Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Miðvikudagur, 31. október 2007
Úps eru þetta ekki mengunarlausar virkjanir?!!!!!
Ég vinn upp í Grafarholti og hef oft fundið þessa megnustu fýlu. Sérstaklega þegar að vindur stendur að austan eða suðaustan. Og sérstaklega þegar kalt er úti. Þessi lykt minnir á að illa lyktandi fnyk af fólki sem er fárveikt í maganum.
Held að OR ætti ekki að kynna þessar virkjanir sem mengunarlausar. Brennisteinsvetni er hættulegt í of stórum skömmtum. Þetta bætist við þá umhverfismengun sem er af öllum þessum rörum þarna upp á Hellisheið sem og rafmagnslínum og möstrum.
Mér skilst reyndar að í ákveðnum vindáttum þá megi greina á höfuðborgarsvæðinu fnykinn frá Nesjavöllum líka.
Meta þarf hvort setja eigi hreinsibúnað á virkjanir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. október 2007
En hún fékk samt flýtimeðferð
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. október 2007
Vaxtarorkrið á Íslandi - Einkavinavæðingin bítur okkur í rassinn.
Hlustaði lauslega á Silfur Egils í dag. Og heyrði þar rætt við Þorvald Gylfason. Hann heldur því fram að Ísland sé eina landið þar sem einkavæðing bankana hefur leitt til aukins vaxtamun. Í öðrum löndum hefur einkavæðing skilað lækkun á vaxtamun en ekki hér. Hann skýrir þetta m.a. annars með því að um leið og einkavæðingin var gerð var ekkert gert til að auðvelda erlendum bönkum að koma hingað inn á markaðinn. Og eins og maður hefur marg rætt um þá eru bankarnir að nýta þennan vaxtamun til að fjárfesta fyrir erlendis. Því má segja að með vöxtum okkar af lánum og yfirdrætti þá dæli bankarnir peningum okkar erlendis. Þeir hagnast og hagnast en ekkert er reynt til að láta okkur neytendur hér á landi njóta þess. Þeir lána bara hærri og hærri lán því með þessum vaxtamun eru þeir að fá frábæra ávöxtun. Þ.e. lána okkur á c.a. 10 til 12% vöxtum (vextir + verðbætur) peninga sem þeir fá á innan við 2% óverðtryggt að láni erlendis. Sjá þessa töflu frá Þorvaldi Gylfasyni og svo umfjöllun hans um hana.
Hlustaði á Útvarp Sögu í dag þar sem endurflutt var spjall þeirra Guðmundar Ólafssonar og Sigurðs G Tómassonar. Þar voru þeir m.a. að tala um tryggingarfélög sem kæmust upp með það ár eftir ár að leggja fullt af peningum í ábyrgðarsjóði upp hugsanlegar tjónagreiðslur. Með því gætu þau sýnt fram á tap ár eftir ár og greitt því lítinn skatt. En notuðu þetta fé í gríðarlegar fjárfestingar og til að bola allri hugsanlegri samkeppni frá erlendum aðilum í burtu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. október 2007
Hvernig væri nú að lækka orkuverð til neytenda frekar?
Það virðist vera að Orkuveitan hagnist svo mjög að hún viti ekkert hvað á að gera við fjármuni sem streyma inn í fyrirtækið.
Hefði nú haldið að þetta hús sem kostaði morð fjár að byggja mundi nú nýtast þeim um ókominn ár. Síðan hafa þeir reynt fyrir sér í hinum ýmsu fjárfestingum eins og rækjueldi og þessháttar.
EN hvernig væri nú að snúa sér að því að lækka bara verð til neytenda í staðinn? Það væri hægt að byrja á því að taka út seðilgjöld, álestragjöld og hvað þetta heitir nú. Alveg klárt mál að fyrirtæki sem Borgarbúar eiga og veitir þeim þjónustu á fyrst og fremst að veita þeim þjónustu en ekki að reyna að skila eins miklum hagnaði eins og hægt er, sem síðan er nýttur í eitthvað sem snertir neytendur lítið. Það er t.d. ekki hægt að segja að arður af OR sem greiddur er inn í borgarsjóð hafi skilað Borgarbúum lægra útsvari.
Finnst að stjórn OR nú ætti að íhuga vel almenningsálitið á fyrirtækinu áður en rokið er í svona fjárfestingu eins og að kaupa hús Osta og smjörsölunar.
OR vill tryggja sig til framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. október 2007
Glæsilegt! - Kominn tími til
Þetta hafa ráðherrar rætt um að gera í gegnum tíðina en ekkert gert. Björgvin búinn að vera ráðherra í nokkra mánuði og þegar að verða tilbúinn með frumvörp um að kast út stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld. Sem og að hann er með aðgerðir varðandi þá sem stefna gjaldþrot með því að bjóða þeim upp á greiðsluaðlögun og fleira.
Björgvin búinn að vera duglegur í sumar og haust í undirbúningsvinnu.
Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. október 2007
Ég held að þetta sé nú bara sangjörn krafa.
Það er nokkuð ljóst að ef ekki væri fyrir dugnað íslensks launafólks þá hefðu þessir auðmenn ekki fengið tækifæri né fjármagn í þessi útrásarverkefni sín. Við gáfum þeim jú bankanna, fiskinn í sjónum við landið auk þess sem verkafólk hefur í gegnum tíðina unnið fyrir lúsarlaun. Sést best á því að nú þegar að atvinna er næg þá fást ekki íslendingar til að vinna t.d. störf í fiski, byggingariðnaði og hjá vertökum.
Síðan höfum við tekið á okkur meginhluta skattbirgðarinar til að geta létt sköttum af fyrirtækjum og eignum.
Þá hafa umönnunar og uppeldisstéttir unnið á lúsarlaunum við að þjónusta m.a. börn þessara manna, sem og ættingja á leikskólum, skólum, sjúkrahúsum, og elli-/hjúkrunarheimilum en störf og ábyrgð ekki metin að neinu og þessi störf með þeim lægstu á landinu. Þannig er borgað mun hærra að afgreiða pizzur en að annast um börn.
Þetta gildismat er náttúrulega út í hött.
Nú þegar auðmennirnir og starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa fengið að maka krókinn síðustu ár þá er komið að öðrum stéttum hér.
Launafólk fái stærri hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. október 2007
Það er nú spurning hvort að hann ræður því.
Ég held að ráðherra fá nú ekki alræðisvald með embættinu. Honum ber þar að framfylgja vilja Alþingis. Og ef að meirihluti þingmanna suðvestur hluta landsins vill að hann verði færður þá hefur Kristján ekki annað um málið að segja en að vinna að vilja Alþingis.
Það hafa verið nefndir nokkrir staði í eða við Reykjavík og þó að alþingismenn utan að landi vilji hafa flugvöll við hlið vinnunnar sinnar þá verður jú að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur líka.
Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. október 2007
"Lystin að lifa" - Þetta nær ekki nokkurri átt!
Ég verð að segja að ég hélt að bloggheimar mundur loga í umræðu um myndina sem var sýnd í Sjónvarpinu í gær. En þar var fjallað um fallega stúlku sem var búinn að þjást af anorexiu síðan hún var 14 ára.
- Sló það virkilega engan annan en mig þegar að hún sagði frá því að eftir því sem hún var sjúkari og veiklulegri þá fór að rigna yfir hana tilboðum um fyrirsætustörf og þessháttar.
- Sló það virkilega engan annan en mig þegar það kom fram annað hvort í myndinni eða í viðtali við foreldra hennar í Kastljósi í kvöld að þau þurftu að bíða í að minnstakosti 1 og hálft ár eftir að hún kæmist í meðferð inn á BUGL af því að úrræðið var takmarkað og hún ekki nógu veik. Hefði maður ekki haldið að betra væri að meðhöndla þetta áður en þetta varð ekki að svona miklu vandamáli.
- Sló það ekki einhvern að meðal ungs fólks er það víst orðið algengt að nota það að æla sem megrunaraðferð. Ég hef heyrt á tímabilum hafi klósett í framhaldskólum verið daglega útæld.
- Er ekki kominn tími til að sú mynd sem hönnuðir draga upp af útliti kvenna fari að verða kvenlegt en ekki mótað af karlmönnum sem flestir eru samkynhneigðir og vilja þar af leiðandi að konur séu sem strákslegar.
- Við erum að skapa sjúkdóma sem sannanlega gætu stuðlað að því að mannkynið eyddi sjálfu sér.
Það er með svona sjúkdóm að við eigum að ráðast gegn honum strax. Með forvörnum, meðferð og síðast en ekki síst breyttu gildismati og ímynd. Börn þurfa að læra að fegurðinn er ekki fólgin í að líkjast því að lifa við hungursneið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 14. október 2007
Ef þetta er rétt að Vilhjálmur hafi ekki vitað um þessa samninga- þá er þetta alvarlegt mál.
Þetta er náttúrulega með ólíkindum ef satt er að Guðmundur Þóroddsson, Bjarni og Björn Ingi hafi villt svona rosalega um fyrir mönnum. Ef þetta er rétt þá verður Björn Ingi náttúrulega að segja sig úr stjórn Orkuveitunnar og REI strax. Það er nokkuð ljóst að þetta er ekki það sem var kynnt þegar samningarnir voru gerðir. Eins er það með ólíkindum að kjörnir fulltrúar í borginni skildu taka það í mál að samþykkja þennan samruna með þessum skuldbindingum. Þá finnst manni eins með afbrigðum að skrifa undir samning milli tveggja íslenskra fyrirtækja og samningurinn er á ensku.
En þetta afsakar ekki heldur að Vilhjálmur skildi taka þátt í þessu án þess að hafa kynnt sér málinn til hlítar.
Eins ef maður hugsar um það þá verður það mér æ torskildara að Guðmundur skildi fara í leyfi frá Orkuveitunni til að verða forstjóri REI aðeins mánuði áður en þessi fyrirtæki sameinast. Held að það sé nokkuð ljóst að það hefur verið eitthvað frekara plott í gangi. Held að Reykvíkingar geti illa treyst þessu stjórnarmönnum OR sem komu að þessu gjörðum. Held að í öðrum löndum væri þeim ekki stætt í starfi eftir svona.
Einkaréttarsamningur til 20 ára ekki í tillögum á eigendafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2007
Alveg dæmigerð þröngsýni Sjálfstæðismanna
Það er alltaf sama sagan með Sjálfstæðismenn sérstaklega þeir sem teljast ungir. Þeir hafa flestir verið á framfæri foreldra og á námslánum alla sína ævi og hafa ekki í sér nokkra aðra hugsun en að hver sé sjálfum sér næstur og lausn allra hluta sé einkavæðing.
Í þessu máli varðandi almenningssamgöngur sjá þeir t.d. ekki:
- Með því að gera almenningssamgöngur ódýrari eða ókeypis þá fer fólk alvarlega að hugsa um að gera þetta að sínum aðal samgöngumáta.
- Með því vinnst m.a. eftirfarandi:
- Dregur úr mengun
- Dregur úr kostaði við samgöngumannvirki umtalsvert.
- Eykur hreyfingu fyrir þá kæmu til með að nota þetta í stað einkabíls og þar af leiðandi batnar heilsa sem svo aftur leiðir til að að sparast peningar í heilbrigðiskerfinu.
- Sparnaður fyrir fjölskyldur sem svo aftur leiðir til minni þrýstings á miklar launahækkanir.
- Gerir samgöngur fyrir þá sem eru á einkabílum greiðari og þar af leiðandi er þetta tímasparnaður fyrir alla.
Þegar almenningssamgöngur verða orðnar hluti af lífsstíl bæjarbúa, eftir nokkur ár, þá verður hægt að leggja á hóflegt gjald sem vegna aukinnar notkunar mundi valda því að þessar samgöngur standi betur undir sér.
Álykta gegn hugmyndum um gjaldfrjálsan strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson