Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Fyrstu fréttir af málefnaskrá nýrrar stjórnar lofa góðu
Eins og sjá má í Fréttablaðinu i dag hefur margt lekið út um málefnaskrá nýrrar stjórnar í gærkvöldi. Þar eru nokkur atrið sem maður getur glaðst yfir eins og
- Lögð er áhersla á velferð í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.Um það ber stofnun sérstaks velferðarráðuneytis vitni.
- Breytingar á almannatryggingakerfinu eru boðaðar og færist meðferð og umsýsla lífeyristrygginga frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti til hins nýja ráðuneytis.
- Skattamál lág- og millitekjufólks á að skoða sérstaklega á kjörtímabilinu og verður persónuafsláttur hækkaður og stimpilgjöld afnumin þegar og ef aðstæður leyfa.
Þá á að taka upp opna umræðu um tengsl Íslands við ESB
Ég get alveg sætt mið við að það verði horft í fleiri rekstrarform í heilbrigðismálaflokknum ef tryggt er að kosnaður lendi ekki meira á notendurm þjónustu þar.
Þá verða ýmsar náttúruperlur eins og Langisjór verndaðar og friðland Þjórsárvera stækkað..
Þá verður stóriðjustopp á meðan að gerð verður heildaráætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda hér á landi.
Ásandið í Írak verður harmað. Þar þurfti Samfylking að slá af auðsjáanlega
En það sem komið er lítur bara ekkert illa út.
Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Blogghetjan Ásta Lovísa orðin fárveik
Nú síðustu mánuði hafa flestir heyrt af henni Ástu Lovísu og baráttu hennar við krabbamein. Hún aðeins um 30 og á 3 börn. Hún kom í fjölmiðlum þar sem hún ræddi opinskátt um veikindi sín og baráttu sinni fyrir bata. Nú síðustu vikur hefur sjúkdómurinn hert á sér og von um sértæka meðferð í Bandaríkjunum brást þar sem að þeir töldu krabbamein hennar komið á það stig að það væri ekki hægt að meðhöndla það. Og nú liggur hún orðin fárveik á sjúkrahúsi. Það þyrmir yfir mann þegar svona hendir svona unga baráttukonu. Fjölskylda hennar hefur mátt þola ýmislegt þar sem að vestfirska heilablæðingagenið er í henni og margir í ættinni deyja á besta aldri.
Vegna þess hve dugleg hún hefur verið að blogga finnst manni að maður þekki hana en það er samt bara bloggið og viðtölin sem valda því að ég veit að hún er til. Það sem hún hefur sagt og skrifað hefur vakið mann til umhugsunar um hve dagleg vandamál manns eru ómerkileg í þessu samhengi.
Þrátt fyrir að vera fársjúk þá sér hún en um að aðrir setji fréttir af sér inn á bloggið. Það má sjá hér á http://www.123.is/crazyfroggy
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Hef heyrt að það það verði ýmsar nýjar áherslur í stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar
Björgvin: Stefnuyfirlýsing felst í skiptingu iðnaðar- og viðskiptamála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Velferðarráðuneyti - Kominn tími til
Lýst vel á þessa nýju uppstillingu. Það er náttúrulega mun eðlilegra að tryggingarráðuneytið flytji yfir til félagsmálaráðuneytis og þar fer manneskja sem hefur áður sýnt kraft og dug í að vinna að hag þeirra sem minna mega sín. Það er athyglisvert að sjá að Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Össur með reynslu sem ráðherra verður Iðnaðarráðherra en skrítið að Björgvin verður viðskiptaráðherra hann hefur jú mest látið sig menntamál varða. Ágúst hefði kannski verið sá sem maður hefði horft til. Kristjáni var varla hægt að ganga framhjá þar sem hann fékk ágætt fylgi í NA kjördæmi og hefur látið sig samgöngumál mikið varða. Í heild er þetta flott val og skipan í ráðuneyti.
Svo er bara fyrir Samfylkingar ráðherra að standa sig og sýna að þeir ætli sér að standa við það sem var lofað í kosningabaráttunni. Gera átak í samgöngum, húsnæði fyrir aldraða og bæta stöðu þeirra sem lægst eru settir í þjóðfélaginu.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Samfylking sýnir þarna jafnrétti í raun
Það er náttúrulega spurning um að velja hæfasta fólk í hvert embætti. Og þar sem að fáir fulltrúar Samfylkingar (aðeins Jóhanna og Össur) hafa verið ráðherrar þá er þetta náttúrulega kjörinn vettvangur til að sína jafnrétti í raun. Því má segja að Ingibjörg fari strax að uppfylla það sem hún og Samfylkingin lofuðu fyrir kosningar. Þar sem var vísað til þess hvernig staðið var að þessum málum í Reykjavík.
Þó finnst mér þegar ég hef lesið yfir nokkur blogg um þessa frétt að fólk sé að hengja sig of mikið í þetta (þ.e. sumir á móti þessu þar sem að þeir halda að þar með sé gegnið framhjá hæfari aðilum og svo hinir sem eru hrifnir af þessu) að flokkar leggi allt of mikla áherslu á völd og hverjir fari með þau. Finnst að stjórnmálaflokkar eigi að vera lýðræðislegar stofnanir þar sem að ráðherrar starfi bæði í tengslum við baklandið sitt sem og að fylgja málefnaskrá stjórnarinnar sem flokksfélögin hafa samþykkt. Mér líkar illa að ráðherrar séu bara í tengslum við flokkinn sinn á 4 ára fresti fyrir kosningar.
En til að koma á jafnrétti hér á landi er nauðsynlegt að æðsta stjórn landsins fari á undan með góðu fordæmi. Þessum kynjamun verður að eyða hið fyrsta.
Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Ný stjórn kynnt í kvöld?
Nú virðist allt stefna í að ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verð kynnt í kvöld. Nú er hafið þetta vanalega ferli þegar þingmenn eru kallaðir einn og einn til formanns og staða þeirra kynnt. En miðað við að það er fundur hjá flokksráði Samfylkingar er klukkan 20:00 þá gæti verið að þeir biðu morguns með formlega kynningu:
Ný ríkisstjórn trúlega kynnt í kvöld
Geir H. Haarde hefur í morgun verið í
Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og
rætt þar við þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins einn af öðrum. Þetta þykir
til marks um það að stjórnarmyndunar-
viðræðum sé í raun lokið, verið sé að
kynna þingmönnum niðurstöðurnar.
Fundur í flokksráði Sjálfstæðisflokks-
ins hefur verið boðaður kl. 19 í kvöld
og fundur í flokksstjórn Samfylkingar-
innar kl. 20. Þessar stofnanir þurfa að
samþykkja stjórnarþátttöku flokkanna
formlega. Líklegast þykir að ný stjórn
verði kynnt í kvöld.
Formenn flokkanna hafa ekkert viljað
segja um skiptingu ráðuneyta eða skipan
í ráðherrastóla.
Mánudagur, 21. maí 2007
Tekur þá Guðni við?
Maðurinn sem hefur forðast þessa stöður eins og pestina. Aldrei þorað að láta reyna á stuðning við sig til formanns. Átti að minnstakosti tök á því síðast. Það verður gaman að sjá hvað hann gerir og hvernig Framsókn bregst við
Frétt af mbl.is
Fullyrt að Jón Sigurðsson ætli að segja af sér
Innlent | mbl.is | 21.5.2007 | 20:59
Jón Sigurðsson er sagður hafa greint nánum samstarfsmönnum sínum frá því að hann ætli að segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum, að því er Stöð 2 greindi frá í kvöld. Var fullyrt í þættinum Íslandi í dag, að tilkynningar frá Jóni sé að vænta á næstu dögum.
Lesa meira
Fullyrt að Jón Sigurðsson ætli að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. maí 2007
Aumingja stúlkan
Að þetta skuli vera í annað skipti sem að faðir hennar er dæmdur fyrir þetta er alveg ömurlegt. Reyndar alveg ömurlegt að ekki skuli hafa verið fylgst með samskiptum þeirra vegna fyrri brota. Eins þá er manni alveg gjörsamlega fyrirmunað að skilja hverning nokkur maður getur komið svona fram við dóttur sína og þá sérstaklega þegar maðurinn hefur áður viðurkennt ítrekuð brot gagnvart henni.
Nú er ég almennt á móti fangelsi fyrir brotamenn en kysi þessi stað að menn fái betrunarvist þaðan sem þeir koma betri menn út. Hvort sem það er eftir geð-/sálfræðilega meðferð. Eða að þeir sem brjóta á öðrum séu vistaðir á stöðum þar sem að vinnulaun þeirra geta runnið til þeirra sem þeir valda skaða.
En í þessu máli má hann dúsa inni fyrir mér í 3 ár bara til að tryggja að dóttir hans fái að lifa þann tíma örugg.
Frétt af mbl.is
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Innlent | mbl.is | 21.5.2007 | 17:29
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 3 ára fangelsi fyrir að hafa tvívegis haft samræði við þroskahefta dóttur sína í janúar á þessu ári. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í bætur. Maðurinn játaði sök. Hann var árið 1991 dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brot gegn sömu stúlkunni fyrir að hafa margsinnis haft við hana samræði.
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. maí 2007
Held að heimurinn hlusti nú frekar á Carter en Bush
Það er nú sama hvað þeir pípa þarna í Hvíta húsinu þjóðir heims taka nú frekar mark á Carter en Bush. Bush sem hefur látið menn sem eru gjörsamlega raunveruleikafirtir ráðskast með bandaríska herinn til að reyna þá kenningu sína um að allar þjóðir vilji fá bandarískt lýðræði og fyrirkomulag. Og hafa nú í kjölfarið valdið milljónum manna erfiðleikum og þjáningum. Og ekki sér fyrir endan á þessu. "Haukarnir" hafa sýnt heiminum að öfgahægristefna gagnast engum og þegar þeir notast við forseta sem trúir því að hann sé sendur út af Guði til að boða stefnu Bandaríkjana þá er ekki við góðu að búast.
Og það er allt í lagi að benda Blair á það að hann lét plata sig og Bretlandi inn í þessi ósköp.
Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. maí 2007
Alveg ótrúlegt hatur Styrmis á Sólrúnu
Í framahaldi af Silfri Egils í dag þá settist ég yfir Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðinu í dag. Og af lestri bréfsins má vera ljóst að hann ber alveg svakalegt hatur til Ingibjargar Sólrúnu og óskar þessari hugsanlegu stjórn allt hins versta. Hann talar um :
- að Ingibjörg muni slíta samstarfinu á miðju tímabili
- að þetta sé sko alls ekki "Viðeyjarstjórn". Því að alls ekki sé um gamla Alþýðuflokkinn að ræða heldur að Samfylkingunni sé stjórnað af fólki sem upprunalega sé komið úr Alþýðubandalaginu og Kvennalista.
- að ef að Ingibjörg hefði ekki fengið þetta tækifæri til stjórnarmyndunar hefði Samfylkingin sparkað henni
- að þetta geti skapað miklar deilur og klofning innan Sjálfstæðisflokks
- að það sé tímabært fyrir sátt milli frjálslyndra og sjálfstæðismanna væntanleg með sameiningu í huga.
Ég held bara að Styrmir verði að sætta sig við að pólitíkin hefur þroskast frá Morgunblaðinu og þar með að völd hans (Styrmis) eru sem betur fer dvínandi. Þetta er alveg ótrúlegt hatur manns sem sem kennir ákveðinni manneskju um vaxandi áhrifaleysi sitt
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson