Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Hvað getur þetta gengið lengi?
Maður verður nú bara hugsi. deCODE hefur verið rekið með dúndrandi tapi nú frá stofnun. Ég veit að það var reyknað með því að það gæti varað í nokkur ár og mundi síðan verða dúndrandi hagnaður þegar þeir næðu að uppgvötva erfðavísa sem væri hægt að meðhöndla við ákveðnum sjúkdómum og síðar að framleiða lyf við þessu. En svona gífurlegt tap hlýtur að vera farið að saxa illilega á eigið fé fyrirtækisins. Tapið er nær tvöfallt meira en allar tekjur þeirra 2006.
Frétt af mbl.is
Tap deCODE eykst milli ára
Viðskipti | mbl.is | 6.3.2007 | 23:56Tap á rekstri deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 85,5 milljónum dala á síðasta ári, jafnvirði rúmlega 5,8 milljarða króna, samanborið við 62,8 milljóna dala tap árið 2005. Tekjur félagsins námu 40,5 milljónum dala, jafnvirði 2,8 milljarða króna, samanborið við 44 milljóna dala tekur árið 2005.
![]() |
Tap deCODE eykst milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Frábær grein og viðvörun vegna Krónubréfa og annarra skuldabréfaútgáfu erlendara aðila
Var að lesa yfir langa og mjög fróðlega fræslu hjá Ívari Pálssyni um þá hættu sem steðjar að íslensku efnahagslífi á næstunni vegna þessara svokölluðu Krónubréfa og fleiri slíkra.
Færsla hjá honum byrjar svona:
Fall Íslands
400 milljarðar brátt á móti krónunni.Það gefur auga leið, að 400 milljarða skuldabréfaútgáfa erlendra banka í íslensku krónunni er ekki sú traustsyfirlýsing sem hún lítur út fyrir að vera, heldur misneyting á litlu hagkerfi sem sér sig tilneytt til þess að hækka vexti endalaust þar til fáir þora að taka áhættu með þann gjaldmiðil lengur. Ástæða þess að erlendir aðilar misnota krónuna á þennan hátt er aðallega sú, að þannig er hægt fá ofurháa skammtímavexti. En það vita allir að þessu linnir öllu allt í einu einn daginn, enda eru framvirkir samningar á móti þessarri svokölluðu traustsyfirlýsingu, sem hægt er að snúa við í einni svipan.
Hvet fólk til að lesa greinina í heild því hún er mjög athyglisverð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2007 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Bandaríkin ættu kannski að líta sér nær.
Er ekki að koma í ljós að Bandaríkin eru með fangelsi út um allan heim þar sem þeir halda og pynda fanga án dóms og lag og nokkurra mannréttinda. Nægir að nefna Guantanamo. Þar hafa þeir haldið mönnum án ákæru og dóms um árabil. Þannig að þeir ættu kannski að einbeita sér að eigin gjörðum fyrst.
Frétt af mbl.is
Svört skýrsla um mannréttindi
Erlent | AP | 6.3.2007 | 20:48Mannréttindi eru fótumtroðin í Myanmar og síðast liðið ár hefur ástandið versnað samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem birt var í dag. Þar eru Taíland og önnur lönd í Suðaustur-Asíu einnig gagnrýnd fyrir að misþyrma þegnum sínum.
![]() |
Svört skýrsla um mannréttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Heiðmerkurljóð
Fékk þetta í pósti um daginn og verð bara að deila þessu með fólki
Heiðmerkurljóð
Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furuKópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurrómaReykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggjaDólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænarÞað frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommónista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kærulistaEngra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginnSkelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi
Mánudagur, 5. mars 2007
Ekki eru þetta merkilegar fréttir
Ég hef t.d. áreiðanlegar heimildir fyrir því að allir sem tóku þátt í Örlygsstaðabardaga eru fallnir frá langt fyrir aldur fram.
Frétt af mbl.is
Hermönnum sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni fækkar
Veröld/Fólk | AP | 5.3.2007 | 21:29
Frakkinn Jean Grelaud lést nýlega á dvalarheimili í Normandy, 108 ára að aldri og var jarðsettur í kyrrþey að ósk ættingja sinna.
![]() |
Enn eru 36 á lífi sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 5. mars 2007
Bandaríkjamenn búnir að ná því sem þeir ætluðu!
Skv. því sem ég las inn á www.jonas.is þá eru Bandaríkjamenn örugglega tilbúnir að fara um leið og þeir hafa tryggt varnir fyrirtækja sinna sem fá aðgang að olíulindunum í Írak í 30 ár.
05.03.2007
Þeir náðu olíunni
Leppþingið í Írak hefur samþykkt að fela olíulindir landsins til þrjátíu ára í hendur bandarískra olíufyrirtækja. Þar með hafa Bandaríkin náð þeim árangri, sem í upphafi var stefnt að með því að fara í blóðugt stríð gegn saklausri þjóð. Þótt leppstjórnin verði síðar að fara og allar hennar gerðir marklausar gerðar, mun stjórn Bandaríkjanna hengja sig í þessa ákvörðun þingsins og heimta, að við hana verði staðið. En það er ekkert að marka lög, sem leppstjórnin koma gegnum þing undir þrýstingi frá þeim her, sem ver leppstjórnina fyrir almenningi í landinu.
![]() |
Auknar líkur á að Íranar taki þátt í Íraksráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. mars 2007
Ekki fögur lýsing á dótturfyrirtæki Bakkavarar.
Var að lesa þetta inn á síðunni hans Egils Helgasonar.
Það hefur aldrei þótt fínt á Íslandi að vera vondur við fólk, hvað þá að græða peninga á því að vera vondur við fólk. Íslendingar hafa sem betur fer lengstum verið nokkrir jafnræðissinnar í sér. Þess vegna finnst manni skrítið að lesa fréttir af verksmiðju Bakkavarar, Katsouris Fresh Foods, á Englandi. Lýsingarnar eru eins og eitthvað frá tíma iðnbyltingarinnar. Starfsfólk missir útlimi í vélum. Óhreinlætið er slíkt að aðskotahlutir finnast í matvælunum - fyrir utan salmonellu. Starfsfólkið er flestallt útlendingar á sultarlaunum.
Þetta er varla útrásin sem Íslendingar eru stoltir af.
Blaðið hefur hérumbil eitt fjölmiðla á Íslandi verið að fjalla um þetta. Er ekki kominn tími til að aðrir fjölmiðlar taki við sér?
Í fréttatíma Stöðvar 2 var svo frétt um annað fyrirtæki af svipuðum toga Það heitir Lauffell og gerir út á að níðast á erlendum verkamönnum. Svonalagað er þjóðarskömm og á ekki að líðast.
Ég hafði ekki lesið þetta svo ég fór inn á síðu Blaðisins og las greinina þar. Þetta var ekki fögur lesning. Þar stendur m.a.
Þagga niður vandann
Paul Kenny, framkvæmdastjóri GMB, undrast mjög viðbrögð Bakkavarar vegna málsins, sem hann kallar móðgandi. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. Saga Katsouris varðandi hreinlæti og öryggi er slæm, svo ekki sé meira sagt. Ég hefði haldið að Bakkavör hefði frekar verið ánægt með ábending ar okkar um alvarlega bresti þegar kemur að hreinlæti og öryggisreglum, áður en slíkt barst til fjölmiðla," seg ir Kenny í bréfi sem Blaðið hef ur undir höndum. Framvegis neyðumst við til að sniðganga fyrir tækið þegar farið verður yfir aðrar athugasemdir.Við lýsum yfir áhyggjum okkar yfir augljósum tilraunum fyrirtækisins til að þagga niður vandann."
Svört skýrsla
Conroy leggur áherslu á að yfirstjórn Bakkavarar Group bregðist hratt við. Hún gagnrýnir jafnframt launastefnu fyrirtækisins. Laun in sem fyrirtækið greiðir eru ekki góð. Þeir greiða eingöngu lágmarkslaun og hér er dýrt að lifa. Meiri hluti starfsmanna talar litla ensku og á við tungumála örðugleika að stríða," segir Conroy. Við höf um verið að kljást við þennan vanda í nokkur ár. Gerð var ítarleg skoðun á starfseminni og virkilega svört skýrsla um aðbúnainn birt í kjölfarið. Engin viðbrögð hafa feng ist frá stjórnendunum Katsouris og því ákváðum við að leita til eigendanna."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Á Siv að segja af sér?
Sigurður Kári sagð að honum þætti það eðlilegt miðað við alvarleika ummæla hennar. Nú keppast allir framsóknar menn með við að draga úr þessum ummælum og vilja meina að þetta hafi ekki verið það sem hún sagði. Gaman að sjá hvernig þetta fer:
Vísir, 04. mar. 2007 12:41Sigurður Kári vill að Siv segi af sér
Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt", sagði Sigurður.
Þá sagði Sigurður að hann teldi engar líkur á að slíku ákvæði yrði komið á á kjörtímabilinu. Þessi orð lét Sigurður falla í Silfri Egils. Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það", sagði Sigurður enn fremur.
Sunnudagur, 4. mars 2007
Ég hef sagt það áður að þessi markaður er furðulegur.
Það bilar tölvukerfi og vísitalana fellur. Þetta eru nú ekki ábyggileg vísindi.
Frétt af mbl.is
Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar
Tækni & vísindi | AP | 4.3.2007 | 16:25Bilun í tölvubúnaði kom af stað skyndilegu falli á Dow Jones-vísitölunni á Wall Street um miðjan dag á þriðjudaginn, og gerði þar með illt verra á degi sem þegar var orðinn harla dökkur í hlutabréfaviðskiptum. Vísitalan féll um 200 stig svo að segja um leið og skipt var yfir á varatölvukerfi eftir að í ljós kom að megintölvur Dow Jones & Co. réðu ekki fyllilega við öll þau miklu viðskipti sem fram fóru.
![]() |
Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. mars 2007
Það er skrítið hvað framsókn vaknar alltaf rétt fyrir kosningar.
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem flokkurinn vaknar svona rétt fyrir kosningar. Nú síðast man maður eftir borgarstjórnarkosningum þar sem með auglýsingaskrumi og loforðum tókst að pota Birni Inga inn.
Nú allt í einu eftir að hafa setið við stjórn allt þetta kjörtímabil ætlar framsókn að sýna fram á að þeir séu að berjast fyrir sameign þjóðarinnar á auðlyndum en hafa ekkert beitt sér fyrir því hingað til. Þetta er náttúrulega til að reyna að skrapa saman atkvæðum í sjávarplássum út um landið þar sem þeir eru að missa atkvæði.
Frétt af mbl.is
Í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign
Innlent | Morgunblaðið | 4.3.2007 | 5:30
Össur Skarphéðinsson, sem er í stjórnarskrárnefnd fyrir hönd Samfylkingarinnar, segir að fulltrúa Framsóknarflokksins hefði verið í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign á sjávarauðlindinni í stjórnarskrárnefnd, en staðreyndin sé sú að hann hafi aldrei lyft fingri til þess í nefndinni.
![]() |
Í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson