Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Jæja skynsamlegar tillögur loksins

Loks kom að því að einhverjir fóru að reyfa skynsamlegar tillögur um málefni eldriborgarar og lífeyrisþega.

Auðvita á að vera hér kerfi sem hvetur fólk til að vinna áfram eða á annan hátt að afla sér aukina tekna. Við þurfum jú á auknu vinnuafli að halda hér á landi.

Þá finnst mér það gott í þessum tillögum að lífeyrir eigi að tryggja framfærslu lífeyrisþega. Sem þýðir að lífeyrir hjá þeim sem virkilega þurfa hlýtur að hækka.

www.mbl.is

Meðal stefnumarkmiða sem kynnt voru er að lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega eins og hún mælist í neyslukönnun Hagstofu Íslands hverju sinni og leiðrétting fari fram í áföngum.

Þá er stefnt að því að frítekjumark vegna tekna aldraðra verði hækkað í 100 þús. kr. og nái jafnt til lífeyristekna og atvinnutekna. Að tekjur maka skerði ekki tryggingabætur ellilífeyrisþega og að skattar á tekjur úr lífeyrissjóðum verði lækkaðir í 10%.

Þá vill flokkurinn að skattleysismörk verði hækkuð í áföngum á næsta kjörtímabili í samræmi við breytingar á launavísitölu og segir að ef þessari reglu hefði verið fylgt væru skattleysismörk 136 þúsund krónur í stað 90 þúsund króna eins og þau eru í dag

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin: Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega
Innlent | mbl.is | 18.2.2007 | 15:30
Samfylkingin vill að lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega og að frítekjumark lífeyrisþegar verði hækkað í 100 þúsund krónur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram formaður 60+ og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar kynntu í dag á fundi á Hótel Nordica í Reykjavík stefnuáherslur flokksins og 60+.


mbl.is Samfylkingin: Lífeyrir mæti framfærslu lífeyrisþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson: Hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning

Mér finnst alveg óþolandi að við almenningur höfum enga vernd lengur fyrir einkaaðilum. Nú fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti sami Jón að ríkð hefði ekkert lengur með stjórn á stóriðjustefnunni. Heldur væru það fyrirtækin sjálf sem hefðu mest um þetta að segja ásamt sveitarfélögum.

Nú í dag kemur hann með almenna beiðni til bankanna um að lækka gjöld og okur á almenningi. En annars virðist hann ekki geta gert neitt. Það hefur verið sagt að samkeppnisstofnun geti ekki gert neitt nema að beina tilmælum til bankanna. Því er ég á því að hér þurfi að setja almennileg samkeppnislög sem gefa samkeppnisyfirvöldum aukin völdi til að bregðast við og gera eitthvað. Hér eru við lýði alskyns íþyngjandi ákvæði sem binda fólk við ákveðna banka eins og uppgreiðslugjald og fleira. Og enginn virðist geta gert neitt í þessu. Hér reka bankarnir saman fyrirtæki eins og reiknisstofu bankanna og greiðslukortafyrirtæki. Og auk þess eiga þeir hver í örðrum og eigendur þeirra enn meira. Og enginn getur gert neitt og enginn óttast samráð.

Ég tel að öllu þessu frelsi hér hefði átt að fylgja aukið eftirlit með því að menn kunni með það að fara.

Mér finnst það að ráðherra þurfi að koma með svona beiðni til banka um að lækka gjöld sé líka óþolandi og sýnir að hér er engin samkeppni og að bankamálaráðherra hefur engin tæki til að koma vitinu fyrir þá.

 

Vísir, 18. feb. 2007 12:09

Hvetur banka til að lækka álögur

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. Við rifjuðum um norræna bankaskýrslu í fréttum okkar í gær sem sýndi meiri vaxtamun hér og góða eiginfjárstöðu bankanna.

Jón segir að í skýrslunni segi berum orðum að bankarnir gætu staðið sig betur í því að lækka ýmsar álögur og kostnað sem leggst á almenning. Til þess hafi þeir alla fjárhagslega burði.

Hann segir eðlilegt að Samkeppniseftirlitið fái fyrst tækifæri til að ýta á eftir sínum aðfinnslum - en nú er hálft ár síðan eftirlitið beindi tilmælum til bankanna án þess að þeir hafi brugðist við. En vill hann hvetja bankana til að lækka álögur?

Jón segir það augljóst að þeir vilji hvetja bankana eindregið til að lækka álögur.

Jón segir menn hafa næga vitneskju um fjármál bankanna þó að bankarnir torveldi hinum almenna neytanda að skipta um banka með ýmsum leiðum.

Hann segir að það þurfi að upplýsa hinn almenna neytanda betur.


Kópavogsbær lætur eins og fíll í postulínsbúð

Þetta Heiðmerkurmál er alltaf að verða leiðinlegra og leiðinlegra fyrir okkur Kópavogsbúa. Bæjarstjóri kemur fram af hroka og frekju og virðir skoðanir annarra einskis.

Þetta dæmi byrjaði á því að Kópavogur lofaði hestamönnum í Gusti nýju landi undir hesthúsahverfi sitt sem óvart fór inn á vatnsverndarsvæði Garðabæjar. Þá gekkst hann í að semja við Garðabæ um að skaffa þeim vatn í staðinn og rokið var í samninga við þá og ákveðið að stofna Vatnsveitu Kópavogs. En gleymdist alveg að Kópavogur átti eftir að semja um landið þar sem vatnsveitan átti að vera. Því var gengist í það að gera "eignarnámssátt" við Vatnsendabóndan. Þar sem að honum er greitt á 3 milljarð fyrir landið auk þess sem Kópavogur stendur straum af öllum gjöldum fyrir um 500 lóðir sem hann á og getur selt. Þegar þessu var lokið er rokið í að grafa í Heiðmörk í gegnum mjög fallegt og sérstakt svæði þar sem búið er að gróðursetja alveg helling og plöntum og er í raun einstakt svæði. Og það er svo kórónað með því að það er fyrirtæki í eigu Gunnars bæjarstjóra sem vinnur verkið. Upphafið af þessu vatnsveitumáli má rekja aftur til þess að Gunnar í gamladaga varð reiður út í Vatnsveitunna sem Kópavogur átti í með Reykjavík og fleirum og seldi hluta Kópavogs í henni. Og þar með leiddi það til þess að Kópavogur hefur þurft að greiða meira fyrir kaldavatnið en ella.

Svo nú stendur til að Skógræktin kæri þessar framkvæmdir sbr. Fréttablaðið í morgun

Fréttablaðið, 18. feb. 2007 08:45

Skógræktarfélagið undirbýr lögsókn

"Skógræktarfélag Reykjavíkur mun aldrei fallast á að Kópavogsbær hafi rétt á að ryðja niður þessa mikilvægu útivistarperlu Reykvíkinga," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, um framkvæmdir Kópavogsbæjar við vatnsveitulögn í gegnum Heiðmörk. Hann hefur
því beðið lögfræðing félagsins að undirbúa lögsókn á hendur Kópavogsbæ og Klæðningu hf.

Framkvæmdastjórinn segir að samkvæmt þjónustusamningi sé Skógræktarfélagið formlegur um-sjónaraðili Heiðmerkur. Svo hafi verið í sextíu ár, eða allar götur síðan félagið hafði frumkvæði að því að svæðið var gert að útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga.

Skógræktarfélagið hafi aldrei gefið leyfi né verið spurt um þær framkvæmdir sem Kópavogsbær og Klæðning hf. hófu á dögunum. Óformlegar viðræður fyrir fjórum til fimm árum við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins dugi ekki til að hefja framkvæmdir.
Helgi segir ljóst að framkvæmdaraðilar hafi "engan rétt til að fara yfir þetta viðkvæma verndarsvæði með jafn ruddalegum og skeytingarlausum hætti". Hann telur til fjölmörg lög sem hann segir að framkvæmdaraðilar hafi "þverbrotið", til dæmis skipulags- og byggingarlög, lög um mat á umhverfisáhrifum, náttúruverndarlög og skógræktarlög.

Helgi lýsir því yfir ánægju sinni með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fyrir að "koma böndum á framkvæmdaaðilann", en hún lýsti framkvæmdirnar óheimilar.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir undirbúning kærunnar koma sér mjög á óvart. Bærinn hafi farið yfir framkvæmdaráætlunina með Skógræktarfélaginu. "Síðan kemur nýr framkvæmdastjóri sem skiptir um skoðun."

Aðspurður hvort bærinn eigi undirritað leyfi frá Skógræktarfélaginu, segir Gunnar: "Við erum með lýsingu á öllum staðháttum. Við svörum bara fyrir það þegar [kæran] kemur."


Skólamötuneyti

Er þessi hagræðing og einkavæðing í skólamötuneytum ekki gengin út í öfgar:

www.ruv.is

Nemar á Dalvík fúlsa við mat frá HvolsvelliEARMUN%20The%20food

 
Nemendur Grunnskólans á Dalvík hafa undanfarna tvo vetur fengið heitan hádegismat í skólanum sem eldaður hefur verið á Hvolsvelli, fluttur norður og hitaður þar upp. Óánægja með fyrrikomulagið hefur farið vaxandi að undanförnu.

Dalvíkurbyggð gerði samning við Sláturfélag Suðurlands fyrir einu og hálfu ári síðan um kaup á matnum og gildir samningurinn til sumars 2008. Næringarinnihald og bragðgæði matsins hafa verið umdeild. Þó flestir séu sammála um að fersk matvara, elduð á staðnum sé hollust og best fyrir börn er ekki gert ráð fyrir eldhúsi og mötuneyti í Grunnskólanum á Dalvík. Þó hefur nýlega verið byggt við skólann.

Í upphafi samningstímans voru 80 % barna skráðir í mötuneytið en nú hefur hlutfallið lækkað niður í rúmlega 60% og hafa margir skráð börn sín úr mötuneytinu vegna óánægju

Skil þau vel að vilja þetta ekki.


Spurning um eignaupptöku?

Mér finnst spurning í svona tilfellum hvort að lögregla eigi ekki að fá leyfi til eignaupptöku þannig að þeir sem staðnir eru að þannig akstri hreinlega missi ökutæki sitt þann tíma sem þeir eru próflausir sem og að þeim sé meinað að kaupa sér annað ökutæki á meðan refsing stendur yfir.

Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Innlent | mbl.is | 16.2.2007 | 23:12

Lögregla stöðvaði bifreiðina á mótum Sæbrautar og Súðarvogs. Maður um tvítugt í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum borgarinnar nú á ellefta tímanum er hann ók á ofsahraða um íbúðarhverfi í austurhluta Reykjavíkur. Að sögn lögreglu var reynt að stöðva bifreiðina á Reykjanesbraut rétt við Kleppsveg en ökumaðurinn virti engin stöðvunarmerki og keyrði ítrekað yfir á rauðu ljósi. Lögregla elti manninn vestur Miklubraut þar sem hann beygði inn á Suðurlandsbraut og ók yfir túnið við leiksskólann Steinahlíð og yfir á Miklubraut aftur.


mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði - Þingræði - Ráðherraræði ?

Var að lesa á vef Kristins H Gunnarssyni þar sem hann er fjalla um stjórnunarhætti hér á Íslandi. Hann vill meina að ráðherrar sem eiga að starfa í umboði þingmanna séu gjörsamlega oft úr tengslum við þingmenn. Eða eins og hann segir:

Þingbundin stjórn eða múlbundnir þingmenn?

Í stjórnarskrá lýðveldisins er kveðið á um það í 1. grein að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Við fyrstu sýn ætti ekki að leika neinn vafi á því hvað felst í þessum fyrirmælum. Ríkisstjórnin er bundin af Alþingi, hún verður að styðjast við þingið í störfum sínum.

En ekki er allt sem sýnist. Ólafur heitinn Þórðarsom sagði stundum á Alþingi að þessu hefði verið snúið við, á Íslandi sæti stjórnbundið þing. Hann átti auðvitað við að hlutverkið hefði snúist við, ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar færu sínu fram og hlutskipti þingmanna væri oft ekki annað en að standa frammi fyrir gerðum hlut ráðherranna og hlýða þeim eins og húskarlar forðum.

Sannast sagna er þetta oft reyndin, og oftar en kjósendur grunar. Örfáir forystumenn stjórnarflokkanna ráða málum til lykta í einhverjum bakherbergjum og ætla svo þingmönnum að hrinda ákvörðunum í framkvæmd möglunarlaust og aðeins með þeim breytingum sem forystumennirnir samþykkja.

Síðan lýsir hann ástandinu svona:

Segja má að ráðherrarnir starfi meira og minna án afskipta þingmannanna sem þeir styðjast við, þá er skýr aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. En þegar málin eru komin til þingsins breytist þetta og samstarf framkvæmdavalds og löggjafarvalds verður svo náið að löggjafarvaldið má helst ekki snúa sér við án samþykkis framkvæmdavaldsins.

Sem dæmi um þetta tekur hann nýlegan saming við Sauðfjárbændur og bendir á breytingu á þessum samningi sem afnemur útflutningsskyldu sem hafi komið á jafnvægi á markaði hér varðandi framboð og eftirspurn og  segir:

Í þessu máli var ekki haft samráð við þingmeirihlutann svo mér sé kunnungt um. Ekki var sótt þangað umboð til þessarar stefnubreytingar, ekki var rætt við þá þingmenn stjórnarliðsins sem sátu í landbúnaðarnefnd og þegar ég fór úr þingflokki framsóknarmanna var hvorki búið að sýna þar samninginn, kynna hann eða bera undir þingmenn og voru þó liðnar tvær vikur frá því að samningurinn var undirritaður með pompi og prakt. Má ég minna á að ég var varaformaður landbúnaðarnefndar Alþingis meðan samningar stóðu yfir.

Það þarf enginn að ímynda sér að ráðherrarnir láti það afskiptalaust að alþingismenn breyti samningnum í meðförum þingsins. Þvert á móti. Það verður að öllum líkindum ekki liðið. Þau eru fleiri málin með þessu lagi. Þessu þarf að breyta til þess horfs sem gert er ráð fyrir í stjórnarskránni. Írak, fjölmiðlamálið og Baugsmálaferlin, svo dæmi séu nefnd, hefðu sennilega aldrei skekið þjóðfélagið ef raunverulega væri þingbundin stjórn.

 


Full þörf á aðhaldi frá neytendastofu og samkeppnisyfirvöldum líka.

Það er full þörf á þessu og ætti löngu að vera búið. Bendi líka á að þessi gjöld virðast vera samræmd milli Icelandair og Iceland Express skv. athugun/ábendingu frá FÍB um daginn. Þeir bentu líka á að mikil eignatengsli eru milli þessara félaga.

Þá finnst mér að auglýsingar ferðaskrifstofa þurfi líka að athuga. Eins og þegar þær gefa upp verð planemiðað við 4 manna fjölskyldur og þarf að 2 börn á aldrinum 5 til 11 ára.

Þá í framhaldi af þessu finnst mér að Neytendastofa, samkeppnisstofnun og talsmann neytenda eigi að efla og gera þau agressivari þannig að fyrirtæki komist ekki upp með að svindla á okkur og samkeppnisgrundvöllur skapist hér.

Frétt af mbl.is

  Gjöld flugfélaga skoðuð
Innlent | Morgunblaðið | 17.2.2007 | 5:30
Samgönguráðuneytið hefur tekið til skoðunar mál sem tengjast hugsanlegum brotum flugfélaganna Icelandair og Iceland Express gegn neytendum með töku svonefndra gjalda á flugfarþega.


mbl.is Gjöld flugfélaga skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagnaður bankanna vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð prósent

 Ég var reyndar búinn að tala um þetta áður en þessi frétt á www.visir.is setur þetta skipulegra upp heldur en ég hafð þetta áður:

Hagnaður íslensku bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtánhundruð prósent á milli áranna 2002 og 2006. Árið 2002 var saman-lagður hagnaður bankanna þriggja vegna vaxta- og þjónustugjalda tæpir ellefu milljarðar en tæpir 165 milljarðar árið 2006. Vaxtatekjurnar hækkuðu úr rúmum 24 milljörðum upp í tæpa 131, eða um 435 prósent, og þjónustutekjurnar hækkuðu úr rúmum þrettán milljörðum króna upp í rúma 92, eða um 594 prósent. Þetta kemur fram í gögnum sem upplýsingasvið Alþingis vann fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Jóhanna segir að þessar tölur staðfesti bankaokrið sem hafi viðgengist hér á landi frá því bankarnir voru einkavæddir. „Bankarnir hafa svigrúm til þess að lækka vexti og ég vil að neytendur fái líka að njóta þess sem einkavæðingin hefur skilað en ekki bara bankakóngarnir," segir Jóhanna. Hún telur að Jón Sigurðsson hafi ekki brugðist við tilmælum frá Samkeppniseftirlitinu í ágúst árið 2006 um að bregðast við þeirri fákeppni á bankamarkaði sem væri hér á landi og skaðaði neytendur. Þingmaðurinn vill að Jón Sigurðsson láti fara fram rannsókn á háum bankakostnaði og meintu samráði bankanna.


Það er til umhverfisvænni aðferð við álbræðslu!!!

Nú hefur umhverfisráðherra kynnt stefnu ríksistjórnar Íslands um að draga úr útblæstri  gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990.

Var að lesa eftirfarandi á vef www.ruv.is Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti lit á letrinu.

Háleit markmið en framkvæmanleg

Skattleggja þarf stór og loftlagsfjandsamleg ökutæki, stuðla að notkun vistvæns eldsneytis og veita fé til rannsókna svo náist markmið ríkisstjórnarinnar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 75% fyrir árið 2050. Þetta segir prófessor í eðlisfræði. Nauðsynlegt sé að draga úr losun frá stóriðju.

Gróðurhúsalofttegundir hækka hitastig á Jörðinni með því að halda varma innan lofthjúpsins. Sú lofttegund sem leikur lykilhlutverk í þessum áhrifum er koltvísýringur. Heildarútstreymið á Íslandi 2004 var 3,7 miljónir tonna koltvísýringsígilda. Fjórðungur er vegna stóriðju. Hlutur stóriðju í losun þessara skaðlegu lofttegunda verður mun meiri ef álverið í Straumsvík verður stækkað, álver rís í Helguvík og á Húsavík og þegar Fjarðarál verður komið í gagnið. Þá eykst losun samtals um hálfa aðra miljón tonna koltvísýringsígilda. Álverið í Reyðarfirði mun losa jafnmikið af koltvísýringi út í andrúmsloftið og allir bílar á Íslandi samanlagt.

Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði, segir markmið ríkisstjórnarinnar háleit. Því sé þó hægt að ná ef gripið verður til sterkra stjórnvaldsaðgerða.

Hann segir að draga þurfi úr losun vegna stóriðju til að markmið ríkisstjórnarinnar náist. Þróuð hefur verið vistvænni tækni við álframleiðslu en hún felst í rafskautum sem ekki mynda koltvísýring. Aðferðin er dýr, segir Þorsteinn, en æskilegt sé að þrýsta á álframleiðendur að nota hana.
 

Þessi kafli hér fyrir ofan vakti athygli mína þar sem ríkisstjórnin hefur haldið því fram að álver hér notuðu uhverfisvænstu  aðferðir sem völ væri á. En svo virðist vera til mun umhverfisvænni aðferð. Þó hún kosti eitthvað þá væri nú vit fyrst að við erum svona vinsæl sem pláss undir álver að krefjast þess að þau sem nú eru í rekstri hér og þau sem eru að stækka verði skikkuð til að taka upp þessa aðferð.


Kominn tími til að skamma manninn - Hefði mátt gera nokkrum árum fyrr

 

Maðurinn er náttúrulega búinn að spila rassinn úr buxunum hjá öllum sem láta sig þessi mál bushgratureinhverjur varða. Hefu sýnt sig að ráðgjöf sem hann hefur trúað í blindni frá "Haukunum" sem eru öfga hægrimenn sem eru gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikan og eru á launum hjá fyrirtækjum sem hagnast af stríðsrekstri hefur gjörsamlega rýrt Bandríkin öllu trausti. 

Frétt af mbl.is

  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings snuprar Bush fyrir áætlun um aukaherlið
Erlent | AFP | 16.2.2007 | 20:34
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ávítti í dag Bandaríkjaforseta, George W. Bush, fyrir áætlun hans um að senda 21.500 hermenn til viðbótar til Íraks. Tillaga þess efnis var samþykkt í þinginu, en 17 repúblikanar af 201 studdu hana. Demókratar eru í meirihluta í deildinni og voru alls 264 þingmenn af 434 fylgjandi því að snupra Bush fyrir hernaðaráætlunina.


mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings snuprar Bush fyrir áætlun um aukaherlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband