Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þetta er skýrt dæmi um dauð atkvæði

Þegar fólk hefur verið að tala um hættunna á að öll þessi litlu framboð gerðu það að verkum að mikið af greiddum atkvæðum yrðu í raun aðeins til þess að viðhalda veldi Sjálfstæðisflokks og auka líkur á áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, þá hefur það einmitt verið að meina svona ástand.

Framsóknarflokkur fær 4,9% og engan þingmann en fékk 11,3% og 1 þingmann síðast. Frjálslyndi flokkurinn fær 4,2% en hafði 6,6% og Íslandshreyfingin 4,1%.

Þarna eru um 19,1% af atkvæðum sem duga engum inn á þing.

Frétt af mbl.is

  VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Innlent | mbl.is | 10.4.2007 | 16:05
Sjálfstæðisflokkur fengi 40,4% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður ef kosið væri nú samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Útvarpið og kynnt var nú síðdegis í tengslum við kosningaumfjöllun RÚV.


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú byrjar að rigna loforðum yfir okkur.

Framsókn kynnti í dag loforðalista sinn. Þar var voru fullt af loforðum um afnám tekjutenging á bótum og svo framvegis. En síðan var því bætt við neðanmáls að þetta yrði gert í þrepum. Þetta á víst að kosta einhverja tugi milljarða. En í gær var ekkert aflögu til að hækka skattleysismörk þegar Jón ræddi um þessi mál í Kastljósi.

En þegar kemur að því að kaupa atkvæði þá fer framsókn fremst i flokki

Nú er hægt að lofa ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs en Framsókn hefur farið með þetta ráðuneyti síðustu 12 ár og ekki einu sinni getað samið við tannlækna um endurgreiðslur

Eins þá geta þeir lofað:

  • Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin.
  • Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
  • Frítekjumark á atvinnutekjur lífeyrisþega verði hækkað og frítekjumark verði sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum.
  • Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar og það á skv. Jóni að byrja 2010 þegar búið verður að gefa leyfi fyrir helstu virkjunum
  • Námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.
  • 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélög. Bíddu hvernig á að veita gjaldfrjálsan leikskóla. Það eru sveitarfélög sem reka þá. Ætlar ríkið að greiða meira til leikskóla eða til foreldra. Þetta er kjaftæði.
  • Síðan er talað um uppbyggingu atvinnulífsins eins og það sé hér allt á kaldakolum. Ekki að hér séu um 20 þúsund erlendir ríkisborgarar vegna þess að við önnum ekki öllum þeim störfum sem eru í gangi.

Þeir hafa haft 12 ár nú með flest þessi mál eins og atvinnumál þar sem þeir sjá bara stóriðju á löngum köflum.


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að einhver kann ekki orðið sönginn hans Jóns þá er hann hér

Svona það helsta. Ég held að hann hafi sagt þetta svona a.m.k 3x í kvöld


Það var aldrei að það lifnaði yfir blog.is í kvöld

Ég verð að segja að miðað við viðbrögðin við umræðuþættinum í kvöld, þá verður næsti mánuður þannig hér á blog.is að það væri réttast að ég færi fram á að fá frí í vinnunni til að geta fylgst með umræðum hér. Þetta verða athyglisverðar vikur fram að kosningum nú þegar svo margir eru farnir að blogga. Auðvita er margt sem maður les lauslega en það eru líka hér margir frábærir bloggarar sem maður les af athygli.

Ég hlakka því til næstu vikna!


38 milljarða reikningur á heimili landsins vegna efnahagsstjórnar eða skorts á efnahagsstjórn

Það sem situr í mér eftir viðræðuþáttinn á ruv í kvöld er eftirfarandi:

  • Geir og Jón töluðu um gífurlega kaupmáttaraukningu. En ef við tökum verðbólguna inn í þetta lækkar þetta nú nokkuð. 38 milljarða borga heimilinn aukalega fyrir lánin sín vegna verðbólgunnar. Má segja að þessi hækkun hafi að minnstakosti hjá þessum heimilum étið upp allar skattalækkanir.
  • Ábending Ómars um að fyrst að við höfðum fyrir 12 árum efni á að hafa skattleysismörk sem uppreiknuð til dagsins í dag væru 120 - 130 þúsund þá hlytum við að þola það núna.
  • Jón Sigurðsson segir enn að stóriðja og virkjanir séu bara einkamál viðkomandi sveitarfélaga, orkufyrirtækjana og alþjóðlegu fyrirtækjanna sem vilja byggja stóriðju. Hann gleymir að ríkið á í eða að ölluleyti öll orkufyrirtæki landsins nema orkuveituna. Og er að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Ríkið á lika Keilisnes.
  • Fýlu- og "ég veit betur" svipirnir á Geir og Jóni þegar aðrir töluðu í þættinum.
  • Mér fannst foringi míns flokks komast vel frá þættinum og það fannst fleirum því Ólína Þorvarðardóttir segir á sínu bloggi:

„Það leyndi sér ekki hver hafði sterkustu málefnastöðuna í þessum þætti. Það var óefað Ingibjörg Sólrún. Hún talaði af yfirvegun, umhyggju fyrir málefnum og síðast en ekki síst: Af þekkingu og reynslu stjórnmálamanns sem hefur staðið við stjórnvölinn og þekkir ábyrgð sína. "

Síðar segir Ólína:

„Já, þetta var einkennilegur þáttur. Umræðurnar um skattkerfið og tekjuskiptinguna í samfélaginu afhjúpaði bága málefnastöðu stjórnarflokkanna. Skoðanaskiptin leiddu í ljós hvar velferðaráherslan liggur ekki - hún liggur ekki hjá ríkisstjórninni. Í þeim hluta umræðnanna bar Ingibjörg Sólrún af sem gull af eiri.

Trúlega hefur verið dregið um uppröðun frambjóðenda í þessum þætti, en það vildi svo undarlega til að ríkisstjórnarmegin voru menn svartklæddir - svo lýstist fatalitur manna eftir því sem lengra dró í hina áttina. Ég vona bara að það verði ljósi armurinn sem myndar næstu ríkisstjórn."

 


Kvótakerfið og líkindi þess við olíufurstana í Rússlandi.

Heyrði í dag sennilega í endurflutningi á þætti Sigurðar G Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar, áhugaverða samlíkingu. En þar voru þeir að tala um Rússland. Þegar að Jeltsin var við völd voru ákveðnum mönnum færð ríkisfyrirtæki og aðgangur að auðlyndum fyrir lítið sem ekkert ef að þeir studdu við stjórn hans og framboð.

Þeir voru fljótir að nýta sér þær opnanir sem þarna buðust og högnuðustu ógurlega. Þetta með aðgang að auðlyndum taldi Guðmundur að mætti líkja við þegar við afhentum aðgang að fiski auðlindinni  á sínum tíma og þar hafi nokkrir aðilar náð að verða alveg ógurlega ríkir á því . Eins náttúrulega þegar maður horfir til bankanna. Þar voru eignir ríkisins afhentar sér útvöldum vinum Ríkisstjórnarinnar. Þetta verður þá náttúrulega að skoða með þeim gleraugum að þessir vinir ríkisstjórnarinar hafa náttúrulega staðið vörð um að þessir flokkar haldi völdum með því að kosta kosningabaráttu þeirra í gegnum árin.

Guðmundur sagði þó að á þessu væri nokkur munur og meðal annars í þvi að Rússar væru þó að reyna að gera eitthvað í þessu!

Þetta má svo tengja við þessa frétt því að nú þarf að kaupa hvert kíló dýrum dómum  sem þú villt veiða. Og greiðir kvótafurstum fyrir

 


mbl.is Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum í Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er spurning hvort maður ætti að vera hræddur

Bush er svo áhrifagjarn að hann gæti trúað þessari háðsgrein og ákveðið að framkvæma þetta. Og svo bara ráðist á Ísland þar sem það er nógu nálægt Íran í stafrófinu. Spurning hvort að samninga okkar við Bandaríkin mundu þýða að þeir svöruðu þá árásunum með því að ráðast á sjálfa sig. Það er aldrei að vita.

Frétt af mbl.is

  Nær að sprengja Ísland en Íran
Innlent | mbl.is | 9.4.2007 | 8:28
Það væri miklu nær að sprengja Ísland en Íran, segir... Stjórnmálafræðiprófessor við Princetonháskóla í New Jersey skrifar í dag háðsádeilugrein á vef skólans þar sem hann leggur til að í stað þess að gera sprengjuárás á Íran, sem gæti orðið snúið mál, ætti Bandaríkjaher frekar að sprengja Ísland í tætlur. Segir hann að slíkur hernaður gæti rutt nútímanum braut á Íslandi, verið hagfelldur fyrir bandaríska hagkerfið, sýnt fram á hernaðarmátt Bandaríkjanna og sé mun ódýrari en hernaður í Íran.


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður þetta framtíðin. Maður kemur sér í herinn fær þar sögu sem maður selur fjölmiðlum

Eitthvað er þetta nú dulafullt. Breskir sjóliðar teknir hönum fyrir meint landhelgisbrot. Breska stjórnin í deilum við viðkomandi land. Og nú gefur herinn fólkinu heimild til að selja sögu sína um meint harðræði. Manni sýndist nú að þetta fólk væri ekki með bundið fyrir augu á þeim myndum sem maður sá. Konan var minnstakosti ekki svipt sígarettum því hún var reykjandi á þeim flestum. Allar handtökur sem maður hefur séð frá Írak í sjálfri innrásinni á vegum Bandaríkjana og Breta hafa sýnt fanga með poka yfir höfðinu. Þannig að þetta er eitthvað sem bretar þekkaja og hermenn eru þjálfaðir í nú til dags. Og miðað við fangelsi og annað sem þeir notuðu þykir þetta nú bara eins og hótelvist sem þau bjuggu við.

Og því verður þetta leyfi til þeirra að selja sögu sýna að skoðast sem áróðursbragð þar til annað sannast.

Frétt af mbl.is

  Leyfi bresku sjóliðanna til að þiggja greiðslu fyrir frásagnir gagnrýnt
Erlent | mbl.is | 8.4.2007 | 16:19
Hér sjást þrír af bresku sjóliðunum í haldi Írana. Breska varnarmálaráðuneytið hefur sætt gagnrýni í dag fyrir að hafa heimilað fimmtán breskum sjóliðum, sem voru í haldi Írana í 13 daga, að þiggja greiðslur frá fjölmiðlum fyrir frásagnir af varðhaldinu. William Hague, talsmaður Íhaldsflokksins í utanríkismálum, sagði að ef hermönnum yrði framvegi heimilt að gera þetta myndi herinn setja ofan.


mbl.is Leyfi bresku sjóliðanna til að þiggja greiðslu fyrir frásagnir gagnrýnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á Keilisnes þannig að nú er ekki hægt að segja að þetta sé ekki í höndum ríkisins.

Jón Sigurðsson hefur verið duglegur að benda á að ríkisstjórnin hafi ekki lengur aðgang að stóriðju og virkjanamálum heldu sé þetta málefni viðkomandi sveitarfélags og viðkomandi fyrirtækja. En nú er sú staða uppi að ríkið á Keilisnes þannig að nú heyrir þetta beint undir ríkið. Og Jón hefur gefið það út að allar frestanir og annað sé í anda "Stop" stefnu sem honum hugnist ekki. Þannig að hvað segir Jón nú? Hagfræði hans er sú að það eina sem virkar er stöðug þennsla og hann vill ekkert stopp kjaftæði. Á meðan tala margir um að nauðsyn sé að hægja á þennslunni. M.a. Davíð Oddsson

Frétt af mbl.is

  Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Innlent | mbl.is | 8.4.2007 | 19:23
Alcan á Íslandi mun íhuga hvort til greina komi að reisa álver á Keilisnesi eftir að Hafnfirðingar felldu stækkun í Straumsvík í atkvæðagreiðslu. Ríkið á land í Keilisnesi og þar er skipulagt iðnaðarsvæði en í fréttum Útvarpsins í dag var haft eftir Róbert Ragnarssyni, bæjarstjóra í Vogum, að komið hafi til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnes sem iðnaðarlóð


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband