Leita í fréttum mbl.is

Byrgið rekið með hagnaði?

Ef mark er tekið af frétt á visir.is þá er bara góður hagnaður af Byrginu að minnstakosti ef litið er til þessa:

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu keypti eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím, sem Guðmundur stofnaði, fimm sumarhúsalóðir við Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi á síðasta ári. Þetta eru hefðbundnar 7500 fermetra sumarhúaslóðir. Eitt hús er þegar risið og þar býr Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni. Tvö til viðbótar eru í smíðum og munu vera handa öðrum starfsmönnum Byrgisins. Eignarhaldsfélagið Úrím og Túmmím er skráð á blokkaríbúð í Hafnarfirði sem áður var í eigu Guðmundar og konu hans en er nú skráð á son þeirra. Fyrir lóðirnar greiddi Úrím og Túmmím gangverð.

Þá hafa menn á vegum Byrgisins keypt 10 hektara land við Búrfellsveg sem kallast Lyngholt. Þar er nú verið að skipuleggja 15 sumarhúsalóðir.

Á sama tíma hafa talsmenn Byrgisins haft sig í frammi við að afla peninga fyrir meðferðarheimilið og fengið vel á þriðja hundrað milljóna króna frá hinu opinbera á síðustu árum.

Ríkið rak áður Gunnarsholt sem gegndi samskonar hlutverki og Byrgið en hætti því. Landlæknir segir slæmt að Gunnarsholt hafi verið lagt niður.

Það voru einmitt margir sem vöruðu við að leggja Gunnarsholt niður en það tilheyrði Landspítalanum og var liður í sparnaði að leggja það niður. Talað var um að Landspítalinn ætti ekki að vera að reka stofnun sem veitti aðeins félgslega þjónustu.

Þá segir settur landlæknir:

Matthías Halldórsson núverandi landlæknir segir óforsvaranlegt að kristileg samtök reki svona heimili. Svo virðist sem hver sem er geti stofnað og rekið meðferðarheimili án eftirlits. Meðferðarheimilið Byrgið er þannig ekki á forræði Félagsmálaráðuneytisins. Ekki heldur heilbrigðisráðuneytisins og ekki háð eftirliti landlæknisembættisins enda hvorki sjúkrahús né heilbrigðisþjónusta. Samkvæmt þeim upplýsingum fréttastofu væri það á hendi stjórnar sjálfseignastofnunarinnar Byrgisins að setja sér lög um faglegt eftirlit. Þessi stjórn finnst ekki. Landlæknir segir afleitt að hið opinbera hafi ekki strangt eftirlit með meðferðarheimilum á borð við Byrgið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hann getur alveg verið að reyna að græða sjálfur.  Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, sé hann að nýta eigin peninga til þess.  Ríkissendurskoðun kemst vætnanlega til botns í þessu núna á næstunni.

TómasHa, 18.12.2006 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband