Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Fullþörf á þessari yfirlýsingu hjá Mumma

Það er nefnilega eftir okkur Íslendingum að fara hamförum þegar við tölum um svona atburði og blanda vegna vanþekkingar saklausum einstaklingum inn í þessi mál. Götusmiðjan á ekki að líða fyrir þessa umræðu.

Frétt af mbl.is

  Segir ekki mega rugla saman Götusmiðjunni og Byrginu
Innlent | mbl.is | 18.12.2006 | 13:16
Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann vill árétta að umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kompáss á Stöð 2 í gærkvöldi hafi ekki verið um Götusmiðjuna heldur meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar.


mbl.is Segir ekki mega rugla saman Götusmiðjunni og Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kompás aftur (ég veit ég sagði að ég væri hættur að ræða þetta en samt)

Var að lesa þessa frétt  á ruv.is. Þar sem segir m.a.

Byrgið er á Ljósafossi í Grímsnesi sem heyrir undir umdæmi sýslumannsins á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sagði fréttastofu að engar kærur hefðu borist lögreglunni um þau mál sem voru til umræðu í Kompás í gær. Ólafur Helgi segir ákæruvaldið ekki geta hafið rannsókn nema rökstuddur grunur liggi fyrir um sekt. Enn sé ekki komin fram traustur grunnur fyrir rannsókn.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir umsjónarmenn Kompáss ekki ætla að láta nein gögn frá sér til lögreglu þar sem þetta séu vinnugöng sem innihaldi meðal annars upplýsingar um heimildamenn. Sigmundur sagði frásögn Kompáss af málefnum Byrgisins standa.

Og á visir.is er þessi frétt Þar sem segir m.a.

Að sögn fangelsismálastjóra verður sannleiksgildi ásakananna í gærkvöldi kannað og í kjölfarið tekin ákvörðun um framhald samningsins. Að auki keypti ríkið húsnæðið að Efri- Brú undir starfsemina á 118 milljónir. Eftir því sem næst verður komist er ekkert opinbert eftirlit með faglegri starfsemi Byrgisins.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug.


Ég færi nú fram á endurgreiðslu

Hvurslags glæpamenn eru þetta sem kaupa sér geislavirkt efni ferðast með það um þýskaland og á hina ýmsu staði á Bretlandi og víðar með tilfallandi slóð eftir sig? Byrla síðan manni þetta eitur vitandi það að efnið tekur tíma að virka. Hefði nú haldið að menn gerðu sér grein fyrir að þetta mál yrði rannsakað enn betur. Þeir hefðu nú getað valið hreinlegri aðferð eins og að skjóta hann.

Og hverjir hafa efni á að kaupa svona eitur fyrir 700.000.000 krónur?

Frétt af mbl.is

  Eitrið sem drap Litvinenko kostaði 700 milljónir
Erlent | mbl.is | 18.12.2006 | 12:05
Alexander Litvinenko var myrtur með pólóníum 210 sem... Breska lögreglan telur að geislavirka efnið, pólóníum 210 sem notað var til að myrða Alexander Litvinenko hafi kostað tæplega 700 milljónir króna. Niðurstöður úr fyrstu rannsóknum á líki Litvinenkos hafa leitt í ljós að tífalt minni skammtur hefði dugað til að myrða hann.


mbl.is Eitrið sem drap Litvinenko kostaði 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er allur efi alltaf túlkaður tryggingarfélögum í hag?

Til hvers er fólk að borga líftryggingar um ára eða áratugaskeið ef að tryggingarfélög geta svo bara allt í einu við fráfall tryggingartakans neitað að borga?  Miðað við ásókn þeirra að selja fólki þessar trygginar þá ætti þeim að vera í löfalagið að fá réttar upplýsingar í upphafi. Eins og blóðrannsókn og vottorð frá læknum. Ekki að vera að láta fólk sem er að reyna að vernda fjölskyldur sínar halda að allt sé í lagi

Frétt af mbl.is

  Tryggingafélag sýknað af kröfu um greiðslu líftryggingar
Innlent | mbl.is | 18.12.2006 | 11:44
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu um að tryggingafélag greiði líftryggingu, sem karlmaður keypti árið 1995 en maðurinn varð bráðkvaddur á síðasta ári. Dómurinn segir að engum vafa sé undirorpið, að maðurinn hafi ekki gefið réttar upplýsingar um heilsufar sitt þegar hann keypti trygginguna.


mbl.is Tryggingafélag sýknað af kröfu um greiðslu líftryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kompás vs Byrgið þriðja og lokafærsla

Ég hef verið að velta þessu aðeins fyrir mér með Kompásþáttinn í gær. Hvað hefði ég gert ef ég væri með svona þátt og þessar upplýsingar í höndunum? Er þetta ekki þáttur sem gengur út á að finna bresti og berja í þá? Ef að fullyrðingar þeirra eru réttar (segjast vera með gögn og vitnisburði a.m.k 20 aðila) eigum við og aðrir sem styðja þessa starfssemi ekki rétt á vita þetta? Ef að misnotkun á sér stað er ekki rétt að velta henni upp á yfirborðið? Þarna eru jú einstaklingar sem eru mikið veikir og eiga hvergi annarstaðar höfði sínu að halla.

Og krafti þess lætur fólk oft bjóða sér ýmislegt sem ekki telst mönnum sæmandi.

Ég hefði kannski gert eitt öðruvísi. Ég hefði gefið Guðmundi kost á að setjast niður aftur með fréttamanni eftir að hann hefði fengið möguleika á að kynna sér þetta betur og svara ítarlegar fyrir sig.


Kompás sakfellir forstöðumann

Ágætar vangaveltur á síðu blaðsins Ísafoldar:

Íslafold

 

18.12.2006

Kompás sakfellir forstöðumann

Fréttaskýringaþátturinn Kompás fór mikinn í gær þar sem flett var ofan af meintri spillingu Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns meðferðarheimilisins Byrgisins. Var Guðmundur borinn sökum sem náu nánast yfir allan skalann, frá fjármálaóreiðu og í kynferðislega misnotkun skjólstæðinga. Svo var að sjá að ábyrgðarmenn þáttarins, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson hefðu nægt púður í höndunum til að sakfella manninn og ljóstra upp um kynferðisathafnir hans. Á seinasta ári fjallaði DV um mál meints barnaníðings á Ísafirði en sá hafði sætt kæru og rannsókn. Maðurinn fyrirfór sér og ritstjórar DV, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason urðu að víkja vegna flóðbylgju óvildar almennings. Það má velta því fyrir sér hver staða forráðamanna Kompáss verður ef skotspónn þeirra brotnar undan umfjölluninni en það var einmitt undir fréttastjórn Sigmundar Ernis sem Stöð 2 gekk hart fram í að fordæma DV fyrir fréttaflutninginn og það að sakfella manninn án dóms og laga ...

Kompás í kvöld

Ég var að horfa á Kompás á netinu þar sem ég kaupi ekki Stöð 2. Alveg ótrúleg frásögn frá Byrginu. Það eru náttúrlega ýmsar spurningar sem vakna um vinnslu þáttarins en efnið mjög alvarlegt fyrir því.

  • Ein spurningin sem vakanar það er um eðli og athafnir trúarsöfnuða. Þá á ég við söfnuði sem stofnaðir eru af einum eða nokkrum mönnum og byggjast á opinberun viðkomandi á boðskap sem þeir lesa úr Biblíuni. Það er reyndar alveg makalaust hvað "Guð" virðist senda mismundandi boðskap til manna sem hann velur til að koma trúni á framfæri.
  • Annað sem vekur spurningar það eru þessi fjárframlög og greiðslur fólks til þessara safnaða. Nægir þar að nefna umræður um þrýsting og ágengi við sjúkt fólk sem kannski er ekki í aðstöðu til að gera það af yfirlögðu ráði.
  • Eins þetta yfirlýsta markmið þeirra að geta læknað fólk. Og sífellt að slá um sig með því að fólk sé að læknast í löngum bunum. Nær allir þeir sem ég hef heyrt af og hafa leytað lækninga þar hafa verið jafnveikir eftir.
  • Þá virðast margir þessara safnaða vera einræðissöfnuður þannig að fostöðumanni virðist líðast annsi margt.
  • Alveg makalaust að einhver sem á að vera fyltur heilögum anda (eða frelsaður eða hvað það heitir) dettur bara út úr því aftur. Eitthvað að þessum aðferðum Guðs?

En af þættinum í kvöld:

  • Skrítin afsökun fyrir að vera með klámefni í tölvu hjá sér að Guðmundur hafi þurft að rannsaka þetta vegna þeirra sem koma inn til hans.
  • Eins skrítið að hann geti miðað við hvað hann hefur lítið milli handana og allt fer í Byrgið, verið að greiða af bílum fyrir konu sína, og dóttur og son.
  • Eins er skrítið hverning ef satt er að Guðmundur gerði sér ekki grein fyrir að svona eins og þátturinn sagði frá kæmist ekki upp á yfirborðið.

En allir eru saklaustir þangað til sekt þeirra er sönnuð! EN ef þeir í Kompás hafa vitnisburði 20 aðila þá er væntanlega ekki allt í lagi.

Smá viðbót:

Fór inn á visir.is og í frétt af málinu stendur m.a.

Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni.

Er maðurinn skrítinn? Er hægt að trúa þessu?



Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu.

Erfitt fyrir Guðmund að svara þessu þar sem hann virtist gripinn einhverstaðar út á götu.



Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð.

Hann reyndar sagði að einhver hefði komist í tölvunna hans þannig að það þarf ekki að vera póstur frá honum heldur aðeins úr hans póstforrit. En ég náttúrulega veit ekkert um það.


"Fatlaða deildin "

Alltaf gaman að lesa það sem Jónas Kristjánsson skrifar hann er ekki að skafa af hlutunum

Af www.jonas.is

17.12.2006
Fatlaða deildin
Fatlaða deildin í vinnumiðlun Framsóknar varð fræg fyrir að leggja Hummer í bílastæði fatlaðra, EXBÉ í verkiþaðan kemur nafnið. Nú er hún orðin enn frægari af að hafa Óskar Bergsson aðalmann í eftirliti borgarinnar með verktakanum Óskari Bergssyni. Það þykir Birni Inga Hrafnssyni, smjörklípara fötluðu deildarinnar, líkjast því, að Dagur Eggertsson borgarfulltrúi sé stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Kringum Björn Inga í máli þessu er bandalag í skjallbloggi nokkurra fyrrverandi aðstoðarmanna Halldórs Ásgrímssonar. Og svo auðvitað Björn Bjarnason, sem fagnar, að Björn Ingi nuddi smjörklípum sem víðast.


Eitt slysið enn!

Var að sjá þetta á visir.is

 
MYND/Vilhelm Gunnarsson
Vísir, 17. des. 2006 10:15

Fékk á sig steypuklump

Kínverji slasaðist á Kárahnjúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump. Hann var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits.

Samkvæmt vakthafandi lækni er maðurinn ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag.
Vona að þessum slysum fari að linna og að þau séu ekki vitni um gæði framkvæmdanna til framtíðar.

Er Árni á leið af lista?

Var að lesa eftirfarandi á www.visir.is

 

Fréttablaðið, 17. des. 2006 08:15

Vilja ekki staðfesta fundinn

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hittust á óformlegum fundi á föstudag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árni Johnsen vildi aðspurður ekki staðfesta að fundurinn hafi farið fram.

Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á fyrirætlunum hans um að bjóða sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Aðspurð um fundinn sagði Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, að Geir hitti fjölmarga einstaklinga á degi hverjum og að hann vildi ekkert tjá sig um slík fundarhöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband