Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Jæja þá er á hreinu hvaðan velmegun okkar kemur. Hún er tekin að láni.
Það liggur nokkuð ljóst að hækkuðu fasteignaverði og dýrari bílum hefur almenningur mætt með auknum lántökum. Lántakan hefur aukist um 241 milljarð sem segir okkur að heildarlán heimilina hjá bönkum og skildum stofnunum er þá um 1100 milljarðar.
Úr fréttinni á mbl.is
Skuldir heimilanna jukust um 22%
Skuldir heimilanna við lánakerfið jukust um rúmlega 22% á síðasta ári. Þar af má rekja rúmlega tvo þriðju til skuldaaukningar við bankakerfið og tæplega þriðjung til skuldaaukningar við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina.
Við gerum ráð fyrir að svipað verði upp á teningnum með heimili og fyrirtæki, þ.e. að næstu misseri muni draga úr skuldaaukningu heimilanna jafnframt því sem að við gerum ráð fyrir að hægja muni á neyslugleði landsmanna. Mikil aukning ráðstöfunartekna að undanförnu, bæði í gegnum hækkun raunlauna og skattalækkun gæti þó haldið uppi áframhaldandi neyslugleði frameftir ári en einnig er hugsanlegt að almenningur muni leitast við að minnka skammtímaskuldir sínar svo sem yfirdráttarlán og kreditkortalán sem eru afar kostnaðarsöm lán," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.
![]() |
Lán til heimila jukust um 241 milljarð á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Úps þetta er bara fyndið!
Fyrir þá sem eru hættir að lesa bloggið hans Steingríms Sævarrs eftir að hann flutti sig er hér einn góður frá honum
Uppákoma í Laugum
8. mars 2007 | Rita ummæli
Gestir í líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal urðu vitni að óvæntri uppákomu nú fyrir skemmstu, uppákomu sem ekki áttu að vera vitni að.
Fyrir þá sem ekki þekkja til í Laugum þá er líkamsræktarstöðin byggð við sundlaugina í Laugardal og geta gestir brugðið sér milli ræktar og laugar eftir hentugleika.
Hlaupabrettin í Laugum skipta svo tugum og eru á annatíma þétt skipuð. Þau eru staðsett þannig að við blasir sundlaugin en litað gler gerir það að verkum að gestirnir í líkamsræktarstöðinni sjá sundlaugargestina en sundlaugargestirnir sjá ekki gestina á hlaupabrettunum.
Í fyrradag gerðist það svo að par á besta aldri sást rölta í rólegheitunum upp úr sundlauginni og hverfa í skjól, þ.e.a.s. í hvarf við sundlaugina. Parið sat um stund og gáði hvort það sæist frá sundlauginni og hófst svo handa við innileg atlot. Þau atlot enduðu svo með holdlegri sameiningu.
Það sem parið áttaði sig ekki, var að þó þau væru í skjóli frá sundlaugargestum, þá blöstu við þau völlum í líkamsræktarstöðinni.
Segja vitni að atburðinum að talsverð stemmning hafi myndast á hlaupabrettunum við þessa óvæntu uppákomu, meðal annars blístur og húrrahróp.
Parið lauk hins vegar við sitt í rólegheitum án þess að hafa hugmynd um að fjöldi áhorfenda hefði verið að atlotunum.
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Ekki byrjar nýr meirihluti vel.
Árið 2005 hagnaðist Orkuveitan um 4,4 milljarða en tapar svo 1,8 milljarði fyrsta ár sem nýr meirihluti er við stjórn. Þetta er aðallega skrifað vegna þeirra sem eru að segja að þetta sé skuldahali R listans. Málið er náttúrulega að OR stendur í miklum framkvæmdum sem ekki eru farnar að skila tekjum á móti þeim lánum sem þurft hefur að taka. En um leið að benda á að nýr meirihluti sem hefur deilt óspart á fyrri meirihluta gegnum árin fyrir stjórn OR hefur nú haft 7 mánuði 2007 til að snúa þessu á betri veg en svona er útkoman.
Frétt af mbl.is
Tap Orkuveitu Reykjavíkur 1.756 milljónir króna
Viðskipti | mbl.is | 8.3.2007 | 8:49Orkuveita Reykjavíkur tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta ári en árið 2005 nam hagnaður OR 4.358 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 3.963 milljónum króna samanborið við 3.304 milljónir króna árið 2005.
![]() |
Tap Orkuveitu Reykjavíkur 1.756 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Ég held að fólk ætti nú ekki að fara á hliðina yfir þessari könnun
Mér finnst að fólk ætti að bíða rólegt eftir næstu könnun Moggans og Rúv því þessar kannanir Blaðsins eru út í hött. t.d. finnst manni óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi allt í einu upp í 43% og fleira. Held líka að könnun þar sem aðeins um 500 af 800 svara og þar af eru þriðjungur óákveðin og 7% segjast ekki ætla að kjósa, sé ekki marktæk. Þannig að ég sem Samfylkingarmaður er ekkert stressaður yfir þessu.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 42,8% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,1%. 800 tóku þátt í könnuninni þar sem skipting var hlutfallslega jöfn milli kynja og eftir kjördæmum. 31,3% voru óákveðin og 7% sögðust hlutlaus, þ.e. að þau ætluðu ekki að kjósa, skila auðu eða jafnvel kjósa flokka sem ekki eru í framboði til Alþingis.
Finnst alveg makalaust að blað sem vill láta taka sig alvarlega birti svona óvandaða könnun. Svona könnun getur aldrei mælt nema tilhneigingar en niðurstöður hljóta að vera +/- 6% að minnstakosti þannig að þeir hefðu kannski átt að gefa þetta upp svona:
Sjálfstæðisflokkurinn frá svona 36 til 42%
Samfylkingin frá 12 til 24%
Framsókn frá 5 til 15%
Frjálslyndir frá 1 til 11%
Vg frá 17 til 29%
Eins og sjá má er þetta vitt bil og með engu hægt að taka mark á þessu.
Svona voru niðurstöður Blaðsins fyrir mánuði eða 6 febrúar.
![]() |
Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2007 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Fyrrum framsóknarmaður um þetta mál: Leikrit!
Las eftirfarandi inn á www.kristinn.is
En niðurstaðan varð sem sé að málið skildi liggja og framsókn sætti sig við það. Þess vegna er þetta sjónarspil nú. Leikurinn er sá að fá almenning til þess að halda að framsókn hafi viljað efna loforðið en sjálfstæðismenn staðið gegn því. Einstakir leikarar hafa að vísu ofleikið sitt eins og Siv Friðleifsdóttir sem hótaði óvart stjórnarslitum og sú replikka í leikritinu hefur valdið óróa í báðum stjórnaflokkum.
Nú er verið að leita að leið út úr málinu. Það gengur ekki lengur að gera ekkert, sérstaklega eftir stjórnarslitahótunina. Spurningin er hvernig verður lendingin. Bandaríkjamenn segja gjarnan við álíka aðstæður: follow the money. Það mætti alveg eins segja finnið helstu fjárhagslegu hagsmunaaðilana.
Í þessu stóra og langvarandi deilumáli um forræði og yfirráð yfir fiskveiðiheimildunum hafa hagsmunaaðilarnir lengi verið mjög sýnilegir og beitt sér, kvótaeigendurnir. Áhrifamestu hópur þeirra er LÍÚ og hann hefur mikil ítök í báðum stjórnarflokkunum. LÍÚ réði niðurstöðu um sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins á sínum tíma, árið 2001, þegar um þau mál var tekist. Síðan þá hefur LÍÚ lagt mikið kapp á að fá viðurkenndan einkaeignarrétt útgerðarmanna að veiðiheimildunum.
Það er mín sannfæring að útgerðarauðvaldið í báðum flokkum hafi náð að drepa auðlindaákvæði stjórnarsáttmálans og það sé mikil einföldun að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um. Þegar rennur upp fyrir mönnum hvað verður mikill órói vegna þessara vanefnda, sérstaklega innan Framsóknarflokksins hefst sjónarspilið.
Mér finnst líklegast að stjórnarflokkarnir ætli sér að koma fram með tillögu að ákvæði í stjórnarskrána sem ekki kveður afdráttarlaust um eignarhald þjóðarinnar að auðlindinni og að auki þrengir möguleika Alþingis frá því sem nú er til þess að breyta kvótakerfinu eða afnema það. Með öðrum orðum nota sjónarspilið til þess að þjóna hagsmunum LÍÚ en undir öðru yfirskyni. Svo má benda á að á bak við kvótaeigendurna eru bankarnir.
![]() |
Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. mars 2007
"Bæjarstjóri klagar fréttamann"
Var að lesa þetta á www.mannlif.is
Bæjarstjóri klagar fréttamann
Hermt er að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, bíði þess í ofvæni að 1. apríl renni upp. Ástæðan mun vera sú að þá hættir Finnbogi Hermannsson, forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Ísafirði, störfum og fer á eftirlaun. Gárungarnir fyrir vestan segja að bæjarstjórinn hafi fyrirskipað að flaggað verði á öllum opinberum byggingum á starfslokadaginn, fyrsta Finnbogalausa daginn vestra. Beinskeyttur og hreinskilinn fréttaflutningur Finnboga mun einatt hafa farið fyrir brjóst bæjarstjórans sem ku vera með einkar viðkvæma lund. Á dögunum mun honum hafa ofboðið þegar fréttamaður svæðisútvarpsins vogaði sér, í tilefni af lokum Marels á Ísafirði,að tala við vegfarendur um þetta áfall sem kostar byggðarlagið 20 störf. Afraksturinn birtist í sjónvarpsfréttum. Halldór bæjarstjóri hringdi í Valgerði Jóhannsdóttur, vakstjóra Sjónvarpsins, og klagaði Finnboga fyrir þau fráleitu efnistök að ræða við almúgann um þetta mál ...
Bendi líka á umfjöllun á www.mannlif.is um Hawaiian Tropic bikiníkeppnina og eina af þeim sem tóku þátt í henni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Eru þetta skynsamlegar ráðstafanir? Eða þurfa þeir að arðræna okkur vegna aukins kosnaðar erlendis?
Það er alveg augljóst að bankarnir eiga erfitt með allt þetta fé sem streymir til þeirra. Þeir verða að koma því út í ávöxtun og hverjir eru betri til þess en kaupóðir Íslendingar. Sama hversu dýrt húsnæðið er það er bara tekið 100% lán. Síðan er annað lán tekið til að rífa allar innréttingar út til að setja inn pólitískt réttar innréttingar eins og fólk hefur séð í blöðum eða Innlit útlit. Svo er bara að ná sér í bíl á kaupleigu svo að maður sé á flottari bíl en Jón í næsta húsi. Utanlandsferðir kannski 2. Eina yfir sumarið og hina um Jólin. Allt tekið að láni og bankinn glaður því að annars sæti hann uppi með peninga sem ávöxtuðu sig lítið.
Önnur frétt í dag segir að að munur á því sem að fyrirtæki og bankar hagnast erlendis og því sem þeir fjárfesta þar er mjög óhagstæð. Eða ein og segir í fréttinni.
Sérstaka athygli veki hve stórt hlutverk halli á þáttatekjum hafi í þessu sambandi en það sé mismunur á fjármagnstekjum og fjármagnsgjöldum Íslendinga í útlöndum. Árið 2005 hafi fjármagnskostnaður Íslendinga erlendis verið um 37 milljörðum meiri en fjármagnstekjur en á síðasta ári hafði hins vegar þáttatekjuhallinn risið upp í 104 milljarða.
Kaupþing segir, að aukningin komi aðallega fram á síðari hluta ársins og skýrist að miklu leyti af hærri vaxtagjöldum vegna aukinnar skuldsetningar Íslendinga erlendis og hærri vöxtum á heimsmarkaði. Á móti þessum lið ætti hins vegar að koma arðsemi af fjárfestingum erlendis sem lánin fjármagni og megi sjá, að liðurinn tekjur af ávöxtun hlutafjár hafi einnig tekið kipp upp á við á síðustu fjórðungum sem og vaxtatekjur. Samt sem áður sé mismunur á tekjum og gjöldum rúmlega 100 milljarðar á liðnu ári.
Og því er nauðsynlegt fyrir bankana að halda að fólki lánum og hvetja á allann hátt fólk til að taka hærri lán verðtryggð með og með háum vöxtum því þá græða bankarnir á vöxtum og verðtryggingunni því þeirra lán eru ekki verðtryggð. Þetta verða þeir að gera til að geta vegið upp á móti auknum fjármagnskosnaði erlendis. Og á endanum vaxa skuldirnar okkur yfir höfuð og bankarnir eignaast Ísland.
![]() |
Kaupþing auglýsir ný íbúðalán á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Alveg er þetta ömurlegt.
Afi barns er að gera barnabarni sínu þetta og gerir sér ekki einusinni grein fyrir því að hann sé að gera eitthvað rangt. Þetta er bara sorglegt.
En eitt vekur spurningu hjá mér óháð þessu máli. Þ.e. þegar börn fá greiddar bætur fyrir svona , afhverju foreldrum er greiddir þessir peningar. Ég veit að flestir náttúrulega gæta þessara peninga fyrir börnin sín, en ekki víst að allir geri það. Finnst jafnvel að slíkar bætur ættu að leggjast inn á sér reikning í umsjón fjárhaldsmanns sem tryggði að barnið nyti þeirra eða að ávaxta þá þar til barnið næði 18 ára aldri.
Frétt af mbl.is
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni
Innlent | mbl.is | 7.3.2007 | 12:40
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn sonardóttur sinni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða foreldrum stúlkunnar, fyrir hennar hönd, 850 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar.
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Þetta er nú hræsni!
Mér finnst þetta nú alveg dæmigert.
Í frétttinni stendur:
Blaðið segir að í drögum af niðurstöðum nefndarstarfsins, sem stýrt er af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, komi fram að engar líkur séu á því að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna efnhagslögsagan umhverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnunarkerfi undir stjórn Íslendinga.
Það sé niðurstaða nefndarinnar að Íslendingar geti ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum.
Umræða Sjálfstæðisflokks hefur síðustu vikur gengið út á að við gætum ekki sett í Stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðiarinar á fiskinum í hafinu og nokkrir aðilar á landinu eiga hana því nú. En svo eru þeir að setja þetta sem aðalatriði fyrir því að ekki sé hægt að ganga inn í ESB.
![]() |
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?
Við vinnufélgarnir vorum að ræða um þessi Jöklabréf og Krónubréf. Við getum með engu móti skilið hversvegna að ríki og stór fyrirtæki erlendis eru að gefa út skuldabréf með 13,5% vöxtum í íslenskum krónum. Hver er hagur t.d. Austurríkis af þessum viðskiptum? Þeir eru að gefa út skuldabréf til 1-2 ára með 13,5% vöxtum í íslenskum krónum. Hver er þeirra hagnaður af þessu? Þegar þeir geta fengið lán annarstaðar á kannski 1% vöxtum. Við skiljum að menn séu sólgnir í kaupa þessi bréf því þetta er góð ávöxtun. En afhverju að taka lán með þessum vöxtum. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér? Hver er hvatin á bak við þessa útgáfu skuldabréfa?
Frétt af mbl.is
Austurríska ríkið gaf út 25 milljarða jöklabréf
Viðskipti | mbl.is | 6.3.2007 | 17:09
Austurríska ríkið gaf í dag út 25 milljarða jöklabréf, þ.e. skuldabréf í íslenskum krónum. Landsbankinn er umsjónaraðili útgáfunnar og sölutryggir jafnframt bréfin. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að útgáfan sé næst stærsta jöklabréfaútgáfa frá upphafi og þetta sé í fyrsta sinn sem Landsbankinn hafi umsjón með útgáfu jöklabréfa.
Lesa meira
![]() |
Austurríska ríkið gaf út 25 milljarða jöklabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson