Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Afhverju er verið að breyta Flugumferðarstjórn yfir í Flugstoðir ohf. ?

 

Vísir, 20. des. 2006 02:15
Var einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að verið er að stofna til þessa fyrirtækis : Flugstoða ohf.
Voru þetta einhverja erlendar tilskipanir? Eða er þetta eitt fyrirtæki en sem er verið að undirbúa sölu á frá ríkinu? Svona eins og Síminn og bankarnir sem öll urðu hf áður en þau voru seld. Afhverju er ekki löngu búið að ganga frá samningum við flugumferðarstjóra? Var þetta kannski skyndiákvörðun? Er reynsla t.d. Norðmanna þar sem þetta er einkavætt eitthvað til að horfa til? þar vantar eitthvað um 2000 flugumferðastjóra? Gott ef einhver gætti uppfrætt mig í athugasemdum.

 

Flug gæti raskast mikið eftir áramót

Enn vantar upp á að viðbragðsáætlun Flugmálastjórnar vegna deilu Flugstoða ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) sé tilbúin, þegar einungis ellefu dagar eru þar til fyrirsjáanlegt rask verður á flugi.

Nái Flugstoðir ohf. ekki að semja við FÍF á næstu dögum, verða því verulegar truflanir á öllu flugi á Íslandi, frá og með áramótum. „Flug mun leggjast af að einhverju leyti, líklega að öllu leyti," segir Loftur Guðmundsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa því verulegar áhyggjur af gangi mála. Jón Karl Ólafsson hjá Flugleiðum segir brýnt fyrir ferðaþjónustuna að úrlausn náist. „Þetta er stóralvarlegt mál og menn verða að fara að koma sér niður á jörðina. Flugmálastjórn hefur fullyrt að ekki komi til stöðvunar á flugi og við trúum því og treystum á að það gangi eftir." Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Icelandic Express, telur að ætluð röskun á flugi muni hafa keðjuverkandi áhrif og talar í því samhengi um hugsanlega „katastrófu" fyrir Íslendinga og ferðaþjónustuna í heild sinni. „Það verður að leysa þetta. Það yrðu tafir alls staðar og gífurlegur skaði, ef af yrði," sagði Matthías í gær.


Lögreglan farin að rannsaka msn perrann.

Vísir, 20. des. 2006 01:30

Lögregla hefur hafið rannsókn

Lögreglumál Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur hafið rannsókn á karlmanni sem beraði kynfæri sín í msn-samtali við fjórtán ára gamla stúlku að því er hann hélt. Þetta staðfesti Hörður Jóhannesson aðstoðaryfirlögregluþjónn við Fréttablaðið í gær.
Í tölvupósti sem gengur manna á milli eru sýndar skjásíður af samtali mannsins við móður stúlkunnar sem þóttist vera dóttir hennar. Þar tilkynnti móðirin ítrekað að hún væri 14 ára. Þrátt fyrir það beraði maðurinn kynfæri sín í vefmyndavélina og gaf kynferðislega tilburði í skyn.

Viðbót: Var að horfa á kastljós og sé að maðurinn var búinn að gefa sig fram. Svona er að horfa ekki nóg á sjónvarp.


Þessi maður á skilið að vera ríkur

Af www.visir.is

 
Vísir, 19. des. 2006 11:37  bilde?Site=XZ&Date=20061219&Category=LIFID01&ArtNo=

Hvernig verða menn ríkir ?

Hafið þið einhverntíma velt því fyrir ykkur hvernig hinir ríku verða ríkir ? Eitt svarið er að þeir eru útsjónarsamir. Eins og bandaríski verðbréfamiðlarinn John Huntington, sem var að fara í hálfsmánaðar ferð til Evrópu. Hann ók á Rolls Royce bifreið sinni að banka í Manhattan, og bað um fimmþúsund dollara lán.
bilde?Site=XZ&Date=20061219&Category=LIFID01&ArtNo=61219037&Ref=AR&NoBorder
Bankamaðurinn spurði um tryggingu og John lét hann fá lyklana að Rollsinum. Bankamaðurinn lét John hafa lánið og lét keyra Rollsinn niður í bílageymslu bankans. Tveim vikum síðar kom John aftur, og vildi borga upp lánið. Það voru fimmþúsund dollarar og 15,40 dollarar í vexti. John skrifaði ávísun, fékk lyklana að bílnum sínum og kvaddi.

Bankamaðurinn var dálítið hissa á þessu ferli öllu, og sagði við John; "Ég veit að þú ert vellauðugur, til hvers í ósköpunum varstu að taka fimmþúsund dollara bankalán ?"

John brosti; "Hvar annarsstaðar gæti ég geymt Rolls Royce á Manhattan fyrir fimmtán dollara og fjörutíu sent, í tvær vikur ?"


Stóriðjuhugmynd að mínu skapi

 Eftirfarandi frétt af visir.is er um gagnageymslur fyrir stórfyrirtæki og mögulega staðsetningu þeirra hér. Þetta mundi bæði þurfa orku, vinnuafl og húsnæði. Mér skilst að það sé mikil orka sem þurfi til að keyra þessar tölvur (geymslur) og til að kæla þær
Vísir, 19. des. 2006 18:59

 

Á stærð við 15 knattspyrnuvelli

Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu.

Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki.

Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun.

Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki.

Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia.

Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum.

Eins gott að við eigum orku og annað til að þetta verði raunhæfur möguleiki.



mbl.is Ný gagnamiðstöð á Íslandi gæti skapað 200 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kate Hudson segir súludans styrkja sjálfsmat kvenna. Ekki viss um að allir samþykki það!

Ja hvur anskotinn. Hefði nú haldi að Kate væri vandari að virðingunni en að segja þetta. Það semsagt styrkir sjálfsmat kvenna að dansa eggjandi fyrir karla.  Um daginn var meira segja úrskurðað af dómstól  í Noregi að þetta væri list.

Frétt af mbl.is

  Kate Hudson segir súludans styrkja sjálfsmat kvenna
Veröld/Fólk | mbl.is | 19.12.2006 | 11:44
Kate Hudson - og eiginmaðurinn fyrrverandi úr fókus í baksýn. Leikkonan Kate Hudson hvetur allar konur til að prófa súludans því að hann hafi styrkjandi áhrif á sjálfsmatið. Hudson hefur ekki farið í launkofa með að hún hefur sótt námskeið í súludansi undanfarið og núna hefur hún lýst því yfir að þetta sé eitthvað það skemmtilegasta í heimi. Súludans sé „eitt af því sem maður veit ekki að maður getur fyrr en maður prófar það“.


mbl.is Kate Hudson segir súludans styrkja sjálfsmat kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverning væri nú að fara að ákveða sig með "Konukot"

Ég skil ekki þessa tregðu til að halda áfram rekstri Konukots. Á meðan einhverja konur nýta sér það er nauðsynlegt að reksturinn sé til staðar. Það væri nær að ákveða að reka það þar til annað væri ákveðið. Þetta kostar væntanlega ekki svo mikið.

Vísir, 19. des. 2006 14:04


Vilja tryggja rekstur Konukots til 1. maí

Fjármagn til reksturs Konukots og auknar niðurgreiðslur til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla eru meðal breytinga sem meirihluti borgarstjórnar leggur til á frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar sem tekið verður til seinni umræðu í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að lagt sé til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 18 milljónir til þess að mæta kostnaði við rekstur Konukots eða sambærilegs úrræðis en rekstri þess var hætt um síðustu mánaðamót þegar tveggja ára samningur borgarinnar og Rauða krossins rann út.

Lagt er til að samið verði við Rauða krossinn um áframhaldandi rekstur Konukots til 1. maí á næsta ári og að tíminn fram að því verði notaður til að kanna hvernig borgin sinni rekstrinum á sem hagkvæmastan hátt.

Þessi hringlandaháttur er óþolandi. 18. milljónir eru nú engin stór upphæð. EN að vera sífellt að huga að því að hætta rekstri og byrja aftur hlýtur að skapa þeim sem nýta þetta óöryggi sem og þeim sem þar starfa


Fjórir menn fastir uppi í mastrinu hjá Fjarðaráli

 Hvað er eiginlega að gerast þarna fyrir austan? Það eru fréttir af óhöppum nær hvern dag núna.

Vísir, 19. des. 2006 00:05

Fjórir menn fastir uppi í mastrinu hjá Fjarðaráli

Fjórir menn eru fastir uppi í mastri á lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Samkvæmt fyrstu fréttum sem bárust var haldið að um einn mann væri að ræða en nú er talið að þeir séu fjórir. Hvasst er á staðnum og því erfitt að ná mönnunum niður.

Björgunarsveitarmenn frá Ársól á Reyðarfirði eru á staðnum ásamt björgunarsveitum frá Héraði og Norðfirði. Mennirnir eru fastir í tuttugu til þrjátíu metra hæð. Ekki er hægt að nota vinnulyftur á svæðinu til að ná mönnunum niður þar sem vindhraði eru um 25 metrar á sekúndu. Reyna á að nota körfubíl frá slökkviliðinu auk þess sem að verið er að reisa vinnupalla í kring sem notast á við til að ná í mennina.


Foreldrar gætið að hvað börnin eru að gera á msn og uppfræðið börnin ykkar

 

Eftirfarandi póstur var sendur til mín frá vini. Ég veit að hann hefur gengið a.m.k. á póstlista feminista.

Ég fékk þetta sent og finnst þetta eiga erindi við foreldra þannig að
við getum passað upp á börnin okkar... og vitum hvað er í gangi með krakka á
netinu í dag. Þetta er samtal milli 37 ára gamals manns og það >>sem hann
taldi vera 14 ára unglingsstelpu, en hann var í raun að tala við móður
hennar sem tók myndir af samtalinu.
>>
Þið getið átt það við samviskuna ykkar hvort þið látið þetta berast.

Ég fór inná msn hjá dóttur minni í dag, og var ekki búin að vera nema nokkrar mínútur þegar á mig/hana kallar einhver sem kallar sig snúlli,, ég ákvað að ath. hvað væri í gangi þar sem ég þekkti ekki þann sem þarna var á ferð og ákvað að þykjast vera dóttir mín sem er btw 14 ára gömul.Ég skil ekki afhverju ekki er nein umræða um þetta félagslega mein í þjóðfélaginu, því að þetta hlýtur að vera vandamál á fleiri heimilum en mínu

Eftirfarandi samtal segir allt sem segja þarf....perri

Síðan kom í póstinum power point skjal sem sýnir samtalið á msn en ég varð því miður að breyta aðeins því þar voru myndir af manninum m.a. þar sem hann berar sig fyrir barnið.Skoðið myndirnar  af msn samskiptunum  hér fyrir neðan með því að smella á tengilin þá komist þið inn í albúm með myndunum.
 það reyndar ruglaðist aðeins röðin held ég en þetta er samt augljóst. Móðirin sem þykist vera dóttir sín marg segir að hún sé 14 ára og meira að segja segir á tímabili að mamma hennar sé farin að fylgjast með og maðurinn stendur þarna við webcameruna og fitlar við kynfærin samt sem áður. Þessi maður er 37 ára og við það að þessi tölvupóstur gekk þá bar fólk kennsl á hann 

Myndir af msn samskiptunum


Þannig að fyrir alla muni uppfræðið þið börn og unglinganna ykkar um þær hættur sem geta verið á netinu. Það er fullt af siðblindum perrum þarna úti


Byrgið rekið með hagnaði?

Ef mark er tekið af frétt á visir.is þá er bara góður hagnaður af Byrginu að minnstakosti ef litið er til þessa:

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð.

Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir.

Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum.

Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður.

Það voru einmitt margir sem vöruðu við að leggja Gunnarsholt niður en það tilheyrði Landspítalanum og var liður í sparnaði að leggja það niður. Talað var um að Landspítalinn ætti ekki að vera að reka stofnun sem veitti aðeins félgslega þjónustu.

Þá segir settur landlæknir:

Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband