Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Norðmenn ætla að fara sænskuleiðina í viðbrögðum við vændi.

Nú hafa stóru flokkarnir í Noregi ákveðið að fara sænskuleiðina og banna kaup á kynlífi  Á meðan förum þá leið að gera kaup og sölu lögleg.

www.ruv.is

Noregur: Kaup á kynlífi verður bannað

 
 Jens Stoltenberg

Norðmenn ætla að feta í fótspor Svía og gera kaup á kynlífi refsiverð. Þetta var ákveðið á landsfundi Verkamannaflokksins í gær. 184 af 300 landsfundarfulltrúum greiddu tillögunni atkvæði.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra, sagði eftir atkvæðagreiðsluna að vinna að lagafrumvarpi hefjist þegar í stað. Hinir stjórnarflokkarnar tveir, Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn, samþykktu svipaðar tillögur á landsfundum sínum fyrr í ár. Það þýðir að ríkisstjórnin verður að leggja fram frumvarp þar sem kaup á kynlífi, en ekki sala, eru gerð refsiverð. Þó nokkur meirihluti er fyrir slíku frumvarpi á stórþinginu.


Var þetta ekki það sama og Nazistar gerðu í Varsjá

Þar var gerður múr umhverfis Gyðingahverfið.  Síðan þá hafa Bandaríkin tengst öllum múrum sem hafa verið gerðir. Berlínamúrinn, múrinn milli Ísrael og Palestínu, væntalegan múr við landamæri Mexíkó, og múr núna í Bagdad.

Frétt af mbl.is

  Maliki lætur stöðva byggingu aðskilnaðarmúrs í Bagdad
Erlent | AFP | 22.4.2007 | 19:23
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, greindi frá því í kvöld að hann hefði gefið fyrirmæli um að bygging bandaríska herliðsins á múr í kring um Adhamiya-hverfi súnníta í norðurhluta Bagdad í Írak verði stöðvuð. Byggingin hafði verið harðlega gagnrýnd en Bandaríkjaher sagði tilgang múrsins vera að aðskilja hverfið frá sjítahverfum í nágrenninu og reyna þannig að bæla niður aukið ofbeldi á svæðinu.


mbl.is Maliki lætur stöðva byggingu aðskilnaðarmúrs í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta? Athyglisverðar vangaveltur hjá Agli Helgasyni

Var að lesa pistil eftir Egil Helgason í kvöld. Þar er hann með vangaveltur um stöðu mála skv. nýjustu könnunum.

Hann segir m.a.

Ríkisstjórnin er á mörkum þess að geta haldið áfram af tveimur orsökum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sterkur og Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn taka atkvæði sem mögulegt er að nýtist ekki í kosningunum. Það mætti jafnvel leika sér að þeirri hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn kynni að eiga möguleika á að ná hreinum meirihluta í fyrsta sinn í sögunni - ef mikið af atkvæðum falla dauð þarf kannski ekki nema 46 prósenta fylgi til þess.

Eins þá veltir hann fyrir sér stöðu Framsóknar og segir m.a.

Fylgi Framsóknar virðist ekkert vera að hressast, ólíkt því sem sumir höfðu spáð. Hver skoðanakönnunin á fætur aðra er áfall fyrir flokkinn. Þó er líkt og flestir ráðherrar Framsóknar séu þess fýsandi að sitja áfram í stjórn. Þeir eru góðu vanir. Þetta gæti þó staðið tæpt. Sumir þeirra detta væntanlega af þingi.

Það gæti farið svo að ríkisstjórnin hefði nauman þingmeirihluta og gæti þess vegna setið áfram, en að Framsóknarflokkurinn hefði einfaldlega ekki nægilega marga þingmenn til að manna ráðherraembætti og helstu nefndir. Þá yrði að endurhugsa allt stjórnarsamstarfið

Þetta er ekki glæsileg framtíðarsýn fyrir okkur næsta kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkur einn í stjórn eða með Framsókn sem varaskeifu og sökum smæðar þeirra yrði Sjálfstæðisflokkur einráður.

Þá færi þjóðin fyrst að finna fyrir alvöru fyrir hægri stefnunni í allri sinn dýrð. Og einkavinavæðingin tæki þá við fyrir alvöru og allt sem hægt er að færa vinum og flokkeigendum Sjálfstæðismanna yrði fært þeim.

Nú í dag var farið að undirbúa okkur fyrir að húseignir ríkisins yrðu seldar fasteignafélögum. Síðan er búið að vera undirbúa okkur fyrir einkavinavæðingu Landsvirkjunar, sala Ríkisútvarpsins er komin af stað í dulargervi. Síðan verður það heilbrigðisþjónustan og annað það sem hægt er að færa gæðingum Sjálfstæðismanna.

Hér má finna þennan pistil Egils


Nokkrar ástæður fyrir að kjósa ekki Framsókn og Sjálfstæðismenn -Kafli 1

Hef verið að lesta nokkur blogg þar sem er að finna nokkrar góðar aðstæður fyrir því að kjósa ekki núverandi stjórnarflokka:

Hjá Sveini Arnarsyni fann ég þetta:

Menn eru fljótir að gleyma atburðum í íslenskum stjórnmálum. Svo fljótir að gleyma að menn kjósa yfir sig stórglæpamenn, svindlara og menn sem halda að þeir séu yfir allt hafnir aftur og aftur. Ég vona að þeir geri það vegna gleymsku, en ekki vegna pjúra illsku. 

  • Árni Johnsen stórglæpamaður, það sem meira er að hann sýndi einbeittan brotavilja......
  • Sturla Böðvarsson, ekki gleyma prófkjörinu fyrir fjórum árum hjá íhaldinu, kosningasvindl....
  • Björn Bjarnason sagði að jafnréttislög væru barn síns tíma, en eiga menn samt sem áður ekki að fara eftir lögunum. hafinn yfir lög og rétt sjálfur dómsmálaráðherra.
  • Davíð og Halldór - Voru fljótir að hverfa eftir ógeðslegustu ákvörðun allra tíma sem tekin hefur verið af pólitíkusum fyrir hönd lands, þjóðar og þjóðfána. Þarf ég að segja hvaða mál það er.
  • Kristján Þór Júlíusson, svífst einskis og ákveður að fá 7 milljónir úr bæjarsjóði, toppdjopp fyrir kosningabaráttu. 
  • Árni Magnússon, fyrrv ráðherra. braut lög og fannst það ekkert ámælisvert, sagði bara að dómarinn hafi gefið honum gult spjald. hann á að setja og framfylgja lögum

Hjá Kristjáni Pétursyni fann ég þetta :

Það er engin furða þó aðeins 27% þjóðarinnar treysti löggjafarvaldinu, þegar fyrir hverjar kosningar eru búnir til langir loforðalistar um úrbætur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins,sem jafnharðan eru sviknir.Ríkisstjórnin ætlar sér sýnilega að slá út öll fyrri kosningaloforð fyrir komandi kosningar,enda slá þau hátt í 100 miljarða þakið.Þjóðin á að vita af fenginni reynslu,að þetta eru hreinar blekkingar og taka ekkert mark á þeim.

Á þessum svikna loforðalista er fjöldi stórmála,sem varða þjóðina miklu.Má þar m.a.nefna:

  • Ákvæði verði sett í stjórnarskrá  um að fiskistofnarnir við landið séu sameign þjóðarinnar.
  • Sjúkratryggingar taki sambærilegan þátt í kosnaði vegna tannviðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu.
  • Almennra verðtryggingu lána til skemmri tíma en 20 ára.
  • Lokið verði við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
  • Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja á láni frá LÍN.Lögð áhersla á að lækka stórlega fasteignagjöld á eldri borgara.
  • Skylduáskrif af fjölmiðlum verði afnumin  nú þegar.
  • Að stimilgjöld af  verðbréfum verði afnumin.
  • Afnán tekjutengingar í námlánakerfinu svo námsmönnum sé ekki refsað fyrir vinnu.
  • Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu óviðunandi og engin á að þurfa að bíða eftir heilbrigðisþjónustu.
  • Hér eru aðeins nokkur dæmi tilgreind fyrir síðustu kosningar  af þessum makalausu loforðasvikalistum ríkisstjórnarfl.

Ég mun halda áfram að halda þessu til haga sem og að bæta við. Af nægu er að taka. 


Sjálfstæðisflokkurinn og athafnastjórnmál.

Eins og þeir sem hafa slysast hingað inn vita þá les ég www.jonas.is oft mér til skemmtunar. Hann kemst oft vel að orði og hefur þróað knappan stíl sem segir margt í nokkrum setningum. Hér eru 2 dæmi frá þvi í dag:

22.04.2007
Loforð til ills
Um leið og rannsókn sýndi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allan þorra síðustu kosningaloforða, stórjókst fylgi flokksins. Kjósendur hans kæra sig nefnilega sumir kollótta um kosningaloforð og aðrir þeirra vona fremur en hitt, að þau verði svikin. Loforð kosta nefnilega peninga, sem kjósendur flokksins telja afleitt. Þeir telja hlutverk ráðamanna flokksins vera að tryggja fjörugt atvinnulíf og fulla vinnu, gott svigrúm fyrir athafnir fólks. Flokknum hefur tekizt að halda úti sveiflu og spennu síðustu árin. Meira heimta kjósendur ekki. Er það ekki bara í lagi?

22.04.2007
Athafnastjórnmál
Ég fær gæsahúð, þegar ég heyri pólitíkus tala um athafnastjórnmál. Athafnir eiga heima í atvinnulífinu, þar sem menn taka áhættu. Pólitíkusar taka hins vegar enga fjárhagslega ábyrgð af áhættu á kostnað greiðenda skatts og útsvars. Athafnapólitíkusinn er vinur verktaka, sem vilja reisa háhýsi á dýrum lóðum ofan í gömlum hverfum. Sem vilja reisa orkuver á ábyrgð ríkisins og á kostnað orkunotenda. Sem vilja reisa flugvöll og íbúðir úti í sjó. Athafnastjórnmál eru fínt orð um pólitíkusa, sem ekki hafa vaxið upp úr sandkassa og spillingu. Þeir eru hættulegir.

(www.jonas.is )


 

Helvíti er ég sammála honum núna.


Var verið að benda mér á að mbl.is fer með fleypur í fyrirsögn þessarar fréttar

Samfylkingnin var aðeins með 3 kjördæmakjörna fulltrúra. Sá 4 á Suðurlandi var Jón Gunnarsson sem var uppbótarþingmaður. Því er Samfylking aðeins að missa einn kjördæmakjörinn og hann er við það að komast inn. Uppbótarþingmenn ráðast af atkvæðavægi á landsvísum

Frétt af mbl.is

  Samfylking missir tvo þingmenn í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun
Innlent | mbl.is | 22.4.2007 | 14:12
Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40,9% atkvæða í Suðurkjördæmi væri gengið til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið dagana 15. til 19. apríl 2007. Samfylkingin fengi 24,0%, Framsóknarflokkurinn fengi 14,2% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 13,7%. Frjálslyndi flokkurinn fengi 4,8%, Íslandshreyfingin fengi 2,2% og Baráttusamtökin fengju 0,3%.


Skoðunarkönnun Fréttablaðsins - Gefur hún rétta mynd?

Í dag birtist skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna. Í raun ekkert um hana að segja nema að hún gefur í skyn að ríkisstjórnin haldi völdum. En þegar maður skoðar á hvaða forsendum hún er byggð þá verður að skoða hana með varúð.

untitledÞað verður að líta til þess að úrtakið er 800 manns. 502 svara og 361 taka afstöðu. Það eru því um 361 sem raunverulega svara og því eru vikmörk stór og verður að skoða hana sem slíka.  Þannig gæti flokkur sem fær 40% verið raunverulega með 35 til 45% og því er þessi þingmannfjöldi ekki byggður á neinum raunveruleika.


Mér líkar illa við þessa aðferð við skoðanakannanir

Mér er til efs að þessi aðferð við að kanna fylgi flokka skili réttri afstöðu kjósenda þ.e.

Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

Með þessu eru í raun taldir sem kjósendur Sjálfstæðisflokk hópur fólks sem í raun er ekki búið að gera upp hug sinn.

Þá finnst mér einnig skrítið að um 5% minna fylgi valdi því að Samfylking missi 2 þingmenn og verð að álykta að það vanti aðeins nokkur brot að 3 maðurinn sé inni

preview
(www.ruv.is )

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji maður Samfylkingar bankar á dyrnar skv. þessu

Engin ástæða fyrir Samfylkngarfólk að láta þetta draga sig niður. Þessi könnun er mæling á fylgi sem er á leiðinni upp. Og þriðji maðurinn er víst á mörkum þessa að komast inn. Og 5 maður Sjálfstæðisflokksins er víst tæpur. Gaman verður að sjá næstu mælingar. Er viss um að Samfylkingin er á leiðinn upp aftur. Hefði meir áhyggjur ef ég væri framsóknarmaður

reykjaviksuður
(www.ruv.is )

Frétt af mbl.is

  Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Innlent | mbl.is | 21.4.2007 | 14:07
 Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,5% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður væri gengið til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,9% atkvæða, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 18,8% atkvæða, Íslandshreyfingin fengi 5,4 % atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 4,5% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 3,9% atkvæða


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn ætti að skammast sín!

Eftirfarandi frétt af www.visir.is segir meira en margt annað um áherslur sem þessi ríksstjórn hefur haft upp síðustu 3 kjörtímabil. Það hefur verið varað við og rætt um ástand í málaflokki barna með geðræn vandamál í áratugi og nefnd eftir nefnd fjallað um málið en lausnir alltaf dregnar á langinn. Og nú í dag eru met biðlistar eftir meðferð á BUGL:

Fréttablaðið, 20. apr. 2007 23:18


Metbiðlistar á BUGL

"Þetta er lengsti biðlisti sem ég man eftir, og hef ég verið þarna í um tíu ár," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).

Um 170 börn bíða eftir að fá hjálp á BUGL. Meðalbiðtími þeirra sem ekki eru talin þurfa á bráðaþjónustu að halda er eitt og hálft ár, samkvæmt Ólafi.

Ólafur segir biðlistann hafa lengst meira síðastliðið ár en árin á undan. Plássum hafi auk þess fækkað úr 21 í sautján frá árinu 2004. Álag á starfsmönnum deildarinnar sé mikið og fjöldi af reyndu fólki hafi horfið frá störfum þess vegna. "Það tekur á að sinna börnum sem eiga í miklum vanda, oft í sjálfsvígshættu. Við höfum reynt eins og við getum að halda bráðaþjónustunni óskertri. Hins vegar höfum við ekki getað tekið börn á biðlistum inn frá því um áramót, nema málin hafi orðið þeim mun alvarlegri," segir Ólafur. Bráðatilvik segir hann flokkuð samkvæmt reglum deildarinnar, í þeim tilvikum séu einkennin oft upp á líf og dauða.
"Þetta þýðir að veikum börnum og fjölskyldum þeirra er haldið í gíslingu í langan tíma," segir Margrét Ómarsdóttir, móðir og stjórnarmaður Barnageðs. (www.visir.is )

Einnig stendur þarna

Margrét segir eina af ástæðunum fyrir því hvernig málin hafa þróast vera að meðferðartími barnanna hefur lengst. "Mörg börn þarna inni eru stopp, framhaldsúrræðin eru engin en ekki er hægt að útskrifa," segir hún. Venjulega sé miðað við að börn séu ekki lengur en sex vikur innlögð á BUGL. Staðan nú sé hins vegar sú að mörg börn hafi dvalist þar í sex til átta mánuði.

"Okkur vantar fjármagn, Landspítalinn bendir á heilbrigðisráðuneytið, það bendir svo á fjármálaráðuneytið en lítið fæst að gert," segir Ólafur.  (www.visir.is )


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband