Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Kannski það hefði verið betra að bíða með öll loforðinn um jarðgöng næstu árin

Þetta eru beinar afleiðingar af loforða flæði sem koma frá Sturlu í síðastamánuði upp á hva 390 milljarða á næstu árum. Sem og væntanlegau Hátæknissjúkrahúsi og fleiru. Þetta sýnir að lausatökin eru nú að fara að bíta okkur í rassinn. Eins að væntanlegar virkjanafrakvæmdir og álversstækkanir koma til með að viðhalda viðskiptahalla hér á landi og nú  eru erlendir sérfræðingar ekki vissir lengur um að við ráðum við þetta.

Svo segja greiningardeildir að tónninn sé of neikvæður. Mér finnst alveg merkilegt að greiningardeildir bankanna hér þar sem starfa nokkrar hræður viti alltaf betur en risastór alþjóðleg matsfyrirtæki.

Frétt af mbl.is

  Segja lækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs ekki koma á óvart
Viðskipti | mbl.is | 15.3.2007 | 16:29
 Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans segja að búast hafi mátt við því, að matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins í ljósi þróunar helstu hagstærða hérlendis og fyrri yfirlýsinga frá Fitch. Gengi krónunnar lækkaði um 1% og hlutabréfaverð íslensku bankanna lækkaði um 0,6-1,3% eftir að tilkynning Fitch birtist nú síðdegis.


mbl.is Segja lækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs ekki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki! - Stjónarandstaðan skemmdi allt.

Jón Sigurðsson getur ekki með nokkru móti kennt stjórnarandstöðunni um það að muna allt í einu eftir þessu auðlindamáli 7 dögum fyrir þinglok. Koma síðna með málið á þannig formi að menn töldu að þessi breyting mundi jafnvel tryggja en frekar eign kvótaeigenda að fiskinum í sjónum. Hann hefur ekki skýrt afhverju ekki var hægt að nýta ákvæðið sem auðlyndanefnd hafði undirbúið fyrir nokkrum misserum.

Þetta mál var bara mistök og það á Jón að viðurkenna. Getur ekki kennt stjórnarandstöðu um það.

Frétt af mbl.is

  Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Innlent | mbl.is | 15.3.2007 | 19:10
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Það er greinilegt að stjórnarandstaðan gengur á bak orða sinna,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá niðurstöðu, sem varð í sérnefnd um stjórnarskrármál að hætta umfjöllun á frumvarpi formanna stjórnarflokanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.


mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar Framsóknar

Ég les reglulega www.jonas.is eins og sést á hversu oft ég vitna til hans. Og nú í dag er ágæt ádrepa á þá sem ég birti hér. Finnst þetta áhugaverð pæling hjá honum.

 

15.03.2007
Spuni Framsóknar
Framsókn fór í stjórnarandstöðu á landsfundinum. Hún steingleymdi, að hún er búinn að vera í stjórn lengur en margir muna. Hún þegir um, að hún ber ábyrgð á hrörnandi velferð þeirra, sem minna mega sín. Hún veit ekkert, hvað Írak er. Hún hefur ekki hugmynd um, að hún ber ábyrgð á úreltri stóriðju, og segist allt í einu vera grænni en allt, sem grænt er. Hún veit ekki, að hún gaf Halldóri Ásgrímssyni og fleiri kvótakóngum auðlindir hafsins, og þykist nú vilja kalla þær þjóðareign. Framsókn hefur áður bjargað sér út úr kosningum með því að hafa hamskipti á kosningavori. Eins og Bingi hjá borginni


Hættið að leika ykkur með Stjórnarskrá Íslands.

Ef að niðurstaðan verður eftirfarandi:  að náttúruauðlindir skuli nýta þjóðinni allri til hagsbóta. ´Þá fer ég fram á að þeir hætti þessu starx. Þetta er atrið sem mætti túlka þannig að t.d. Leyfa Landsvirkjun að virkja Gullfoss af því að þjóðin fengi arð frá Landsvirkjun. Þá vill ég frekar hafa stjórnarskránna óbreytta.

Frétt af mbl.is

  Rætt um að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpstexta
Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 19:42
Ein þeirra leiða, sem verið er að skoða í sérnefnd um stjórnarskrármál, er að fella tengingu við hugtakið þjóðareign út úr frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi um að setja sérstakt ákvæði um auðlindir inn í stjórnarskrá


mbl.is Rætt um að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpstexta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttar áherslur Samfylkingarinnar

Held að það sé nokkuð augljóst að það er þarna sem að hinn almenni kjósandi vill að ráðamenn beini athygli sinni. Auk umhverfismála. Ingibjörg hefur sýnt að hún getur leitt hóp sem sinnir svona málum. Minni á ástandið í Reykjavík áður en R listinn tók við. Þá voru áralangir biðslistar eftir leikskólaplássum lítið um að fólk gæti fengið vistun fyrir börnin allan daginn. Þegar eftir nokkur ár voru þessir biðlistar orðnir mun styttri og það þrátt fyrir að það fjölgaði gífurlega í Reykjavík á fyrstu árum R listans.

Taldi rétt að minnast á þetta í kjölfar annarra færslna um þessa frétt frá þessu dæmigerðu "Ingibjargarhöturum" Síðan vil ég minna þá á að hér á landi eru flokkar lýðræðisstofnanir og ekki um einræði að ræða. Og því finnst mér óþarfi að hlutgera allt í foramanni flokksins. Hún var ekki einusinni í samfylkingunni fyrr en 2003 eða 2004 og hún vinnur eftir samþykktum Samfylkingarinnar en ekki á eignvegum. Og áður starfaði hún eftir samþykktum R listans sem var jú samstarf: Vg Framsóknar, Kvennalistans og Samfylkingarinnar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verkefni Samfylkingar að hlúa að börnum og öldruðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir gleymdi einu smáatriði eða tveimur.

Vantaði alveg inn í kaflan um þetta frábæra 12 ára skeið nokkur atriði.

  • Gjafir ríkisstjórnarinar á eignum eins og bönkum til vina sinna. Svona til helminga: Einn banki fyrir Framsókn, annar fyrir Sjálfstæðismenn.
  • Hann gleymdi alveg að ræða um að þeir hafa breytt sköttum þannig að það eru þeir sem minnst hafa sem greiða hæsta hlutfall tekna í skatt. Öðrum er auðveldað að greiða sem minnst með því auðvelda fólk að færa tekjur yfir í fjármagnstekjur.
  • Þá er það yfirlýst stefna að lækka en frekar álögur á fyrirtæki og fjármálastofnanir.
  • Nær engin hjúkrunarrými hafa verið byggð nú síðustu ár.
  • Ekki fyrir en eftir áratugabaráttu voru gerða einhverja leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja. Og þó er sífellt verið að reyna að komast hjá því að leiðréttingarnar komist að fullu til framkvæmda.
  • En talið að um 3 til 4 þúsund börn lifi undir fátæktarmörkum
  • Vestfirðir búa við neyðarástand og fólkfækkun gífurleg.  Fleiri landshlutar við svipaðar aðstæður.
  • Gleymdi líka að búið er að gera okkur að þátttakendum í stríði  (Írak) og unnið að því að við verður en virkari í þessu með framboði til öryggisráðs SÞ. Sem kostar okkur milljarð hið minnsta.
  • Ekki öllum sem finnst stóriðjuframkvæmdir og virkjanir hafa leitt eintómar framfarir fyrir okkur. Að minnst kosti ekki þeim sem elska náttúrunna eða þeim sem borga vexti og verðtryggingu af lánum sínum

Nenni ekki að telja upp meira að  sinni. En þetta sýnir að hann gleymdi smá þegar hann miklast yfir stöðunni hér á landi í gær

Frétt af mbl.is

  Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 20:18
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld, að efnahagur landsins stæði afar vel um þessar mundir og hægt væri að framlengja það framfaraskeið sem hér hefði ríkt undanfarin 12 ár um langt árabil ef rétt væri staðið að verki. En það væri einnig hægt að binda enda á það þannig að við taki stöðnun og verri lífskjör. Sagði Geir, að kjósendur verði að átta sig á því að raunveruleg hætta væri á myndun vinstristjórnar.


mbl.is Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgjaldaveisla stjórnarinnar.

Mannir finnst nú að menn eigi að athuga hvað þeir segja í ræðum sem beint er til allrar þjóðainnar. Þegar hann Jón segir: „svo liti út sem stjórnarandstæðingar trúi því að loforð um útgjaldaveislu á kostnað ríkissjóðs gangi í augu almennings". Og þarna tala fulltrúi ríkisstjórnarinnar sem nú keppist um að lofa peningum út um allar áttir. 300 milljarðar í vegamál, fullt af hjúkrunarrýmum og flest allt sem þeir halda að fólki líki við.

Aðrir kandidatar framsóknar unga fólkið hengir sig í það sem menn hafa sagt í ræðum fyrir nokkrum árum og hræða fólk með því. Að Sæunn skuli hafa látið sér detta í hug fólk trúi því virkilega að Össur ætli í stríð við bankanna þó hann hafi grinast með það á blogginu sínu þegar hann var að kvarta yfrir vaxtaokri þeirra. Að halda því fram að Steingrímur muni loka Kárahnjúkum ef hann komist til valda er náttúrulega út í hött.

Ekki góðar eldhúsdagsumræður hjá Framsókn.

Frétt af mbl.is

  Jón: Trúi ekki að loforð um útgjaldaveislu gangi í augu almennings
Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 20:37
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld, að svo liti út sem stjórnarandstæðingar trúi því að loforð um útgjaldaveislu á kostnað ríkissjóðs gangi í augu almennings. Almenningur ætti hins vegar á mikilla hagsmuna að gæta í því að glutra ekki niður þeim árangri sem náðst hafi á síðustu árum.


mbl.is Jón: Trúi ekki að loforð um útgjaldaveislu gangi í augu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason: Er í lagi að dómsmálaráðherra tjái sig eins og hann gerir?

Það er nú orðið frægt og ég hef talað um það áður hér á blogginu mínu að Birni Bjarnasyni liggur oft mjög á hjarta að skjóta á andstæðinga sína og þá sem hann hefur óvild á með orðalagi og dómum sem manni finnst að hann sem dómsmálaráðherra eigi ekki að gera. Og geri hann í raun óhæfan eða að minnstakosti hugsanlega vanhæfan til að koma að málefnum þeirra sem hann tjáir sig um. Þetta var sérstaklega áberandi varðandi Baug. Þó að nú síðustu misseri notist hann við á blogginu sínu að vitna í annarra manna skrif til halda uppi árásum á fyrirtækið.

Nú í kvöld var ég að horfa á Kastljós og umfjöllun um þessa makalausu 24 ára reglu. Þ.e.regla sem gegnur út á að erlendir ríkisborgarar sem giftast Íslenskum einstakling fá ekki að setjast hér að fyrr en þeir verða 24 ára. Þetta átti að vinna gegn henti brúðkaupum og nauðungarbrúðkaupum en sýnir sig að gegnur allt of langt. En það var hverning að hann talaði um þessa 2 menn sem vísað var frá landinu vegna þessarar reglu en hafa nú fengið heimild til að flyta hingað án athugasemda.

En hér er sá partur úr Kastljósinu þar sem Björn tjáir sig á Alþingi um þessa einstaklinga:


Gott að vita að ungir framsóknarmenn meta stjórnarskrá Íslands lítið

Skil ekki þessi læti í Framsókn nú korteri fyrir kosningar að leggja svona ríka áherslu á að henda inn ákvæði í stjórnarskrá að algjörlega óathuguðu máli. Þessi flokkur hlýtur þó að gera sér grein fyrir því að Stjórnarskrá Íslands er eins og hjá örðum þjóðríkjum hornsteinn þeirra. Í stjórnarskrá eru meitluð réttindi og skildur borgara viðkomandi ríkisins. Því er það algjör nauðsyn að það sem þangað fer inn sé vandað. Mikill meirihluti þjóðarinar vill fá ákvæði um eignarrétt þjóðarinar á auðlyndum en fólk vill að vandað sé til þessara breytinga þannig að annmarkar á þessu geti valdið ólíkum túlkunum. Og nú er ljóst að greinargerð með þessari tillögu er svo loðin að engin veit í raun hvað á að lesa út úr því. Og ég tel ljóst að úr því verði ekki að fullu leyst á nokkrum dögum á þingi af misvitrum stjórnmálamönnum. Ef að Framsókn væri ekki að reyna að nota þetta sem atkvæða veiðitæki hefðu þeir annaðhvort lagt áherslu á þetta í stjórnarskrárnefnd fyrir ári eða árum. Eða þá lagt þetta áfram í nefnd sem skilaði af sér á næsta tímabili.

Það  sem mér finnst líka skrítið er eftirfarandi: Þeir sem leggja frumvarpið fram eru Geir Haarde og Jón Sigurðsson. En nú er Jón ekki kjörinn fulltrúi á Alþingi. Hvernig getur það verið að menn sem flokkur skiptar í embætti án aðkomu kjósenda hefur heimild til a leggja fram frumvörp á Alþingi?

Frétt af mbl.is

  Stjórn SUF lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um auðlindaákvæði
Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 20:08
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem eindregnum stuðningi er lýst við frumvarp formanns Framsóknarflokksins um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SUF leggur mikla áherslu á að frumvarpið verði samþykkt áður en þingi lýkur.


mbl.is Stjórn SUF lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tími til að skipa nefndir

Þetta er nú makalaust. Það er ekki eins og málefni aldraðra hafi verið að versna nú í dag. Það er stöðugt búið að vera að benda á þetta allt þetta kjörtímabil. En viti menn nú á að skipa nefnd:

Síðan var líka stofnuð önnur nefnd sem á að skoða erfiðleikana á Vestfjörðum. Þó að Marel sé að loka þarna verksmiðju hefur jú ástandið verið slæmt í áratugi. En nú á að reyna að kaupa sér atkvæði með því að setja málið í nefnd. Og síðan rétt fyrir kosningar verður tilkynnt um aðgerðir sem eiga að hefjast 2008 eða 9 þegar þessi stjórn er löngu farin frá.

Frétt af mbl.is

  Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 12:12
Jón Kristjánsson er formaður nefndar um endurskoðun laga um... Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eigi síðar en 1. desember 2007.

 

Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 11:31

Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum

Auk fulltrúa forsætisráðuneytis eiga sæti í nefndinni fulltrúi frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, bæjarstjórinn á Ísafirði og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl nk., samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu.


mbl.is Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband