Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Föstudagur, 2. mars 2007
"Matarskattsvik hjá Skattinum?"
Fann þetta inn á www.mannlif.is
Matarskattsvik hjá Skattinum?
Almenningur fylgist náið með því að lækkun matarskatts, sem tók gildi í gær, skili sér í lægri heimilisrekstrarreikningi. Mötuneyti hjá fyrirtækjum og stofnunum virðast ætla að verða helstu skúrkarnir í þessum efnum en margt bendir til þess að á þeim bæjum hafi rekstraraðilar ætlað sér að hafa ávinning lækkunarinnar af viðskiptavinum sínum og þannig þráast til dæmis mötuneytið sem fóðrar starfsfólk embætta Toll- og skattstjóra við að lækka matarverð.
Sögur eru farnar að berast af því að mötuneyti víðs vegar hafi ætlað að láta lækkun matarskatts sem vind um eyru þjóta og halda verðskrám sínum óbreyttum. Þannig ríkir til dæmis nokkur ólga hjá starfsfólki hjá Tollinum og Skattinum en þar þráast eigendur mötuneytisins sem sinnir þeim við og vilja ekki lækka.
Skattalækkunin ætti hins vegar ekki síst að hafa sýnileg áhrif í mötuneytum þar sem þau hafa almennt selt kostinn með 24,5% álögun þannig að lækkun niður í 7% er eitthvað sem munar verulega um ...
Föstudagur, 2. mars 2007
Samráð hér, samráð þar, samráð er sennilega allsstaðar.
Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta fyrir okkur neytendur ef að samkeppnislög yrðu gerð skilvirkari og samkeppnisstofnun gerð að öflugu eftirliti. Þetta kostar kannski eitthvað í upphafi en kemur okkur til góða í framtíðinni. Hér á landi virðist vera meint ólöglegt samráð á flestum sviðum viðskipta og verslunar. Það þarf að kenna þessum fyrirtækjum að fara að lögum og að þau komist ekki upp með þetta.
Vísir, 02. mar. 2007 13:55Húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum innan SAF
Samkeppniseftirlitð gerði í morgun húsleit hjá öllum ferðaskrifstofum sem sem eru innan Samtaka ferðaþjónustunnar, en það eru allar helstu ferðaskrifstofur landsins. Starfsmenn eftirlitsins eru enn á skrifstofunum og hafa starfsmenn ferðaskrifstofunna aðstoðað þá við öflun gagna.
Leitað hefur verið á skrifstofum Ferðaskrifstofu Íslands en undir hana heyra meðal annars Úrval Útsýn og Plúsferðir. Þar fengust þær upplýsingar að starfsmenn eftirlitsins hefðu komið klukkan níu í morgun þegar skrifstofan var opnuð en ekki væri hægt að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins.
Þá var einnig leitað á skrifstofum Heimsferða og Terra Nova í Skógarhlíð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Terra Nova og Heimsferðum höfðu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins með sér úrskurð þar sem kemur fram að rannsakað sé hvort samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa innan Samtaka ferðaþjónustunnar sem hafi hamlandi áhrif á samkeppni. Hafa þeir skoðað gögn stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins.
Heimsferðir og Terra Nova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi og segjast hafa aðstoðað Samkeppniseftirlitið eftir megni við rannsóknina.
![]() |
Samkeppniseftirlitið rannsakar Heimsferðir og Terra Nova |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. mars 2007
"Ekki ókeypis í Kópavogsstrætó"
Auðvita var Kópavogur ekki til í þetta. Miklu betra að láta vagnana keyra hálf tóma hér um göturnar.
Fréttablaðið, 02. mar. 2007 01:00Ekki ókeypis í Kópavogsstrætó
Tillaga Vinstri græns um gjaldfrjálsan strætó til reynslu í upphafi næsta árs var felld á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi á mánudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en Samfylkingarfulltrúar studdu tillögu vinstri grænna.
Samkvæmt tillögunni átti bæjarstjórnin að beina því til stjórnar Strætó bs. að gerð yrði tilraun til að hafa ókeypis í strætó fyrstu þrjá mánuði næsta árs, og metið hvaða áhrif sú breyting hefði á notkun vagnanna.
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Þegar stórt er spurt þá hverfur Steingrímur Sævarr á braut.
Verð að segja það að ég kem til með að sakna bloggsins hans Steingríms Sævarrs hér á mbl.is. En það er huggun harmi gegn að maður getur vitjað hans á visir.is blogginu http://blogg.visir.is/denni . En er þetta ekki fullseint sem visir.is svarar með almennilegu bloggi. Nú eru það margir farnir að glogga hér á blog.is og finnst ótrúlegt að fólk vilji aftur og aftur vera að auglýsa upp nýtt veffang á bloginu hjá sér. Það er ekki nema að visir.is bjóði okkur upp á einhverjar geðveikar nýjungar. En gaman ef það kemst á einhver skemmtileg samkeppni.
En ég verð að segja að útlitið á þessum síðum sem ég hef skoðað á www.blogg.visir.is hefur skánað mikið frá blogcentral og hvað þetta heitir allt saman.
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Dýr þessi frekja og yfirgangur Gunnars
Það er eitt sem fólk ætti að spyrja Gunnar um. Hann hefur ítrekað komið fram fjölmiðlum og sagt að Kópavogur eigi 5 aðrar vatnsholur sem þeir getir leitað í. Afhverju var það þá ekki gert í stað þessaara spjalla sem hann og fyrirtækið er búið að vinna?
Hann segir alltaf að þetta mál tefji ekki vatnssölu til Gaðrabæjar þar að það verði bara sótt vatn í hinar holurnar sem Kópavogur á. En ég held að þetta sé ekki rétt hjá honum eða að gæði þess vatns sé ekki í lagi.
Síðan spyr engin hvort að Kópavogsbúar fái vatn á sömu kjörum og Garðbæingar koma til með að fá. Það hefur nefnilega verið reifað við mig að við Kópavogsbúar komum til með að greiða hærra verð frá Vatnsveitu Kópavogs heldur en Garðabær því að Kópavogur hafi verið kominn í svo mikil vandræði vegna þess að hesthúsabyggð kemur til með að fara inn á vatnsverndarsvæði Vatnsveitu Garðabæjar, og því þurft að bjóða Garðabæ ofurkjör á vatni til að koma á samningi.
Frétt af mbl.is
Bótakrafan 38 milljónir króna
Innlent | Morgunblaðið | 1.3.2007 | 5:30Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur beðið lögmann félagsins að leggja fram kæru á hendur Kópavogsbæ vegna umhverfisspjalla í Heiðmörk og er bótakrafan 38 milljónir króna.
![]() |
Bótakrafan 38 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Þarna rataðist Vilhjálmi satt orð af vörum.
Jæja þá fer fasteignamarkaðurinn aftur í sama tryllinginn.
Frétt af mbl.is
Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik
Viðskipti | mbl.is | 1.3.2007 | 14:17Félagsmálaráðherra lék mikinn afleik með því að hækka á ný lánshlutfall og fjárhæðamörk hjá Íbúðalánasjóði. Við gerð kjarasamninga þann 22. júní sl. lögðu Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á lækkun lánshlutfallsins til þess að stemma stigu við síhækkandi íbúðaverði og tryggja lækkun verðbólgunnar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
![]() |
Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Ágæt grein um bankanna og efnahagsmál
Var að lesa grein í Fréttablaðinu eftir hagfræðinga ASÍ og Samtaka Iðnaðarins. Bjarna Má Gylfason og Ólaf Darra Andrason Greinin heitir:
Íslensk heimili og fyrirtæki draga vagninn fyrir bankanaEn þar eru þeir að fjalla um bankanna og efnahagslífið
Þeir segja m.a.
Góður en umdeildur árangur bankanna
Um það verður ekki deilt að árangur íslensku bankanna er ákaflega góður enda hagnaður þeirra á síðasta ári fordæmalaus. Þetta gerist þrátt fyrir mikla verðbólgu og gengissveiflur. Hins vegar er ýmislegt í starfsskilyrðum og umhverfi bankanna sem auðveldar þeim mjög að ná svo glæstum árangri.
- Í fyrsta lagi skapar íslenska krónan, sem er minnsta sjálfstæða mynt heimi, vernd fyrir bankakerfið gegn erlendri samkeppni. Hvaða erlendur banki tæki þá áhættu að lána peninga í þessari óstöðugu mynt sem notuð er hér á landi?
- Í öðru lagi veldur víðtæk verðtrygging því að tekjumyndun bankanna er ákaflega örugg á heimamarkaði.
- Í þriðja lagi geta bankarnir, m.a. í krafti fákeppni, krafist ákaflega hárra lántökugjalda í alþjóðlegum samanburði. Varla er meiri kostnaður fólginn í því að gefa út skuldabréf á Íslandi en annars staðar?
- Í fjórða lagi krefjast bankarnir hárra uppgreiðslugjalda.
- Í fimmta lagi má nefna stimpilgjaldið sem hamlar verulega gegn samkeppni á þessum markaði.
Síðar í greininni segja þeir
Stimpilgjaldið hjálpar bönkunum
Stimpilgjaldið rennur ekki í sjóði bankanna heldur er það lögbundinn skattur sem greiddur er til ríkissjóðs. Hins vegar lána bankarnir lántakendum fyrir stimpil-gjaldinu. Árið 2005 jukust verðtryggð lán heimila í landinu um 209,2 milljarða. Gera má ráð fyrir að heimilin hafi tekið 3,2 milljörðum meira af lánum en ella, aðeins til að standa straum af stimpilgjaldinu. Af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Það versta við stimpilgjaldið er hins vegar að það kemur í veg fyrir að viðskiptavinir bankanna færi sig milli banka með eðlilegum hætti.
Vextir og tekjumyndun
Frá Íslandi koma 46% af hreinum rekstrartekjum Kaupþings og nokkru meira hjá hinum viðskiptabönkunum og nærri 100% hjá sparisjóðunum. Þrátt fyrir alla útrásina er hinn einangraði heimamarkaður stærsta uppspretta tekna bankana. Þegar við dáumst að góðum árangri bankanna ættum við að hafa í huga að tekjur þeirra eru útgjöld íslenskra heimila og fyrirtækja.
Flestum, sem skulda, svíður hið ógnarháa vaxtastig sem hér ríkir. Háir vextir hérlendis eru afleiðing þess að hagkerfi okkar vex hraðar en víða annars staðar og ekki er beinlínis við bankana að sakast í þeim efnum. Að mestu má rekja hátt vaxtastig til mistaka í hagstjórn síðustu misserin. Sumir bankamenn hafa þó sagt að það sé gott að hafa háa vexti því að þá sé ávöxtun sparifjár svo góð. Það er svipað að segja að það sé gott að hafa hátt matarverð því þá séu tekjur matvælaframleiðenda háar. Þau rök ganga augljóslega ekki upp.
Íslensku bönkunum hefur gengið ákaflega vel að fóta sig í því umhverfi sem hér ríkir og þeim starfsskilyrðum sem þeim eru búin. Þeim virðist vera vel stjórnað og eðlilega reyna þeir að hámarka hagnað sinn eins og önnur fyrirtæki. Góð ávöxtun eigenda bankanna ber þess skýr merki. Vandinn er hins vegar að skilyrði banka til að hámarka hagnað eru önnur og betri en margra annarra. Aukin samkeppni skiptir því sköpum fyrir lántakendur. Afnám stimpilgjalds væri fyrsta og einfaldasta skrefið í átt til að auka samkeppni og lækka kostnað fyrirtækja og heimila í landinu. Einnig er nauðsynlegt að bankarnir stigi það skref að lækka lántöku- og uppgreiðslugjöld. Augljóslega eru forsendur til þess.
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Flott ský í kvöld í Kópavogi.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson