Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Er búið að mynda stjórn núna til að taka við eftir kosningar?
Athyglisverður pisill Egils Helgasonar í dag. Þar sem hann ræðir um þann sið sem hefur viðgengist hér síðustu ár varðandi það að flokkar hafa makkað sig saman fyrir kosningar og verið búnir að leggja drög að nýrri stjórn.
Egill segir m.a.
Það er skrítið lýðræði. Væri ekki nær að flokkarnir gæfu út með skýrum hætti með hverjum þeir hyggjast starfa eftir kosningar - og stæðu svo og féllu með þeirri yfirlýsingu? Það er aðferð sem hefur tíðkast á Norðurlöndunum. Annars erum við með kerfi sem er á þann veginn sem Guðmundur Andri Thorsson lýsti fyrir nokkrum árum - það er sama hvað maður kýs, einhvern veginn er maður alltaf að greiða Finni Ingólfssyni atkvæði.
Stjórnarmyndun á að fara fram fyrir opnum tjöldum - í allra augnsýn. Hún á ekki að vera refskák eða leynimakk.
Í pisli sínum rekur Egill nokkur dæmi og hvet ég fólk til að lesa þetta. Þetta ef reynist satt er möðgun við okkur kjósendur.
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Gagnrýndu Sjálfstæðismenn ekki "Línunet" á sínum tíma
Ég man ekki betur en að Sjálfstæðismenn hafi gaggað stöðugt í Alferði Þorsteinssyni fyrir að vera nota penigna Reykvíkinga í fjárfestingar sem snertu ekki beint orkuöflun og vatnsöflun fyrir reykvíkinga. Nú er Orkuveitan að fara að fjárfesta fyrir 2 milljarða erlendis. Lína - net laggði þó ljósleiðara sem nýtast hér á höfuðborgarsvæðinu en þessir penigar fara allir erlendis. Já það er auðsjáanlega ekki sama hver framkvæmir. Minnir að Guðlaugur hafi farið þar fremstur í flokki gagnrýnenda en nú þegar hann stýrir fyrirtækinu þá er bara settir 2 milljarðar í fyrirtæki sem framkvæmir erlendis.
Frétt af mbl.is
Orkuveitan setur allt að 2 milljarða í Reykjavík Energy Invest
Viðskipti | mbl.is | 27.3.2007 | 8:10Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja allt að tveimur milljörðum króna til nýs útrásarfyrirtækis orkuþekkingar Reykjavik Energy Invest. Auk nýs hlutafjár verða eignarhlutir Orkuveitu Reykjavíkur í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfyrirtækjum lagðir inn í nýja félagið. Reykjavik Energy Invest er alfarið í eigu Orkuveitunnar.
![]() |
Orkuveitan setur allt að 2 milljarða í Reykjavík Energy Invest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Nýr aðili að þessu máli - Landeigendur Óttarsstaða
Var að lesa þessa frétt á www.ruv.is
Fyrst birt: 27.03.2007 08:06Síðast uppfært: 27.03.2007 08:07Landeigendur í mál við Alcan ríkið og Hafnarfjarðarbæ
Landeigendur Óttarsstaða hafa höfðað mál gegn Alcan, Hafnarfjarðarbæ og íslenska ríkinu. Landið er inni á mengunarsvæðinu álversins og því er ekki hægt að nýta það undir íbúabyggð.
Landeigendur Óttarsstaða höfðu hug á að skipuleggja íbúabyggð í landi sínu. Þeir vonast nú til að ríkið, Hafnarfjarðarbær og Alcan verði dæmt skaðabótaskyld. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Óttarsstaðir er jörð í einkaeign sem er inn á mengunarsvæðum álversins. Landeigendur sendu inn tillögu til Hafnarfjarðarbæjar síðastliðið haust þar sem þeir óskuðu eftir að fá að deiliskipuleggja á sínu landi íbúabyggð en á því landi sem hugmyndin náði til var auðveldlega hægt að skipuleggja 16.000 manna byggð.
Frétt af mbl.is
Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 17:30
Á laugardaginn munu íbúar Hafnarfjarðar greiða atkvæði með eða á móti stækkun álvers Alcans í Straumsvík. Fréttavefur Morgunblaðsins heimsótti kynninga- og upplýsingamiðstöðvar Alcans og Sól í straumi í Hafnarfirði og ræddi jafnframt við vegfarendur um atkvæðagreiðsluna. Viðmælendur mbl.is segja Hafnfirðinga skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til álversstækkunarinnar og því megi búast við tvísýnum kosningum á laugardaginn.
![]() |
Stefnir í tvísýnar álverskosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Ný könnun
Þar sem að menn eru enn að kynna nýja flokka sem ætla að bjóða fram verð ég að endurnýja könnunina um hvað þeir sem hingað líta inn ætla að kjósa. Niðurstöður úr þeirri gömlu var eins og hér segir
Framsókn 11% (221 atkvæði)
Sjálfstæðisflokk 35% (700 atkvæði)
Samfylkingu 27% (551 atkvæði)
Vinstri græna 18% (377 atkvæði)
Frjálslynda 7% (151 atkvæði)
Samtals 2000 atkvæði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Hagur í Hafnarfirði kvartar.
Fann þetta bréf eða fréttatilkynningu sem fjallað var um í Íslandi í dag í kvöld. Fannst nú nokkuð hart að heyra hverning farið er með "Hag Hafnarfjarðar" og finnst nú anskoti hart að Framtíðarlandið, Hafnarfjarðarleikhúsið og allir bara séu á móti þeim. Þeir tala um að Sól í Straumi hafi ótakmarkaðan aðgang að fjölmilum og milljónum sé eitt í auglýsngar. En þeir greyin í Hag Hafnarfjarðar verða að styðja sig við eitthvað smá fyrirtæki sem heiti Alcan til að koma sínum málstað á framfæri. En hér er fréttatilkynning þeirra (skammarbréf)
Hagur Hafnarfjarðar mótmælir harðlega þeim ítrekuðu rangfærslum sem Sól í Straumi fær að flytja sem sannleika í íslenskum fjölmiðlum. Þannig hafa samtökin komist upp með að rangfæra tölur og staðreyndir og sá tortryggni.
Flestir fjölmiðlar hafa gagnrýnislaust flutt fréttir frá Sól í Straumi þó svo að staðreyndir hafi vísvitandi verið sniðgengnar. Einu fjölmiðlarnir sem hafa sýnt öllum sjónarmiðum sömu virðingu eru Fjarðarpósturinn og Víkurfréttir.
Hagur Hafnarfjarðar vill koma eftirfarandi á framfæri. Sól í Straumi og hagsmunaðilar þeim tengdir eru að reka einhverja stærstu og dýrustu kosningabaráttu sem hagsmunasamtök hafa staðið fyrir á Íslandi. Framtíðarlandið hefur eytt tugum milljónum í gerð auglýsingaefnis, dýra auglýsingaherferð og fundi þar sem skilaboðin er fyrst og fremst gegn stækkun álversins. Hafnarfjarðarleikhúsið er þessa dagana að sýna uppfærslu á áróðursverki Andra Snæs. Fjölmiðlar hafa nú innanborðs yfirlýsta stuðningsmenn Framtíðarlandsins og virðast yfirmenn þeirra stofnana ekki gera athugasemdir við þennan opinbera stuðning starfsmanna sinna. Við spyrjum; Er þess gætt að þessir fréttamenn hafi ekki áhrif á fréttaflutning af íbúakosningunni?
Fulltrúar Sólar í Straumi hafa átt ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum og fengið að segja sína útgáfu af sannleikanum. Fulltrúm Hags Hafnarfjarðar hefur ekki verði boðið upp á slík viðtöl.
Við teljum það sanngjarna kröfu af okkar hálfu að fá að koma okkar sjónarmiðum að með sama hætti og fulltrúar þeirra sem eru á móti. Hefur eitthvað breyst á Íslandi? Eru okkar skoðanir ekki jafn réttháar og skoðanir þeirra sem flokka sig sem umhverfisverndarfólk?
Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fólks sem óttast um vinnu sína verði stækkun hafnað. Við minnum á að fimmta hvert fyrirtæki í Hafnarfirði á afkomu sína að hluta eða öllu leiti undir viðskiptum og þjónustu við álverið. Á annað þúsund hafnfirðinga eiga lífsafkomu sína undir þessum fyrirtækjum. Eigum við í það minnsta ekki skilið sanngirni í umfjöllun fjölmiðla?
Fengið af http://blogg.visir.is/denni
Samt er eins og mér finnist ég hafa séð svona eina og eina auglýsingu frá þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Til þeirra framboða sem ætla að taka Bandaríkin sér til fyrirmyndar.
Las þetta á www.jonas.is
26.03.2007
Ungbarnadauðinn
Mikill ungbarnadauði einkennir Bandaríkin umfram önnur auðríki heims. Ríkasta land í heimi hefur ekki efni á að tryggja nýfæddum börnum öruggt umhverfi, þegar hættan er mest. Dauðinn stafar af velferðarskorti þjóðar, sem telur hvern vera sjálfum sér næstan. Bandaríkjamenn skora hæst þjóða heims í þjóðartekjum á mann og hafa dýrasta heilbrigðiskerfi heims, en bjóða ekki sama heilsuöryggi og Vestur-Evrópa. Af þessum ástæðum er erfitt að taka alvarlega tillögur um, að Ísland geri Bandaríkin að leiðtoga lífs síns
Þetta er rétt hjá Jónasi
Þannig að vinsamlegast leitið annað eftir fyrirmyndum þetta er ekki að gera sig þarna.
Mánudagur, 26. mars 2007
Þetta er kallað "nimbyismi"
Gaman að sjá raungeringu á því sem Egill Helgason var að tala um í pisli sínum í Silfrinu nú á sunnudaginn þá var hann að tala um nimbyisma. Reyndar í öðru sambandi.
það sem kallast nimbyismi. Það er útlegging á hugtakinu not in my back yard - sem þýðir "ég vil ekki hafa svona nálægt mér, það verður að vera annars staðar". Svona eins og maður sem á hús vill ekki láta byggja annað hús nálægt sér. Á íslensku mætti kannski útleggja þetta sem dalurinn minn - ég vil hafa dalinn minn í friði.
Hér fyrir neðan sést hvernig að hann Vilhjálmur sem beitti öllum kröftum sínum í að koma Háspennu út úr Mjóddinni hagar sér gagnvart sama vandamáli annarstaðar. En eins og fólk veit býr Vilhjálmur í Breiðholti.
Af www.ruv.is
Færa má rök fyrir því að svæðið við Hlemm væri fjölskyldusvæði með eina megin strætisvagnaskiptistöð borgarinnar í nokkurra skrefa fjarlægð. Vilhjálmur borgarstjóri er erlendis en sagði í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins að hann gæti ekki elst við hvern einasta spilakassa. Vinnuhópur væri að störfum sem ætti að skoða öll mál tengd starfsemi af þessum toga. Nú þegar hafi spilakassar verið fjarlægðir úr húsnæði borgarinnar í Mjódd og á Hlemmi.
Á www.visir.is má lesa þetta:
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks styður ekki aðferð borgarstjóra
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er andvígur þeirri aðferð borgarstjóra að nota tugi ef ekki hundruð milljóna króna af skattfé almennings til að kaupa út spilasali úr íbúðahverfum borgarinnar. Kjartan telur skynsamlegra að vinna gegn slíkri starfsemi með því að setja inn ákvæði í lögreglusamþykkt eða deiliskipulag.
Og síðar í fréttinni segir:
Borgarstjóri hefur sagt samninginn kosta borgina 25 til 30 milljónir króna. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur hins vegar áætlað að samningurinn kosti borgina minnst 120 milljónir króna. Borgin kaupi húsnæðið í Mjódd fyrir 92 milljónir og leggi síðan Háspennu til lóð undir íbúðarhús við Starhaga sem meta megi á minnst 30 millljónir króna.
Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna því að tekist hafi að semja við Háspennu en átelja hins vegar þann hluta samningsins sem lýtur að lóðinni. Sú niðurstaða hafi yfir sér yfirbragð geðþóttaákvarðana. Kjartan hefur einnig efasemdir um þann þátt málsins og telur að eðlilegra hefði verið að selja lóðina hæstbjóðanda.
Eru svo ekki allir að tala um hvað Vilhjálmur sé klár stjórnandi.
![]() |
Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. mars 2007
Utanríksráðherra á nú ekki að tala svona.
Hvernig getur konan sagt aðra eins vitleysu eins og: Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir." Ég veit það eru að koma kosningar en mér er alveg sama. Auðvita hefur slík bygging áhrif á náttúruna. Það eru allir sammála um en það er rætt um að að orkuver sem nota jarðvarma valdi minni náttúruspjöllum. Hún hlýtur að gera sér grein fyrir að þessu orkurverum fylgir ýmsar lagnir bæði rör og rafmagnslínur. Það er einmitt það sem fólk er að ræða nú í sambandi við Straumsvík og Hellisheiðavirkjarnir.
Og þegar við erum að tala um utanríkisráðherra þá finnst mér alveg makalaust að hún sé ekki í öllum þessum ferðum sínum erlendis farin að ræða við fyrirtæki sem kannski gætu nýtt þessa orku á vistvænni hátt. Forsetinn ræddi um að tölvufyrirtæki gætu vel séð sér hag í því að reka hér gagnageymslur sem nýta mikla orkur og þarfnast sérfræðinga í löngum bunum til starfa. Þau sjái sér hag í því ef þau geti nýtt umhverfisvænni orku en þau eru að nýta t.d. í Bandaríkjunum.
Eins finnst mér þetta ekki vera merki um ráðherra sem hugsar málin í samhengi. Þannig heyrði ég í dag að greiningardeidl Kaupþings gerir ráðfyrir að bara það að Hafnfirðingar samþykki álverið þar eigi eftir að auka þennslu og verðbólgu í landinu og það þó ekkert verði farið að framkvæma strax. Hvaða áhrif getur svona gaspur þá haft?
Frétt af mbl.is
Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 17:19Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.
![]() |
Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. mars 2007
Þetta gæti nú orðið áfall fyrir Austfirðinga
Það hlýtur að verða nokkuð áfall fyrir þær byggðir sem þessi útlendingar hafa sótt þjónustu til. Sala í búðum og sjoppum gæti nú hrapað niður. Eins gætu margar íbúðir losnað sem leigðar hafa verið til þessara verktaka.
Frétt af mbl.is
Á þriðja þúsund verkamanna heldur heim á leið
Innlent | Morgunblaðið | 26.3.2007 | 6:43
Hátt í 2500 erlendir verkamenn, sem nú eru að störfum í tengslum við uppbyggingu virkjunar og álvers á Austurlandi, verða horfnir af landi brott fyrir árslok. Meirihluti þeirra fer á næstu mánuðum.
![]() |
Á þriðja þúsund verkamanna heldur heim á leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. mars 2007
Síðast vinstristjórn lagði grunninn að lækkun verðubólgu hér á landi
Það er tími kominn til að leiðrétta þann misskilning að síðasta vinstristjón hafi staðið fyrir óðaverðbólgu hér á landi. Staðreyndin er að á því kjörtímabili var loks komið böndum á verðbólgunna eins og má sjá á þessu línurit sem tekið er að vef seðlabankans.
Á myndinni má sjá að þegar að stjórn Davíðs Oddsonar tók við árið 1991 var búið að ná verðbólgunni niður í um 10% eftir að vinstristjórn tók við henni um 1988 í 30%. Vinstri stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar náði miklum árangri á stuttum tíma með því að vinna með verkalýsðshreyfingu og fólkinu í landinu. Við tókum á okkur erfiðleika en náðum árangri og Davíð tók við þróun sem þegar var komin á stað. Auk þess stóð svo Alþýðuflokkurinn fyrir EES samningi sem tryggði okkur þá velsæld sem við höfum lifað við. Annað hvort eru bloggarar sem ræða um þetta tímabil með gullfiska minni eða þeir voru börn og byggja sínar upplýsingar frá áróðursmeisturum Sjálfstæðismanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
- Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang
- Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga
- Ný 360 gráða yfirlitsmynd sýnir gosið
- Talsverð tíðindi í könnun Gallup í Reykjavík
Erlent
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum
- Rubio og Rasmussen funda í vikunni
- Stefna Trump-stjórninni
- Einnar mínútu þögn í Mjanmar
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
- Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur
- Lík nýfædds barns fannst í poka
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
- Yfir þúsund drepnir á þrettán dögum
Viðskipti
- Nákvæmlega sama um hækkanir
- Erlend netverslun eykst enn
- Fjölbreytileikanum ekki fagnað hjá Trump
- Rafmagnsbílar 42,1% og Kia mest skráð
- Vill endurskoða samninga við stóriðju
- Beint: Fjallað um skýrslu fjármálastöðuleikanefndar
- Formúlan gangi ekki upp
- Samfélagsmiðillinn X seldur til xAI
- Halda fimm útboð yfir daginn
- Skiptum lokið á dótturfélagi Skagans 3x
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 969736
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson