Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Föstudagur, 19. janúar 2007
Ef þett væru Bandaríkjamenn þá hljómaði fréttin öðruvísi.
Skil ekki afhverju við ættum að hafa svona miklar áhyggjur af því að Kínverjar eru að skjóta niður gervihnött. Það er ekki eins og Kínverjar hafi farið með miklum ófriði á hendur öðrum þjóðum síðustu ár og áratugi. Mér finnst að fólk megi nú passa sig.
Ef að Bandaríkin hefðu gert þessa tilraun þá hefði fyrirsögnin verið:
Vísindalegt afrek
Bandaríkjamenn náðu þeim frábæra árangri að skjóta niður gervihnött með eldflaug.
Eldflaugatilraunir Kínverja valda mönnum áhyggjum
Erlent | mbl.is | 19.1.2007 | 7:45
Kínverjar hafa mætt mikilli gagnrýni á alþjóðavísu vegna tilraunar með vopn sem þeir eru sagðir hafa gert úti í geimi í síðustu viku. Japanir hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa auk Bandaríkjanna og Ástralíu.
Eldflaugatilraunir Kínverja valda mönnum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ekki hægt að segja að bensínið hjá okkur snarlækki.
Í þessari frétt má sjá að verð á olíu hefur ekki verið lægra í hva 20 mánuði. Ekki hægt segja að við njótum þess í ríku mæli.
Frétt af mbl.is
Verð á olíu heldur áfram að lækka
Viðskipti | AFP | 18.1.2007 | 18:34
Verð á hráolíu lækkaði í dag í kjölfar talna sem birtar voru og sýndu, að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum voru meiri en talið var. Verð á olíutunnu lækkaði um 1,75 dali á markaði í New York og var 50,49 dalir nú síðdegis. Hefur olíuverð ekki verið lægra síðan 25. maí árið 2005.
Lesa meira
Verð á olíu heldur áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ég verð að segja að Valgerður er að koma á óvart.
Valgerður Sverrisdóttir hefur komið mér á óvart síðan hún skipti um ráðuneyti. Vissulega á hún að forðast að halda ræður á ensku og leiðinlegt með lekann á varnaliðssvæðinu þarna í vetur.
En í mörgum málum hefur hún staðið sig vel. Hún hefur óhrædd gagnrýnt erlend ríki m.a. Ísrael fyrir óhæfuverk. Í dag tilkynnti hún að vinna væri hafin við að birta viðauka við varnarsamninginn sem við vissum ekki einusinni að væru til. Þá boðaði hún að ekki yrði um svona mikla leynd að ræða í framtíðinni og utanríkismálanefnd yrði upplýstari og eins að treysta almenningi að vera það upplýstur að ekki þurfi að leyna upplýsingum fyrir honum. Semsagt opnari, upplýstari umræða. Eins sú vinna sem hún er búinn að setja í gang um stefnu og markmið Íslands í utanríkismálum. Þá líkaði mér að hún virðist leggja áherslu á sjálfstæði okkar, ef við kæmumst í Öryggisráð SÞ. Þar væru markmið okkar að gera ráðið skilvirkara.
Þannig að hrós til Valgerðar.
www.ruv.is
- » Fréttir
- » Frétt
Fyrst birt: 18.01.2007 16:00 Síðast uppfært: 18.01.2007 20:56 Leynd aflétt af leyniskjölumUtanríkisráðherra hyggst aflétta leynd af átta leynilegum viðaukum við varnarsamning Íslendinga og Bandaríkjamanna frá 1951. Gögnin er aðgengileg á vefsíðu utanríkisráðuneytisins jafnvel í kvöld. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra viðraði nýja sýn í öryggis- og varnarmálum á opnum fundi sem haldinn var á vegum stofnunar stjórnmála og stjórnsýslufræða í háskóla Íslands í dag. Í ræðu sinni sagði Valgerður að hérlendis hafi umræða um öryggis og varnarmál verið sveipuð þoku og borgurum byrgð sýn á þeim forsendum að öll öryggismál væru viðkvæm. Þeim viðbrögðum vill Valgerður breyta og leggja áherslu á samráð og gegnsæi á sviði öryggis- og varnarmála, ásamt því að málefni fortíðar verði gerð upp og leynd aflétt. |
Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
"Sleggjan" komin í stjónarandstöðu?
Var að lesa pistil inn á heimasíðu Kristins H Gunnarssonar sem ber heitið Er stjórnin að falla? Þar fer hann hörðum orðum um að við endurskoðun stjórnarskráinar sé ekki sett inn ákvæði um að fiskiauðlyndin sé sameign þjóðarinar. Þetta segir hann hafa verið skýrt í stjórnarsáttmála að ætti að segja inn. En þess sjáist engin merki nú. Hér er kafli úr pislinum:
18. janúar 2007
Er ríkisstjórnin að falla?
Þegar ákvæði stjórnarsáttmálans ná ekki fram að ganga er það skýlaust merki þess að stjórnarsamstarfið er að liðast í sundur. Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er eftirfarandi ákvæði í kaflanum um sjávarútvegsmál:
"Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá".
Skipuð var nefnd til þess að undirbúa breytingu á stjórnarskránni. Í henni eiga sæti fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nefndin hefur kynnt tillögur sínar, enda ekki seinan vænna. Leggja þarf fram frumvarp á Alþingi og afgreiða það sem lög fyrir þinglok, sem verða um miðjan mars. Reyndar er nefndin aðeins með eina tillögu, sem lýtur að því að framvegis verði breytingar á stjórnarskránni samþykktar í þjóðaratvæðagreiðslu. Allt í lagi með hana, enda hef ég t.d. flutt sambærilega tillögu á Alþingi sem er til meðferðar hjá þingnefnd.
En hvergi er að finna tillögu um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar eins og stjórnarflokkarnir sammæltust í upphafi kjörtímabilsins. Hvorugur flokkurinn hefur dregið til baka stuðning sinn. Ég veit ekki annað en að allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lýst yfir stuðningi við málið. Hver er þá vandinn? Svör sem ég hef fengið eru á þá lund að ágreiningur sé uppi, en ekki hver geri ágreininginn. Að því gefnu að stjórnarandstaðan standi við stuðning sinn er augljóst að ágreiningurinn er innan stjórnarliðsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ekki pláss fyrir öll þessi álver sem eru í pípunum
Í framhaldi af þessari frétt fór ég inn á síðunna hans Marðar og las eftirfarandi:
Niðurstöður mínar (með góðri aðstoð vina og félaga sem ég þakka hér með fyrir), sem ég vil að umhverfisráðherra staðfesti, fara hér á eftir. Tölurnar um losun koltvísýrings sem hér um ræðir eru allar fengnar úr opinberum gögnum, en upplýsingar um árlega álframleiðslu eru almennar staðreyndir sem meðal annars má sækja á vefsetur fyrirtækjanna.
Norðurál á Grundartanga: 377 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Norðuráls á Grundartanga nemur koltvísýringslosun um 377 þ.t. á ári þegar stækkun lýkur þar seint á þessu ári. Þá verður framleiðslugetan 260 þ.t. af áli (er nú 220 þ.t. eftir stækkun um 130).. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 300 þ.t. af áli á ári, sem nemur 435 þ.t. heildarlosun koltvísýrings, og getur hvenær sem er ráðist í þá stækkun en hyggst ekki nýta þessa heimild að sinni.Alcoa í Reyðarfirði: 504 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Alcoa verður losunin um 504 þús.t. á ári. Álframleiðslan verður 346 þús.t., en verksmiðjan á sem kunnugt er að komast í gagnið fyrrihluta árs (apríl).Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: 184 þúsund tonna árleg losun umfram
Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga voru framleidd 72 þ.t. af járnblendi árið 1990. Verksmiðjan var stækkuð árið 1999 sem nemur 42 þ.t. árlegri framleiðslu, og er koltvísýringslosun vegna þeirra 184 þ.t. á ári.Alcan í Straumsvík: 577 þúsund tonna árleg losun umfram 1990
Verði af stækkun álvers Alcans í Straumsvik verður 577 þ.t. árleg losun frá álframleiðslu umfram þá sem komin var í gang 1990. Þá voru framleidd 88 þ.t. af áli í verksmiðjunni en með stækkun hefðu 372 þ.t. bæst við árlega framleiðslu, samtals 460 þ.t.Samtals eftir 1990: 1.642 þúsund tonn á ári
Ákveði Norðurálsmenn að stækka sína verksmiðju verður heildarlosun raunar 1700 þ.t. á ári. Kvótinn samkvæmt íslenska stóriðjuákvæðinu er hinsvegar 1.600 þ.t. á ári. Framúrkeyrsla í báðum tilvikum
Það er því aðeins pláss fyrir eina stækkun eða eitt lítið álver. Við höfum þá fullnýtt mengunarkvóta okkar. Hvað gerum við þá? Við getum keypt mengunarkvóta erlendisfrá en hvaða ímynd fáum við þá?
Verðum ekki lengur land sem getur auglýst sig sem hreint og ómengað.
Frétt af mbl.is
Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Innlent | mbl.is | 18.1.2007 | 11:10
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að þegar lagðar séu saman tölur um losun koltvísýrings frá verksmiðjunum tveimur á Grundartanga, nýja álverinu á Reyðarfirði og Straumsvíkurverinu stækkuðu og athugað hvað af þessari mengun fellur undir íslenska stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningunum, komi í ljós að losun frá verksmiðjunum muni nema 1642 þúsund tonnum á ári, sem sé 42 þúsund tonnum meira en stóriðjuákvæðið leyfi.
Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Áfram um hesta
Í síðustu færslu hér fyrir neðan var ég að fjalla um frétt um verð á hesthúsum og hvernig þau eru að þróast yfir í ég veit ekki hvað.
Samkvæmt þessum upplýsingum er ljóst að stéttskipting á Íslandi er orðin svo svakaleg að hún er farin að sjást á aðbúnaði hesta. Á meðan að í sveitum landsins eru stórir hópar hrossa sem verða að hýrast úti allt árið þá er komin fáhrossa stétt sem í raun aldrei þarf að fara út nema við sérstök tækifæri. Þau geta meira að segja fengið sína þjálfun innan hús í sama húsi og þau eru hýst í. Eigendur meira að segja búnir að koma sér upp aðstöðu til að matast með hrossunum sínum. Hesthúsinn eru orðin dýrari en það húsnæði sem eigendurnir búa í jafnvel. Samanber færslu hér fyrir neðan
Eins er stéttskiptingi augljós í þróun mála hjá fleiri dýrategundum. Nægir að nefna hunda í því sambandi sem farnir eru að kosta svipað og hross.
Spurning hvar þetta endar
Og þetta er þjóð sem ekki hefur efni á að leysa úr vandræðum aldraðra vegna skorts á þjónustu. Þetta er þjóð þar sem öryrkjar margir lifa á sultarlaunum.
Þetta er þjóð þar sem að 4000 börn lifa við fátækt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ekki það að ég vilji hestum allt hið besta og hestamönnum en Come on
Var að lesa þetta á www.ruv.is
ruv.is
- Fréttir
Frétt Fyrst birt: 17.01.2007 19:52Síðast uppfært: 17.01.2007 20:23Hesthús á íbúðaverði
Eins og íbúðaverð hefur verð á hesthúsum hækkað mikið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári eingöngu varð milli 30% og 40% hækkun.
Hér eru dæmi um það sem er til sölu: Hesthús í Víðidal í Reykjavík, 36 ára gamalt, mikið endurnýjað, tæpir 180 fermetrar og pláss fyrir 22 hesta: Ásett verð tæpar 29 milljónir. Í Mosfellsbæ er til sölu sjö ára gamalt 185 fermetra hús fyrir 26 hesta. Ásett verð 30 milljónir króna.
Nýjustu húsin eru í raun byggð eins og íbúðahús og innréttuð sem slík. Þar er eldhús, góð setustofa, salerni og bað, aðstaða til fataskipta, hiti í gólfum og stéttum og innréttingar allar af vönduðustu gerð. Oft fylgir inniaðstaða til tamninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Dýrasta stríð sögunnar?!
Var að lesa minn daglega skammt af www.jonas.is Í dag vitnar hann í grein í Spiegel þar sem upplýst er að Stríðið gegn hriðjuverkum er orðið dýrara en Vietnam stríðið og slagar upp í að verða dýrara en öll seinni heimstyrjöldin. Makalaust hvað þetta hefur skilað litlum árangri. Kannski að klárari stjórnendum hefð tekist að gera þetta á hagkvæmari hátt.
Af www.jonas.is
18.01.2007
Dýrasta stríðið
Í ár fer kostnaður við stríðið gegn hryðjuverkum upp fyrir kostnaðinn við stríðið gegn Víetnam. Með sama áframhaldi fer kostnaðurinn fram úr síðara heimsstríðinu. Þetta segir Spiegel og vitnar í bandarísk blöð og fræðimenn. Blaðið segir, að sumir noti hærri tölur. Þeir gera ráð fyrir kostnaði við lífeyri slasaðra og óvinnufærra hermanna og kostnaði við dýrari olíu í kjölfar stríðsins. Samkvæmt slíkum tölum er stríðið gegn Afagnistan og Írak orðið dýrasta stríð veraldarsögunnar. Í upphafi spáði Bush, að stríðið mundi alls kosta einn tíunda af því, sem það er nú þegar komið upp í.
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Frjálslyndiflokkurinn í frjálsu falli í frumeindir
Það er alveg makalaust að flokkur sem loks var tekinn að mælast skuli springa í loft upp svona rétt á síðasta spretti fyrir mikilvægustu kosningabaráttu sína. Þetta er í raun sorglegt þó ég hafi aldrei hugsað mér að kjósa þennan flokk.
Þessir 3 þingmenn sem eftir voru í flokknum eftir að Gunnar Örlygsson gat ekki lengur unað við að starfa með varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni, hafa unnið mjög vel þetta kjörtímabil og fólk ræddi um að þeir væru virkilega að standa sig. Eins voru margir hrifnir af Margréti og fannst hún koma fram með skynsamleg sjónahorn á ýmis mál í gegnum tíðina. Auk þess sem hún vann vel ásamt Ólafi í Reykjavík í síðustu kosningabaráttu.
En svo kemur Jón Magnússon og skrifar grein um innflytjendamál og a.m.k. orðalagið mátti skilja sem Rasisma. Og viðbrögðin verða þannig að allt spryngur í loft upp. Guðjón fer að ræða um að hann hræðist heiðursmorð og "Bræður islam" og Magnús talar á svipaðan hátt. Margréti líkar ekki hvert þessi umræða stefnir og kemur með yfirlýsingar um að hún eigi ekki samleið með flokknum ef hann verði "Rasistaflokkur" Þetta slær aðeins á yfirlýsingagleði þingmanna flokksins um Íslam og hættunna af þeim og þeir fara að tala meira um erlent vinnuafl og áhrif þess á kjör okkar sem er gott og gilt.
Svo ráku þeir Margréti sem framkvæmdarstjóra þingflokksins með skrítnum rökum.
Síðan er samið vopnahlé í flokknum og maður er farinn að halda að þau séu að vinna í sínum málum og koma á sátt. En viti menn!
Margrét lýsir yfir framboði til varaformanns og Guðjón klúðrar málum með því að lýsa yfir stuðningi við sitjandi varaformann. Tala svo um að skipstjóri skipti ekki um stýrimann þegar vel gengur. En gleymir því að hann er ekki lengur að stýra skipi heldur flokki fólks sem er bara allt annað.
Guðjón og allir aðrir sem hafa tekið þátt í þessu máli hljóta að gera sér grein fyrir því að með þessu eru þeir búnir að missa tiltrú fólks. Hver vill kjósa flokk þar sem fólk berst á banaspjótum og fer hamförum að rægja hvort annað?
Hvernig er hægt að sjá þannig flokk vinna að markmiðum sínum og stefnumálum. Maður sér fyrir sér lætin ef hann kemst í stjórn. Hver eigi að fá þetta embætti eða annað. Og svo framvegis. Nei þetta eru held ég upphafið að endalokum þessa flokks.Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.1.2007 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Ákall til fjölmiðla - Hættið að fjalla um Guðmund í Byrginu í bili.
Það er nokkuð ljóst að Guðmundur er maður sem varla gengur heill til skógar. Það má segja að þetta hér fyrir neðan sé orðið neyðarlegt og þetta mál er auðsjáanlega harmleikur.
Vísir, 17. jan. 2007 19:27Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni.
Áður hafði Guðmundur staðfastlega neitað því í viðtölum að hafa nokkurn tíma stundað BDSM-kynlíf eða að hafa átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, sem var á sínum tíma vistmaður í Byrginu.
Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, hefur kæra Guðmundar ekki borist en hann segist hafa ástæðu til að ætla að hún berist von bráðar.
Er ekki kominn tími til að láta lögreglunna vinna sitt starf. Og láta hann og fjölskylduna vera. Ég held að það sé búið að tryggja að hann kemur ekki aftur að starfi með ógæfufólki aftur.
Annars að lokum er merkilegt þegar að mönnum er stillt upp við vegg þá gangast sumir við brotum sínum en aðrir fara að reyna að bjarga sér með því að kenna örðrum um. Þetta á við þarna. Og svo í allt öðru máli var einn aðili sem flutti dúka og steina á milli lands og eyju og neitaði að hafa gert nokkuð. Reyndi að fá fólk til að ljúga fyrir sig og sagði nú ekki margt fyrir löngu að hafa gert "Tæknileg mistök".
En tökum okkur pásu og leyfum þessu máli að fara í eðlilegan farveg. Þetta er orðið ógeðslegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson