Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Laugardagur, 26. maí 2007
Alveg er þetta dæmigert fyrir Kópavogsbæ
Kópavogur mitt sveitarfélag er nú að verða frægt af afbrigðum fyrir framgang bæjarfélagsins gagnvart náttúrunni. Það er ráðist í gegnum skóg í heiðmörk og á fleiri stöðum og helst á allstaðar að byggja og steypa. Þannig að þessar fréttir um að yfirborðsvatni frá iðnaðarhverfi sé hleypt óbeislað beint í Elliðaárnar kemur mér ekkert á óvart. Flestir aðrir hefðu nú gert þessa settjörn fyrst en ekki Kópavogur. Hann reynir að komast upp með það að hleypa menguðu vatni í Elliðaárnar eins lengi og enginn fattar það.
Frétt af www.mbl.is
Ef þessar fréttir reynast réttar er þetta kjaftshögg fyrir okkur," segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri mengunarvarna hjá Reykjavíkurborg, sem síðdegis í gær barst ábending um mengun í Elliðaánum. Vart hefur orðið mengunar í Elliðaánum að undanförnu, sem m.a. birtist í grunsamlegum vatnslit á ánum og telja sumir sig geta greint olíubrákir niður eftir þeim.
Að sögn Arnar verður það hans fyrsta verk að kanna málið í dag og bregðast við eftir atvikum. Segir hann óviðunandi ef rétt reynist að mengun berist í árnar úr öðru sveitarfélagi, ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg hafi á umliðnum árum eytt ómældum tíma og fjármunum í að halda Elliðaánum hreinum, t.d. með því að koma upp settjörnum sem taka við yfirborðsvatni svo það mengi ekki árnar. Ég óttast að svona mengun geti haft áhrif á dýralífið í ánum."
Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, sem starfar að umsýslu fasteigna hjá OR, er annars vegar um að ræða rör frá iðnaðarhverfi í Kópavogsbæ sem liggur út í ána skammt frá Breiðholtsbrú, en með því berist sjóðandi heitt vatn og "önnur óþekkt efni", eins og hann orðar það. Hins vegar sé um að ræða rör sem liggi frá bílaþvottastöð skammt frá Sprengisandi, en við ákveðin skilyrði berist sápa þaðan út í árnar. Aðspurður segir hann ástandið hafa verið svona í tæpt ár og hann hafi ítrekað sett sig í samband við Kópavogsbæ til að benda mönnum á málið en án viðbragða.
Settjörn væntanleg
Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar, staðfesti að yfirborðsvatn úr neðsta hluta iðnaðarhverfisins í Urðarhvarfi rynni út í Elliðaárnar, en tók fram að ekki væri um skólp að ræða. Sagði hann fyrirhugað að koma upp settjörn síðar á þessi ári til þess að taka við þessu yfirborðsvatni. Sagði hann af og frá að heitt vatn flæddi út í árnar frá Kópavogsbæ, enda væri tvöfalt kerfi í hitaveitunni í Vatnsenda, sem tryggði það að allt heitt vatn rynni til baka til hitaveitunnar. Aðspurður sagðist hann þess fullviss að dýralíf Elliðaánna hefði ekki hlotið skaða af yfirborðsvatninu sem flætt hefði í árnar, enda hefði það verið í svo litlu magni, og að það hefði verið ástæða þess að ekki hefði þótt ástæða til að koma upp settjörn fyrr.
Mengun í Elliðaánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. maí 2007
Verður meirihlutanum í Reykjavík slitið?
Var að lesa eftirfarandi inn á www.mannlif.is
Þó Björn Ingi haldi ró sinni ætti sjálfstæðisfólk að hafa það í huga að þessa dagana er lemstraður Framsóknarflokkurinn að reyna að átta sig á hvern hann hatar mest; Vinstri græn, Ingibjörgu Sólrúnu eða fláráðan Sjálfstæðisflokkinn og til eru þeir sem vilja að Björn Ingi launi fyrrum samstarfsflokknum í ríkisstjórn lambið gráa með því að gera minnihlutanum í borgarstjórn tilboð um nýtt meirihlutasamstarf gegn því að hann verði borgarstjóri. Með þessu gætu framsóknarmenn sýnt að þeir kunna enn að leika pólitíska hráskinnaleiki og myndu skilja Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjora, eftir í minnihluta ... www.mannilif.is
Föstudagur, 25. maí 2007
Trúi því ekki að ekki sé hægt að finna lausn á þessu
Mávar hafa eyðilagt þá skemmtun sem ég hafði að fara með dóttur mína niður á Tjörn og svo held ég að sé um marga. Þessir Mávar eiga náttúrulega sinn tilverurétt en þetta er full mikið af því góða. Væri ekki hægt að finna helstu varpsvæði þeirra og steypa undan þeim þannig að þessi stofn sem heldur til í nágreni Höfuðborgarinnar deyi hreinlega út eða minnki umtalsvert.
Frétt af mbl.is
Það er ekki allt í lagi
Innlent | mbl.is | 25.5.2007 | 15:45
Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið
Það er ekki allt í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2007
Þjónusta VÍS og gildi þessara trygginga sem maður er að borga fyrir
Ein smá reynslusaga af samskiptum við tryggingarfélag!
Nú um daginn lenti ég í því að dóttir mín var í heimsókn hjá ömmu sinni sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að henni og vinkonu hennar sem var hjá henni tókst að hella gosi yfir fartölvu ömmu hennar. Og í framhaldi af því þá kviknar ekki á skjánum á tölvunni. Það var hringt í mig og ég sagði ömmu hennar að vera róleg þar sem að ég sé búinn að vera með heimilis og fjölskyldutryggingu heil lengi og nú sé meira segja búið að uppfæra hana í F+ Kaskó. Og ég hringi bara í þá og þessu verði kippt í liðinn.
Jú svo hringi ég í VÍS daginn eftir og þá er mér bent á að ég þurfi að sækja eyðublað á netinu og fylla út sem er allt í lagi og koma með til þeirra sem ég geri. Og við það að skila þessu inn er mér sagt að ég geti kannað afgreiðsluna strax daginn eftir, sem ég geri. Þá er engin svör að hafa. Daginn eftir er ekki búið að úrskurða um þetta. Daginn eftir það ekki heldur. Næsta dag er mér vísað á einhverja skrifstofu manns varðandi ábyrgðartrygggingar. Hann getur ekki tekið síma og mér boðið að skilja eftir skilaboð og hann hringi. En ég heyri ekkert frá honum.
Loks þá hringi ég daginn eftir í þjónustuverið og þá bendir sú sem þá svarar að VÍS borgi þetta ekki ef að amman sé með heimilistryggingu. Það sé allaf kannað hvort að aðili sem verður fyrir tjóni sé með tryggingu sem gæti hugsanlega dekkað þetta. Ég spurði hvort að það væri virkilega að tjónþoli ætti að fórna hugsanlegum bónusum og jafnvel þurfa að taka á sig sjálfsábyrgð vegna tjóns sem dóttir mín ylli. Og jú viti menn svo er. Þá spurði ég af hverju enginn hefði haft fyrir að segja mér frá þessu í öllum þeim símtölum sem ég hafði hringt til þeirra. Hún vissi það ekki.
Eins þá fór ég að velta fyrir mér af hverju sölumenn trygginga segðu manni ekki frá þessu þegar þeir væru að selja manni viðbætur við tryggingar sem manni skilst að eigi bara að bæta allt.
En í framhaldi af þessu þá mundi ég eftir máli sem ég leitaði til þeirra með fyrir nokkrum árum þar sem að stolið var út bíl hjá mér. En bílnum var stolið og þegar hann fannst var horfið úr honum m.a. Íþróttadót og fleira. Ég tilkynnti þetta til þeirra og þeir vildu fá skýrslu frá lögreglu sem ég lét senda. Eftir það reiknaði ég með að haft yrði samband við mig og beið rólegur, svo rólegur að ég gleymdi þessu og ekkert var haft samband og hefur ekki verið gert enn. Konan benti mér á að svona mál þyrfti ég sjálfur að ýta á eftir og sækja því að þau réðu bara ekkert við að sinna þessu öllu að eigin frumkvæði.
Svo er restin af samtali mínu við VÍS ekki eftir hafandi nema að ég sagði að svona trygging hefði bara ekkert upp á sig! Þó ég hafi orðað það ekki svona pent.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Allur þessi kosnaður öll þessi fyrirhöfn fyrir óétandi kjöt
Fyrir utan það hvað almenningsálit í heiminum er á móti þessum veiðum þá finnst mér rétt að nefna það að hvalkjöt er með afbrigðum vont kjöt að mínu mati. Það þarf að beita ýmsum kúnstum við að eyða lýsisbragði af því. Þá ber þess að geta að hvalir eins og hrefna eru efst í vistkeðjunni á sínum svæðum og safna því í sig mengun frá tegundum sem þær éta. Þá eru sára fáir íslendingar sem hafa einhvern hag af þessum veiðum lengur. Því held ég að þeim sé sjálf hætt í bili.
Frétt af mbl.is
750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum
Innlent | mbl.is | 24.5.2007 | 11:51
Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, áætlar að íslensk stjórnvöld hafi á tímabilinu 1990 til 2006 varið 750 milljónum króna í verkefni tengd hvalveiðum og kynningu á málstað Íslendinga í hvalamálinu. Segir Þorkell, að þetta sé mikill kostnaður í ljósi þess hve tekjur af sölu hvalkjöts á Íslandi séu litlar.
750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Sorglegar myndir í fréttum RUV í kvöld
Fannst þetta ekki skemmtilegar myndir af gæsunum upp við Hálsalón sem voru að reyna að bjarga eggjunum sínum. En þær höfðu náttúrulega verpt á gömlu stöðunum sínum en þeir voru um það bil að hverfa í vatnið.
Sjá fréttina: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338312/9
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ýmsar breytingar á Þingvallarstjórninni á þessu kjörtímabili skv. www.mannlif.is
Var að lesa eftirfarandi á www.mannlif.is :
Samfylking fær þingforseta
Meðal þess sem samið hefur verið um milli ríkisstjórnarflokkanna er að Samfylking fær forseta Alþingis um mitt kjörtímabil. Við þá breytingu fer af stað mikill kapall. Reiknað er með, án þess að það sé staðfest, að Jóhanna Sigurðardóttir velferðarráðherra fá embætti þingforseta en Katrín Júlíusdóttir verði ráðherra hennar í stað en gróflega var gengið framhjá Katrínu með skipan Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í embætti umhverfisráðherra. Þá er reiknað með að Sturla Böðvarsson víki af þingi og verði hugsanlega vegamálastjóri. Áður en að þessu kemur mun Björn Bjarnason hætta ráðherradómi og frændi hans, Bjarni Benediktsson taka við. Það gæti orðið innan árs og er einn fjölmargra baksamninga sem gerðir hafa við myndum Þingvallastjórnarinnar ... (www.mannlif.is )
Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Gunnar varla orðinn þingmaður ennþá!
Þetta er nú það sem skeður þegar valið er í ráðuneyti. Ef að Ingibjörg hefði valið Gunnar hefði verið erfitt að uppfylla það markmið að hafa jafna tölu karla og kvenna. En það má líka benda á að margir aðrir sem bæði eru valdir og og ekki nú eru með mun meiri reynslu en Gunnar. Finnst reyndar að Katrín hefði kannski átt rétt á ráðherrrastól þar sem hún lenti í 2 sæti en þá er til þess að horfa að Þórunn sóttist eftir 1 sæti í prófkjöri og Gunnar hafði betur en við það lent i Þórunn í því 3. Hún hefur hinsvegar reynslu af umhverfismálum og hefur sinnt þeim á síðusta kjörtímabili. Mörgum hefði þótt gengið framhjá reynslu hennar þar ef Gunnar eða Katrín hefður verið valin í þetta embætti. Gunnar hefur náttúrulega ekki setið á Aþingi áður. Því verður bara að segja að Ingibjörg átti erfitt val en horft til reynslu Þórunnar af þessum málaflokki. Gunnars tími mun sjálfsagt koma en ekki ef hann er að hinta svona um að hann sé ekki sammála flokksforingjanum eins og lesa má út úr þessum orðum:
Hann segist ekki vilja gefa upp um afstöðu sína til þessarar niðurröðunar."
Ekki skemmtilegt að byrja þingferilinn á því að gefa færi á sér sem einhver sem lítur mjög stórt á sig og eigi því forgang að embættum á vegum flokksins.
Frétt af mbl.is
Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Innlent | mbl.is | 23.5.2007 | 17:10
Gunnar Svavarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosingunum, segist í samtali við Fjarðarpóstinn hafa sóst eftir ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en hann hafi samþykkt tillögu formanns flokksins um ráðherraefni.
Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Landsvirkjun ekki seld!
Það sem ég hjó eftir á blaðamannafundinum þar sem Geir og Ingibjörg skrifuðu undir málefnasamning Þingvallastjórnarinnar var að þar var sagt að þó að opnað væri á innkomu einkaaðila á orkumarkað þá verður Landsvirkjun ekki seld. Og eins að koma ætti húsnæðismarkaði í þá stöðu að hægt væri að fella niður stimpilgjöld. Það finnst mér benda til að ekki verði neitt af því að Íbúðalánasjóður verði seldur sem slíkur enda eru einkabankarnir alls ekki ginkeyptir fyrir því að lána til húsakaupa á ákveðnum svæðum út á landi. Og þangað til er ekki grundvöllur fyrir að selja sjóðinn.
Finnst áberandi áður en að stjórnin tekur formlega við eru framsóknarmenn farnir að hallmæla henni. Það væri nú kannski ráð fyrir framsóknarmenn að bíða aðeins ef þeir ætla að vera trúverðugir í sinni stjórnarandstöðu.
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar undirrituð á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Framsókn boðar til blaðamannafundar klukkan 09:00
Það er nú spurning um þessa tímasetningu svona rétt áður en Geir mætir hjá forseta á Bessastöðum. Ef að Jón er að segja af sér finnst mér að það sé vanhugsað þar sem að flokknum veitir ekki af einhverri festu og það að nú byrji en nýr formaður á innan við 3 árum er nú ekki til þess fallið að þjappa hópnum saman hjá Framsókn
Framsóknarflokkur boðar blaðamannafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson