Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Kvóti = Hvað?

Getur einhver frætt mig á þessu af því að ég man það ekki nú? Þegar talað er um kvöta hvað er nákvæmlega verið að tala um. Ef ég set upp dæmi:

Ég ákveð að fara að gera út. Ég kaupi mér 30 tonna þorskígildis kvóta nú í dag.  Nú er leyft að veiða eitthvað um 180 til 190 þúsund þonn af þorski. En ef að þorsk kvóti verður á næsta ári aukin eða minnkaður eyskst þá eða minnkar kvótinn sem ég keypti. Og eins að ef ég leigi þennan kvóta af einhverjum gildir þá það sama eða er það kvótaeigandin sem færi þá það sem þessi kvóti vex um? Bara svona að velta þessu fyrir mér. Var kannski að vona að ef stofnin minnkar frekar þá sé möguleiki fyrir ríkið að halda eftir þeirri aukningu sem verður í hugsanlegri framtíð.

En reyndar minnir mig að þetta sé aflahlutdeid en ekki kvóti. Þó menn séu alltaf að tala um þetta í tonnafjölda og þá miðað við stöðu það og það árið þegar viðskiptin eiga sér stað.


mbl.is Tillaga um stjórnarskrárbreytingu til skoðunar hjá formönnum flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða flokk á að kjósa? Ekki búin(n) að ákveða þig?

  Eins og venjuleg eru enn margir sem eiga eftir að gera upp við sig hvaða flokk þeir eigi að kjósa. Mörg atrið koma sjálfsagt til með að móta afstöðu fólks (vonandi). Ég helda að fólk sé ekki lengur að horfa bara á eitt atriði og velja eftir því.

Hér á eftir koma nokkur atriði sem fólk gæti þurft að nota til að gera upp hug sinn:

  • Lífsskoðun viðkomandi kjósanda.
    • Hörðustu hægrisinnar vilja að fólk sé ábyrgt fyrir sínu lífi og borgi fyrir alla þá þjónustu sem þeir þurfa. Eins og heilsugæslu, skóla og svo framvegis. Og skattar séu hverfandi.
    • Þeir sem eru lengst til vinstri vilja að ríkið sé sem mest eigandi og reki sem mest alla þá þjónustu sem við þurfum og það sé allt greitt af sköttum okkar. Og því séu lágir skattar ekki takmark í sjálfu sér.
    • Síðan eru það flokkar á miðjunni sem fara þar á milli. En þeir flokkar sem þar raðast eru mjög mismunandi. Þannig er ljóst að Samfylkingin er í flestu vinstramegin við Framsókn sem er svona sveifluflokkur í flestu eftir því hvað hann heldur að sé vinsælt og hvað samstarfsflokkurinn segir honum.
  • Reynsla af flokkunum. Sérstaklega þeirra sem eru við stjórn.
    Þá held ég að fólk eigi eftir að horfa í eftirfarandi:
    • Einkavinavæðingu bankanna. Þar sem að þeim var skipt á milli hópa hliðholla hvorum flokki.
    • Eftirlaunafrumvarpið sem Davíð og Halldór komu í gegnum þingið, þó að aðrir þingmenn kæmu vissulega að því.
    • "Verðbólguskotið" Þegar okkur var sagt þrátt fyrir aðvaranir að stóriðjuframkvæmdir og  um leið hækkun á lánshlutfalli íbúðarlánasjóðs mundi aðeins valda tímabundnu verðbólguskoti sem nú hefur varað í hva 3 ár.
    • Að nú erum við að borga um 20% vexti af örðum lánum en húsnæðislánum.
    • Að velsældin sem við höfum upplifað er fyrst og fremst afleiðingar af EES samningnum sem auðveldaði okkur að komast inn á markaði í Evrópu.
    • Að stjórnin er algjörlega mótfallin því að kannað verði hvort að við gætum átt möguleika á að öðlast gjaldmiðil sem sveiflast ekki um 30 40% á einu ári.
    • Að stjórnin er hunsar algjörlega að skoða að aflétta verðtryggingu.
    • Að þessi stjórn hefur unnið þannig síðustu ár að nota svona "plásturrs -aðferð". Þ.e. þegar við kvörtum nógu mikið þá henda þeir smá aur í þetta verkefni og smá aur í hitt verkefnið en ekkert er horft í heildarmynd og áætlanir
    • Stjórn sem hefur ekki en haft dug í að koma með heildstæða náttúruverndaráætlun og lagt mat á hvaða svæði landsins eigi að vera friðuð og hvernig staðið skuli að nýtingu landsins.
    • Stjórn sem gerir vinum og flokksmönnum hærra en öðrum undir höfði við ráðningar í stöður á vegum ríkisins. T.d. Seðlabanka, Hæstarétt og svo framvegis.
  • Síðan hlýtur fólk að horfa í stefnuskrár flokkana og sjá fyrir hvað þeir standa. Og hvernig það rýmar við lífskoðun fólksins.
  • Einnig hlýtur fólk að horfa til þess hvaða fólk er í framboði. Er t.d. flokkurinn samansettur af "Stuttbuxnaliði" og síðan fulltrúum atvinnuveitenda og fyrirtækja. Eða er flokkurinn með úrval fólks sem dekkar sem mest af samfélaginu.
  • Líkur á því að flokkurinn standi vörð um þá sýn sem rýmar við það Ísland sem þeir vilja lifa í.

 

Ég er allaveg viss um hvað ég kýs nú. Það er Samfylkingin. Því ég er ekki sáttur við að stóreignamenn og fyrirtæki sé það sem er í forgangi. Ég vill að eins og allt annað þá sé það fólkið í landinu sem er í forgangi. En geri mér grein fyrir því að til þess verður að skapa fyrirtækjum og eigendum þeirra hæfilegt svigrúm en ekkert umfram það.


Þetta er til skammar fyrir okkur og önnur lönd í SÞ

Það er með ólíkindum að við skulum láta þetta ástand viðgangast ár eftir ár og gerum ekkert. Þetta Darfur%20shirtsýnir að okkur að ef að ekki eru beinir hagsmunir fyrir Vesturlöndin að beita sér Þá er ekkert gert.

Þarna eru að gerast mun alvarlegri hlutir en í Írak en samt vilja þjóðir heims ekki beita sér þarna.

 

Vísir, 12. mar. 2007 08:57

Viðbrögð alþjóðasamfélagsins aumkunarverð

Rannsóknarmenn Sameinuðu þjóðanna gagnrýna Súdan harðlega fyrir alvarleg mannréttindabrot í Darfur, þar á meðal morð, mannrán og hópnauðganir. Þá segir forsvarsmaður rannsóknarhópsins að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við ástandinu í héraðinu með aumkunarverðum hætti.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var kynnt á þingi Mannréttindaráðs S.þ. sem hófst í Genf í Sviss í morgun og mun standa næstu þrjár vikurnar. Samkvæmt skýrslunni hafa minnst 200 þúsund látist í Darfur á meðan á fjögurra ára borgarastyrjöld hefur staðið, milljónir til viðbótar eru á vergangi.

Stjórnvöld í Kartúm, höfuðborg Súdan, bönnuðu rannsóknarmönnum að heimsækja héraðið stríðshrjáða en þeir byggja niðurstöður sínar á viðtölum við flóttamenn og hjálparstarfsmenn. Fimm menn skipuðu rannsóknarnefndina og ferðuðust þeir ekki bara um Súdan heldur líka um nágrannaríkið Tsjad, þar sem margir flóttamenn frá Darfur halda nú til en stríðið sjálft hefur einnig teygt anga sína yfir landamæri ríkjanna. Þar fengu þeir vel studdar fregnir af hræðilegum hópnauðgunum, mannránum og morðum í héraðinu.

Búist er við að málið verði efst á baugi á mannréttindaþinginu í Genf.



 


mbl.is Yfirvöld í Súdan fordæmd vegna ástandsins í Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að benda á athyglisvert og skemmtilegt blogg

Var að kíkja á bloggið hans Björgvins Vals sem er austfirðingur með ákveðnar skoðanir á málum og kemmst skemmtilega að orði. Hér eru tvö dæmi úr nýlegum færslum hjá honum:

Innflutningur

Saturday, 10 March 2007

Fyrir áttatíu þúsund krónur á mánuði hafa indónesískir verkamenn selt vinnu sína svo Kárahnjúkastífla megi klárast og Austfirðingar einhverjir farið að fitna.  Þetta er næstum því eins og þegar feitir plantekrueigendur sátu á veröndinni og fylgdust með svörtum þrælum sínum skapa þeim auð úti á ökrunum.  Eina framförin felst í því að nú fá þrælarnir áttatíu þúsund krónur í mánaðarlaun en áður fyrr voru þeir heppnir að fá að éta.  Siðferðið er hinsvegar nákvæmlega hið sama.

Hverra launa myndum við krefjast fyrir þessa sömu vinnu og Indónesarnir eru að inna af hendi?  300.000 krónur?  500.000 krónur? 

Kárahnjúkastífla er ekki bara tákn heimsku mannsins - hún er líka tákn illsku hans og græðgi.  Stundum er vont að vera Austfirðingur.

Nýjast færslan er skemmtilega orðuð:

Ölgerðin Alcoa Skallagrímsson

Sunday, 11 March 2007

Einu sinni var ég spurður hvað stæði innan í smokkum.  Spurningin rifjaðist upp fyrir mér þegar sonur minn annar sýndi mér tvo tappa af tveggja lítra Egilsgosi - Appelsíni og Mixi og benti mér á að inni í þeim er merki og nafn fyrirtækis sem kallar sig Alcoa og er að reisa álver á Reyðarfirði í óþökk minni.

Af hverju Ölgerðin Egill Skallagrímsson sér ástæðu til að hafa þetta merki innan í plasttöppum veit ég ekki en hitt veit ég að héðan í frá kaupi ég gos og bjór frá öðrum en Agli.

Hver er með umboð fyrir Jolly Cola hér á landi? 

Bloggið hans er á vefslóðinni: http://sludrid.blog-city.com/


Hörður Bergmann. Merkilegar athuganir hjá honum

Fannst alveg stórmerkilegt viðtalið hans Egils Helgasonar við Hörð Bergmann í Silfri Egils í dag. Það sem ég hjó helst eftir var.

  • Sú tilhneiging hjá ráðherrum að lofa framkvæmdum og setja áætlanir sem eiga að koma til framkvæmda löngu eftir að kjörtímabilinu líkur. Og þetta hæpað upp í fjölmiðlum án þess að ráðherra þurfi að svara fyrir það hvernig þeir ætli að tryggja framkvæmdina löngu eftir að þeir er kannski farnir úr embætti. Þetta sé sviðsetning þar sem valin eru verkefni sem njóta vinsælda og höfða til öryggiskendar þjóðarinnar. Hann nefndi dæmi fram Siv Friðleifsdóttur sem lofaði fullt af hjúkrunarrýmum og þeim flestum í sínu kjördæmi en ekkert er byrjað á þessu fyrr en hún er jafnvel fallin af þingi. Og eins að fjölmiðlar nota jafnvel orðalagið sem ráðamenn nota.
  • Auðlindamálið skv. Herði er snjalt fjölmiðlabragð Framsóknar því það sé yfirlýst að það hafi engin áhrif.
  • Þá talaði hann um þann boðskap sem allir gleypa nú að fyrirtæki skili nú miklu meiri skatti til ríksins eftir að skattar voru lækkaðir. En menn gleymi að það er alltaf miðað við 1991 til 1995 og síðan þá hafa skattarnir aukist en síðan hafa orðið til mörg stór fyrirtæki,  þá voru bankar en í ríkiseign og eftir skattabreytingar þá hafa um 20.000 einstaklingar sem áður voru launþegar breyt sér yfir í einkahlutafélög. Og þetta leiði til þess að heildarskattar vegna fyrirtækja hefur bara aukist vegna fjölgunar fyrirtækja.
  • Eins þá talaði hann um að honum fyndist það skrýtið að menn væru að leggja áherslu á að borga alþingismönnum há laun til að fá hæfustu mennina inn á þing. En hann spyr eru það ekki hugsjónafólk sem við viljum fá inn á þing. þ.e. á að þurfa að kaupa menni til að fara á þing.
  • Eins þá benti hann á að ný framboð sem ætli sér að ná einhverjum árangri verið að bjóða upp á fólk sem kjösendur upplifi ekki sem atvinnustjórnmálamenn því fólk sé orðið þreytt á þessum sviðsetningum eldri stjórnmálamanna.

 


Steingrímur næsti forsætisráðherra?

Ef þetta yrði niðurstaða kosninga þá gæti sjórnarandstaðan myndað meirihluta. Samkvæmt þessum niðurstöðum yrði Vg í  aðstöðu til að leiða þá stjórn. Gaman að vita hverning fólki lýst á það þegar flokkur kemst í leiðandi stöðu við stjórn ríkisins sem hefur m.a. það að markmiði að Ísland eigi ekki að vera í Nató,

Úr stefnuskrá Vg
  

Alþjóðamál

Ísland á að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem fullvalda ríki. Meginstoðir þeirrar stefnu eiga að vera sjálfstæði og hlutleysi Íslands, alþjóðleg umhverfisvernd, stuðningur við viðleitni til afvopnunar og friðsamlegrar sambúðar þjóða, samstaða með öllum kúguðum þjóðum og þjóðarbrotum, barátta fyrir mannréttindum og alþjóðleg samvinna á grundvelli jafnréttis og virðingar fyrir ólíkum viðhorfum og menningu.

Vopnin kvödd

Ísland á ekki að hafa her, hvorki innlendan né erlendan. Þjóðin á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Sjálfsagt er hins vegar að taka þátt í alþjóðasamtökum sem starfa opið og lýðræðislega og fara með friði. Stríð og hernaður leysa engin vandamál, ekki frekar þó að hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum. Mikilvægt er að aðgerðir  á alþjóðavettvangi, þar á meðal viðskiptaþvinganir, valdi ekki dauða og þjáningum saklausra borgara.

Binda á enda á hersetu í landinu og hverfa úr NATO. Útgjöldum íslenska ríkisins vegna Varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins og þátttöku í NATO er betur varið til annarra þarfa samfélagsins. Um leið á Ísland að taka virkari þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna og Norðurlandaráði. Þar ber Íslendingum að leggja áherslu á baráttu fyrir félagslegu réttlæti, mannréttindum og lýðræði. Ekki á að leyfa heræfingar í landinu eða innan lögsögu þess

Ekki viss um að fólk hafi skoðað stefnu Vg fyrir utan umhverfismálin. Hef litla trú á að fjórðungur þjóðarinnar styðji stefnu Vg óbreytta.

frettabladid


mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannlegi þátturinn.

Þetta er það sem gerist allt of oft þegar breytingar standa til hjá ríkinu. Einhverjir berservissar ákveða með einhverju fólki í ráðuneytinu að það eigi að breyta til. Það gleymist að hafa samráð við þá sem verða fyrir þessum breytingum. Og þetta skapar óöryggi og mótþróa hjá starfsfólki.

Í þessu tilfelli held ég að ljóst sé að ríkið er að koma sér upp öflugra tæki til að kaupa með þróunaraðstoð atkvæði af Afríku. Það segir sig sjálft að næstu ár verða notuð í að moka peningum í þau ríki sem eru tilbúin að greiða okkur atkvæði í Öryggsráð SÞ. Þróunarstofnun er ekki nógu markviss þar sem hún skoðar ekki verkefnin með þetta í huga.

Frétt af mbl.is

  Sighvati komið á óvart
Innlent | Morgunblaðið | 10.3.2007 | 19:24
Ummæli Björns Dagbjartssonar, fv. framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Morgunblaðinu í gær, um að sameina eigi starfsemi stofnunarinnar og utanríkisráðuneytisins, koma núverandi framkvæmdastjóra ÞSSÍ, Sighvati Björgvinssyni, á óvart


mbl.is Sighvati komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti ber karlinn aldurinn illa!

Hefði haldið að hann væri að nálgast sjötugt! Maðurinn rétt gat gegnið síðast þegar sást mynd af 04_10_29_Translation-Xhonum. Og talar eins og öldungur. Líkur á að hann verði sjálfdauður fljótlega.

Frétt af mbl.is

  Bin Laden fimmtugur í dag?
Erlent | mbl.is | 10.3.2007 | 10:38
Osama bin Laden fæddist þann 10. mars árið 1957 í... Osama bin Laden er fimmtugur í dag, þ.e. sé hann enn á lífi. Eitt er víst að talibanar hafa óskað honum langlífi. Lítið hefur heyrst í bin Laden, sem er leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, og af þeim sökum hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort hryðjuverkaleiðtoginn sé allur. Margir leyniþjónustumenn telja hinsvegar að ef bin Laden sé látinn þá væru fréttir þess efnis þegar búnar að birtast á vefsíðum íslamskra uppreisnarmanna.


mbl.is Bin Laden fimmtugur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er fertugum fært

Held að konan hefi lagt of mikinn trúnað í máltækið " Allt er fertugum fært"

Frétt af mbl.is

  Ökumenn á ferð undir áhrifum
Innlent | mbl.is | 9.3.2007 | 20:59
 Fertug kona lenti í umferðaróhappi á Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag. Hún slasaðist ekki en í kjölfarið var konan flutt á lögreglustöð þar sem grunur lék á að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var svo stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðdegis í gær en þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var samkvæmt tilkynningu frá lögreglu stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.


mbl.is Ökumenn á ferð undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bókað að bæjarstjóri sé krútt"

Spurning hvort að það sé eitthvað komið í vatnið á bæjarráðsfundum í Kópavogi. Var að lesa eftirfarandi í Fréttablaðinu. Og þetta finnst mér með eindæmum. Get reyndar með engu móti fallist á þessa bókun sem Guðríður gerði en það er auðsjáanlega stuð þarna hjá þeim:

Fréttablaðið, 10. mar. 2007 07:45

Bókað að bæjarstjóri sé krútt

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er krútt samkvæmt bókun fundargerðar bæjarráðs Kópavogsbæjar frá því í fyrradag.
Hart var deilt um breytingar á deiliskipulagi bæjarins á fundinum. Bæjarráð var samþykkt því að bætt yrði við hæð á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Gunnar bæjarstjóri svaraði mótmælum minnihlutans yfir stækkuninni með því að láta bóka að þarna sýndu minnihlutaflokkar hug sinni til Sunnuhlíðarsamtakanna. Á eftir ummælum Gunnars kom bókun sem hljóðaði einfaldlega á þessa leið: „Bæjarstjóri er krútt" og var það Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu sem óskaði eftir að það yrði fært til bókar.

„Ég ákvað að láta jafn ómálefnalega bókun frá mér eins og Gunnar hafði gert á undan," segir Guðríður, sem segir bæjarstjóra hafa gert minnihlutanum upp skoðanir.

„Guðríður er nú sjálf óttalega krúttleg. Þó ætti hún að venja sig af því að vera á móti framförum. Auk þess er hún lánsöm að eiginmaður hennar hefur lengi verið starfsmaður hjá mér og er því vel uppalinn," segir Gunnar sem segist síður en svo vera á móti því að vera kallaður krútt.

Held að það sé nú ekki rétt að maðurinn hennar Guðríðar sé í vinnu hjá Gunnari nú eða síðustu áratugi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband