Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Landsvirkjurn orðin að sjálfstæðu bákni óháð eigendum sínum.

Nú endanlega missum við stjórn á LV. Þegar Landsvirkjun er endanlega komin í eigu ríkissins taka þeir væntanlega til óspilltra málana að virkja alla staði sem þeir einhverntíma fyrir löngu fengu heimilidir til. Mér finnst það verkefni þingmanna eftir kosningar að koma einhverjum böndum á þetta fyrirtæki þannig að það vinni eftir vilja þjóðarinnar en ekki hugmyndum nokkura afdankaðara stjórnmálamanna eins og Friðrisk Sofus og Jóhannesar Geirs.

Athyglisvert margt í þessari frétt um brotthvarf Álfheiðar:

Ég hlaut því að víkja af fundi með eftirfarandi bókun:
„Ég tel óverjandi að Landsvirkjun semji um raforkuafhendingu til stóriðju án þess að upplýsa þjóðina, sem er eigandi fyrirtækisins, um hvaða verð og verðtryggingar er samið. Á stjórnarfundinum hafa þau rök ein verið færð fyrir þessari málsmeðferð að Alcan á Íslandi hf., áður Íslenska álfélagið hf., óski eftir leynd um þessi atriði. Ég er fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar og mótmæli ég því harðlega að því aðeins fái ég þessar upplýsingar í hendur að ég haldi þeim leyndum fyrir borgarbúum. Það brýtur í bága við opna og lýðræðislega stjórnsýslu. Ég afþakka því að taka við sem trúnaðarmáli upplýsingum um raforkuverð og verðtryggingar í nýjum og gömlum samningum um álverið í Straumsvík og undirstrika þá afstöðu mína með því að víkja af fundi

Og svo:

Við ríkjandi aðstæður tel ég brýnt að draga úr skuldsetningu Landsvirkjunar. Ég tel að fyrirtækið eigi fullt í fangi með að ljúka yfirstandandi framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og því beri að leggja áherslu á djúpborunarverkefnið og rannsóknir sem hafnar eru á háhitasvæðum fremur en að hefja virkjunarframkvæmdir á nýjum svæðum eins og fyrirhugað er í Neðri-Þjórsá.

Og loks:

Þá vek ég athygli á að meirihluti stjórnar Landsvirkjunar ákvað á síðasta fundi að halda áfram að veita fé til undirbúnings Norðlingaölduveitu þvert ofaní áform um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Því bendir margt til að samningurinn sem nú er verið að gera við Alcan leiði til þess að áformum um Norðlingaölduveitu verði hrint í framkvæmd. Slíkum áformum hef ég ítrekað mótmælt og lagt fram tillögur í stjórn Landsvirkjunar um að horfið verði endanlega frá þeim.

Raforkuverð er lykilatriði í arðsemismati virkjunarframkvæmda og sú fyrirætlan Landsvirkjunar að leyna samningi um raforkuverð til stækkunar álversins í Straumsvík sýnir að menn hafa lítið lært af deilum um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverðið til Alcoa var og er enn leyndarmál. Auk samnings um raforkusölu vegna stækkunarinnar er fyrirhugað að gera breytingar á gildandi raforkusamningi til álversins sem Alcan starfrækir nú í Straumsvík og leyna einnig þeim fjárhæðum sem þar eru tilgreindar. Hér er brotið í blað því raforkusamningurinn sem upphaflega var gerður við Alusuisse 1966 var opinber


mbl.is Tillaga í stjórn Landsvirkjunar um að aflétta leynd um verð á raforku felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður verður að muna að hrósa fyrir það sem vel er gert.

Ég finn mig knúinn til að hrósa mbl.is fyrir þetta bloggkerfi sitt www.blog.is. Þetta kerfi er alveg að svínvirka.

Það er alveg með ólíkindum hvað t.d. fréttir eru farnar að berast hratt eftir bloggleiðum,  um leið og maður sér álit annarra á því sem er að gerast í málunum sem eru í fréttum.

Þetta eykur umræður og fólk sem áður lá á skoðunum sínum er farið að tjá sig. Og aðrir sem voru að gera alla vitlausa með sínum skoðunum í öllum kaffitímum hafa nú vettvang til að setja þetta á netið í staðinn.

Síðan verð ég líka að hrósa því að mjög gott er að vinna í þessu blogg kerfi. Og einnig því að menn hafa lagt sig niður við það að íslenska það sem mest. Gaman t.d. að þegar maður er að  nota cut og paste þá kemur það á íslensku sem klippa og skeyta

Alveg frábært framtak.

Takk fyrir mig


Líf og fjör á Blaðinu - Sigurjóni kastað út í morgun.

Var að lesa bloggið hans Sigurjóns M. Egilssonar nú formlega fyrrverandi ritstjóra Blaðsins. Það var verið að reka hann á dyr í dag. Merkileg lesning. Ekki viss um að svona vinnubrögð séu fjölmiðlum til framdráttar. Merkilegur kafli a blogginu hans um vinnubrögð auglýsingardeildarinnar hjá Blaðinu.

Spákaupmennska er stórhættuleg.

Ég hef áður verið að velta fyrir mér þessari spákaupmennsku með olíu. Það er óþolandi fyrir heiminn að þurfa að lifa við það að misvitrir braskarar í Bandaríkjunum og Evrópu skuli ráða verði á olíu hjá okkur.  Staða á olíubirgðum í USA stjórnar verði á olíu í heiminum. Síðan kemur frétt um hugsanlegt kuldakast þar í nokkra dag og þá hækkar verðið hjá okkur. En svo heyrir maður aldrei af því Bandaríkjamenn hafi orðið olíulausir. Og einhvernvegi held ég að fyrst að búið er að dæla olíu upp þá sé hún til þó að hún sé ekki í tönkum í Bandaríkjunum.  Ömurlegur svona markaður sem stjórnað er af misvitrum mönnum í Kauphöllum sem náttúrulega eru að braska með þetta eins og hlutabréf og græða á því að eiga birgðir þegar olían hækkar.

Frétt af mbl.is

  Hráolíuverð hækkar í kjölfar ákvörðunar OPEC
Viðskipti | mbl.is | 14.12.2006 | 21:32
Verð á hráolíu hækkaði um rúman dal tunnan í dag eftir að OPEC ríkin ákváðu að draga úr olíuframleiðslu um hálfa milljón tunna á dag í febrúar. Verð á markaði í New York hækkaði um 1,14 dali tunnan í dag og var 62,51 dalur tunnan. Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 79 sent og var verðið 62,80 dalir tunnan.


mbl.is Hráolíuverð hækkar í kjölfar ákvörðunar OPEC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gæti kostað Sjálfstæðismenn nokkur atkvæði.

Miðað við að fylgi Sjálfstæðismanna hefur verið hátt hjá eldri borgurum þá gæti þetta kostað flokkinn sitt. Og það væri gott á þá fyrir að standa fast á því að skapa öryrkjum og ellileyrisþegum ekki möguleika á að ná sér upp úr fátækt. Flokkurinn ríghaldið í eins miklar tekjuskerðingar og hægt er. Lagt áherslur á skatta á lægstulaun en aflétta sköttum á hátekjufólk.

Frétt af mbl.is

  Félag eldri borgara styður tillögu um framboð til Alþingis
Innlent | mbl.is | 15.12.2006 | 7:05
Félag eldri borgara samþykkti í gærkvöld á fundi tillögu um framboð eldri borgara til Alþingis í kosningum á næsta ári. Félagið getur ekki boðið sig fram þar sem það er óháð stjórnmálaflokkum samkvæmt lögum þess, þannig að skipuleggja verður sérstök samtök fyrir framboðið. Frá því sagði í morgunfréttum Ríkisútvarpsins.


mbl.is Félag eldri borgara styður tillögu um framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin fara nú að minna mig meira og meira á Sovétríkin sálugu

Er þetta ekki einmitt hlutir sem við heyrðum frá Sovét í gamladaga sem og stundum frá Kína á árum áður. Ég man m.a. eftir því að hópur fólks sem ég vissi af langaði í námsferð fyrir c.a. 25 árum, til Kína til að kynna sér aðbúnað fólks með þroskahömlun, en Kínversk stjórnvöld bentu þeim á að þar væri ekkert fólk með þannig fatlanir.

Erlent | Morgunblaðið | 15.12.2006 | 05:30

Vísindamenn mótmæla

Um 10.000 bandarískir vísinda- og fræðimenn hafa undirritað yfirlýsingu þar sem mótmælt er pólitískum afskiptum af starfi þeirra. Í þessum hópi eru 52 Nóbelsverðlaunahafar.

Bandarískir vísindamenn hafa stofnað með sér sérstök samtök til að berjast gegn misnotkun stjórnvalda á vísindalegum niðurstöðum. Í yfirlýsingu frá þeim segir, að algengt sé, að alríkisstofnanir séu beðnar að breyta tölum og vísindalegum niðurstöðum svo þær passi við stefnu stjórnvalda. Þá sé ritskoðun beitt, ekki síst hvað varðar umhverfismál og kynfræðslu. Er því haldið fram, að þetta hafi gerst vegna þess, að meirihluti repúblikana á þingi hafi brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um sjálfstæði vísinda- og fræðimanna. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær.


mbl.is Vísindamenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég hygg að Friedman hefði flökrað við þessu,"

Rakst á þessa grein inn á www.morgunhanninn.is auk þess sem má hlusta á viðtalið við Stefán Ólafsson i heild þar. En þetta hefur einmitt verið að vefjast fyrir mér. Hvað drífi vöxtin hér? Hann virðist að  nokkru fenginn að láni.

Geigvænleg skuldasöfnun

13.desember 2006 - kl. 11:43
"Ég hygg að Friedman hefði flökrað við þessu," segir Stefán Ólafsson, prófessor, um gríðarlegt peningamagn í umferð hér á landi. Hann segir að hinn nýlátni hagfræðingur frjálshyggjunnar, Milton Friedman, hefði rökstutt að peningamagn í umferð yrði að haldast í hendur við þjóðarframleiðsluna. Hér á landi hafi peningamagn í umferð aukist um 20 til 30 prósent á ári meðan hagvöxturinn hafi verið 4 til 6 prósent. Þetta hafi leitt til geigvænlegrar skuldasöfnunar á undanförnum árum. - Stefán segir að fá eða engin dæmi séu um það að eigur almennings - eins og bankar - hafi verið einkavæddir með þeim afleiðingum nýjir eigendur bankanna hafi keypt upp áhrifamestu fyrirtæki landsins á einu ári líkt og gerst hafi hér á landi. Stefán telur að hagstjórn í anda frjálshyggjunnar hafi ekki gefið almenning viðhlítandi hlut í hagvextinum. Efasemdir séu komnar fram um ágæti frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu og endurskoðunartími stefnunnar sé upp runninn.

Öryggismál í Kárahnjúkum í endurskoðun og hvar var Vinnueftirlitið okkar?

Er þetta ekki kannski full seint í rassinn gripið. En þetta gæti kannski leitt til þess að síðasta korterið verði slysa minna. Er þetta ekki bara merki um að mannslíf eru lítils metin hjá þessu Impreglio sem margir voru búnir að vara okkur við?

Vísir, 14. des. 2006 22:31


Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum

Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna.

Aðspurður hvort tungumálaörðugleikar eigi einhverja sök að máli og hafi ef til vill hamlað því að öryggisreglur komist nægjanlega vel til skila segist hann ekki telja að svo sé. Hann nefnir menningarmun hins vegar sem hugsanlega skýringu: starfsmenn sem unnið hafi við Kárahnjúka komi frá mörgum mismunandi löndum og sé vant mismunandi vinnuumhverfi.

Sigurður segir að öryggisráð, sem skipuleggi og fari yfir öryggismál á Kárahnjúkum á hálfsmánaðarlegum fundum, hafi hist títt á undanförnum vikum. Skipulagið sé þannig að hver verktaki hafi eftirlit og framfylgi öryggi í sínu verkefni. Auk þessa hafi líti bæði Landsvirkjun og verkalýðsfélög eftir öryggi á svæðinu. Framkvæmdaeftirlit er síðan í höndum 7 fyrirtækja, þriggja íslenskra og fjögurra erlendra. Allir þessir aðilar sitji í fyrrnefndu öryggisráði.

Vísir, 14. des. 2006 21:05


Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum

Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga.

Fjórir hafa látist síðan framkvæmdir hófust á Kárahnjúkum snemma árs 2003, síðasta dauðsfallið varð í síðasta mánuði. Þar að auki hefur nokkur fjöldi starfsmanna Impregilo slasast alvarlega við framkvæmdirnar.

"Ég hef unnið við stífluframkvæmdir alls staðar í heiminum og hvergi nokkurs staðar hefur einhver látist á framkvæmdastöðunum. Að svona mörg atvik verði á einum stað er ekki algengt," segir Dr. Andy Hughes, varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur, í samtali við vefmiðil blaðsins New Civil Engineer.

 

 

Ég spyr hvar er íslenska vinnueftirlitið


Eru stjórnmálamenn á Íslandi að verða síðferðislega gjaldþrota?

Ég hef áhyggjur af siðferði í íslenskum stjórnmálum. Mönnum finnst það allt í lagi að ráða nána flokkbræður sína í stöður eins og Björn Ingi hefur gert. Og skv. bloggum og fréttum í dag finnst mörgum þetta bara allt í lagi. því að Björn Ingi hafi spælt Helga Seljan og Dag í Kastljósi. Þar hafi hann bent á að aðrir gætu hugsanlega hafa gert þetta líka eða eitthvað svipað. Reyndar finnst mér munur á því sem hann ræddi um. Því að hann er að ráða vini sína en Helgi Seljan var ráðinn inn af útvarpsstjóra. Er hann kannski að ýja að því að þar hafi verið einhver kjörinn flulltrúi sem hafi komið þar að . Eins þá er dagur ráðinn í störf að einkareknum háskóla. Er hann að segja að það að vera kjörinn í embætti sé bara eins og vera ráðinn í starf. Og hann þurfi því ekkert að huga að siðferði við sínar embættisgjörðir. Síðan vekur það furðu mína að kjörinn fulltrúi borgarinnar sem situr stjórnarformaður Faxaflóahafna komi beint að mannaráðningum.
Finnst fólki það góðar skýringar hjá stjórnmálamanni að eitthvað sé í lagi af því að aðrir hafi hugsanlega gert slíkt hið sama? Gæti þá ekki einhver notað það: að það væri í lagi að stunda mannsát því Idi Amin hafi hugsanlega gert svoleiðis.
En það sem ég er að fara að við verður að gera miklar kröfur til kjörina fulltrúa okkar. Þeir mega ekki hygla einum hóp umfram aðra.  Þetta yrði einsleitt líf hér ef að flokkar færu að setja alla gæðinga sína á garðinn þegar þeir kæmust að. Þetta yrði þá eins og í gamladag að til þess að þú fengir þjónustu þyrftir þú að þekkja einhvern úr flokknum eða vera í flokknum. Síðan væru líkur á því að þetta mundi smitast út. Síðan færi fólk í bankana og væri neitað um lán því það væri ekki í réttum flokk og svo framvegis.
Innlent | mbl.is | 14.12.2006 | 14:50

Spurt hvort kjörnir borgarfulltrúar geti annast hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki gagnvart borginni

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lögðu fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í dag um það hvort borgarstjóri telji eðlilegt að kjörnir fulltrúar ráði sig til fyrirtækja til að annast hagsmunagæslu fyrir viðkomandi fyrirtæki gagnvart þeim sviðum Reykjavíkurborgar þar sem þeir eru í pólitískri forystu.

Í fyrirspurninni er vísað til frétta af því, að Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, hafi verið ráðinn til eins árs sem launaður verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum. Vísað er til þess að Óskar sé formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipulagsráðs að auki.

Þá er í fyrirspurninni vitnað til ráðningarsamnings, sem lagður var fram í stjórn Faxaflóahafna í vikunni, en þar segir:

„Markmið verkefna er að koma áfram og stuðla að markvissri þróun og uppbyggingu Mýrargötusvæðisins og gæta hagsmuna Faxaflóahafna við uppbyggingu og þróun þess. Í því felst m.a. nauðsynleg hagsmunagæsla Faxaflóahafna sf. gagnvart þeim aðilum, lóðareigendum, Reykjavíkurborg og öðrum sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæðið og uppbyggingu þess.”


mbl.is Forsvarsmenn HR gagnrýna formann borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunandi mat manna

En á ný verð ég að tala um Kastljós í gærkvöldi. Það er misjafnt hvernig menn meta þennan þátt.

Björn Bjarnasons segir á sinni:

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét þá Helga Seljan, þáttarstjórnanda, eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, ekki eiga neitt inni hjá sér í Kastljósinu í kvöld, þegar gerð var hörð hríð að honum með ásökunum um, að framsóknarmenn hefðu hlotið verkefna-bitlinga hjá Reykjavíkurborg í skjóli Björns Inga.

Eftir að Björn Ingi vék að því við Helga, að hann hefði verið ráðinn til starfa í Kastljósinu án auglýsingar, svo að hann tæki dæmi af því, hvernig ráðið væri til starfa hjá opinberum aðilum, hvarf broddurinn úr spurningum Helga

Á vef Ísafloldar www.blad.is  segir aftur á móti:

blað.is - 13.12.2006
Seljan sýnir klærnar

Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kastljóss, fór á kostum í kvöld þegar hann taldi upp þá framsóknarmenn sem þegið hefðu dúsur frá því meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna tóku við völdum. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, mættu til að takast á um skúbbið. Meðal annars var upplýst að framsóknarmaðurinn og bloggarinn Pétur Gunnarsson, sem ekki er þekktur af sérfræðiþekkingu varðandi vefsíðugerð, hefði fengið þriggja mánaða laun fyrir að uppfæra heimasíðu Faxaflóahafna þar sem Björn Ingi er stjórnarformaður. Þá fekk Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar einnig væna dúsu við óljós, tímabundin störf. Eins og áður hefur komið fram á þessarri síðu var Steingrími Ólafssyni tryggð nefndarseta hjá borginni þar sem hann er farinn af launum hjá forsætisráðuneytinu. Björn Ingi varðist fimlega í Kastljósinu og kvaðst ekki hafa með ráðningarnar að gera. En það er mikið undir því sjálfstæðismenn hafa vaxandi áhyggjur af ráðningamálum litla flokksins og raddir eru uppi um að það sé ekki góður stimpill sem af hlýst ...

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband