Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Það er með ólíkindum hvað gerist þarna í Írak

Ef þetta eru peningar frá örðum löndum eins og Bandaríkjunum þá er þetta með ólíkindum að þeir séu bara afhentir embættismönum án eftirlits. Eitthvað er svo skrýtið við þennan hluta fréttarinnar.

Eitt það mál sem mesta umfjöllun hefur fengið er mál þar sem um 2 milljarðar Bandaríkjadala hurfu úr sjóðum sem ætlaðir voru til enduruppbyggingar á stofnkerfi rafmagnsflutninga í landinu. Ayham al-Samaraie, fyrrum rafmálaráðherra landsins var sakfelldur í því máli, en hann flýði fangelsið á græna svæðinu svokallaða í Bagdad í desember sl. en kom svo til Chicago um miðjan janúar.

Al-Samaraie, sem hefur bæði íraskan og bandarískan ríkisborgararétt, segir Bandaríkjamenn hafa aðstoðað sig við flóttann.

Þetta vekur hjá manni hugrenningartengsl við það að mörg Bandrísk fyrirtæki eru sögð græða óheyrilega á störfum við enduruppbyggingu í Írak og gætu hafa náð hluta af þessu fé og hjálpað honum að flýja í staðinn.

Frétt af mbl.is

  Átta milljarðar Bandaríkjadala horfnir úr íröskum sjóðum
Erlent | AP | 4.4.2007 | 17:39
Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad Radi al-Radhi, íraskur embættismaður sem fer fyrir nefnd sem rannsakar spillingu í íraska stjórnkerfinu, segir að 8 milljörðum Bandaríkjadala hafi verið sólundað eða stolið undanfarin þrjú ár. Ennfremur segist hann hafa fengið morðhótanir eftir að hann hóf rannsókn á tugum starfsmanna olíumálaráðuneytisins í landinu.


mbl.is Átta milljarðar Bandaríkjadala horfnir úr íröskum sjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir karlar eiga ekki að fá að fara úr gæsluvarðhaldi fyrr en búið er að dæma þá.

Þetta er alveg makalaus hegðun hjá þessum mönnum. Annað hvort á að geyma þá bak bið lás og slá þar til búið er að dæma þá eða senda þá í geðrannsókn

Frétt af mbl.is

  Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns á Blönduósi
Innlent | mbl.is | 4.4.2007 | 21:42
Skemmdir voru unnar í gærnótt á einkabifreið lögreglumanns hjá lögreglunni á Blönduósi. Lögreglumaðurinn býr á Skagaströnd og var ekki við vinnu er skemmdarverkið var unnið, og var bifreiðinni lagt við heimili hans.


mbl.is Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarar undan Framsókn?

Vakti athygli þessi niðurstaða könnunar í Norðausturkjördæmi. Þar skv. könnuninni þá tapar framsókn 3 þingmönnum ekki glæsileg staða  hjá þeim.

bilde?Site=XZ&Date=20070404&Category=FRETTIR01&ArtNobilde?Site=XZ&Date=20070404&Category=FRETTIR01&ArtNo=70404096&Ref=AR&NoBorder

En ásættanlegt fyrir aðra flokka meira að segja Íslandshreyingu þar sem hún er ekki einusinni búin að skipa á lista hjá sér. En frjálslyndir geta varla verið glaðir því þar er einn af þingmönnum þeirra í framboði.

 

 

 

 

Sjá nánar á http://visir.is/article/20070404/FRETTIR01/70404096/-1/frontpage


Við skulum nú ekki gera úlfalda úr mýflugu

Mér sýnist í fljótu bragði að fólk sé stórlega að oftúlka niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði. Menn sem ekki búa í Hafnarfirði rjúka til og kalla Hafnfirðinga öllum nöfnum og Samfylkingunna fyrir að leyfa fólkinu sem þar býr að hafa eitthvað um sitt mál að segja. Ég fer nú velta fyrir mér hvað fólki í Reykjavík mundi segja ef að þetta álver hefði verið í Víðidal þar sem fákur er núna og hefði vilja stækka þrefallt.  Þetta var val Hafnfirðinga og það að Samfylkinginn kaus að fara þessa leið gerir það að verkum að meirihluti Hafnfirðinga kaus að Álverið fengi ekki að byggja viðbótina. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður sem fólk hefur og ber að virða þær.

Ég held að álver Alcan eigi eftir að blómstra þarna áfram um ókomin ár. Nema að ástæða stækkunarinnar hafi verið að þeir séu hræddir um að álverð lækki mjög á næstunni og það þurfi því að auka framleiðslunna til að arður af verksmiðjunni verði ásættanlegur.

Þá er þess að geta að það var ríksstjórn Sjálfstæðismanna og framsóknar sem færði ákvarðanatöku til sveitarfélaga og þar með verða svona framkvæmdir sem snerta okkur öll í höndum viðkomandi sveitafélags

Frétt af mbl.is

  Fjallað um kosningarnar í Hafnarfirði í fjölda erlendra fjölmiðla „Íbúarnir sendu okkur skýr skilaboð. Við fengum þau. Við þurfum að fara yfir málið og velta möguleikum okkar fyrir okkur áður en við gerum frekari áætlanir,“ segir talsmaður Alcan álfyrirtækisins, Anik Michaud, í samtali við kanadíska fréttavefinn Gazette í gær. Fjallað hefur verið um kosningarnar í Hafnarfirði um stækkun álvers Alcan í Straumsvík í fjölda erlendra fjölmiðla, meðal annars International Herald Tribune, Msnbc.com og Vancouver Sun.


mbl.is Fjallað um kosningarnar í Hafnarfirði í fjölda erlendra fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalegt snobb er þetta í mönnum

Þetta fer nú bara að verða fyndið. Menn eru að halda upp á afmælið sitt. Og aðal ástæða fyrir veislunni virðist vera að sýna fólki hvað þeir eru ríkir og geta keypt stórt skemmtiatriði í veislunna. En það virðist vera með þessa nýríku íslendinga að þeir þurfa að láta vita af því. Reyndar skil ég ekki í manninum að velja 50 Cent finnst hann leiðinlegur.

Frétt af mbl.is

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson hélt upp á fertugsafmæli sitt á dögunum á Jamaíka í félagsskap nánustu vina sinna og ættingja. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins var bandaríski tónlistarmaðurinn 50 Cent meðal þeirra sem skemmtu gestum í afmælinu. Ekki fékkst staðfest hvaða tónlistarmenn komu fram auk hans, en þeir munu hafa verið fleiri.

mbl.is Skemmti afmælisgestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáslyndir grípa í síðustu hálmstráin

Hef verið að lesa blogg nokkura fulltrúa Frjálslyndra hér á blog.is. Það sem vakti athygli mína er að þeir fullyrða að 62% þjóðarinnar sé sammála málfluttningi þeirra í innflytjendamálum. Mér brá! EN svo þegar þau skýra þetta frekar þá eru þau að vitna í netkosningu á vef Bylgjunar fyrir Reykjavík síðdegis. Þetta eru náttúrulega alveg hlægilegt. Þetta eru skoðun þeirra sem heimsækja síðunna hjá Reykjavík siðdegis og þeir voru sjálfsagt nokkrir Frjálslyndir þar sem að ræða átti við þá í þættinum. Það hafa fleiri reynt að nota þetta könnunarkerfi þeirra sér til framdráttar. t.d. framsókn í síðustu kosningum í borginni þar sem að framsókn fann út að skv því væru þeir með 15 eða 20% fylgi.

Þetta er eins og með öll rök frjálslyndra í þessu máli með innflytjendur. Er viss um að margir í flokknum er á því að þetta mál hefði þurft að hugsa betur. Ekki setja málið fram sem fullyrðingar sem svo ekki reynast réttar, ekki svona öfgakennt og kannski frekar að flokkurinn hefði af hófsemi reynt að leiða þessar umræður til að fá niðurstöðu sem gagnaðist öllum.

Svona kjaftæði eins og "Ísland fyrir Íslendinga" og útlendingar séu helsjúkir smitberar, sem stela vinnu frá okkur og valda kauplækknunm í stórum stíl, eru bara ekki að gera sig. T.d. það að tala um að þeir steli atvinnu af okkur á bara ekki við í landi þar sem er ekkert atvinnuleysi. Það er stéttarfélaga að semja um hærra lámarkskaup, þannig að það nálgist markaðslaun.

Bendi á tilvitnun Péturs Gunnars í ræðu Magnúsar Þórs af þingi 2004 þar sem honum fannst innflytjendalöggjöfin allt of ströng.

Og hér er fín færst eftir Hrannar Björn Arnarsson um þessa stefnu frjálslynda og það nýjast í málflutningi þeirra

En verði þeim að góðu.


Íbúðalýðræði - Gott mál!

Ég get ekki skilið þessa gagnrýni sjálfstæðis/framsóknamanna á kosningarnar í Hafnarfirði. Mér finnst að talsmenn þessa flokka láti í það skína að fólk sé fífl. Þeir hamra á því að svona mál sé eitthvað sem eigi að láta í hendur kjörina fulltrúa og annað sé bara vitleysa.

Þó að ýmsilegt megi sjálfsagt finna að undirbúning þessara kosninga í Hafnarfirði þá finnst mér þessar kosningar bara hafa tekist vel.

Það sem mér finnst ég lesa út úr orðum þessara fulltrúa sem hafa tjáð sig gegn þessari aðferð við ákvörðunatöku er að þau sem eru í framboði fyrir flokkanna og komast í stjórn bæjarfélags séu svo miklu hæfari til að taka ákvarðanir og endurspegli vilja kjósenda. En þessu er ég bara alls ekki sammála.

  • Þegar flokki er greitt atkvæði í sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningum þá greiðir maður flokki atkvæði sitt. Maður hefur ósköp lítið um það að segja hvaða fulltrúa maður er að velja. Þannig getur verið að oddviti flokks sé einhver sem maður hefur trú á. En svo næstu sætum getur verið einhver sem fylgir með sem maður hefur enga trú á.
  • Eftir kosningar er yfirleitt ekki um meirihluta eins flokks að ræða heldur mynda 2 eða fleiri flokkar meirihluta um ákveðna málaskrá þar sem að geta komið fram ýmismál sem manni líkar ekki við varðandi stórmál.
  • Þegar rætt er um að kjósendur geti sagt sína skoðun í næstu kosningum með því að kjósa ekki þá sem hafa staðið fyrir einhverju sem fólk er ósammála þá er það bara allt of seint og skaðinn skeður.

Þó að kjörnir fulltrúar eigi jú að axla ábyrgð á stjórn sveitafélags og bera hag okkar fyrir brjósti þá finnst mér það frábær möguleiki að geta haft eitthvað um stærstu mál að segja.

Enda held ég að íbúakosningar og Þjóðaratkvæðagreiðslur sé eitthvað sem á eftir að aukast hér. Við erum jú fámenn, rík og tæknivædd þjóð sem ættum auðvelt að framkvæma slíkt. Og um leið og við yrðum virkar þátttakendur mundi áhugi og þekking almennra kjósenda aukast og við yrðum mun meira aðhald við stjórnmálamenn.

P.S.

Sigríður Andersen komst alveg svakalega illa frá Kastljósinu í kvöld. Frekar öfgafull hægri manneskja sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti að tefla meira fram þannig að aðrir flokkar njóti góðs af fylgi sem þar með mundi fara annað.


mbl.is Þörf á skýrum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps þarf maður að fara passa sig

Var að lesa pistil á www.jonas.is sem fjallar um blogg og myndbirtingar:

03.04.2007
Bloggarar stela myndum
Margir íslenzkir bloggarar krydda síður sínar með ljósmyndum, sem þeir hafa ekki tekið og eiga ekki. Þeir stela þeim bara, hvar sem þeir finna þær. Allar varða þessar myndbirtingar við Bernarsáttmálann um höfundarétt. Til að birta myndir þarf leyfi höfundar eða erfingja hans, svo og greiðslu. Svo virðist sem bloggurum sé ekki kunnugt um höfundarétt. Eða þeim finnist sér heimilt að gera það sem hinir gera. Samtök ljósmyndara þurfa að gæta hagsmuna sinna á þessum vettvangi. Einfaldast er að beina kröfum þeirra að hýsingaraðilum bloggsins og ná þannig til fjölda bloggara í einu höggi.


Umsóknareyðblað um að ganga í Frjálslyndaflokkinn

Fann þetta á vefnum hans Björgvins Vals fyrir austann en hann bloggar alltaf skemmtilega. Hér birtir hann inntökubeiðni í Frjálslyndaflokkinn þó hann mæli ekki með því

Fermingar - Skrípaleikur sem kirkjan tekur þátt í af líf og sál.

Var að lesa eftirfarandi á blogginu hans Steingríms Sævarrs og er nóg boðið. Afhverju er kirkjan ekki löngu búin að bregðast við þessu? T.d. að halda fermingu að kvöldi dags á virkum degi og gera þessar veislur og peningaplokk erfiðara.

Frekja fermingarbarna

Denni 2. apríl 2007

Það nýjasta í fermingum er að senda út boðskort þar sem “gjafir undir 8.000 krónum eru afþakkaðar”.

Með þessu er svo sendur listi með “þóknanlegum” verslunum þar sem þeim sem ætla að gefa gjafir er bent á að versla í…fyrir meira en 8.000 krónur.

Hvað næst? Lokað útboð?

Man ekki alveg hverning þetta var en fór ekki byltingarmaðurinn Jesú inn í musterin og ruddi út sölumönnum og básum. Er ekki orðið makalaust að kirkjan stendur fyrir nær öllum þeim tækifærum ársins þar sem að fólk og verslunarmenn sleppa sér í kaupæði. Jólin, fermingar, brúðkaup, Páskar og fleira. Þannig að verslunarmenn og krikjan virðiast vera komin í gott samstarf.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband