Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hvað er í gangi?

 

Spurning á hverju menn byggja þessa andstöðu sína við Ingibjörgu Sólrúnu. Er fólk virkilega búið að láta þessa labbakúta í Sjálfstæðisflokknum mata sig á sífeldum rangfærslum og útúrsnúningum um konunna. Muna menn ekki eftir því að Ingibjörg stjórnaði Reykjavík í 10 ár og gerði það með sóma. Þar fór hún í fylkingarbrjósti þeirra sem náðu að halda saman 3 ólíkum flokkum og stjórna með myndarskap. Er fólk að dæma hana fyrir það að aðrir flokkar gátu ekki sætt sig við að hún kaus að ganga í Samfylkinguna og vildi hafa áhrif á landsmálin með því að bjóða sig fram til þings. Og framsókn gat ekki sætt sig við það og hótaði að slíta samstarfi Reykavíkurlistans ef hún yrði í framboði fyrir Samfylkinguna. Síðan hafa Sjálfstæðismenn stöðugt verið að höggva í hana og fólk snúið útúr öllu sem hún segir. 

Davíð gerði þetta líka að hætta sem borgarstjóri til að fara í landsmálinn. Það var ekki látið svona við hann.

Egill Helgason er líka að velta þessu fyrir sér í dag:

Makalaust er að sjá í könnun Gallups hversu konur eru neikvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar. Er þetta þó sú kona sem lengst hefur náð í pólitík á Íslandi, borgarstjóri í Reykjavík í næstum áratug, formaður næst stærsta stjórnmálaflokksins - eða það er hann að minnsta kosti á Alþingi. Fyrsta konan sem hefur raunverulega möguleika á að verða forsætisráðherra á Íslandi.

Hvað á maður að halda um þetta? Getur maður notað frasann konur eru konum verstar? Eða skiptir kyn kannski engu máli?

Ég kýs Ingibjörgu Sólrúnu og er þess fullviss að þjóðinni yrði vel borgið með hana sem forsetisráðherra. A.m.k frekar en Jón Sigurðsson, Steingrím J, Guðjón Arnar, Ómar Ragnarsson/Margréti Sverris, og betri kost en Geir Haarde.

 

Frétt af mbl.is

  Geir nýtur mestra vinsælda
Innlent | Morgunblaðið | 7.4.2007 | 18:20
Geir H. Haarde. Rúmlega 55% landsmanna hafa jákvætt viðhorf til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en tæplega 19% eru neikvæð gagnvart honum. Þetta kemur m.a. fram í símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 28. mars til 2. apríl um viðhorf til formanna stjórnmálaflokkanna.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas Kristjáns hefur þetta að segja um Jón Sigurðssson

Varð bara að setja þetta á bloggið í tilefni þess að 8% þjóðarinnar segist ætla að kjósa framsókn:

www.jonas.is

 

07.04.2007
Skilur ekki kjósendur
Jón Sigurðsson skilur ekkert í fólki að segjast vilja hafna stóriðju. Búið sé að hafna frekari stóriðju í Hafnarfirði. Helguvík teljist varla stóriðja. Og Húsavík eigi langt í land. Víst sé þó, að fólk sé ekki í nýjustu skoðanakönnun að hafna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Enda hefur hann áður sagt, að stjórnvöld hafi enga stóriðjustefnu. Þetta séu bara staðarmál heimamanna á nokkrum stöðum. Ég held, að leitun sé að manni, sem kemur eins mikið af fjöllum í tilverunni á Íslandi. Jón Sigurðsson segir raunar "erfitt að átta sig á" meiningu kjósenda.


mbl.is Ríkisstjórnin heldur velli í skoðanakönnun Gallups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um razisma

Samkvæmt mínum skilning eru margir hér á blogginu sem skrifa í athugasemdir og bloggfærslur um innflytjenda vandamál farnir að daðra við rasisma. Þegar þeim er bent á þetta þá fyrtast þeir við og telja það af og frá. Þetta tel ég að stafi af vanþekkingu þeirra. Held að þeir telji að rasistar séu bara þeir sem ganga um í einkennisbúningum og heilsi að Rasistar eru allir þeir hætti nazista. Eða í kuflum eins og Ku Klux Klan. En raunin er allt önnur.Rasistar eru allir þeir
  • sem ala á ótta við fólk af örðu þjóðerni
  • ala á ótta við fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð
  • ala á ótta við fólk með aðra kynhneigð.
  •  telja sig yfir aðra hafna með ólíkan bakgrunn.
 Ef að fólk fer inn á síður Ku klux klan þá sjá þeir að þeir tala um nauðsyn þess að innfæddir hvítir Bandaríkjamenn eigi siðferðilegan rétt á að hafa yfirburða stöðu í Bandaríkjunum og fólk af öðrum rótum eins og frá afríku og Mexíkó eigi því aðeins rétt á að búa þar ef þau viðurkenna forréttindi hvíta mannsins. Þeir tala hinsvegar ekki illa um aðra kynþætti heldur vara við að blandast þeim. Og eins að innflytjendur taki af Bandaríkjamönnum vinnu og það þurfi að passa. Þeir benda á að þetta fólk flytji með sér sjúkdóma. Á hvað minnir þetta ykkur?
?

Hjólaði niður lögreglumann?

Svona smá útúrsnúningur. Hef heyrt að menn hjóli niður stíginn, veginn, götuna og svo framvegis. En hverning hjóla menn niður lögreglumann?

Frétt af mbl.is

  Hjólaði niður lögreglumann
Innlent | mbl.is | 6.4.2007 | 18:16
Karlmaður var handtekinn í Fellahverfi í dag eftir að hann hjólaði niður lögreglumann með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði.


mbl.is Hjólaði niður lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað furðulegt við könnun Capasent Gallup

Það er annsi merkilegt að lesa um hverning spurt er í þessum könnunum Capasent. Þorsteinn Ingimarsson fer yfir það í blogginu sínu og segir m.a.

Framkvæmdin var víst þannig að fyrst voru menn spurðir um afstöðu , þeir sem voru óákveðnir voru þá spurðir hverjir væru líklegastir að fá atkvæði þeirra. Þeir sem enn voru óákveðnir voru þá spurðir hvort  væri líklegra að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan. Það þarf ekki miklar mannvitsbrekkur til að sjá að svona spurningar eru skoðanamyndandi , þar sem eitt nafn er nefnt hin látin vera.  Það er nánast öruggt að ef einhver annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn  hefði verið nafngreindur hefði útkoman verði önnur. Við sem stundum markaðsrannsóknir blásum á svona niðurstöður.

Einnig segir Þorsteinn:

Enda er þessi könnun ekki í takt við Stöðvar 2 könnunina sem birt var í gær, þó hún sé staðbundin.


Álver við Keilisnes!

Það er auðsjáanlegt að hér á landi er eitthvað sem álrisar sjá að þeir græði frekar en annarstaðar . Nú er Alcan farið að horfa til Keilisness sem nýjan stað fyrir álver.

  • Ekki eru þeir að fá hér ódýrt vinnuafl
  • Ekki eru þeir hér vegna þess að það sé um stuttan veg að fara með hráefni
  • Ekki eru þeir hér vegna þess að hvergi annarstaðar séu lægir skattar eða hvað?

Þannig að maður hlýtur að álykta sem svo að þetta sé venga þess að:

  • Hér er raforka ódýrari enn þeim býðst annarstaðar
  • Hér eru ekki gerðar eins miklar kröfur um mengurnarvarnir og annarstaðr
  • Hér séu þeir að byggja álver sem aðrar þjóðir vilji ekki.

Umhverfisvæna orku geta þeir fengið um allann heim. t.d. í Afríku er innan við 5% af vatnsorku nýtt í dag. Og eins í Suður Ameríku.

Úr frétt á www.visir.is

Vísir, 05. apr. 2007 18:28

Alcan horfir til Keilisness

Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn. Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þ


650.000 óbreyttir borgarar í Írak hafa fallið

 Ég ætla bara að gefa Jónasi Kristjánssyni orðið:

Af www.jonas.is

05.04.2007
Mannfallið staðfest
Tölurnar í brezka læknaritinu Lancet um mannfall óbreyttra borgara í Írak hafa verið staðfestar. Vísindamenn við Alþjóðlegu þróunarstofnunina segja reikningsaðferðir John Hopkins stofnunarinnar hafa verið réttar eins og þær voru birtar í Lancet. 650.000 óbreyttir borgarar í Írak hafa fallið síðan Bandaríkin, Bretland og fleiri stríðsglæparíki hófu innrás þar í land. Stjórnvöld í þessum löndum vefengdu tölurnar á sínum tíma, en þær hafa eigi að síður staðist gagnrýni. Ritstjóri Lancet, Richard Horton, segir í Guardian, að þessi vestrænu manndráp séu skelfilegur stríðsglæpur


mbl.is Fjórir breskir hermenn og túlkur féllu í Basra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskurn kvenna bönnuð í Erítreu. - Alþjóðasamfélagið ætti að bjóða aðstoð við að kynna þetta þar.

Þetta er nú með hræðilegustu siðum sem maður hefur heyrt af. Stúlkubörn afskræmd og kvalin og konur hafa átt í þessu alla ævi nema að þær hafi dáið við aðgerðina.

Þessu átaki þarf að fylgja eftir. Finnst að alþjóðasamfélagið eigi að bjóða fram aðstoð sína og kosta þá fræðslu sem þarf til að kynna þetta bann. Það þarf að gera allt til að útrýma þessu sem fyrst.

Frétt af mbl.is

  Umskurn kvenna bönnuð í Erítreu
Erlent | AFP | 5.4.2007 | 10:03
Warie Dirie, rithöfundur og ein mesta baráttukona heims... Yfirvöld í Erítreu hafa bannað umskurn kvenna með lögum þar sem hún er lífshættuleg. Upplýsingaráðuneyti Erítreu segir frá þessu í tilkynningu. Hver sá sem biður um, hvetur til eða kemur með öðrum hætti að umskurn kvenna á hættu á því að verða dæmdur til fangelsisvistar eða til sektargreiðslu

 


mbl.is Umskurn kvenna bönnuð í Erítreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skrýtin könnun!

Á ég að trúa því að eitthvað hafi gerst á síðustu viku sem veldur þvi að fólk sé að flykkjast til Sjálfstæðisflokksins. Það hafa verið að birtast viðvarandir úr öllum hornum um að við stefnum í harða lendingu í efnahagsmálum ef ekki er hægt á stóriðjuframkvæmdum en ráðherrar núverandi stjórnar harma að niðurstöður í Hafnarfirði og ýta áframa þá álverum í Helguvík og Húsavík.

Fólk verður að gera sér grein fyrir þvi að með þvi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er fólk að kjósa áfram sömu ríkisstjórn yfir okkur. Því að framsókn verður fyrsta val Sjálfstæðismanna ef að framsókn kemur mönnum á þing.

Fólk gæti með því verið að kjósa yfir okkur að:

  • Landsvirkjun verði einkavinavædd
  • Ruv ohf. veriði selt
  • Aukin þjónstugjöld þar sem að útgjöld ríkissins skv. loforðum sem gefin hafa verið er svo mikil að ríkið verður að fara auka tekjur sína
  • Hugsanlega skattahækkun á almenning til að frekari lækkun á sköttum fyrirtækja. M.a. til að koma hér upp eftirsóknarverður umhverfi fyrir fjármálafyrirtæki
  • Aukinni stéttskiptingu. Þar sem að fólk í krafti peninga fær forgang í þjónustu (sérstaklega heilbrigðisþjónustu)
  • Óheftri og óskipulagðri spillingu á náttúru Íslands. Þar sem að þeir sem vilja fá að spilla náttúrunni ef að það skilar hagnaði.

Ég bara trúi því ekki! Það vantar líka upplýsingar um hversu margir voru óákveðnir.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband