Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Brottrekstrarsök

Er þetta ekki ástæða fyrir ráðherra að víkja bæði Jóhannesi Geir og Friðriki Sófussyni frá störfum þar sem þeir í störfum sínum fórum gjörsamlega gegn hagsmunum eigenda sinna, okkur!

Í fréttinni á www.mbl.is kemur m.a. fram

Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu er forsaga málsins sú, að í febrúar 2005 keypti Síminn fjórðungshlut í Fjarska sem starfar m.a. á fjarskiptamarkaði ásamt því að kaupa af Fjarska sex ljósleiðarastrengi af 12 á milli Hrauneyjafossstöðvar og Akureyrar. Eftir að greint var frá þessu samstarfi í fréttum hófu samkeppnisyfirvöld að eigin frumkvæði rannsókn, sem leiddi til þess að aðilum var sent andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Þar kom fram það frummat eftirlitsins að markmiðið með samningum félaganna hafi verið að raska samkeppni og skipta með sér markaði á sviði fjarskipta og með því hafi aðilar farið gegn 10. gr. samkeppnislaga.

 

Frétt af mbl.is

  Síminn og Landsvirkjun viðurkenna brot á samkeppnislögum
Innlent | mbl.is | 19.2.2007 | 15:54
 Í kjölfar rannsóknar Samkeppniseftirlitsins hafa Síminn hf., Landsvirkjun og Fjarski ehf., dótturfélag Landsvirkjunar, gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska, og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. Síminn féllst á að greiða 55 milljónir í stjórnvaldssekt og Landsvirkjun 25 milljónir en litið var til þess að Síminn var leiðandi aðili í samráðinu.


mbl.is Síminn og Landsvirkjun viðurkenna brot á samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Voru bara að geyma tréin til að koma í veg fyrir að fólk fengi sjokk þarna í Heiðmörk"

Eitthvað á þessa leið talaði eftirlitsmaður Kópavogsbæjar með þessum framkvæmdum. Ég er nú næsta viss að þeir mundu aldrei viðurkenna það að hafa ætlað að gera eitthvað annað við þessi tré. Og það að gera sér grein fyrir að fólk fengi sjokk segir nú margt um þessar framkvæmdir.

Frétt af mbl.is

  Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Innlent | mbl.is | 19.2.2007 | 16:02
Umdeildar framkvæmdir í Heiðmörk voru stöðvaðar nýlega. Lögreglan í Reykjavík fann í dag um 50 stór tré á afgirtri lóð hjá verktaka í Hafnarfirði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að lögreglan rannsaki nú hvort ætlunin hafi verið að selja trén, en þau voru grafin upp í Heiðmörk fyrr í febrúar. Hvert tré er metið á tugi þúsunda króna.

Annað sem er alveg makalaust er að það falla varla til framkvæmdir á vegum Kópavogs örðuvísi en að Klæðning ehf komi að þeim. Svona hefur það verið nær öll árinn sem Gunnar hefur verið bæjarstjóri eða forseti bæjarstjórnar.


mbl.is Tré úr Heiðmörk fundust á lóð verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osama bin Laden snýr aftur. Segir þetta ekki allt um vanhæfni þessara leyniþjónusta.

Búið að halda og pynda fjölda manns. Sprengja Afganistan og Írak sundur og saman. Og svo gæti maður lengi talið og svo les maður þetta. Maðurinn sem orskaði þessar hörmungar er enn laus. Og samtök hans en að störfum og í raun ástandið bara verra en það var áður en Vesturveldin hófu aðgerðir sínar

 

Vísir, 19. feb. 2007 11:21

Osama bin Laden snýr aftur

Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna.

Enginn veit hvar þessir tveir menn eru í felum en New York Times hefur eftir leyniþjónustumönnunum að þeir séu að byggja upp nýjar þjálfunarbúðir í Waziristan héraði í Pakistan. Þeim sem þar séu þjálfaðir sé ætlað að gera árásir bæði í Afganistan og á vesturlöndum.

Þjálfunarbúðirnar eru ekki enn orðnar jafn stórar og vel búnar og búðirnar sem Al Kæda hafði í Afganistan meðan talibanar réðu þar ríkjum, en tíu til tuttugu menn eru í í hverjum búðum fyrir sig og eru þjálfaðir til sérstakra verkefna.

Vegna stórsóknar í baráttunni gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á New York riðlaðist yfirstjórn Al Kæda um skeið, en er nú aftur að taka við stjórntaumunum, samkvæmt þessum heimildum.

Breska leyniþjónustan hefur rakið til Al Kæda áætlun um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna, á síðasta ári.


Þetta er nú merkilegar tölur

Hagnaður nemur 11,4 milljörðum en rekstartekjur eru ekki nema 6.2 milljörðum. Hélt að söluhagnaður teldist til tekna. En það er rosalegt að hagnast um 11,4 milljarða ef miðað er við þessa 6,2 milljarða.

Frétt af mbl.is

  Hagnaður Stoða 11,4 milljarðar
Viðskipti | mbl.is | 19.2.2007 | 9:43
Mynd 421496 Hagnaður Fasteignafélagsins Stoða nam 11.395 milljónum króna á síðasta ári en nam 2.085 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Rekstrartekjur ársins 2006 námu 6.191 milljónum króna en námu 3.468 milljónum króna árið 2005.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau mál sem heimsbyggðin er helst á móti

Það vekur athygli hversu mörg mál snerta Bandaríkjamenn:

Af www.jonas.is

 

19.02.2007
Hræðsla heimsbyggðar
Risakönnun á vegum BBC sýnir þau atriði, sem meirihluti heimsbyggðarinnar er á móti. Þau eru talin upp hér að neðan, fyrst það, sem flestir eru á móti:

1. Stríð Bandaríkjanna gegn Írak, 73%.
2. Bandarískur her í Miðausturlöndum, 68%.
3. Meðferð fanga í Guantanamo, 67%.
4. Stríð Ísraels gegn Hezbolla í Líbanon, 65%.
5. Kjarnorkuáætlun Írans, 60%.
6. Mengun andrúmsloftsins, 56%.
7. Kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, 54%.
Þrjú verstu atriðin eru á vegum Bandaríkjanna og það fjórða á vegum Ísraels. Vandamál af völdum Írans og Norður-Kóreu koma þar á eftir. Stærsti vandi heims komst bara í sjötta sæti.


Rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun

Ég verða að segja að sennilega hefur Jónas Kristjánsson rétt fyrir sér hér:

Af www.jonas.is

19.02.2007
Borgarar éta sig
Karl Marx og Friedrich Engels höfðu að því leyti rétt fyrir sér, að rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun. Fyrirtæki éta hvert annað, unz tvö eða þrjú standa til málamynda eftir og semja um markaðinn. Þetta kölluðu þeir, að borgarastéttin æti sjálfa sig. Tristam Hunt skrifar grein um þetta í Guardian í tilefni af tilboði Nasdaq í Stock Exchange. Við þekkjum þetta vel á Íslandi. Hér er bara samkeppni á litlum reitum, svo sem í bílainnflutningi. Skiptir þá engu, hvort fyrirtækin auglýsa eins og bankarnir íslenzku. Þeir auglýsa ekki bætt kjör, enda hafa þeir vond kjör fyrir alla.


Hver sá sem segist hafa 100 prósent rétt fyrir sér er ofstækismaður, óþokki og fantur af verstu gerð.

Eftirfarandi er tekið að láni frá www.morgunhaninn.is

Hafi einhver 55 prósent rétt fyrir sér í raun og veru er ástæðulaust að karpa. Og hafi einhver 60 prósent rétt fyrir sér er að dásamleg gæfa og megi hann þakka guði sínum fyrir það. En hvað er þá að segja um þann sem hefur 75 prósent á réttu að standa? Grandvarir menn telja það tortryggilegt.  En hvað þá um að hafa 100 prósent á réttu að standa? Hver sá sem segist hafa 100 prósent rétt fyrir sér er ofstækismaður, óþokki og fantur af verstu gerð.

Gamall gyðingur frá Galicíu


Held þeir hefðu átt að senda einhvern annann!

Ég get ekki séð að þessi maður ætti að vera mikið í forsvari fyrir Bandaríkjamenn. Hann hefur ekkert traust eftir það sem hann hefur sagt og gert í gegnum tíðina.

Frétt af mbl.is

  Cheney leitar aukins stuðnings við stríðsreksturinn í Írak og Afganistan
Erlent | mbl.is | 19.2.2007 | 8:58
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, heldur í dag í ferð til Japan og Ástralíu til viðræðna við þarlenda ráðamenn um hlutverk þeirra í hernaðinum í Írak og Afganistan og ástandið í norðaustanverðri Asíu í kjölfar áfangasamnings sexveldanna við Norður-Kóreu og tilraunaskots Kínverja úti í geimnum.
Lesa meira

mbl.is Cheney leitar aukins stuðnings við stríðsreksturinn í Írak og Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar rataðist manninum satt orð af munni

Fróðlegt að lesa þessa frétt. Demókratinn segir það sem flestir í heiminum hafa verið að ræða nú síðustu 3 árin en fulltrúi Hvíta húsins er bara á því að það eigi að senda meira af vopnum til Írakas. Þetta ásamt fleiru sýnir mér að íhaldið sem er við völd í USA er ennþá á þeirri skoðun að Vilta vestrið sé viðmið sem eigi að nota til að leysa öll vandamál. Þeir berjast fyrir frjálsri byssueign í Bandaríkunum og rétt manna til að beita þeim, þeir vilja nota sem mest dauðarefsingar og lausir í vandamálum í samskiptum við aðrar þjóðir eru hótnanir og valdbeiting.

Frétt af mbl.is

  Íraksstríðið sagt verstu mistök í sögu Bandaríkjanna
Erlent | mbl.is | 19.2.2007 | 7:25
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Harry Reid, sem er leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, lýsti því yfir í sjónvarpi í gær að innrásin í Írak hafi verið versta ákvörðun sem bandarísk stjórnvöld hafi nokkru sinni tekið í utanríkismálum. Þá sagði hann það jafnvel skaðlegra ímynd Bandaríkjanna en Víetnamstríðið hafi verið. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.


mbl.is Íraksstríðið sagt verstu mistök í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það getur verið skaðlegt að blogga.

Nú hef ég bloggað á hverjum degi síðan í október. Og það fer að nálgast að heimsóknir á síðunna mína nái 50.000 já segi og skrifa fímmtíuþúsund. Gæti sem best trúað því að það náist á morgun.

En þessu bloggi hefur fylgt aukaverkun eða réttara væri að segja aukaverkanir.

  • Nú er staðan orðin sú að þegar ég lendi í umræðum um fréttir og málefni dagsins þá er ég farinn að svara: „Ég var einmitt að blogga um þetta" og hef svo engan áhuga á að ræða þetta.
  • Og þegar einhver segir mér eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður og hef skoðun á þá get ég ekki verið nálægt nettengdri tölvu án þess að henda einhverju inn á bloggið.
  • Og þegar ég hef komið einhverju af mér inn á bloggið er það eini staðurinn sem ég nenni að rökræða málinn.
  • Þannig að það eru líkur á því að ég loki mig inni og eigi öll skoðanaskipti héðan í frá á blogginu.

Gæti maður verið kominn með bloggfíkn? Og er til meðferð við því?

computernerd[1]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband