
Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Sunnudagur, 4. mars 2007
Eykst mengun eða ekki?
Samkvæmt þessu eru Alcan og Umhverfisstofnun að plata okkur illilega. Því heyrði fulltrúa frá umhvefiststofnun segja eftirfarandi:
"Heilsuspillandi loftmengun hverfandi frá álverum"21.febrúar 2007 - kl. 10:54Athuganir í Evrópu leiða í ljós að svifryksmengun hvers konar spillir heilsu meira en önnur loftmengun. Þetta segir Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Slík loftmengun komi helst frá umferð og nagladekkjum sem fræsa upp malbik. Þór segir að svifrykið geti valdið kvillum í öndunarvegi óháð innihaldi en menn beini einnig sjónum að samsetningu þess. Þór segir að heilsuspillandi loftmengun frá álverum sé hverfandi og verulegar framfarir hafi orðið við þróun þurrhreinsibúnaðar síðustu tíu til fimmtán árin. Þannig sé flúormengun 400 þúsund tonna álvers minni nú en frá 30 þúsund tonna álveri fyrir 30 til 40 árum"
Síðan finnst mér út í hött eins og fulltrúar Framsóknar hafa ítrekað verið að tala um að leyfi fyrir stóriðju sé alfarið á hendi viðkomandi sveitarfélags. Þetta snertir allt landið. Sem og hnattrænt.
Mengun frá Alcan eykst við stækkun
4. mars 2007
Í Fréttablaðinu 25. janúar síðastliðinn var því haldið fram að mengun frá stækkuðu álveri Alcan í Straumsvík yrði svipuð og fyrir stækkun. Fréttin virðist byggð á yfirlýsingum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Alcan eftir að samkomulag hafði náðst um tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar. Þetta finnst mér merkileg niðurstaða í ljósi þess að losun flestra mengandi efna meira en tvöfaldast eftir fyrirhugaða stækkun Alcan úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn.
Þegar innt var eftir upplýsingum hjá Hafnarfjarðarbæ um mengun fyrir og eftir stækkun, benti upplýsingafulltrúi bæjarins á þrjá mismunandi staði þar sem finna mætti þessar upplýsingar. Í grænu bókhaldi Alcan fyrir 2005 má lesa um losunina það árið. Starfsleyfi fyrir 460.000 tonna álveri segir til um hámarkslosun frá stækkuðu álveri. Í bókun starfshóps Alcan og bæjarins eru sett sérstök markmið varðandi losun brennisteinstvíoxíðs. Með því að taka lægstu gildin úr þessum þremur heimildum fæst varfærnislegt mat á losun mengandi efna eftir stækkun.
Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun
Innlent | mbl.is | 4.3.2007 | 14:08 Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi, segir Stefán Georgsson, verkfræðingur og íbúi í Hafnarfirði, m.a. í grein sem birt er á vef samtakanna Sól í straumi í dag.
![]() |
Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Hvað hefur heimurinn gert?
Þó maður sé á því að Saddam hafi verið illmenni og allt það, þá fer maður að velta fyrir sér hvaða öflum hann var að reyna að halda niðri og þá um leið hverng Írak er að verða til. Þarna virðist vera óheyrilegur fjöldi af Írökum og annarra þjóða kvikindum sem eru tilbúin að beita ógeðslegum aðferðum til að halda á lofti einhverjum málstað sem snýst aðalega um valdabaráttu. Öll þessi morð og ógeðslegheit held ég að geri það að verkum að Írak undir stjórn Saddams var þó skömminni skárra. Og þetta ætti að kenna Bandaríkjamönnum að svona aðgerði eins og að ráðsta inn í annað ríki hefur yfirleitt í för með sér en meiri hörmungar fyrir almenning þar.
Merkilegur pistill hjá www.jonas.is í dag um afstöðu Bandaríkjanna til innrása í önnur lönd:
04.03.2007
Terroristaþjóðin
Bandarísk könnun hefur leitt í ljós, að þjóðir múslima eru ekki hlynntar hryðjuverkum. Hins vegar sker ein þjóð sig úr. Fjórði hver Bandaríkjamaður telur oft eða stundum rétt að beina loftárásum að óbreyttum borgurum. Svo há prósenta þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Því er rangt að saka þjóðir múslima um dálæti á hryðjuverkum. Nær er að saka Bandaríkjamenn um slíkt. Það er ekki bara ríkisstjórn Bush, sem ber ábyrgð á stríðsglæpum ríkisins, heldur stendur þar þétt að baki stór hópur trúarofstækismanna og annarra kjósenda. Sjá grein í Christian Science Monitor.
![]() |
Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. mars 2007
West Ham ekki í góðum málum
Var að lesa eftirfarandi inn á veg Jónasar Kristjánssonar. Ekki vefur þar sem maður les mikið um Íþróttir en þetta hefur vakið athygli hans. Spurning hvernig fjárfesting Eggert og Björgúlfs fer.
04.03.2007
Fjárhættuspil í West Ham
West Ham er í steik, segir brezka blaðið Observer í morgun. Leikmenn spila daglega póker um peninga, þar sem milljónir króna skipta um hendur á einni nóttu. Matthew Etherington og Roy Carroll þiggja aðstoð vegna spilafíknar. Alan Churbishley þjálfari talar ekki við leikmann, sem vann fimm milljónir króna af félaga sínum á einu síðdegi. Í hópnum eru klíkur, sem talast ekki við. Fundur stjórnenda félagsins með leikmanni var haldinn á súlustað með kjöltudansi. Anton Ferdinand sætir ákæru fyrir óspektir við næturklúbb. Verðlaust félag Eggerts Magnússonar fellur niður um deild í vor.
Sunnudagur, 4. mars 2007
Einn blindarkennari á öllu landinu! Gott að hafa í huga þegar þú greiðir atkvæði þitt
Mér finnst þetta lýsandi fyrir hvernig ríkið hefur verið að standa sig í málefnum eins og þessu. Ég veit að sveitarfélög eiga að standa að kennslu í grunnskólum en skiljanlega er þetta þeim erfitt. Og ríkið sem setur grunnskólalög hefur gjörsamlega klikkað í þessu máli.
04. mar. 2007 06:00Einn kennari á öllu landinu
Félagsmál Einn kennari er fyrir blinda nemendur á öllu landinu og hann sinnir einungis einum nemanda. Álftanesskóli greiðir laun hans. Önnur sveitarfélög á landinu bjóða blindum nemendum sínum ekki upp á þessa þjónustu, en samkvæmt Sjónstöð Íslands eru á landinu 142 blindir og mikið sjónskertir einstaklingar undir tvítugu.
Þetta var meðal þess sem bar á góma á opnum fundi Blindrafélagsins á þriðjudaginn. Fjallað var um skýrslu sérfræðingsins Johns Harris, sem unnin var að beiðni félagsins. Mæltist hann til að heildarstefna yrði samin um málefni blindra og að þjónusta við þá yrði samþætt og einstaklingsmiðuð; ekki væri nóg að blindir kynnu að reikna, þeir þyrftu einnig að geta tekið þátt í samfélaginu.
Ágústa Eir Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Blindrafélagsins, harmaði ástand mála og benti á að fyrir 24 árum hefði námsaðstaða blindra verið betri en hún er í dag. Nú væri svo komið að foreldrar blindra barna tækju á það ráð að flýja landið til að tryggja þeim góða menntun.
Ágústa sagði skýrsluna áfellisdóm yfir ráðamönnum menntamála. Tími starfshópa og vangaveltna er liðinn. Nú er tími framkvæmda, sagði hún.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson borgarstjóri ávarpaði fundinn og sagði ljóst að ýmsir jaðarhópar hefðu borið skarðan hlut frá borði í uppsveiflu síðustu ára. Það sé óásættanlegt að blindir njóti ekki sömu menntunar og aðrir. Reykjavíkurborg skorist ekki undan ábyrgð í þessum efnum. -
Laugardagur, 3. mars 2007
Sparisjóðurinn Byr
Æ ég veit ekki! Voru þessi sparisjóðir ekki ætlaðir fyrir viðskiptavini sína. Aðalega almenning en nú hafa staðið fyrir umfangsmiklar sameiningar til hvers? Ekki eru sparisjóðirnir að veita fólki hafstæðari lán eða fyrirgreiðslu. Og skv. reglum um þá þá er hagnaður aðallega til að stækka sjóði sparisjóðana. Því að stofnfjáreigendur fá ekki arð nema af verðmæti stofnfés sem þeir lögðu í sparisjóðinn. Þannig var aðrður af 1000 milljóna hagnaði Sparisjóðs Mýrarsýslu aðeins um 3 mílljónir.
Þessir sjóðir sem eru eins og Pétur Blöndal sagði fé án hirðis, á víst að nota til velferðar og menningarmála. En maður heyrir ekki mikið af því. Reyndar aðeins nú síðustu vikur einn var jú að gefa Dalvík Menningarhús. En frá þessu stóru heyrir maður ekkert. Svona sameiningar valda því að ég held að það dregur úr samkeppni með hverri sameiningu.
Vísir, 03. mar. 2007 13:42SPV og SH heita nú Byr - sparisjóður
Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa nú tekið sameiginlegt nafn; Byr - sparisjóður. Sparisjóðirnir sameinuðust formlega um áramót. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíó í dag til að fagna nýja nafninu. Heildareignir hins nýja sparisjóðs nema rúmum 100 milljörðum króna og eiga um 50 þúsund einstaklingar í viðskiptum við hann.
Laugardagur, 3. mars 2007
A.m.k. 6 jafnvel 7 flokkar sem bjóða fram til Alþingis
Það held ég að gæti skapast kaos í maí eftir kosningar. Nú er ákveðið að Ómar Ragnars og Margrét Sverris ætla að bjóða fram. Þannig að framboðin nú eru orðin 6. Síðan eru öryrkjar og aldraðir að huga að framboði þannig að þau gætu orðið 7. Því má færa að því rök að mörg atkvæði eiga eftir að falla dauð niður.
Fyrst birt: 03.03.2007 18:08Síðast uppfært: 03.03.2007 18:44Nýtt þingframboð í vændum
Ómar Ragnarsson ætlar í framboð Áform um nýtt þingframboð Margrétar Sverrisdóttur og annarra hafa farið lágt síðustu vikur. Enn er áformað að bjóða fram til þings í vor og líklega verður tilkynnt um stofnun þess eftir næstu helgi, segir Ómar Ragnarsson sem unnið hefur með Margréti að undirbúningnum. Ómar lítur svo á að hann sé að leiða saman tvo hópa í framboðinu.
Af könnun sem Gallup hefur unnið, en ekki hefur verið birt opinberlega, má ráða að hljómgrunnur sé fyrir framboðinu, segir Ómar. Hann segir að vel hafi gengið að safna fólki til að vinna að framboðinu og hann ætlar sjálfur að taka sæti á framboðslista fyrir kosningarnar. Nú sé verið að vinna að málefnaskrá en lögð verði áhersla á stóriðjustopp.
Ómar segir að tilkynnt verði formlega um stofnun framboðsins eftir næstu helgi, nú sé verið að finna framboðinu nafn og að í kjölfarið verði sótt um listabókstaf
Laugardagur, 3. mars 2007
Afdrep fyrir Reyðfirðinga?
Getur verið gott fyrir Reyðfirðinga að hafa eitthvað að ganga að ef að væntingar varðandi álver Alvco reynast ekki á rökum reistar
Frétt af mbl.is
Klaustur á Kollaleiru
Innlent | Morgunblaðið | 3.3.2007 | 5:30
Fjarðabyggð undirbýr nú sölu á landi Kollaleiru í Reyðarfirði ásamt húsbyggingum til rómversk-kaþólskrar kapúsínareglu sem hyggst starfrækja klaustur og kirkju á jörðinni.
![]() |
Klaustur á Kollaleiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. mars 2007
Fjárnám?
Er fjárnám = Viðskiptafræði?
Og eru þetta nýjar aðferðir að ná í nemendur með aðstoð sýslumanns?
Og afhveju þarf að "gera hjá því fjárnám" ?
Geta þau ekki bara lært í skólanum?
Frétt af mbl.is
35 komið til fjárnáms
Innlent | Morgunblaðið | 3.3.2007 | 5:30Embætti sýslumannsins í Reykjavík hefur gengið ágætlega að ná í fólk, sem hunsað hefur boðanir þess í gegnum tíðina, til að hægt sé að gera hjá því fjárnám, en sérstakt átak í þeim efnum hefur staðið yfir í þessari viku og embættið notið aðstoðar lögreglu við að ná í fólk.
![]() |
35 komið til fjárnáms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sniðugt | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2007
Örflokkur minnir á sig
Hef verið að pæla í því í morgun að þetta er alveg ótrúlegt með framsókn. Flokkurinn hefur nú síðustu 3 árin verið eins og deild í Sjálfstæðisflokknum. Nú keppast þeir við að halda sér í umræðunni með loforðalista og því að allt sem þeir voru búnir að lofa og ekki hefur komist til framkvæmda sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Ganga meira að segja svo langt að þeir hóta að slíta stjórnarsamstarfinu. Bíddu eru ekki að koma kosningar?
Þá treysta þeir á að allir séu búnir að gleyma öllur því sem miður hefur farið í stjórnartíð þeirra.
Þeir hafa farið með málefni Heilbrigðisráðuneytis. Þar er en ófremdar ástandi í málfengum aldraðra. Þeir liggja í hópum inn á sjúkradeildum LSH þar sem ekki eru til neinir staðir til að taka við þeim.
Þeir hafa farið með málefni Iðnaðar og viðskipta. Þeir hafa staðið fyrir því að gefa frá okkur bankanna síðan staðið ráðalausir við að koma í veg fyrir okur þeirra.
Þeir ásamt bönkunnum hrintu af stað þessari verðbólgu sem við erum enn að súpa seiðið af.
Þeir hafa barið í gegn stóriðju og nýtt álver á Austulandi sem hjálpaði til við að komað hér á verðbólgu.
Þeir hafa komið á hækkunum á þjónustu og komugjöldum í Heilbrigðiskerfinu.
Svona gæti ég haldið áfram lengi.
Ég bara trúi því ekki að fólk hafi ekki lært af reynslu síðustu 12 árum. Hvað hefur flokkurinn gert síðustu vikur sem veldur því að fylgið er að aukast?
Smá viðbót. Var að lesa þetta á www.ruv.is
Fyrst birt: 03.03.2007 12:25Síðast uppfært: 03.03.2007 12:29Auðlindamál: Framsókn standi við sitt
Framsóknarmenn lyftu ekki litla fingri til að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum í starfi stjórnarskrárnefndar, segir Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í þeirri nefnd. Þeir verði látnir standa við stóru orðin. En stóru orðin eru hótanir Framsóknarflokksins um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn verði ekki staðið við stjórnarsáttmálann.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra reið á vaðið með yfirlýsingar á Alþingi á fimmtudag um að framsóknarmenn myndu gera kröfu til þess að stjórnarsáttmálinn verði efndur. Guðni sagði við stjórnarandstöðuna að hún hefði sýnt málinu mikinn skilning í fyrra og ég trúi því, sagði varaformaður Framsóknar, að þeir séu menn sinna orða og drengir góðir.
Jón Sigurðsson, formaður flokksins, tók undir orð Guðna í þinginu þennan dag og ítrekaði kröfuna í flokksfundarræðu sinni daginn eftir en sagði þá jafnframt í útvarpsviðtali að í ríkisstjórninni væri sátt. Siv Friðleifsdóttir gekk lengst því hún hótaði stjórnarslitum.
Sjálfstæðisráðherrar láta sér fátt um finnast. Geir Haarde forsætisráðherra vill alls ekki tjá sig um málið í dag og segist leyfa framsóknarmönnum að ljúka sínu þingi en hann ætli sér að tala við Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, eftir helgi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu að stjórnarskráin sé hafin yfir atkvæðaveiðar og óviðeigandi að nota hana til að hífa sig upp um nokkur prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum.
![]() |
Jón Sigurðsson: eigum að taka ákvarðanir varðandi ESB aðild á eigin forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. mars 2007
Kópavogsbæ uppsigað við tré og skóga.
Þetta fer nú að verða með afbrigðum hjá Kópavogsbæ.
Nú í dag birtist frétt í Fréttablaðínu þar sem sagt er frá því að ráðist hafi verið á tré sem voru á lóð Kópavogshælis og þar í nágreninu. Þar á að fara að byggja upp sérbýli og blokkir. Ég hef nú ítrekað bent á í gegnum árin að þarna hefði verði kjörið svæði til að koma upp almennilegurm lystigarði fyrir Kópavog og einmitt horft til þess að þarna eru óvanalega mikið af trjám sem hefur verið plantað þar síðustu 50 til 70 árinn. En semsagt svona var fréttin í Fréttablaðinu:
Umhverfismál Mikill fjöldi trjáa, hefur verið felldur við Kópavogshæli, þar sem Arnarfell undirbýr byggingaframkvæmdir fyrir Kópavogsbæ, en þar stendur til að byggja um 230 íbúðir.
Tré af öllum stærðum og tegundum liggja á víð og dreif um byggingarsvæðið. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, segir að um tvö hundruð tré hafi verið fjarlægð í fyrra og gróðursett á nýjan leik. Hann hefur ekki tölu á þeim sem voru felld.
"Það var alveg ljóst að það ættu að fara tré þegar samþykkt var deiliskipulag á þessu svæði," segir Friðrik. Ekki hafi verið hægt að flytja stærstu trén.
Aðspurður hvort frágangur á svæðinu sé eðlilegur að hans mati, svarar Friðrik að þetta sé byggingarsvæði, byggja eigi þar sem tré voru fyrir. Allt nýtilegt hafi verið tekið og annað ekki.
Jón Loftsson skógræktarstjóri kannast ekki við að hafa veitt leyfi fyrir gerð rjóðursins á Kópavogstúni og segir málið verða rannsakað hið fyrsta. Hann taki síðan ákvörðun um framhaldið.
Nú fólk man hvernig málin standa í Heiðmörk en þar með er sagan ekki öll. Því að það eru fleiri skógar sem Gunnar Birgisson vill ráðast á. Þannig er það t.d. í nýskipulögðum svæðum Kópavogs að það er ráðist inn í skóga sem Skógræktarfélag Kópavogs var búið að rækta í áratugi.
Kópavogur er bær þar sem byggingar og verktakar njóta forgangs á fólk og náttúruna. Allt má skemma til að skaffa land undir byggingar og byggingarfrakvæmdir. Og þar fer ákveðið fyrirtæki Klæðning ehf. með stórt hlutverk í jarðvegsframkvæmdum og gatnagerð.
Kópavogur | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson