Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Ekki viss um að Framsókn sé sammála fjármálaráðherra.
Það væri kannski holt fyrir Framsókn að kynna sér málflutninginn á þessum morgunverðarfundi. En Framsókn hefur haldið því fram að stóriðja væri forsenda framfara hér á komandi árum. Við heyrum jú nú á hverjum dagi auglýsingar sem staglast á því að það verði Ekkert stopp"
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar Kaupþings, sagði á fundinum að hagvöxtur væri nauðsynlegur en hagvöxtur síðustu ára hafi byggst mikið á betri samvinnu á milli fólks. Þá sagði hann stóriðju hafa óveruleg áhrif á hagvöxt til lengri tíma litið. Hún hafi gríðarleg skammtímaáhrif á meðan verið sé að byggja upp en sé engin sérstök forsenda hagvaxtar á Íslandi. Hún hafi haft mikil áhrif hér á landi á síðustu áratugum þar sem hún hafi haft áhrif á tímabilum þegar lítið var að öðru leyti um að vera í atvinnulífinu. Ekki hittist eins vel á núna en kreppa hafi verið í samfélaginu þegar stefnan var mörkuð og fólk hafi ekki gert sér grein fyrir að hún gengi jafn fljótt yfir og raun bar vitni.
(www.mbl.is )
En geri ekki ráð fyrir að Framsókn skilji þetta.
Fjármálaráðherra: Stóriðja ekki forsenda framfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. maí 2007
"Arnarvarpi spillt og ernir skotnir hér"
Ég held bara að það sé ekki í lagi með fólk:
Fyrst birt: 07.05.2007 18:29Síðast uppfært: 07.05.2007 20:00Arnarvarpi spillt og ernir skotnir hér
Talið er að aðeins hafi 33 arnarpör orpið í vor sem er fjórðungi minna en í fyrra þegar hreiðrin voru 44.
Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í arnarstofninum eru nú talin 64 fullorðin pör og virðist hann standa í stað eftir hægan en samfelldan vöxt um langt skeið. Tæpur helmingur arnarpara hefur því ekki orpið í vor. Ekki er ljóst hvað veldur en veðráttan í vor og síðla vetrar var örnum hagstæð og var búist við góðu arnarvarpi.
Fram kemur að meira hefur verið um það í vor en endranær að reynt hafi verið að spilla fyrir varpi með vísvitandi truflunum og sáust merki um slíkt á 12 varpsvæðum af 75 sem könnuð voru. Varphólmar voru brenndir á tveimur svæðum, grjót borið í hreiður og hræður og flögg sett upp til að fæla erni frá óðulum.
Skýrt er kveðið á um í lögum um friðhelgi arnarhreiðra og nánasta umhverfis þeirra. Þrátt fyrir alfriðun í nær heila öld eru ernir öðru hverju skotnir. Í lok apríl fannst nýdauður fullorðinn örn við Breiðafjörð sem skotinn hafði verið með haglabyssu.
Mánudagur, 7. maí 2007
Það er alveg makalaust að Björn Bjarnason komist upp með svona mannaráðningar.
Var að heyra þessa frétt sem fylgir hér á www.ruv.is . Björn hefur nú þegar ráðið Ólaf Börk frænda Davíðssem hæstaréttadómara sem og Jón Steinar , Haraldur Johannessen var skipaður Ríkislögreglustjóri. Og nú er það þetta:
Fyrst birt: 07.05.2007 19:06Síðast uppfært: 07.05.2007 21:52Aðstoðarríkislögreglustjóraembætti lítið auglýst
Aðeins einn umsækjandi sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, næstæðstu stöðu lögreglunnar í landinu. Staðan var auglýst í vefútgáfu Lögbirtingarblaðsins. Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir það furðu sæta að fleiri hafi ekki sótt um og telur að slíkar auglýsingar eigi að birta sem víðast.Dómsmálaráðuneytið auglýsti embætti aðstoðarríkislögreglustjóra laust til umsóknar í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins 20.apríl. bls 1002 Umsóknarfrestur rann út 4. Maí, síðastliðinn föstudag en þann dag birtist auglýsingin í prentuðu útgáfu blaðsins. Sá eini sem sótti um stöðuna var Páll Winkel lögfræðingur en hann hefur síðustu vikur stýrt stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að laust embætti skuli auglýsa í Lögbirtingablaðinu. Hins vegar er algengt að embætti á vegum ríkisins séu auglýst víðar. Lögreglumenn sem fréttastofa Sjónvarps ræddi við segjast margir ekki skilja hvers vegna staðan var ekki auglýst á vef lögreglunnar eða á starfatorgi. Það er dómsmálaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í dag að Lögbirtingarblaðið væri mjög fínn vettvangur til að auglýsa lausar stöður og hefði reynst ágætlega. Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir að slíkar auglýsingar eigi að birta víða. Nokkrir lögmenn og lögreglumenn sem rætt var við í dag höfðu ekki séð auglýsinguna og þótti miður.
Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað vikið sér undan reglum um auglýsingar á lausum störfum segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Ráðuneytið hefði átt að auglýsa stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra víðar en í Lögbirtingablaðinu. Í reglum fjármálaráðuneytisins um auglýsingar á lausum störfum í opinbera geiranum kemur skýrt fram að auglýsing þurfi að birtast á sérstöku vefsvæði um laus störf hjá ríkinu. Auk þess þurfi auglýsing að birtist a.m.k. einu sinni í dagblaði sem gefið er út á landsvísu.
Bendi líka á það sem Pétur Gunnarsson segir um þetta mál:
Eini maðurinn, sem vissi af auglýsingunni og sótti um í tæka tíð, er mér sagt að sé sonur ritara dómsmálaráðherra.
Sá heitir Páll Winkel og er nýtekinn við starfi hjá Ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Páll er líklega þekktastur fyrir grein sem hann birti 3. febrúar sl. í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Hvenær brýtur maður lög? en þar hjólaði hann í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna Baugsmálsins og sagði meðal annars: "Það er athyglisvert að greina röksemdafærslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem haldið hefur því fram og síðast nú á dögunum að ákæruvaldið sé "handbendi" Sjálfstæðisflokksins."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
Glæsilegt stjórnin er sennilega fallin skv. þessari könnun
Miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn færi yfirleitt 3 til 5% minna í kosningum en í skoðanakönnunum þá er stjórnin sennilega fallinn. Sveiflan liggur nú til Samfylkingar enda sá flokkur sem hefur haldið uppi málefnalegustu kosningarbaráttunni.
Vildi gjarnan að Vg héldi því sem þeir hafa þannig að það verði hægt að mynda hér velferðarstjórn.
Frétt af mbl.is
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Innlent | mbl.is | 7.5.2007 | 18:03
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi frá því í síðustu viku samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokks dalar hins vegar. Um er að ræða niðurstöður fyrstu raðkönnunarinnar, sem birtar verða daglega í þessari lokaviku fyrir alþingiskosningarnar á laugardag.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. maí 2007
Þetta var nú viðbúið
Og þar með er eitt fyrirtæki sem notar yfir helming af allri orku sem hér á landi er framleidd. Og þar með er komið ægivald á efnahagslífi hér á landi. Þetta er náttúrulega afleiðingar af því þegar verið er að selja orku til svo stóra álbræðslna. Þá verða u3 fyrirtæki hér sem nota um 70% af allri orku sem við þegar erum búin að virkja. Það er Norðurál, Járblendið og svo Alcoa.
Frétt af mbl.is
Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan
Viðskipti | mbl.is | 7.5.2007 | 11:31
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í dag, að það myndi leggja fram formlegt tilboð í kanadíska fyrirtækið Alcan, væntanlega á morgun. Tilboðið mun hljóða upp á 73,25 dali á hlut eða sem svarar til 33 milljarða dala, 2100 milljarða króna. Bæði fyrirtækin hafa starfsemi hér. Alcan er móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík og nýtt álver Alcoa hefur tekið til starfa í Reyðarfirði.
Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. maí 2007
Mér líkar ekki þessi silkihanskameðferð á fyrirtækjum sem stjórnarflokkar boða nú.
Í hverjum þættinum af öðrum boða stjórnmálaleiðtogarnir sér í lagi Framsóknar, Sjálfstæðis og Íslandshreyfingin að það verði að gera vel við fyrirtæki hér svo þau haldi áfram að fjárfesta og viðhaldi hagvexti. Þetta tal líkar mér illa. Það er verið að gera fyrirtæki að einhverju ósnertanlegu og um leið að færa þeim ægi vald yfir þjóðinni.
Nú ef þessir flokkar komast til valda eða halda völdum hafa fyrirtækin stjórnvöld í vasanum og viðkvæðið verður alltaf að ríkið verður að koma til móts við kröfur fyrirtækjana annars fari þau bara úr landi.
Menn gleyma því lika að hagnaður af starfsemi fyrirtækjana erlendis er yfirleitt skattlagður þar og nú er stefnt að því að sala og hagnaður af hlutabréfum verði skattlaus. Þannig að nú með hverju árinu verða það aðalega skuldir vegan kaupa erlendis sem taldar verða fram hér og þar af leiðandi litlir skattar sem þau greiða. Vegna stórsölu til álvera þá er lítill möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki að fá hér ódýara orku til að stunda einhverja framleiðslu og því verður tilhneiging hjá þeim að færa framleiðslunna erlendis eða fá hingað verkamenn sem sætta sig við lægri laun en við mundum sætta okkur við.
Og þar sem að stjórnvöld bera svona óttablandna virðingu fyrir fyrirtækjum verða þau innan fárra missera búin að ná öllum völdum hér.
Þetta líkar mér ekki við
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Upprifjun á stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokk
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
80.000 heimsóknir
Sunnudagur, 6. maí 2007
"Heimilin skulda hættulega mikið"
Var að lesa frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað er um skuldir íslenskra heimila. Þar kemur fram að:
Efnahagsmál Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú 240 prósentum af ráðstöfunartekjum. Mikil skuldsetning þýðir að stærri hluti tekna fer í afborganir og vexti og því dregur úr möguleikum heimilanna til neyslu. Þetta kemur fram í Vorskýrslu ASÍ 2007.
Síðar í fréttinni segir síðan:
Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum hefur hækkað. Í vorskýrslunni segir að nauðsynlegt sé að horfast í augu við að mikil skuldsetning íslenskra heimila og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta heimilanna hefur aukist. "Heimilin eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði."
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, bendir á að aðgengi að lánsfjármagni hafi aldrei verið betra en nú og ekki kunni góðri lukku að stýra að fjármagna neyslu með lánum. Hún telur að heimili séu þegar komin að hættumörkum og veltir fyrir sér hvort fjármálafræðslan sé næg, hvort fjölskyldurnar viti hvað þær séu að gera.
"Við erum í stöðu sem við höfum ekki verið í áður, valkostirnir fleiri og hægt að fá hærri lán til lengri tíma en áður. Margir átta sig kannski ekki á þeirri gengisáhættu sem felst í erlendu lánunum. Ef út af bregður er fólk fljótt að komast í erfiðleika því lítið þarf að gerast til að mánaðarleg greiðslubyrði hækki," segir hún.
(Fréttablaðið 6 maí )
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2010 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Samfylkingin á leiðinni upp en hvað er að gerast með Sjálfstæðisflokkinn?
Mér finnst með afbrigðum ef að 42% þjóðarinnar er ánægð með þátttökur okkar í Íraksstríðinu, meðferð okkar á Falum Gong fólkinu, áætlaða sölu okkar á Landsvirkjun, pólitíska valdbeitingu í Baugsmálunum og almenna einkavinavæðingu síðustu ára.
Finnst einnig að Jón Sigurðsson sé loks að fatta hvað er að þegar hann segir í viðbrögðum við þessari könnun: Þessi niðurstaða er auðvitað algjörlega óviðunandi fyrir okkur og myndi auðvitað leiða til þess að við þyrftum að taka okkar störf til endurskoðunar. "
Þá er látlaus áróður gegn Vg og sérstaklega Steingrími J að skila sér. Mér finnst fólk nú full einfallt ef að það er að láta eitthvað sem Steingrímur sagði fyrir nærri 20 árum hafa áhrif á sig, sem og að umhverfismálinn eru ekki þjóðinni eins hugleikin og var því að flokkarnir 2 sem mest lofa stóriðju eru nú með fylgi um 50% þjóðarinnar.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson