Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Reykjavíkurflugvöllur enn á ný að valda vandræðum

Staðreyndin er sú að þar sem nýja sjúkrahúsið er hugsað má ekki byggja háar byggingar. Því að þær geta truflað flugumferð. Menn hljóta náttúrulega að átta sig bráðum á því að þessi flugvöllur verður að fara annað. Það sama á við alla byggð sem er innan aðflugsleiða sem og flugtaksleiða Reykjavíkurflugvallar. Þetta á við um miðbæ Reykjavík, hin ýmsu hverfi þar í kring. Sem og hluta Kópavogs og Seltjarnarness.
mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggstífla!

Ég verð bara að taka undir með stórskáldinu: 

Mér er orðið tregt um mál
maðkaður heilinn eins og kál
ekkert að segja
best að þegja
Það saknar mín ekki nokkur sál


Þetta minnir mig á E kortið þeirra góða!

Ég viðurkenni að ég er með afbrigðum vitlaus og kærulaus varðandi peninga. Ég eyði þeim bara þar til að bankinn stoppar mig. Fyrir nokkrum árum fékk ég hringingu og bréf frá SPRON um æðislegt kort þar sem maður þyrfti aðeins og greiða 5% af skuld kortsins um hver mánaðarmót og svo það sem var æðislegast að í Desember ár hvert fengi maður síðan svakalegar endurgreiðslur af þeim úttektum sem maður hefði framkvæmt á kortinu það árið. Jú ég þáði þetta náttúrulega og byrjaði að nota þetta kort í stað Visa kortsins. Ég fór eftir þeim tilboðum sem þeir auglýstu nokkrum sinnum og svona ýmislegt. Og fyrstu mánuði fékk ég bara svona 5 til 8 þúsund kr. Rukkun frá þeim. Ég greiddi oft aðeins hærra inn á kortið svona til að halda í horfinu hélt ég. Síðan kom desember og ég fékk frá þeim ávísun upp á innan við 1 þúsund. Og nokkrum mánuðum seinna var ég allt í einu farinn að skulda þar um 500 þúsund krónur. Ég hætti að mestu að nota kortið og hef nú í 2 til 3 ár greitt bara inn á það. En loks í síðasta mánuði greiddi ég alla skuldina þar og þá skuldaði ég enn um 280 þúsund. Þrátt fyrir að hafa greitt í 2 ár 20 þúsund og meira suma mánuði. Þetta hafa verið óheyrilegir vextir.

Því brosi ég þegar að þau eru að auglýsa þetta kort og sýna í auglýsingunni fólk vera að safna tugi þúsunda í endurgreiðslur.


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki sömu fréttum verið að ræða um kísilhreinsun í Þorlákshöfn?

Finnst nú fólk orðið full dramatísk. Það var verið að kynna að Landsvirkjun ætlaði að kanna samningsgrundvöll m.a. við fyrirtæki sem hefði hug á að hreinsa kísil í Þorlákshöfn. Þannig verksmiðja gæti í upphafi skaffað um 200 störf. En af því það heitir ekki álver fer sumt fólk bara á límingunum.
mbl.is „Gífurleg vonbrigði að fá ekki orku í álver”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu átti orkusala til álvera ekki að vera gullnáma?

Það hefur alltaf verið kynnt af Landvirkjun og fleirum að raforkusala til álvera væri svo arðbær að það væri allt til leggjandi. M.a. að byggja eitt flóknustu virkjun veraldar. Jafnvel þó að að aukakosnaður sé víst orðinn margir milljarðar. Og standa í deilum í mörg ár um afleiðingar virkjunar og stóriðjunar m.a. annars vegna umhverfisspjalla og mengunar. En nú segir í fréttinni:

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir tilganginn með þessu fyrst og fremst var að tryggja efnahag Landsvirkjunar

"Tryggja efnahag Landsvirkjunr"?  Hvað á maðurinn við? Og afhverju er þessi breytinga allt í einu núna? Eru kannski einhverjar vísbendingar um að að Kárahnjúkavirkjun standi ekki undir


mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi Hitaveitu Suðnesja mál og Orkuveitumálið ættu að kenna okkur nokkuð!

Það er náttúrulega út í hött að fyrirtæki sem stofnuð eru af sveitarfélögum til að veita fólki sveitarfélagsins þjónustu, séu í brjálaðir fjárfestingu við starfssemi sem er sveitarfélaginu óviðkomandi nema að sannanlega fylgi hagur fyrir íbúa í kjölfarið.

Hef ekki séð að Reykvíkingar hafi fengið að njóta þess ríkulega að Orkuveitan hefur verið í bullandi framkvæmdum til að vinna orku fyrir stóriðju. Jú hún hefur skilað einhverjum milljörðum í borgarsjóð en fólk borgar samt heila helling fyrir heitavatnið og rafmagnið. Eins er þetta held ég hjá Hitaveitu Suðurnesja.

Því í dag er það þannig að stöðugt er ráðist í nýjar fjárfestingar þannig að peningar eru alltaf bundnir næstu ár í nýjum fjárfestingum. Þarna leika forstjórar sér með peninga sem þeir eiga ekki. Gera kannski eins og Guðmundur Þóroddsson að taka þátt í að stofna dótturfélag og skreppa þangað í leyfi frá Orkuveitunni og hirða 2,5 milljónir í laun. Ætlaði svo líka að fá 100.000.000 kr hlut á útsöluverði í REI.

Svo væla þessi menn núna þegar að fólk vill skoða betur hvað þeir eru að gera. Og jafnvel hóta að hætta. Eigendur OR ættu bara að fagna því að Guðmundur sé að hóta því ásamt fleirum. Því að hann var auðsjáanleg farinn að fara með eignir Reykvíkinga og fleiri eins og hann ætti þær sjálfur.


mbl.is Fjölmenni á fundi um Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA skítsama um lýðræðið í raun og veru!

Bíddu nú við hefur ekki helsta markmið Bandaríkjana með afskiptum af málefnum annarra ríkja verið að koma þar á lýðræði. Nú þegar að forseti Pakistan er búinn að taka af allt sem getur kallast lýðræði í þeim tilgangi að tryggja völd sín áfram, þá lýsa Bandaríkin því yfir að þau styðji hann áfram. Þetta er nú alveg dæmigert fyrir þá. Af því að það þjónar hagsmunum þeirra þessum heimshluta þá eru þeir alveg tilbúnir að standa með stjórnvöldum þarna við að brjóta réttindi á borgurum sínum.
mbl.is Bandaríkin: Samskipti við Pakistan eini kosturinn í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi spákaupmennska er náttúrulega komin út í öfgar

New%20Oil%20Company%20Logo

Þessi spákaupmenn sem versla með olíu og bensín búa náttúrulega við það að allt sem þeir kaupa á svona uppsprengdu verði er keypt af okkur sem nýtum þessar afurðir. Þeir hækka verðið af því að það rignir óvenjulega hér, væntanlegt stríð þar og af því að forseti er veikur þarna. Þrátt fyrir að olíuframleiðendur fullyrði að það sé engin skortur og að í heiminum hafi ekki verið skortur á olíu síðustu ár þá gleypir markaðurinn þetta hrátt. Það er sífellt verið að tala um lága birgðastöðu í USA sem reynist svo alltaf vera kjaftæði.

 

En skrítið að enginn gerir neitt til að stöðva þetta. Við greiðum glöð kannski helmingi meira en við þyrftum að gera ef við versluðum bara beint af framleiðanda. En heimurinn velur að hafa þetta á markaði.

Þetta  er eins með kvótann og fiskmarkaði. Þar sem er um að ræða auðlyndir sem ekki allir hafa aðgang að er hægt að tala svona upp verð á hlutunum.

 


mbl.is Olíuverð komið í 97 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja bankarnir þeir verða náttúrulega að hækka vexti!

Það er skiljanlegt að bankarnir skuli verða að hækka vexti nú sem mest þeir geta. Þeir eru náttúrulega reknir þannig að það kemur aldrei til greina að láta viðskiptavinina njóta nokkurs af öllum þeim milljörðum sem þeir hala inn í hagnað. Þeir þurfa jú milljarðana héðan til að nota í fjárfestingar erlendis. Þeir gæta að því að reyna aldrei að bera nokkra birgði sjálfir heldur varpa þeim beint á íslenska neytendur sem láta bjóða sér allt. Þessir bankar sem taka óverðtryggð lán erlendis, lána svo fólki á okurvöxtum auk þess sem þeir hirða verðtrygginguna líka.

En það má ekki vera vondur við bankana.


mbl.is Glitnir hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hef ég nú sagt í nokkur ár

Alveg er ég hjartanlega sammála þessum manni frá Þyrpingu. Og þessi háhýsastefna sem Kópavogur hefur tekið upp er gjörsamlega úr tengslum við íslenskar aðstæður sem og að umferðarmannvirki í kring um Smáralind bera alls ekki þá umferð sem þarna verður þegar allir þessir turnar verða komnir.

Ég tala ekki um óhagræði sem íbúar sem búa þarna alveg við Smáratorg verða fyrir. Þeim var ekki kynnt þessar gríðarlegu byggingar þegar þau byggðu og keyptu þarna. Þá er þegar orðið ljóst að hús í næsta nágreni verða í stöðugum skugga frá þessum byggingum Því vær kannski rétt að fara að kalla þetta hverfi "Skuggalega hverfið"

Innlent | Morgunblaðið | 3.11.2007 | 05:30

Skipulagsmistök við Smáralind

G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, sagði á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulagsmálum að skipulagsmistök hefðu átt sér stað við Smáralind og næsta nágrenni í Kópavogi. Hann teldi að svæðið yrði skipulagt aftur eftir um 40 ár, byggingarnar jafnaðar við jörðu og aðrar reistar í staðinn. Skipulagið væri til að læra af svo það yrði ekki endurtekið.

Þetta kom fram hjá Oddi í pallborðsumræðum á ráðstefnunni á Hótel Hilton. Hann sagði að orðið háhýsi hefði misjafna merkingu hjá fólki, en að hann teldi að fólk vildi ekki búa ofar en á 20. hæð hérlendis.

Oddur segir að sæki fólk áfram í þjónustuna í Smáralindinni þá sé það merki þess að skipulagið virki en hætti fólk að sækja í svæðið vegna skipulagsins verði að gera ráðstafanir. Í því ljósi beri að skilja ummæli hans.


mbl.is Skipulagsmistök við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband