Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Það verður ekki annað sagt en að sumir Íslendingar eiga orðið slatta af peningum.
Flest sveitarfélög eiga erfitt með að byggja 17 metra laug og þannig eru varla 10 sundlaugar 25 metra langar hér á landi. Svon koma 2 manneskjur og gefa bara eitt stykki. Ég óska íbúum Hofsóss til hamingju með að eiga svona gjafmilda einstaklinga í sinni sveit.
Frétt af mbl.is
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug
Innlent | mbl.is | 29.3.2007 | 11:52
Skrifað var undir viljayfirlýsingu í gær á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Lilju Pálmadóttur, Hofi á Höfðaströnd, og Steinunnar Jónsdóttur, Bæ á Höfðaströnd, um að þær Lilja og Steinunn færi íbúum Hofsóss og nágrennis 25 metra sundlaug að gjöf með tilheyrandi aðstöðu. Ekki er sundlaug fyrir á Hofsósi.
![]() |
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Netþjónabú - Ný búgrein fyrir okkur hér á Íslandi?
Rakst á þetta á visir.is. Kannski ekki svo fjarlæg framtíð eftir allt saman.
Fréttablaðið, 29. mar. 2007 06:30
Netþjónabú er í undirbúningi
Hugmynd um íslenskt netþjónabú stórfyrirtækisins Microsoft gæti orðið að veruleika og er á viðræðustigi, segir framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, Halldór Jörgensson.
Hugmyndin um netþjónabú (e. server farm) kom upphaflega fram í viðræðum forseta Íslands við Bill Gates, eiganda Micro-soft, í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur Halldór fengið skriflegt umboð frá Gates til að kanna aðstæður og ræða við fagaðila.
„Viðræður eru í gangi og við höfum lagt töluverða vinnu í þetta. Við höfum fengið ágætis svör og ekkert hefur unnnið á móti okkur hingað til," segir hann.
Netþjónabú eru afar orkufrek en Halldór neitar því að viðræður hafi átt sér stað um orkuverð við innlend fyrirtæki. Hér á landi sé enda næg orka, ólíkt því sem gerist erlendis. „Það vinnur með okkur."
Halldór mun að öllum líkindum fjalla um framgang málsins á fundi í næstu viku í höfuðstöðvum Microsoft. Ákvörðun verði þó ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi í maí, þegar háttsettir menn frá Micro-soft koma til landsins.
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Hvað segir þetta okkur um raforkuverðið?
Það að fyrirtækið er tilbúið að kosta lagningu rafstrengi í jörð á sinn kosnað vekur hjá mér spurningar um raforkuveðrið sem það er búið að semja um við Landsvirkjunþ Það að vera tilbúið að bæta um 800 milljónum við verðið segir mér að þau séu að fá hagstætt orkuverð. Og þó það dugi til að borga upp virkjanir á nokkrum áratugum þá er spurning hversu mikill hagnaður er umfram þau lán sem tekin eru til að byggja virkjanir.
Eins þá skilst mér á fréttum gærdagsins að eftir að þessar línur verða settar í jörðu þá verði nú eftir sem áður jafn mikið eða meira af loftlínum að álverinu ef það stækkar en það verði bara aðeins lengra frá byggðinni. Það verða um 17 km af línum sem teknar verða í burtu en það koma 21 km í staðinn ef að álverið stækkar.
Frétt af mbl.is
Kostnaður við raflínur í jörðu í Vallarhverfi nemur 800 milljónum
Innlent | Morgunblaðið | 29.3.2007 | 5:30
Samkomulagi milli Landsnets og Alcan felur í sér að raflínur við Vallarhverfið í Hafnarfirði verða fjarlægðar ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörð við Kaldárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum eingöngu þjónusta íbúðarbyggð á svæðinu.
![]() |
Kostnaður við raflínur í jörðu í Vallarhverfi nemur 800 milljónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Ómar er náttúrulega vanur að syngja um allt sem hann hefur áhuga á
Það er náttúrulega dæmigert fyrir Ómar að honum verður allt að söng Ef eitthvað kemur upp hjá honum þá er sungið um það. Þessu höfum við jú kynnst.
EN þetta með smábátana, ég er ekki viss.
Gargandi fugl og iðandi mannlíf við hafnir landsins
Í sjávarútvegsmálum eru einföld loforð. Efla á smábátaútgerð á ný. Gefa skal smábátum tækifæri til frjálsra veiða sem sé vel mögulegt að gera. Þá muni stemningin breytast við hafnir sjávarbyggða, gargandi fugl og iðandi mannlíf, það er það sem hreyfingin vill. Lögð er áhersla á vistvæn veiðarfæri. Hráefni sjávarins á að nýta þannig að sem mest verðmæti fáist fyrir þau, ekki nýta þau í bræðslu eða beitu.
Eru þau ekki að tala um smábáta eins og þeir voru. Nú eru orðin hér við land útgerarfyrirtæki sem gera út svona litla báta. Þeir eru búnir fullkomnustu tækjum sem völ er á og eru fljótir á miðin þar sem þeir eru með stórar vélar. Þá eru þeir sjálfsagt búnir að kaupa á þessi skip rándýrann kvóta. Því held ég að það sé aðeins möguleiki á að breyta þessu kerfi ef það er tekið upp í heild án tillit til stærðar skipana.
![]() |
Íslandshreyfingin vill gera lífið skemmtilegra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Svo er verið að tala um að Samfylkingunna og virkjanamál
Heyrði í 22 fréttum Sjónvarpsins sagt frá fundi Framtíðarlandsins um afstöðu flokkanna til umhverfismála.
Guðjón Ólafur Jónsson er á því að það eigi að leyfa virkjanir sem þegar hafa verið leyfðiar m.a. Neðri Þjórsá. En hann gleymir að Landsvirkjun hefur fleirir leyfi eins og Norðlingaölduvirkjun t.d.
Illugi Gunnarsson taldi enga ástæðu til að stoppa neitt því að þetta tæki hvort eð er nokkur ár að komast til framkvæmda. Hélt að hann væri Hægri Grænn!
Um Samfylkingunna vitum við Ingibjörg Sólrún og aðrir flokksmenn hafa lagt til að öllum virkjanaframkvæmdum verði frestað þar til að búið verði að setja heildaráætlun um náttúruvernd og umhverfisstefnu. Og eins þar til að þennsla í þjóðfélaginu hefur kólnað niður. Og eins til að kanna árangur af verkefnum tengdum djúpborunum. Og síðan á þeim forsendum ákveða með nýtingu í framtíðinni. Þetta má lesa út úr Fagra Íslandi.
Vinstri Grænir vilja jú algört virkjana stopp.
Um Íslandshreyfinguna vitum við jú þau vilja hætta þessum virkjunm
Ég veit nú lítið um stefnu Frjálslynda en veit að þeir eru fylgjandi hófsamri nýtingu þó að það sé nú teygjalegt hvað það þýðir.
Nú er það kjósenda að meta hvaða flokkur boðar skynsamlegasta stefnu í þessum málum. Mér finnst það nokkuð ljóst að Framsókn og Sjálfstæðismenn eru Stóriðju og virkjanaflokkarnir.
Frétt af mbl.is
Fulltrúar flokkanna gera grein fyrir afstöðu til umhverfismála
Innlent | mbl.is | 28.3.2007 | 21:23Opinn umræðufundur stendur nú yfir í Hafnarfjarðarleikhúsinu á vegum samtakanna Framtíðarlandsins sem hafa verið nokkuð áberandi í þjóðfélagsumræðunni á síðustu mánuðum. Á myndinni má sjá Guðjón Ólaf Jónsson, Illuga Gunnarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Kristinn H. Gunnarsson og Ómar Ragnarsson sem á fundinum lýstu m.a. afstöðu flokka sinna til stóriðju og umhverfismála almennt.
![]() |
Fulltrúar flokkanna gera grein fyrir afstöðu til umhverfismála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Alvarleg fátækt til á Íslandi
Heyrði í dag frétt um yfirlýsingu frá Félagi félagsráðgjafa þar sem þeir segja að það sé til alvarleg fátækt hér á Íslandi. Eins þá sögðu þeir að fátækt gengi oft yfir til næstu kynslóða í viðkomandi fjölskyldum.
Málefni fátækra í ólestri
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir úrræðaleysi ríkja í málefnum fátækra hér á landi. Stjórnvöld þurfi að hækka skattleysismörk, leysa húsnæðisvanda og hækka lágmarkslaun.
Félagsráðgjafafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem kemur fram að hér á landi sé að finna alvarlega fátækt. Fátækt ali á félagslegri einangrun barna og fullorðinna og berist oft frá einni kynslóð til annarrar.
Og hér má heyra frekari umfjöllun um þetta mál sem var í síðdegisútvarpi rásar 2
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Jónína Ben ekki par hrifin af Jakobi Frímann sem stjórnmálamanni eða Íslandshreyfinguni
Var að lesa bloggið hennar Jónínu Ben. Hún er ekki að skafa af hlutunum eins og venjulega og lætur Íslandshreyfinguna fá það óþvegið. Og þá sérstaklega Jakob Frímann. EN um hann segir hún:
Kobbi Magg, sem vinnur sem PR radgjafi og er a launum hja storfyrirtaeki eins og augljost hefur verid i fjolmidlum, hefur tekid afgerandi afstodu i alvarlegum domsmalum med sakborgningum, tekur ser i hinu nyja frambodi saeti thett vid hlid Margretar og Omars.
Vill folk slikann einstakling inn a thing? Mann sem er a spena audmanna? Velvild theirra og peningum hadur? Jakob hefur ausid yfir folk og um folk dylgjum og osannindum i hverjum sjonvarps og utvarpsthaettinum eftir odrum? Fjolmidlamenn rifjid upp ord mannsins undanfarin ar. Latid hann standa vid thau!
Jakob Frimann Magnusson hefur itrekad og idulega varid storlaxa vidskiptalifsins an thess ad hafa nokkud annad i hondunum en milljonatugi sem hann thadi ur vasa hinna somu.
Manna sem itrekad reyna ad na valdi a stjornmalamonnum. Folk tharf ad varast slika stjornmalamenn og slikir menn eiga ad fa ser vinnu i storfyrirtaekjum en ekki bidja um atkvaedi almennings!
Rétt að taka það fram að hún er að skrifa frá Póllandi og hefur auðsjáanlega ekki möguleika á að setja Íslenskastafi í færslunna. En mann finnst hálft i hvoru að það sé hægt að lesa í þetta að hún telji að Jakob fari þarna inn sem fulltrúi Baugs inn í Íslandshreyfinguna. Hún segir líka eitthvað á þá leið að þá sé Jón Magnússon og liðið á Útvarpi Sögu skárra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Helvítis spákaupmennska
Svona hlutir fara alveg svakalega í taugarnar á mér. Verð á olíu ríkur upp vegna kjaftasögu. Verð ríkur upp vegan orðróms um slæma birgðastöðu. Verð ríkur upp vegna hugsanlegs þetta og hugsanlegs hins. Síðan reynist aldrei fótur fyrir þessu sögum eða orðrómi. Fer að halda að þetta sé tæki sem spákaupmenn nota til að leika sér með verðið. Eða þá að þeir sem stunda þessi viðskipti eru taugveiklaðir aumingjar.
Viðskipti | mbl.is | 28.3.2007 | 08:03Olíuverð hækkaði um allt að 5 dali vegna orðróms um stríð
Verð á hráolíu hækkaði num allt að 5 dali í gærkvöldi þegar orðrómur barst um að Íranar hefðu skotið eldflaugum á bandarísk herskip. Um klukkan 22 í gærkvöldi hækkaði verðið á Brent Norðursjávarolíu úr 64,60 dölum fatið í 69 dali á nokkrum mínútum í rafrænum viðskiptum.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið bar fréttirnar strax til baka og olíuverðið á eftirmarkaði lækkaði fljótt í kjölfarið.
„En þetta sýnir að markaðurinn er á nálum vegna ástandsins í Persaflóa," hefur fréttavefur CNN eftir olíumiðlara í New York.
Í morgun hækkaði olíuverð bæði í Lundúnum og New York um rúmlega dal. Er þetta sjötti dagurinn í röð sem olíuverðið hækkar og er verðhækkunin rakin til þess að Íranar handtóku breska hermenn á Persaflóa um helgina. Verð á Brent Norðursjávarolíu er nú um 65,77 dalir og á markaði í New York er verðið 63,95 dalir.
![]() |
Olíuverð hækkaði um allt að 5 dali vegna orðróms um stríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Merkilegt hvað mikið fjármagn finnst alltaf rétt fyrir kosningar.
Ég fagna þessum styrkjum sem Vesturfarasetrið er að hljóta. Þarna hefur þessi frumkvöðull verði að vinna frábært starf. En það sem undrar mig er afhverju ríkisstjórnir gera þetta alltaf rétt fyrir kosningar. Nú er fólk orðið það vakandi að það finnur kosningalykt af þessu langar leiðir. Og það skemmir fyrir stemmingunni yfir þessu.
En þessu fjárframlagi held ég að sé vel varið. Þv´þarna er verið að halda til haga merkilegum kafla í sögu okkar og tengslum við fólk af íslenskum uppruna sem er stór hópur í Kanda og Bandaríkjunum. Skilst að þetta geti verið jafnvel hundruð þúsunda hópur þarna fyrir Westan.
Frétt af mbl.is
Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins
Innlent | mbl.is | 27.3.2007 | 17:22Skrifað var í dag undir samning, sem tryggir Vesturfarasetrinu á Hofsósi ákveðið fjárframlag úr ríkissjóði á næstu árum. Samningurinn gildir fyrir árin 2007 til 2011. Í ár fær setrið 25 milljónir en 28 milljónir á ári eftir það.
![]() |
Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Afhverju er auglýsingabann á tannlæknum og þjónustu þeirra?
Þetta var sláandi upplýsingar sem birtast í þessari frétt. Og dæmið hér af www.visir.is sýnir þetta vel:
Þessi munur sést ef dæmi er tekið af barni sem þarf skoðun, tvær röntgenmyndir og flúorlökkun. Gjaldskrá Tryggingaastofnunar metur þetta verk á rúmelga 7500 krónur, og borgar 75% af þeirri upphæð - tæplega 6300. En meðaltal tannlæknanna er hátt í ellefu þúsund krónur. - Mismuninn borga foreldrar. Munurinn á hæsta verði þessara flokka er gríðarlegur. Ef miðað er við hæstu reikninga fyrir þessi viðvik myndi reikningurinn hljóða uppá yfir 31 þúsund. Samantekt á lægsta verði fyrir þessi þrjú verk myndi enda í innan við 3000 króna reikningi.
Það getur því hugsanlega munað um 27 þúsundum á þessari þjónustu milli tannlækna.
Þetta vekur upp nokkrar spurningar.
- Afhverju hefur ekki verið samið við tannlækna um nýja gjaldskrá vegna endurgreiðslur?
- Afhverju er tannlæknum ekki heimilt að auglýsa gjaldskrár sínar. Það er auðsjáanlega hagur fólks að vita að það getur munað mörg hundruð prósent á því hvað þeir rukka fyrir þjónustu sína?
- Afhverju er hér takmarkanir á því hve margir fá að fara í tannlæknanám?
Frétt af mbl.is
Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Innlent | mbl.is | 27.3.2007 | 15:47 Munur á því verði sem tannlæknar innheimta að jafnaði fyrir þjónustu sína og þeirri gjaldskrá sem Tryggingastofnun ber að miða greiðsluþátttöku sína við hefur vaxið umtalsvert. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar, að gjaldskrá almennra tannlækna sé að meðaltali ríflega 34% yfir gjaldskrá ráðherra. Verðmunur á þjónustu tannlækna er hins vegar mikill eða frá 130% yfir gjaldskrá ráðherra til rúmlega 6% undir gjaldskránni.
![]() |
Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson