íslands sést að laun að meðaltali hafi hækkað mun meira, bæði vegna kjarasamninga og launaskriðs. Síðasta launavísitala hafi hækkað um 11 prósent næstu tólf mánuði á undan.

Á sama tíma hafi laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa sem heyra undir kjararáð hækkað um tæplega 5,6 prósent, 2,5 prósent 1. janúar og um 3 prósent 1. júlí samkvæmt úrskurði kjararáðs hinn 4. október.

mbl.is Kjararáð hækkar laun um samtals 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj ekki var þessi þjófnaður bragðgóður

Af www.visir.is

Óheppni bensínþjófurinn

Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.

Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.


Ætti maður að að fara fram á að fá útborgað í evrum?

Var að lesa þessa frétt á visir.is. Það kveður við nýjan tón hjá Tryggva Herberts nú þegar hann er að kveðja gamla starfið. Áður fannst mér hann tala um að evran hentaði bara alls ekki:

Innlent

 
Markaðurinn, 20. des. 2006 11:02

Taka þarf upp evru lagist ekki hagstjórnin

Hysji stjórnvöld ekki upp um sig buxurnar í stjórn efnhagsmála er upptaka evru eina leiðin til að hér náist stöðugleiki í efnahagsmálum, sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þegar hann kynnti nýja skýrslu um hagstjórnarumhverfið á Íslandi í morgun. Skýrslan er áfellisdómur yfir hagstjórn bæði ríkis og sveitarfélaga auk þess sem Seðlabankinn er sagður hafa gert mistök í stjórn peningamála.

„Ef samspil hagstjórnartækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leiðir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýja gjaldmiðil," segir Tryggvi. Skýrslan ber heitið „Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega," og er unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins. Hún var kynnt á fundi í húsnæði samtakanna fyrir í morgun.

Tryggvi Þór benti á að þótt auðvelt væri að vera vitur eftir á og margt í hagstjórnarumhverfinu sem komið hefði á óvart, þá hefði verið búið að vara við ýmsum hlutum, svo sem breytingum á íbúðalánamarkaði sem stjórnvöld hefðu þó skellt skollaeyrum við. Í hagstjórninni hafi hins vegar verið misvægi, svo sem að draga ekki úr útgjöldum ríkissjóðs um leið og skattar eru lækkaðir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband