Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Laugardagur, 19. maí 2007
Neyðin kennir naktri konu að spinna og Sjálfstæðismönnum að huga að ESB
Það er náttúrulega hræðilegt ástandi þarna á Flateyri og spurning hvort að þarna sé ekki bara uppahafið að vaxandi vandamáli. Heyrði viðtal við framkvæmdarstjóra Kambs sem lýsti því að skuldir fyrirtækisins væru orðnar gífurlegar og vegna gengis krónunnar og vaxta þá gengi þetta ekki lengur hjá þeim.
Síðan las ég þetta í viðtali við Einar Odd Kristjánsson á www.bb.is:
Einar segir að peningamálastefna landsins verði að breytast og að það sé mikið hagsmunamál landbyggðarinnar. Við lifum á útflutningi og gott efnahagsumhverfi er okkur nauðsyn. Ég hef gagnrýnt stefnu Seðlabankans um verðbólgumarkmið í mörg ár. Vextirnir eru allt of háir og vaxtamunurinn drífur áfram þetta háa gengi vegna innstreymis á lánsfé. Einar segir að ekki sé lifað við þessa óstjórn mikið lengur. Það eru margir sem segja að við getum ekki búið við íslensku krónuna mikið lengur og verðum að taka upp aðra mynt og eru þá að segja að verðum að ganga í ESB. Ef við finnum engin önnur ráð en þau sem við beitum núna verðum við að íhuga ESB aðild. Ég hef samt trú á því að við finnum önnur ráð en það er ljóst að það er ekki búandi við þessa stjórn peningamála.
Þetta er nú það sem þeir sem eru fylgjandi ESB hafa verið að benda á. En jú andstæðingar bent á að hér væri allt í sóma. En er það? Er ekki ótakmarkaður aðgangur að lánsfé búinn að halda lífi í þessari atvinnugrein nú um nokkur ár? Er ekki nú komið að því að gengið og vextirnir fara að taka sinn toll? Mér er sagt að vegna "Krónubréfa" og "Jöklabréfa" þá sé Seðlabankinn bundinn af því að ef hann lækkar vexti eitthvað að ráði eða stuðlar að gengisbreytingum þá gætu erlendir spákaupmenn sem eiga þessi bréf farið að innleysa þau það hratt að hér færi að hrikta í öllum stoðum efnahagslífsins. Þetta eru víst orðnir um 300 milljarðar sem eru í þessum bréfum. Og þau tilkomin vegna vaxta hér sem eru 4x hærri en annarsstaðar á Vesturlöndum.
Því segi ég það að við erum einfaldlega of lítil til að halda uppi sjálfstæðri mynnt.
Frétt af mbl.is
Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Innlent | Morgunblaðið | 19.5.2007 | 16:31
Þetta er auðvitað skelfilegt mál, sem við stöndum mjög ráðþrota frammi fyrir. Störf 120 manna eru í húfi og það er alvaran í málinu. Auðvitað vonumst við til þess að sem mest af þessum aflaheimildum verði til staðar áfram á þessu atvinnusvæði sem Flateyri er á, en það breytir auðvitað ekki því að staða fólksins sem hefur haft afkomu sína af starfsemi Kambs er mjög alvarleg og það þjónar engum tilgangi að reyna draga fjöður yfir það, sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið um stöðuna í atvinnumálum á Flateyri, en fyrir liggur að fiskvinnslan Kambur hættir starfsemi síðar í sumar.
Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. maí 2007
Huganleg orsök fyrir því að Sjálfstæðismenn snéru sér til Samfylkingarinnar.
Skýringar Jónasar Kristjánssonar fyrir að Sjálfstæðismenn leituðu eftir samstarfi við Samfylkingu eru kannski bara þær skýrustu. En hann segir:
18.05.2007
Eðlilegt samstarf
Eðlilegt er, að Sjálfstæðis og Samfylkingin vinni saman. Þau spanna yfir hægri og vinstri miðjuna og hafa góðan meirihluta. Framsókn og Vinstri grænir eru meiri jaðarflokkar, Framsókn orðin yzt til hægri í formennsku Jóns Sigurðssonar. Sjálfstæðis og Samfylkingin munu ná millilendingum, til dæmis í meiri hægagangi á stórvirkjunum og stóriðju. Báðir eru flokkarnir eindregið fylgjandi markaðskerfi í hagmálum. Merkast við þetta samstarf er, að Sjálfstæðis hefur loksins vaxið frá arfi Davíðs Oddssonar. Áhrif hans í flokknum eru nú engin, þegar Ingibjörg Sólrún er orðin sætust á ballinu. (www.jonas.is )
Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. maí 2007
Hálf er þetta hjákátlegt að hlusta á Vg núna.
Var að hlusta á Kolbrúnu Halldórs í Íslandi í dag held ég í kvöld þar sem að hún hélt því fram að öll forysta Vg hefði allan tíman verið tilbúin viðræður við Framsókn. Og líka um leið að þeir hefðu verið tilbúin í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Nú hvað er þá Vg að setja út á að Samfylkingin geri það. Þ.e. ræði við Sjálfstæðisflokkinn fyrst að þau voru tilbúin til þess. Þetta sýnir bara að þau í forystu Vg hefðu mátt ræða saman betur um viðbrögð flokksins við kosningum sem og þeim tíma sem er liðinn eftir það. Ef að flokkurinn á að vera stjórntækur þá þýðir ekkert að láta skapið hlaupa með sig í gönur og láta hafa eftir sér vanhugsuð orð og meiningar.
Að minnstakosti var ég alveg viss um það á kosninganótt var Steingrímur að skjóta niður alla möguleika á samstarfi við Framsókn þó að þau í Vg vilji meina að hann hafi verið að segja eitthvað allt annað.
Frétt af mbl.is
Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Innlent | mbl.is | 18.5.2007 | 12:14
Fyrstu viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, við ákvörðun forseta Íslands um að veita Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokks, umboð til stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkingu voru undrun. Greinilegt sé, að allt hafi verið nánast klappað og klárt á milli flokkanna tveggja og viðræður aðilanna tveggja aðila nánast búnar.
Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. maí 2007
Stór fyrirtæki og pólítík
Nú ganga Framsóknarmenn um og hrópa að verið sé að mynda Baugsstjórn. Sem ég reyndar skil ekki þó að Hreinn Loftsson hafi komið grein í kosningapésa DV þá get ég ekki skilið að Sjálfstæðismenn séu efstir á vinsældalista þeirra Baugsmanna. Greiningardeildir fyrirtækja tjá sig um væntingar sínar um væntanlega stjórn. Þetta vekur hjá manni spurningar hvort að það geti þróast út í það hér í framtíðinni að fleiri fyrirtæki og samtök þeirra fari að beita áhrifum sínum á kosningar. Það er jú frægt að hin ýmsu samtök Aavinnulífsins hafa leynt og ljóst beitta sér í gegnum árin. Gott dæmi er Samtök Útgerðamanna hér á árum áður.
Nú eru fyrirtæki komin í þá stöðu að þeu eru farin að velta kannski svona 30 til 40% af því sem ríkið veltir. Og völd þeirra því að verða sífellt meiri og meiri. Sumir menn þurfa ekki að viðra sínar skoðanir á ókeypis bloggi heldur geta keypt sér auglýsingar í fjölmiðlum til að koma skoðunum sínum á framfæri. Eins þá ber að hafa varan á þegar að harðnar á mörkuðum þá eru þessi fyrirtæki orðin svo sterk og við svo háð þeim að þau geta farið að koma með kröfur sem snerta gengi krónunar og þessháttar. Eins og útgerðinn og fiskvinnslan áður.
Þetta tel ég kalla á að við komumst í stærra efnahagsumhverfi þar sem einstök fyrirtæki hefðu ekki þau völd sem þau hafa hér á litla Íslandi.
Telur að ný viðreisnarstjórn" verði fjármálamörkuðum hagfelld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Ingibjörgu hollt að gæta að sér!
Ég tal að almennir fylgismenn Samfylkingar sætti sig ekki við hvaða stjórnarsáttmála sem er. Ég persónulega sætti mig ekki við
- Að t.d. Landsvirkjun og skild fyrirtæki verði seld að minnsta kosti ekki grunneiningar.
- Ég sætti mig ekki við að landinu eða auðlyndum verði úthlutað til einhverja fyrirtækja eða einstaklinga til varanlegrar eignar.
- Ég sætti mig ekki við samið verði um aukinn þjónsutugjöld í heilbrigðiskerfinu.
- Ég sætti mig ekki við að samið verði um að það dragist að leysa út vandamálum, barna með geðræn vandamál, skorti á hjúkrunarýmum og þessháttar.
- Ég sætti mig ekki við frekari lækkun á sköttum fyrirtækja og stóreignamanna fyrr en að öryrkjar og láglaunafólk hefur fengið viðunandi kjör.
Ég vill að Samfylkingin leggi áherslur á málefnin í samningum við Sjálfstæðismenn ekki hvaða metorð bjóðast fulltrúum flokksins.
Ef að örlar á því að Samfylking sé að selja sálu sína fyrir völdin þá tek ég stuðning minn og atkvæði til alvarlegrar endurskoðuna. Ekki það að ég sé neitt nema venjulegur kjósandi en ég held að fleiri séu í nokkrum vafa um hvort þetta sé rétt. Megin hluti kjósenda eru jú jafnaðar og vinstir menn og sætta sig ekki við stór stökk til hægri.
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Það er nú ekki góðs viti þegar flokkur kann ekki lágmarks stjórnkænsku
Finnst það með afbrigðum hvernig að Steingrímur og Ögmundur hafa látið í fjölmiðlum síðan á kosninganóttina. Hann lét skömmum rigna yfir Jón Sig. og framsókn og hefur látið svona síðan. Hann hefur nú þann vafasama heiður að hafa verið helsta ástæða þess að ekki tókst að koma á vinstri stjórn hér á landi.
Frétt af mbl.is
Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð
Innlent | mbl.is | 17.5.2007 | 17:38
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði við fréttamenn eftir þingflokksfund VG í dag, að hann teldi að ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kunna að mynda, verði allt of hægrisinnuð.
Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Samfylking bjartsýn á að fara í samstarf við Sjálfstæðismenn
Heyrði í Samfylkingarmanni sem hefur heyrt það úr herbúðum Samfylkingar að þar sé vaxandi bjartsýni um að það verði af samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðismanna um nýja ríkisstjórn. Eins sagði hann að Vg aftæki með öllu nokkuð R lista fyrirkomulag með Framsókn. Því væri R lista samstarf ekki í myndinni.
Frétt af mbl.is
Össur: Samfylkingin á í engum formlegum stjórnarviðræðum
Innlent | mbl.is | 16.5.2007 | 17:45
Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að sér sé ekki kunnugt um það að Samfylkingin eigi í formlegum viðræðum við aðra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Össur: Samfylkingin á í engum formlegum stjórnarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Frjálslyndir í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðismönnum?
Ja allt hefur maður nú heyrt en þetta slær öllu út. Á www.mannlif.is er verið að tala um fund sem Davíð, Geir, Hannes Hólmsteinn og Friðrik Sophusson áttu í gærkvöldi niður í Landsbanka um stjórnarsamstarf. Skv. þessi stingur Davíð upp á að Frjálslyndir eða hluti þeirra verði teknir með í samstarf B og D lista og þannig fáist hæfilegur meirihluti. Sbr:
Hugmyndin sem upp er komin nú er sú að kippa um borð í ríkisstjórnina fyrrverandi sjálfstæðismönnunum Guðjóni A. Kristjánssyni og Jóni Magnússyni úr Frjálslynda flokknum og ná þannig sögulegum sáttum. Davíð var á sínum tíma mjög andvígur meðferðinni á Guðjóni A. innan Sjálfstæðisflokksins, sem var færður niður á lista, og vill fá hann heim aftur. Þá eru kærleikar frá fornu fari á milli Jóns Magnússonar og Friðriks Sophussonar og mögulegt að byggja brú þar. En allt veltur þetta auðvitað á vilja þeirra þeirra frjálslyndu ....
Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Sjálfstæðismenn og Vg ?
Var að að lesa eftirfarandi "Orðróm" á www.mannlif.is
Vaxandi áhyggjur eru vegna þess að Geir H. Haarde hefur ekki tekist að koma saman tryggri og starfhæfri ríkisstjórn. Í kvöld komu saman þungavgtarmennirnir Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður sama flokks, og sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, helsti hugmyndafræðingur flokksins,. Þeir félagar hittust í Landsbankanum í Austurstræti,. höfuðstöðvum Björgólfs Guðmundssonar, og er víst talið að þeir hafi lagt á ráðin um væntanlega ríkisstjórn en ekki verður framhjá þeim gengið varðandi samráð við stjórnarmyndum. Fundi þeirra lauk upp úr klukkan 10 í kvöld. Eins og greint var frá hér á vefnum í gær eiga sér stað þreifingar milli VG og Sjálfstæðisflokks en víst er að slík stjórn hugnast Davíð og Friðrik illa með tilliti til ábyrgrar hagstjórnar og hagsmuna Landsvirkjunar sem væntanlega stórskaðast ef VG kemst til valda með grænar áherslur sínar. Það er því vá fyrir dyrum og plottað í hásölum ...
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Hef verið að hugsa um ófarir Framsóknar nú í síðustu kosningum
Það er nokkuð ljóst að bæði nú í kosningum til Alþingis sem og í síðustu sveitarstjórnakosningum hrapaði framsókn niður í fylgi. Og nokkuð ljóst er að kjósendur flokksins eru að flykkjast frá þeim. Fyrir því tel ég að séu nokkrar ástæður:
- Framsókn er farin að koma fram við kjósendur af frekju. Með því er ég tildæmis að vitnað í það þegar flokkurinn stendur fremst í því að þegar að meirihluti fólks vill staldra við varðandi stóriðju og virkjanir þá tala fulltrúar flokksins fyrir allt öðru
- Þetta tengslaleysi byrjað í tíð Halldórs sem ásamt Davíð fóru að taka ákvarðanir t.d. varðandi Írak án þess að ráðfæra sig við Alþingi.
- Ráðuneytin sem Framsókn hefur tekið að sér hafa ekki staðið sig. T.d. varðandi byggingu hjúkrunarrýma og að standa vörð um réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega.
- Bændur og bændahöfðingjar eru minnkandi stétt en Framsókn hefur með ósveigjanleika komið í veg fyrir eðlilega viðskiptahætti með landbúnaðarvörur og ekki stuðlað að hagkvæmni í framleiðslu þar.
- Framsókn er sem sagt komin út tengslum við fólkið í landinu almennt og snýst nú bara um vilja valdastéttarinnar í flokknum um að viðhalda völdum þeirra.
- Og Framsókn er að verða eins og hækja fyrir Sjálfstæðismenn sem hefur ekki sjálfstæða stefnu í neinu en fylgir Sjálfstæðismönnum
Jónas Kristjánsson segir um Framsókn:
15.05.2007
Zero Framsókn
Geir Haarde forsætis segir Framsókn geta áfram verið hækja ríkisstjórnar hans. Eins og hún er hækja meirihlutans í Reykjavík með sex prósent fylgi. Framsókn virðist vera sátt við ummæli Geirs. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ráðamanna í flokknum um, að nú sé kominn tími til að sleikja sárin. Hversu langt má fylgi flokksins hrapa, án þess að forustu hans finnist kominn tími til að hlusta á fólk? Til þess að finna út úr því verða kjósendur næst að koma henni alveg út af þingi og alveg út úr borgarstjórn. Framsókn er nefnilega vinnumiðlun, sem skilur ekki bless. Bara zero Framsókn dugar.
Og þetta segir Egill Helgason
Ráðherrar Framsóknar vilja sitja áfram í ríkisstjórn. Eins og bent hefur verið á eru þeir orðnir vanir því að hafa einkabílstjóra og því að þurfa ekki að opna póstinn sinn sjálfir. Það verður dálítið sjokk að verða bara óbreyttir þingmenn eða borgarar eftir tólf ár í ríkisstjórn. En ef Guðni, Valgerður, Magnús, Siv, Jónína og Jón vilja halda áfram í ríkisstjórn á þessum nótum væri í rauninni einfaldara fyrir þau að ganga hreinlega í Sjálfstæðisflokkinn.
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson