Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Er þetta ekki eitthvað skrítið
Fl group kaupir 370 milljónir hluta en svo seinna er sagt að þeir og skildir aðilar eigi 4,7 milljónir hluta.
Frétt af mbl.is
FL Group kaupir í Glitni fyrir 10,5 milljarða
Viðskipti | mbl.is | 23.2.2007 | 11:52
Félag í eigu FL Group, FL Group Holding Netherlands, hefur keypt tæplega 370 milljónir hluta í Glitni á genginu 28,46. Kaupverð bréfanna er því rúmlega 10,5 milljarðar króna. Alls á FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar 4,7 milljónir hluta í Glitni en heildarhlutafé bankans er 14,3 milljarðar króna.
FL Group kaupir í Glitni fyrir 10,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Ekki fögur upplifun á Kópavogi
Jónasi Kristjánssyni þykir ekki mikið koma til nýja miðbæjar Kópavogs sem er væntanlega á svæðinu í kring um Smáralind:
23.02.2007
Slömm í Kópavogi
Ég ók í dag um Kópavoginn. Mér fannst ég vera kominn í útlent slömm. Sá hluti bæjarins, sem er í nágrenni Smáralindar, er sálarlaus ófreskja, safn af slaufum og bílastæðum, steypu og malbiki. Þar er varla sála á gangi og varla örlar á grænum bletti. Gróin hverfi bæjarins eru sum skárri, en hvergi nærri er yfirbragðið sambærilegt við Reykjavík. Ég les fréttir um, að bæjarstjórnin í Kópavogi láti vaða í offorsi með jarðýtur um gamla skógrækt í Heiðmörk. Og mér finnst, að það sé mjög líkt Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Hann er greinilega maður, sem hentar slömmi
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Þetta fer að verða efni í bíómyndaröð
Þetta er með afbrigðum hvert Baugsmálið er að fara. Ofan á allt annað hefur nú síðustu daga komið í ljós að málið sé hugsanlega byggt á reiði vegna kvennamála og meinta viðreynslu við eiginkonu Jóns Geralds. Nú í dag er það bréf sem skrifað er að því virðist af löglærðum manni nafnlaust. Í bréfinu er því haldið fram að Hæstiréttur sé að dæma í málinu til að hefna fyrir að Jón Steinar og Ólafur Börkur hafi verið skipaði í Hæstarétt gegn vilja Hæstaréttar.
Fréttin í Fréttablaðinu er ítarlegri svo ég birti kafla úr henni hér:
Bréfið er tvískipt, annars vegar er fjallað um valda dóma sem fallið hafa í Baugsmálinu og hins vegar eru settar fram tilgátur um ástæður fyrir niðurstöðum dómanna.
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir allt benda til að bréfritari sé lögfróður maður. Það er greinilegt að bréfritari ber mjög þungan hug til eigenda Baugs vegna úrslita sakamála þeim á hendur."
Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði, segir það að dreifa nafnlausu bréfi með jafn alvarlegum persónulegum aðdróttunum og hér er gert vera grafalvarlegt mál. Þegar það bætist svo við að bréfið getur ekki verið skrifað nema af lögfræðingi eða einstaklingi sem hefur heimildarmann úr hópi lögfræðinga, gerir það mál þetta enn alvarlegra."
Gestur Jónsson staðfesti í gær að honum hafi borist bréfið og segist líta það afar alvarlegum augum, enda sé bréfið ótrúlega rætið og óhugguleg lesning. Þetta er skrifað af manni sem er nafnlaus, að ekki sé talað um huglaus. Það er ómögulegt að lesa þetta bréf öðruvísi en svo að þarna sé verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna í málinu." Gestur segir bréfið skrifað af mikilli þekkingu á lögfræði og á málinu sjálfu. Hann telur ljóst að tilgangur bréfsins sé að sakborningar verði sakfelldir.
Hvað kemur næst?
Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Furðurlega orðuð frétt
Ég verð að segja þó ég sé ekkert ofboðslega sleipur í íslenskunni þá finnst mér þetta furðulegt orðalag í frétt. Ég fæ þá tilfinning að óveðrið í Evrópu sé glæpsamlegt.
Vísir, 22. feb. 2007 21:07Eignaspjöll á go-kart höll
Snjóþyngslin í Danmörku eru farin að valda þónokkrum eignaspjöllum en þak stærstu go-kart hallar Evrópu féll niður á gólf vegna snjóþyngsla í morgun. Go-Kart höllin Racehall er í nágrenni Árósa en alls hrundu um 400 fermetrar af þakinu niður á þessari 9000 fermetra stóru höll.
1200 manns sem áttu pantað í go-kart þurfa að finna sér annað við tímann að gera næstu daga vegna þessa. Ljóst er að skaðinn er töluverður en höllin var opnuð vorið 2005 en þarf nú að gangast undir óvæntar endurbætur.
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Ætli ég eigi þá himinháan kröfurétt á bankana?
Var að hlutsta á fréttina frá Bretlandi þar sem viðskiptavinir bankana eru að fara fram á endurgreiðslur af ofteknum FIT kosnaði.
Þetta var nú í gamladaga mínar ær og kýr. Hvern mánuð þá lenti ég á FIT og það nokkrum tékkum um hver mánaðarmót. Þannig að það gæti verið gaman að sjá hvort að slíkt fyrnist og hvort að við hér eigum sama rétt. Gísli Tryggvason bendir á greinar í lögum sem bann bönkum að taka meira í svona gjöld en sannanlega er kosnaður bankans af þessu.
Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum.
Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu.
Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum.
Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Þetta er fyrirmyndalandið
Henda sjúklingum út í göturæsi þetta er einkavæðingin fyrir ykkur.
Frétt af mbl.is
Brot á lögum að skilja heimilislausa sjúklinga eftir á götunni
Erlent | AP | 22.2.2007 | 15:19
Yfirvöld í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum munu væntanlega kynna nýtt frumvarp til laga í dag sem gerir það brotlegt að skilja heimilislausa sjúklinga sem er verið að útskrifa af sjúkrahúsum eftir á götum úti.
Brot á lögum að skilja heimilislausa sjúklinga eftir á götunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Já þetta kom á óvart
Allir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa fagnað að Bretar og Danir eru á leið út úr Írak. Þetta vekur furðu þegar litið er til þess að Bush vill fjölga Bandaríksum hermönnum um 21.000. Setur að mér þann grun að þeir hafi haldið að átökin í Írak yrðu yfirstaðin nú og því ekki samið við þessar þjóðir um lengri tíma. Samsæriskenning væri sú að þar með fengju þeir frjálsari hendur í hernaði sínum í Írak eða þetta sé flóttaleið sem þeir eru að opna fyrir sjálfa sig. Þ.e. að eins og Danmörk og Bretland hafa túlkað ástandið sé það orðið svo gott að það sé tímabært að fara með herinn nú á næstunni. Gæti líka tengst hugmyndum þeirra um innrás í Íran sem Bretar og Danir vilji ekki tengjast.
Frétt af mbl.is
Bandarískir fjölmiðlar undrast viðbrögð ráðamanna við ákvörðun Breta
Erlent | mbl.is | 22.2.2007 | 12:57
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sett fram ákveðnar efasemdir um jákvæða túlkun George W. Bush Bandaríkjaforseta á þeirri ákvörðun breskra og danskra stjórnvalda að fækka verulega í herliðum sínum í Írak. Snúðu því hvernig sem þú vilt. Ákvörðun Tony Blair, forsætisráðherra Breta, getur ómögulega talist góð tíðindi fyrir Bush forseta hvorki hernaðarlega né stjórnmálalega, segir í leiðara dagblaðsins New York Times.
Bandarískir fjölmiðlar undrast viðbrögð ráðamanna við ákvörðun Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Hugmynd fyrir bankana- Ókeypis
Datt í hug þegar ég las þessa frétt um skuldir heimila við bankanna sem námu víst um 716 milljörðum í árslok og þar af um 72 milljarða í yfirdráttarlánum að bankarnir ættu að koma sterkar inn í ráðgjöf við einstaklinga. Gætu t.d. boðið fólki sem er með há yfirdráttarlán að koma og hitta ráðgjafa sem ráðleggur þeim hvernig þau fólk gæti greitt upp óhagstæð lán eða komið þeim yfir á hagstæðustu kjör.
Bankarnir eru nú duglegir við að rukka okkur um þjónustugjöld og ætti ekki að muna um þetta. Það sem bankar sem biðu þetta mundu fá ánægðri kúna sem og að fólk mundi sækjast eftir viðskiptum við banka sem þau gætu treyst til að benda fólki á möguleika sem það hefur á hagstæðustu kjörunum.
Almenningur er yfirleitt ekki nógu duglegt að leita að hagstæðustu lánum sem bankar geta veitt þeim. Og borga svo himinháa vexti af yfirdrátt.sem þeir gætu dregið mjög úr. Gaman væri að bankarnir sýndu frumkvæði fyrir sína viðskiptavini og færði þeim bestu kjörin. Eins að kenna fólki betru að ávaxta peninga sína. Mér skilst að fleiri fleiri milljarðar liggi á reikningum þar sem ávöxtunin er neikvæð. Og engum er sagt frá þessu.
Ég mundi minnstakosti vera manna fyrstur til að nýta mér svona þjónustu.
Frétt af mbl.is
Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna
Viðskipti | mbl.is | 22.2.2007 | 11:41
Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabanka og sparisjóði, námu í lok janúar síðastliðnum 716 milljörðum króna samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær. Yfirdráttarlán heimilanna námu 72 milljörðum í lok janúar og hafa ekki verið hærri í tæpt ár.
Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Hagstjórnarmistök
Það er góð grein á www.visir.is eftir þá Bjarna Már Gylfason, hagfræðing Samtaka iðnaðarins og Ólaf Darra Andrason, hagfræðing AsÍ. Greinin heitir Hagstjórn og háir vextir og í henni segir m.a.
Sérfræðingar Hagfræðistofnunar bentu á það í ársskýrslu stofnunarinnar 2005 að stýrivextir gætu verið lægri, ef ríkisútgjöld hefðu vaxið minna eða tekjurnar meira. Því er ljóst að með auknu aðhaldi í ríkisútgjöldum og skynsamlegri tímasetningu skattalækkana væru stýrivextir hér lægri en þeir eru nú og verðbólgan líklega minni.
En hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa ekki beitt sér fyrir skynsamlegri hagstjórn? Skammtímasjónarmið stjórnmálamanna hafa leitt til þess að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki verið samstiga í hagstjórninni. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir, sem nema tugum milljarða króna á ári í toppi hagsveiflunnar, juku óstöðugleika og ýttu undir verðbólgu. Það sama má segja um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lánshlutfall íbúðalána í miðri uppsveiflu. Vissulega var um ánægjulegar breytingar að ræða, sem til lengri tíma hafa jákvæð áhrif, en tímasetningin var alröng.
Það voru líka gerð mistök í stjórn peningamála. Ákvarðanir Seðlabankans í febrúar 2003 um að lækka bindiskyldu og styrkja gjaldeyrisforðann juku peningamagn í umferð. Sú aðgerð ýtti undir útlánaþenslu og verðbólgu. Miðað við þau mistök sem gerð hafa verið í stjórn ríkisfjármálanna hefði bankinn þurft að hækka vexti sína meira og hraðar í byrjun hagsveiflunnar. Hefði bankinn beitt sér meira þá, væru vextirnir lægri í dag. Í raun hafa stýrivaxtahækkanir Seðlabankans elt verðbólguvæntingar en ekki tekist að hemja þær.
Síðar í greininni segir
Minni fyrirtæki og heimilin líða sérstaklega fyrir þessa háu vexti en stærri fyrirtæki og opinberir aðilar sækja sér lánsfé til útlanda. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulduðu um 115 milljarða í yfirdráttarlán í desember og heimilin í landinu 67 milljarða. Yfirdráttarvextir af slíkum lánum á ári eru um 40 milljarðar. Þá eru önnur lán ótalin. Því er óhætt að segja að vaxtahækkanir Seðlabankans séu þensluskattur" sem lagður hefur verið á heimilin og minni fyrirtæki.
Hár fjármagnskostnaður og miklar gengissveiflur veikja atvinnulífið til langs tíma og skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja. Sterkt gengi styrkir innflutning en veikir útflutning. Þetta er sérstaklega bagalegt fyrir fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinunum og einnig sprota- og hátæknifyrirtæki sem eru að byggja upp starfsemi sína. Skammtímaáhrifin eru lægra innflutningsverðlag en langtímaáhrifin eru þau að verðmæt störf flytjast úr landi. Greinin í heild
Fróðleg lesning
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Skattpýning almenning og ójöfnuður
Bendi á 2 greinar sem í dag má finna inn á www.visir.is
Fyrst er það grein eftir Stefán Ólafsson sem segir m.a.
Fréttablaðið, 22. feb. 2007 05:45Ofsköttuð þjóð
Eftir allt tal ágætra landsfeðra vorra um skattalækkanir síðustu tíu árin stendur þetta uppúr. Skattar á fyrirtæki hafa lækkað úr 45% í 18%, skattar á flesta tekjuliði fjárfesta lækkuðu úr um 45% í 10%, eigna- og erfðafjárskattar hafa lækkað og hátekjuskattur er aflagður. Þetta eru allt raunverulegar breytingar sem einkum hafa nýst stóreignafólki og hátekjufólki. Almenningur hefur hins vegar búið við sýndarlækkanir skatta. Álagningarhlutfall var lækkað (sem minnkaði skattbyrði) en um leið voru skattleysismörkin látin dragast afturúr launaþróuninni (sem jók skattbyrði). Nettóútkoman varð að heildarskattbyrði 90% heimila jókst markvert, mest hjá fólki í lægri tekjuhópum og meðaltekjufólki. Ójöfnuður ráðstöfunartekna jókst fyrir vikið og eldri borgarar drógust afturúr. Greinin í heild
Og grein eftir Þorvald Gylfason þar sem segir m.a.
Fréttablaðið, 22. feb. 2007 06:00Óttaslegnir ójafnaðarmenn
............Nú er öldin önnur. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins síðan löngu fyrir aldamót hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu hér innan lands aukizt meira og hraðar en nokkur þekkt dæmi eru um frá öðrum löndum. Þjóðhagsstofnun birti um sína daga vandaðar skýrslur um tekjuskiptingu, en stofnuninni var lokað að kröfu Sjálfstæðisflokksins, þar eð hún þótti of treg í taumi. Eftir það birtu yfirvöld engar tekjuskiptingartölur í nokkur ár.
Við svo búið mátti ekki standa. Sigurjón Þórðarson alþingismaður spurðist fyrir um málið 2004. Þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde, lagði þá fram á Alþingi nýjar upplýsingar, sem staðfestu grun fyrirspyrjandans um stóraukinn ójöfnuð. Tölur ráðherrans spönnuðu árin 1995-2003 og náðu yfir bæði launatekjur og fjármagnstekjur að greiddum skatti og þegnum bótum, svo sem tíðkast, þegar þróun tekjuskiptingar er lýst gegnum tímann. Þær sýndu, að Gini-stuðullinn, sem svo er nefndur, hafði hækkað um níu stig þessi níu ár, eitt stig á ári að jafnaði. Gini-stuðullinn er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna. Hann er í minnsta lagi núll, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Ef Gini er 26 eins og í Noregi, hefur ríkasti fimmtungur heimilanna gróft reiknað þrisvar sinnum hærri ráðstöfunartekjur en fátækasti fimmtungurinn. Ef Gini er 36 eins og á Bretlandi, hefur ríkasti fimmtungur heimilanna um sex sinnum hærri ráðstöfunartekjur en hinn fátækasti. Tíu stiga hækkun Gini-stuðulsins frá einu landi eða einum tíma til annars vitnar því um tvöföldun tekjugapsins, sem skilur ríkasta fimmtung heimilanna frá hinum fátækasta, eða þar um bil. Engum datt í hug að rengja fjármálaráðherra, þegar hann kynnti þessar upplýsingar á Alþingi. Greinin í heild
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson