Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Pólitíkin í Bandaríkjunum er bara ekki í lagi.

Var að lesa eftirfarandi á síðunni hans Egils Helgasonar í dag og mikið er ég sammála honum:

Oft er maður steinhissa yfir því hvað pólitíkin í Ameríku er á lágu plani. Nú er hinn bráðefnilegi Barak Obama búinn að læra að beygja sig undir gyðingalobbíið. Í ísraelska dagblaðinu Ha´aretz stóð að hann hefði "tekið jafn sterkt til orða og Clinton, sýnt jafn mikinn stuðning og Bush og verið jafn vinsamlegur og Giuliani". Áheyrendur við þetta tilefni voru auðugir gyðingar.

Obama sagði að hann vildi að haldið yrði áfram að þróa eldflaugakerfi með Ísraelsmönnum svo þeir gætu varist árásum frá Gaza. Þar hafa Palestínumenn náttúrlega feikilegt vopnabúr! Ekki hafði hann uppi eitt gagnrýnisorð á Ísrael - nefndi ekki að Ísraelar drápu 660 Palestínumenn í fyrra, þar af 141 barn.

En svona telja bandarískir stjórnmálamenn sig þurfa að gera ef þeir ætla að eiga von á að ná kosningu sem forseti. Hillary Clinton hefur margoft lýst yfir eindregnum stuðningi við Ísrael - og komið með margar heimskulegar og óheiðarlegar staðhæfingar af því tilefni.

Það má vera að þetta sé hinn pólitíski veruleiki vestra. En ómerkilegt er það.

Á sama tíma les maður í fréttum að farið sé að gera aðsúg að mannvininum Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, bara af því hann hefur farið til Palestínu og séð ástandið með eigin augum. Um þetta hefur Carter skrifað bók þar sem hann segir sannleikann - nefnilega að Ísrael er ofbeldisinnað apartheidríki sem beitir alls konar óþverrabrögðumtil að leggja undir sig land Palestínumanna.

Það er staðreynd sem ekki er hægt að komast undan.

Svo les maður annað veifið þvælu um að andsemítismi færist í vöxt á Vesturlöndum. Jú, kannski gerir hann það. En þá fyrst og fremst sá andsemítismi sem beinist gegn þeim sem eru af arabaættum.

Frétt af mbl.is

  Mótmæli gegn Jimmy Carter
Erlent | AP | 8.3.2007 | 21:12
Fyrrum forseti Bandaríkjanna Jimmy Carter heldur fast í... Jimmy Carter fyrrum bandaríkjaforseti heldur fast í þá skoðun sína að Ísraelar kúgi Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza og stefni á að ná yfirráðum á löndum þeirra þrátt fyrir þá úlfúð sem ummælin kölluðu yfir hann.Carter hélt þessu viðhorfi sínu fram í bókinni Palestína: Frið ekki Apartheid og varð það til þess að 14 meðlimir í ráðgjafanefnd stofnunar hans, Carter Centre hættu störfum og hörð gagnrýni heyrðist bæði frá félögum hans í Demókrataflokknum og frá félagasamtökum gyðinga í Bandaríkjunum.


mbl.is Mótmæli gegn Jimmy Carter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer nú að verða sagan endalausa

Möguleiki á að tölvan sé faðir barnsins? Möguleiki á að tölvan hafi drepið Önnu? Heldur læknirinn að tölvan hafi smitað Önnu? Hvað þarf læknir að skoða í tölvu þeirra sem látast? Hélt að það væri lögreglan eða dánarstjóri sem gerði það


mbl.is Læknir vill skoða tölvu Önnu Nicole Smith
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega bara sorglegt.

Fólkið hefur væntanlega kvittað undir þessar greiðslur eða verið með skriflega ráðningasamninga. Eða þá að um gjafir hefur verið að ræða. En hvernig að fátækt kristilegt félag hefur haft ráð á þessu vekur furðu. Þá finnst mér að þetta hljóti að vera umdeilt því að þau greiddu flest fyrir vistun þarna þannig að þau hljóta að geta fært fyrir því rök að þetta séu endurgreiðslur af framlagi þeirra.

En mér er spurn: Ætlar þetta engan endi að taka? Er ekki spurning hvort að ríkið eigi ekki að ganga inn í þetta og stöðva þessa vitleysu. Hvernig er hægt að ætlast til að þetta fólk komi sér aftur út í lífið ef við ætlum að taka svona á móti þeim?

Frétt af mbl.is

  Fyrrum vistmenn Byrgisins í yfirheyrslur með réttarstöðu sakborninga
Innlent | mbl.is | 9.3.2007 | 18:42
Málefni Byrgisins eru nú í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra og hafa fyrrum vistmenn þar verið boðaðir til yfirheyrslna, með réttarstöðu sakborninga, vegna launa sem nýverið hafa verið skráð á þá en ekki gefin upp til skatts. Sagt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og þar kom fram, að svo virtist sem þessar greiðslur hefðu ekki fyrr en nýverið verið skilgreindar sem laun af forsvarsmönnum Byrgisins.


mbl.is Fyrrum vistmenn Byrgisins í yfirheyrslur með réttarstöðu sakborninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin verður að hefja sókn og sækja fylgi kvenna aftur.

Það er orðið nokkuð ljóst að Samfylkingarinnar býður verðugt verkefni næstu mánuði. Það er nokkuð ljóst að það er stefna flokksins í umhverfismálum sem er ekki nógu vel skýrð fyrir kjósendum. Það er til lítils að tala alltaf um "Fagra Ísland" þegar fólk veit lítið um hvað hún snýst.

Það er með öllu óþolandi að flokkur sem kosið hefur konu sem formann njóti þess ekki í fylgi hjá konum. Það er ekki nóg með að þetta sé kona heldur er hún ein af þeim sem komu inn i stjórnmál í gegnum Kvennalistann. Það í sjálfusér ætti að tryggja flokknum fylgi þar.

Flokkurinn sem slíkur hefur ekki staðið óskiptur bakvið formann sinn fyrr en nú síðustu vikurnar. Og a.m.k. síðustu kannanir sýna að fylgið er hætt að dala. Nú verður flokkurinn að fara að spýta í lófana.

Ég veit að ISG nýtur virðingar innan flokksins og það vantar að það komi út.  Formaður og varaformaður verða að koma skýrar fram sem eitt teymi. Það vantar dálítið að fólk hreinlega viti að Ágúst sé varaformaður.

Össur sem fyrsti þingmaður Reykjavíkur er búinn að standa sig vel síðustu vikur og nú verða fleiri að koma til.

Ég trúi því að þegar kjósendur skoða flokkana á kosningadag þá eigi dálítið eftir að leka af atkvæðum frá Vg yfir á hinn flokkin vinstramegin en þó nær miðju.

Svona Samfylkingarfólk fara nú að berjast fyrir málstaðinn!


mbl.is „Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið um klámbækling Smáralindar gæti haft afleiðingar fyrir bloggarann.

Var að lesa þetta á www.mannlif.is

Klámlektor í klandri

9 mar. 2007

Upphlaup það sem Guðbjörg Kolbeins, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir á bloggi sínu vegna ritlings Smáralindar kann að draga dilk á eftir sér. Lektorinn bloggaði með einstaklega ósmekklegum hætti um klámfengna forsíðu að fermingarstúlkan væri tilbúin til samfara. Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur fjallað með afgerandi hætti um málið og ræddi meðal annars við foreldra fermingarbarnsins sem íhuga málssókn á hendur lektornum. Málið allt svertir Háskóla Íslands og sérstaklega fjölmiðlasvið skólans sem reyndar var ekki hátt skrifað fyrir. Raddir eru uppi um að Guðbjörgu sé ekki sætt í starfi sínu eftir að hafa sýnt slíkan dómgreindarbrest. Þorbjörn Broddason, prófessor og yfirmaður Guðbjargar, var aðspurður í Fréttablaðinu loðinn í svörum varðandi afglöp undirmannsins ...


Stjórnarandstaðan á flugi.

Hér aðeins fyrir neðan var ég að fjalla um að það væri lítið mark takandi á skoðunarkönnunum Blaðsins. Ég held að þessi könnun Gallup sýni það.

Niðurstöður Capacent Gallup fyrir Moggan og ruv eru eftirfarandi:


 

Kosn 2003

7.feb

1.mar

9.mar


 

%

menn

%

%

%

D-listi

34

22

37

36

35

B-listi

18

12

9

10

9

F-listi

7

4

9

7

6

S-listi

31

20

22

23

22

V-listi

9

5

21

24

28

Þetta sýnir að stjórnarandstaðan er á miklu flugi. Og fyrir mig sem Samfylkingarmaður er þetta gleðilegt. Því að þrátt fyrir að ég sé í Samfylkingunni þá er ég fyrst og fremst vinstrimaður. Mínar skoðanir liggja reyndar nær miðju en Vg en þegar ég hugsa til samstarfs flokkanna þá geri ég ráð fyrir að þeir komi sér saman um stefnu sem liggur nær miðju en Vg stendur fyrir. Ég undrast samt að það skuli vera allt í einu svo stór hópur sem liggu svo mikið til vinstri og held að margri eigi eftir að færa sig milli þess að kjósa Vg og Samfylkingu eftir því sem líður að kosningum. Það verður farið að horfa á fleira en bara umhverfismál. Enda Samfylking komin með góða stefnu í umhverfismálum líka.


mbl.is VG bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun forstjóra Kaupþings sett í samhengi sem við skiljum betur.

Fann þetta inn á www.mannlif.is .

Meira af ofurlaunum

8 mar. 2007

 

Í pistli hér fyrir skömmu var farið ofan í saumana á gríðarlega háum launum og bónusum sem bankastjórar Kaupþings banka þáðu á síðasta ári en þau námu ríflega 800 milljónum fyrir þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson. Þar sem flestir eru orðnir ónæmir fyrir sífelldu milljarðatali íslenskra fjölmiðla er réttast að snúa þessum tölum aðeins yfir á mannamál. Sé reiknað út tímakaup af þeim 844 milljónum sem Sigurður hafði í fyrra þá má segja að hann sé með um 300.000 krónur á tímann ef hann vinnur 8 stunda vinnudag 365 daga ársins. Fyrir þessa peninga gæti hann keypt og gefið góðum viðskiptavinum bankans 556 Toyota Yaris og að auki haldið einum fyrir sjálfan sig. Ef veikindi bæri að garði gæti kappinn hæglega ráðið sér eigin sjúkraliða til að annast sig eða reyndar gæti hann haft 528 stykki á launum allt árið um kring. Svona mætti lengi halda áfram að reikna út hvernig hann gæti varið aurunum sínum en líklegast verður að teljast að hann haldi bara áfram að láta þá ávaxta sig enn meir ...


mbl.is Glitnir hækkar verðmatsgengi á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur þá ferðu bara með þetta út.

Þoli ekki þessar duldu og jafnvel óduldu hótanir nýríku aðilanna hér á Íslandi. Ef einhverjum reglum eða lögum er breytt svo það henti þeim ekki þá er allaf víðkvæðið: "Þá verðu við að athuga með að fytja okkur erlendis. Ég er næsta viss um að ef það væri svo freistandi þá væru þeir löngu farnir. Þeir hafa jú stofnað fyrirtæki í skattaparadísum til að sleppa við skatta og gjöld hér vegna hlutabréfaviðskipta og þeirra viðskipti eru mest erlendis og því drífa þeir sig ekki. Það er vegna þess að en er umhverfið fyrir fyrirtæki betra hér.

Þessa menn verður að fræða á því að þeir eru minnihlutahópur sem stjórnar ekki Íslandi.

Frétt af mbl.is

  Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Viðskipti | mbl.is | 8.3.2007 | 17:06
Björgólfur Thor Björgólfsson flytur ræðu sína á aðalfundi... Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld harðlega á aðalfundi fyrir að breyta og þrengja án fyrirvara reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í alþjóðlegri mynt. Sagði Björgólfur Thor, að slíkar fyrirvaralausar breytingar knýi fyrirtæki á borð við Straum-Burðarás til að kanna möguleika á að færa félagið til annars lands og til greina koma bæði Bretland og Írland.


mbl.is Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðareign?

Horfði á kastljós í kvöld og hef svona aðeins gluggað í þetta mál. Skv. því sem maður heyrir frá Sjálfstæðisflokknum er tryggt að þetta hefur engin áhrif þar sem að um atvinnuréttindi og annað gildi 72 grein stjórnarskráinnar. Og skv. örðum þá er greinagerðin með þessu sem er lögskýring þegar á þetta atriði reynir svo óljós að setningar stangast á og menn geta valið úr hvaða skilning þeir setja í þetta.

Hefði nú ekki verið betra að gefa þessu betri tíma. Menn verða að muna að stjórnarskráin er hornsteinn þjóðfélagsins. Því á ekki að lýða neinum flokk að hrista í gegn einhvern óskapnað á nokkrum dögum inn í stjórnaskrá til að nota í kosningaáróður sinn.

Frétt af mbl.is

  Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Innlent | mbl.is | 8.3.2007 | 17:52
Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna kynna frumvarp til... Frumvarp þeirra Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, um breytingu á stjórnskipunarlögum, var lagt fram á Alþingi síðdegis. Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram, að hugtakið „sameign þjóðarinnar“ sem notað sé fiskveiðistjórnarlögum, hafi verið gagnrýnt fyrir að vera villandi þar sem það gefi um of til kynna að um hefðbundinn einkaeignarrétt sé að ræða. Af þeim sökum sé farin sú leið í frumvarpinu að nota orðið „þjóðareign“.


mbl.is Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti eru þessi bátar orðnir fullkomnir.

Báturinn kallaði bara eftir aðstoð. Skv. fréttinni viðist mér þetta hafa verið sjálfvirkur mannlaus bátur. Hann kallaði eftir aðstoð þegar vélin í honum gekk skrikkjótt.Lake_flying_%20boat

Frétt af mbl.is

  Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn
Innlent | mbl.is | 8.3.2007 | 12:35
Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um að björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafiði yrði kallaður út og færi til móts við bát sem var á siglingu austur af Arnarnesi í Ísafjarðardjúpi, um kl. 11.50 í morgun, þar sem vél bátsins gékk skrikkjótt, veðurfarslegar aðstæður voru slæmar og vindur stóð á land. Báturinn var færður til hafnar á Ísafirði.


mbl.is Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband