Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Algjör mistök að leggja Þjóðhagsstofnun niður á sínum tíma

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það voru mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Tværi ríkisstofnanir komast að ólíkum niðurstöðum og hverri eigum við að trúa. Varla fjármálaráðuneytinu sem mundi ekki koma með neikvæða spá svona rétt á meðan fjármálaráðherra er í kosningabaráttunni. Greiningardeildir bankanna ganga náttúrulega erinda bankanna. Þannig að við fáum ekki hlutlausa mynd af ástandinu.

Sá að Egill Helgason er líka að velta þessu fyrir sér:

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það var hrein vitleysa að leggja niður Þjóðhagsstofnun gömlu. Nú veit enginn hvaða efnahagsspám hann á að trúa. Fjármálaráðuneytið hefur augljóslega hag af því að gylla framtíðina og bankarnir hafa líka hagsmuna að gæta - þeir reyna að halda að fólki sinni útgáfu af framtíðinni. Því er enginn fullkomlega hlutlaus aðili að gera hagspár. Hvað með Seðlabankann? Ja, allir virðast segja að síðasta spá hans hafi verið alltof full af svartagalli.

Meira jafnvægi er að komast á í hagkerfinu voru skilaboðin frá fjármálaráðuneytinu í dag. Það er hægt að lesa þetta öðruvísi: Lítill hagvöxtur til 2012. Vaxandi atvinnuleysi. Króna sem veikist. Niðursveifla.

Nema við fáum meiri stóriðju. Þá er aftur hægt að rífa hagkerfið upp á rassgatinu. Það eru skilaboðin frá Geir Haarde í viðtali við Viðskiptablaðið.

Önnur hugmynd gæti verið einkavæðing í orkugeiranum og heilbrigðiskerfinu. Til að smyrja hjól efnahagslífsins eins og gerðist þegar fiskurinn í sjónum var einkavæddur og síðan bankarnir.

En það á sjálfsagt enginn eftir að stinga upp á því.
(www.visir.is/silfuregils )


Algjör mistök að leggja þjóhagsstofnun niður á sínum tíma

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það voru mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Tværi ríkisstofnanir komast að ólíkum niðurstöðum og hverri eigum við að trúa. Varla fjármálaráðuneytinu sem mundi ekki koma með neikvæða spá svona rétt á meðan fjármálaráðherra er í kosningabaráttunni.

Sá að Egill Helgason er líka að velta þessu fyrir sér:

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það var hrein vitleysa að leggja niður Þjóðhagsstofnun gömlu. Nú veit enginn hvaða efnahagsspám hann á að trúa. Fjármálaráðuneytið hefur augljóslega hag af því að gylla framtíðina og bankarnir hafa líka hagsmuna að gæta - þeir reyna að halda að fólki sinni útgáfu af framtíðinni. Því er enginn fullkomlega hlutlaus aðili að gera hagspár. Hvað með Seðlabankann? Ja, allir virðast segja að síðasta spá hans hafi verið alltof full af svartagalli.

Meira jafnvægi er að komast á í hagkerfinu voru skilaboðin frá fjármálaráðuneytinu í dag. Það er hægt að lesa þetta öðruvísi: Lítill hagvöxtur til 2012. Vaxandi atvinnuleysi. Króna sem veikist. Niðursveifla.

Nema við fáum meiri stóriðju. Þá er aftur hægt að rífa hagkerfið upp á rassgatinu. Það eru skilaboðin frá Geir Haarde í viðtali við Viðskiptablaðið.

Önnur hugmynd gæti verið einkavæðing í orkugeiranum og heilbrigðiskerfinu. Til að smyrja hjól efnahagslífsins eins og gerðist þegar fiskurinn í sjónum var einkavæddur og síðan bankarnir.

En það á sjálfsagt enginn eftir að stinga upp á því.
(www.visir.is/silfuregils )


mbl.is Segir óþægilega mikinn mun á sýn fjármálaráðuneytis og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Gísli Marteinn ekki að kynna grænar áherslur í Reykjavík

Man ekki betur að hann hafi einmitt verið að tala um að efla almenningssamgöngur þannig að fólk ætti val. En það nú vika liðin síðan það var og sjáflstæðismenn uppteknir við að gera Vilhjálm að alþýðuhetju.  Eins og maður hafi ekki munað að Sjálfstæðismenn eru á móti því að efla almennings samgöngur þeir hafa jú sagt hingað til að leggja ætti áherslu á skipuleggja borgina út frá einkabílum.

Frétt af mbl.is

  Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Innlent | mbl.is | 24.4.2007 | 16:09
Þann 1. júní verða breytingar á leiðarkerfi Strætó bs.... Á fundi umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær voru kynntar breytingar sem verða gerðar á leiðakerfi Strætó bs. 1. júní næstkomandi. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna mótmæltu þeim breytingum og telja að um skerta þjónustu sé að ræða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja hins vegar nauðsynlegt að sýna aðhald í rekstri og að breytingarnar séu eðlileg viðbrögð við fækkun farþega á sumrin.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að Ísland í dag hafi haft sín mál á hreinu

Vona að þau hafi unnið þetta almennilega. Það er afleytt ef að málefni eins og þetta er hægt að kæfa vegna mistaka fréttamanna. Því að fjölmiðlar geta verið gott aðhald á menn sem vilja brjóta á útlendingum. Að þeir viti að þessi mál geti komist í fjölmiðla.

Annar er ég svo vitlaus að ég átta mig ekki á því hvernig innlend starfsmannaleiga getur grætt svo mikið á að ráða hingað inn pólverja til að vinna. Nema þá að verið sé að borga þeim laun langt undir markaðslaunum. Og svo náttúrulega ef að leigurnar reka húsnæði sem þeir leigja þessum verkamönnum á orkurverði. Þannig má kannski ná verulegum hagnaði.

www.mannlif.is

Ísland í dag lögsótt

24 apr. 2007

Forsvarsmenn Húsaleigu ehf. og IntJob ætla að lögsækja Steingrím Ólafsson og Ísland í dag vegna meintra rangfærslna í þættinum þar sem fjallað hefur ítrekað verið um aðbúnað erlendra verkamanna. Aðstandendur þáttarins eru sakaðir um að leyna þeim staðreyndum sem koma Húsaleigu til góða og neita að birta viðbrögð aðstandenda fyrirtækisins. Þetta er að þeirra sögn gert til að ,,fréttir þeirra séu ekki eyðilagðar með staðreyndum." Ávirðingar Húsaleigu og IntJob eru alvarlegar ef sannar reynast. Yfirlýsingin Húsaleigumanna er birt í Morgunblaðinu en það blað er þekkt fyrir að birta með áberandi hætti klögumál á hendur öðrum fjölmiðlum ...

www.mbl.is

„Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"

 Húsaleigu ehf. og IntJob óskuðu eftir birtingu eftirfarandi yfirlýsingar:

„Undanfarin misseri hefur dægurþátturinn Ísland í dag fjallað ítrekað um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi. Margt sem fram hefur komið í umfjölluninni er misvísandi eða hreint út sagt rangt, þegar tekið er tillit til allra staðreynda málsins.

Í ljósi þeirra fjölmörgu rangfærslna sem fram hafa komið sjá forsvarsmenn Húsaleigu ehf. sig tilneydda til þess að leita réttar síns fyrir dómstólum. Lögmanni fyrirtækisins hefur verið falið að kæra Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann hjá Íslandi í dag, Steingrím Sævar Ólafsson, ritstjóra þáttarins, og Jakob Skaptason, viðmælanda þáttarins í kvöld. Kært verður fyrir ærumeiðingar og rógburð. Þá verður farið fram á að fjölmörg ummæli í þættinum í kvöld verði dæmd dauð og ómerk og að ofangreindur viðmælandi verði dæmdur ómerkingur orða sinna.


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert sem Gunnar gerir sem orkar ekki tvímælis

Gunnar búinn að selja þetta land en ekki búinn að gaga frá einföldum hlutum eins og að fá breytingu á hesthúsahverfi í iðnaðar og verslunarhverfi. Þetta er eins og mað Heiðmörk, nýja hesthúsahverfið og í raun allt. Hann hugsar málin eins og verktaki og rekur bæjarfélagið eins og fyrirtæki. Það sem skiptir máli er að byggja, byggja, byggja en skítt með reglur og lög.

Frétt af mbl.is

  Uppbygging Glaðheimasvæðis í uppnámi
Innlent | Morgunblaðið | 24.4.2007 | 5:30
Umhverfisráðuneytið hefur hafnað tillögu Kópavogsbæjar að breyttu svæðisskipulagi á Glaðheimasvæðinu, núverandi félagssvæði hestamannafélagsins Gusts, og er því óljóst hvenær hægt verður að hefjast handa við umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á svæðinu. Umhverfisráðuneytið féllst ekki á að breytingarnar teldust óverulegar og þarf samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu að fjalla um málið, að því gefnu að úrskurðinum verði ekki hnekkt af dómstólum


mbl.is Uppbygging Glaðheimasvæðis í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll Pétursson er náttúrulega ekki í lagi

Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Páll Pétursson formaður lyfjaverðnefndar telur að lausnin sé að fækka apótekum um þriðjung.

Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir tölurnar frá Eurostat úreltar. Lyf hafi lækkað um hundruð milljóna síðan nóvember 2005. Nýrri samanburður frá desember 2006 á þrettán sérvöldum mikið seldum lyfjum í nokkrum Evrópulöndum sýna skárri mynd. Þær sýna, segir Páll, að heildsöluverð er á svipuðu róli hér og í nágrannalöndunum, hins vegar sé smásöluverðið út úr apótekinu mun hærra. Aðspurður hvort álagning apótekara sé of há, svarar Páll og lyfjadreifing sé dýr á Íslandi og það þurfi að fækka apótekum um þriðjung.
( www.visir.is )

En miðað við það að það eru minnstu Apótekin sem eru að bjóða ódýrustu lyfin eins og Skipholtsapótek og fleiri þá eru það stóru keðjurnar sem eru að kýla upp verðið. Þannig að maður hefði haldið að það vantaði einmitt samkeppni á þessum markaði. Lyf og heilsa sem og Lyfja eiga flest öll apótekin og ættu að geta veitt mun hagstæðara verð.

Það er spurning hvort að Páll þurfi ekki einhvern til að taka við af sér.


mbl.is Heildsöluverð á lyfjum það sama og á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegar greinar í Morgunblaðinu eftir Indriða H Þorláksson

Í Mogganum í dag og gær haf birtst greinar eftir Indriða H Þorláksson hagfræðing sem þekkir nú heldur betur til í fjármálaráðuneytinu og fleir stöðum innan ríkiskerfissins. Í þessum greinum er hann að fjalla um orkusölu okkar til álvera og skv. minni upplifun af þessari grein er hann ekki á því að við séum að fá raunvirði fyrir orkuna sem við erum að selja til þessara stóriðja. Ég ætla að leyfa mér að vitna hér í nokkra kafla í greininni sem birtist í dag.

Upplýst afstaða til virkjana í þágu stóriðju krefst þekkingar á þessum forsendum. Þeir sem tilbúnir eru að ganga langt í uppbyggingu stóriðju vilja væntanlega ekki nýta auðlindir hér á landi þannig að öll renta af þeim renni til erlendra aðila og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar eiga auðveldara með að gera upp hug sinn ef þeir vita fyrir hvaða verð náttúruauðlindum er fórnað. Það hlýtur að vera hagsmunamál allra að upplýsingar þessar liggi fyrir.

Þetta hafa nú margir bent á að við fáum ekki að vita um orkuverðið. En áfram ætla ég að vitna í Indriða:

Fyrr á tíð lögðu stjórnavöld mikið í að fá erlenda aðila til að byggja hér álver. Gekk það lengi vel illa þrátt fyrir síaukna álnotkun og hækkandi heimsmarkaðsverð. Skýringin er líklega sú að orkuverð hér hafi þótt hátt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku til álframleiðslu. Nú hafa orðið umskipti. Álframleiðendur standa í biðröð og eru að sögn komnir með bindandi tilboð um orkuverð, sem gerir þeim kleift að ákveða sig með stuttum fyrirvara. Þetta bendir til þess að orkuverð til stóriðju hér á landi sé nú orðið lægra en það verð sem fá má hjá öðrum orkuframleiðendum. Það þýðir þó ekki að verð hér hafi lækkað nema að tiltölu við heimsmarkaðsverð. Rétt er að hafa í huga að Ísland er ekki hagkvæmur framleiðslustaður fyrir ál m.t.t. flutnings á hráefni og framleiðsluvöru og að laun eru há. Þetta óhagræði verður að jafna út með orkuverðinu.

Framangreint bendir sterklega til þess að verð á orku til álframleiðslu hér á landi sé nú orðið lægra en heimsmarkaðsverð. Sé svo er það vísbending um að orkukaupandinn, þ.e. álverið, sé að fá í sinn hlut nokkuð af þeirri rentu sem auðlindin gefur af sér.

Eins þá hnaut ég um þetta sem hér er undirstrikað:

Máli skiptir hvort auðlindin hefur verið metin til fjár í arðsemisútreikningunum eða hvort aðeins er miðað við beint útlagt fjármagn. Sé verðmæti auðlindarinnar ekki talið með og arðsemi af öðru fjármagni er aðeins í samræmi við markaðsávöxtun skilar engin renta sér til orkuversins. Auðlindarentan hefur þá runnið að fullu til álversins og kemur fram í hagnaði þess. Í hlut Íslands af rentunni kemur þá eingöngu tekjuskattur álversins.

Og í lok greinarinnar segir Indriði:

Framangreind atriði, ásókn í orku og upplýsingar um orkusölu, benda til þess í fyrsta lagi að umtalsverð auðlindarenta sé í orkuframleiðslu á Íslandi. Í öðru lagi að þessi renta skiptist á milli orkuseljenda og álveranna. Í þriðja lagi að líklegt sé að verulegur hluti þessarar auðlindarentu renni til erlendra aðila. Þeirri spurningu hversu mikil renta er og hvernig hún skiptist milli innlends orkusala og erlends kaupanda verður ekki svarað nema með ítarlegri athugun á grundvelli talnalegra upplýsinga.

Sú spurning vaknar hins vegar hvort nýting náttúruauðlinda með þeim hætti að arður af þeim renni að verulegu leyti til erlendra aðila samrýmist hugmyndum manna um þjóðareign á náttúruauðlindunum og nýtingarrétt á þeim. Fyrir Ísland hefur auðlindin þá misst fjárhagslegt gildi sitt, öðrum nýtingarmöguleikum hefur verið fórnað og umhverfisspjöll hugsanlega unnin. Auðlindin er þá ekki lengur auðlind en er orðin byrði. Til hvers er þjóðareign þá?

Já þetta hefur fólk ekki tekið með í umræðunna. Þegar verið er að reikna út arðsemi virkjana er ekki tekð með í reikninginn að við fáum neinn arð af auðlindinni. Það er bara arður af því fjármagni sem orkufyrirtækin setja í þessar virkjanir og megnið af aðrinum fer til álfyrirtækjana. Því að þau mundu ekki sækjast eftir því að koma hingað nema fyrir það að hér fá þau ódýrara rafmagn en gengur og gersit í heiminum. Hvet fólk til að lesa þessar greinar hans Indriða í Mogganum.


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Harðar: "Framsókn hallærislegust af öllu hallærislegur"

Bjarni Harðar var með erindi á Útvarpi Sögu um helginna held ég. Ég heyrði til hans þegar ég stillt á Útvarp Sögu í miðjum bíltúr. Heyrði ekki allt erindið en þar sem ég kom inn sagði hann frá því að þegar hann var ungur maður hefði honum fundist Framsóknarflokkurinn það hallærislegasta af öllu hallærislegu. Og í dag væri flokkurinn ennþá hallærislegur en honum fyndist hann sam skynsamlegasti kosturinn. Ekki mikil virðing sem hann ber fyrir flokknum sínum

Eftirfarandi er tekið af blogginu hans Bjarna.

Sjálfum hefur mér oft þótt minn Framsóknarflokkur dulítið hallærislegur. Hvorki eins töff og frjálshyggjugaurarnir eða vígmóðir kommar. En einmitt þessi jarðbundnu hallærislegheit eru mælikvarðinn á að flokkur þessi er afl skynseminnar,- líkt og í lífsins dansi að það hallærislega iðulega skynsamlegast

Dálítið sniðugt að velja orðið hallærislegur sem dregið er af hallæri sem þýðir skortur.

 

 


Væri nú gott að vita hvað ríkið þyrfti að borga mikið á ári fyrir leigu á þessu fasteigum líka.

Held að menn séu nú ekki að gera svona skýrslu af góðmennsku einni saman. Og að fyrirtæki vilji hafa einhvern hag út úr þessu. Því væri gaman að menn birtu líka þau útgjöld sem mundu fylgja í kjölfarið fyrir ríkð á ári.

Manni finnst allar svona skýrslur vafasamar þegar þær eru unnar fyrir samtök sem sjá hag fyrir félagsmenn sína í svona viðskiptum. Fasteignir ríkissins er bara hægt að selja einusinni þannig að eftir það yrðu það útgjöld fyrir ríkið.

En ég hef túlkað þetta sem undirbúning að einkavæðingu í fasteignum ríkisins. Svona fyrst fræinu sáð. Og fullyrði að þetta er á dagskrá næsta kjörtímabil ef núverandi stjórn heldur völdum. Reykjavík er byrjuð á þessu. Vilhjálmur skrifaði undir leigusamninga við Eykt án útboðs.

Frétt af mbl.is

  Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar
Innlent | mbl.is | 23.4.2007 | 8:46
Heppilegt væri fyrir ríki og sveitarfélög að selja fasteignir sínar fasteignafélögum og leigja þær svo af þeim. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út og er það mat skýrsluhöfunda, að ríkið gæti losað um hátt í 80 milljarða króna ef fasteignir yrðu seldar


mbl.is Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að segja að hann hafi ekki reynt allt til að koma sér hjá dómi

Þetta kallar maður að reyna að bjarga sér frá dómi.

Fréttablaðið, 23. apr. 2007 04:30

Sagði kærustuna hafa rotað sig

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til ökuleyfissviptingar og 130 þúsund króna sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands vegna ölvunaraksturs.

Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að hesthúsi við Hellu af hinum ákærða sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu sambýliskonu sinnar. Var maðurinn töluvert ölvaður og með skurð á augabrún sem blæddi mikið úr, en neitaði að þiggja læknishjálp. Yfirgaf lögregla því staðinn.

Skömmu síðar urðu lögreglumennirnir varir við manninn á ný þar sem hann keyrði um bæinn. Hann var handtekinn og tekið úr honum blóðsýni sem staðfesti að hann hefði verið ölvaður.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa ekið bifreiðinni en kvaðst ekki hafa verið ölvaður heldur hefði verið vodkapeli milli sætanna sem hann hefði drukkið úr eftir að lögreglan stöðvaði hann.

Þá sagði hann sambýliskonu sína hafa ráðist að sér að nýju og rotað sig eftir að lögreglan hefði yfirgefið hesthúsið. Hann hefði því verið ringlaður af höfuðáverka sem hann hefði hlotið fyrir vikið.

Dómurinn sagði frásögn ákærða alla tíð hafa verið á reiki, mótsagnakennda og ótrúverðuga.

(www.visir.is )


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband