Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Laugardagur, 5. maí 2007
Þetta með þingmannatölur í kjördæmum er náttúrulega ekki rétt
Mér finnst það athugavert að fjölmiðlar séu að úthluta þingmönnum skv. þessum könnunum sínum. Því að þar er ekkert getið um jöfnunarþingmenn. Eins þá fjölgar um 1 sæti í SV kjördæmi minnir mig nú í þessum kosningum. Þannig að ég held að réttara væri að horfa frekar á prósentur
Frétt af www.mbl.is
VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi
Innlent | mbl.is | 5.5.2007 | 19:16
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar fylgi til Vinstrihreyfingairnnar-græns framboðs, samkvæmt skoðanakönnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.
![]() |
VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. maí 2007
"Biðlistaþjóðin "
Fyrst að ég var að birta grein frá www.jonas.is þá langar mig að birta aðra grein sem hann birti í dag. Alveg frábært hvað hann kemur færslum sínum í fáar meitlaðar setningar sem segja allt sem hann vill segja um málið:
05.05.2007
Biðlistaþjóðin
Hundruð aldraðra eru á biðlistum hjúkrunar. Hundruð barna eru á biðlistum geðdeilda. Hundruð hjartasjúkra eru á biðlistum hjartaþræðinga. Hundruð þroskaheftra barna eru á biðlistum greiningar. Hundruð geðfatlaðra eru á biðlistum húsnæðis. Hundruð sjúklinga eru á biðlistum liðskipta. Hundruð fatlaðra og öryrkja eru á ýmsum biðlistum. Á Landsspítalanum einum eru 3145 manns á biðlistum. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1525 á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Þetta er velsældin, sem ríkisstjórnin státar af. Hún hefur framleitt endalausa biðlista fyrir þá, sem minnst mega sín.
Laugardagur, 5. maí 2007
Kannski það sé eins með fylgið hjá þeim
Samkvæmt könnunum þá er útlit fyrir að Siv, Jón Sigurðsson, Jónína og fleiri komsist ekki inn á þing. Það er ekki eins og framsókn hafi ekki verið vöruð við þessu 2003. Það hefur alltaf verið nokkuð ljóst að Sjálfstæðismenn í kjölfar stærðar sinnar hafa sett þá flokka sem sem eru með þeim í stjórn í erfiðustu ráðaneytin og gert þeim að taka á sig skellina við að framfylgja vilja Sjálfstæðismanna.
Framsókn hafið eftir síðustu kosningar alla möguleika að hefja samstarf við aðra flokka og mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. En þeir kusu annað og kostaði það þá einn formann á tímabilinu, fylgi og álit almennra kjósenda.
Læt hér fylgja með lýsingu á „Jónínumálinu" frá www.jonas.is af því að mér finnst þessi stíll hans að þjappa málinu í fáar meitlaðar setninga svo flottur:
05.05.2007
Hart féll Jónína
Fall Jónínu Bjartmarz var hart og hún dró Bjarna Benediktsson með sér í fallinu. Öllum utan Framsóknar er ljóst, að væntanleg tengdadóttir Jónínu fékk fyrirgreiðslu, sem aðrir nýbúar fá ekki. Umsókn Jónínu var afgreidd á tíu dögum eftir fimmtán mánaða dvöl. Aðrir fá afgreiðslu eftir mánuði, þegar þeir hafa verið árum saman í landinu. Pólitísk fyrirgreiðsla og spilling, dæmigerð Framsókn, rotin í gegn. Öllum er það ljóst. Samt kjósa málsaðilar að rífa kjaft. Jónína er þar háværust, en einnig freyðir þríeyki Bjarna í úrskurðarnefndinni. Það telur pólitíkusa mega hafa forgang.
![]() |
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. maí 2007
Þetta heitir að reyna að redda sér korteri fyrir kosningar
Um áraraðir hefur ekkert gengið í þessum samningum. Fólk hefur sífellt þurft að borgar meira af þessum kostnaði. Nú þegar aðrir flokkar hafa tekið þetta upp á stefnuskrá sína reynir Siv að kaupa sér atkvæði til að bjarga þingsætir sínu nú réttri viku frá kosningum.
Frétt af mbl.is
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Innlent | mbl.is | 5.5.2007 | 10:49Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Tannlæknafélag Íslands undirrituðu í morgun samning um fyrirkomulag tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðana 3ja og 12 ára barna
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. maí 2007
Skil varla hvernig nokkrum dettur í huga að vilja Framsókn í stjórn eins og formaðurinn lætur
Hef verið að hlusta á umræðuþætti nú að undanförnu þar sem rætt hefur verið við formenn flokkanna. Og ég get bara ekki skilið að fylgi við Framsókn sé að aukast. Og að svo margir vilji hann í ríkisstjórn.
Mér finnst að málflutningur Jóns Sigurðssonar sé að verða full einhæfur. En hann gegur út á:
- Það má alls ekki stoppa stóriðju eða hægja á
- Það verður að búa vel að atvinnulífinu
- Það verður að gæta að því að gera vel við þá sem eiga peninga svo þeir fjárfesti hér.
- Og ef að Framsókn komist ekki í stjórn með Sjálfstæðismönnum þá verði hér allt stopp
Ég get ekki séð að hann sé meðvitaður um að fyrirtæki kjósa ekki. Og við íslendingar erum ekki svo skyniskroppin að halda að stóriðja sé lausn alls. Við vitum að þessi stóriðja er að nýta orku sem á meðan er ekki föl á almennilegu verði fyrir íslensk iðnfyrirtæki eða erlend fyrirtæki sem vilja koma hingað með sína framleiðslu sem gæti kannski verið umhverfisvænni en álver.
Eins vill ég minna hann og Geir á það að þessi fyrirtæki sem eru í útrás skapa okkur sífellt færri og færri störf og tekjur þeirra og starfsmanna skila sér ekki til okkar þar sem að það eru mest stjórnendur sem fylgja þessari útrás héðan og síðan eru það erlendir starfsmenn sem vinna störfinn þar. Þannig að þegar að dregur úr þennslunni sem verður sífellt erfiðara að gera án þess að það valdi miklum erfiðleikum fyrir marga, þá verða hér færri og færri mögurleikar til atvinnu vegna þess að störfinn við framleiðslu, fjármálastarfssemi og hátækni eru að flytjast héðan í hagstæðara umhverfi þar sem lág laun vega upp m.a. hátt orkuverð hér til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Vegna þess að við erum að selja stóriðju orku á lágmarksverði.
![]() |
Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. maí 2007
Íslenskir kjósendur furðulegt fyrirbæri.
Það er með ólíkindum hverning fylgið virðist sveiflast til og frá Vg skv. þessu könnunum. Maður sér ekkert sem hefur gerst á þessari viku sem liðin er frá síðustu könnun sem réttlætir þessa sveiflu. Á mánuði hefur fylgið dottið um hva svona 7 til 8%. Og ekki hefur það farið til Íslandshreyfingar, þannig að maður hýtur að álykta sem svo að þar sem að fólk sé búið að gleyma umhverfismálum aftur. Og vaknar svo eftir ár og skilur ekkert í sér að hafa kosið þessa stjórn Sjálfstæðis og Framsóknar yfir sig aftur. Eins þá virðast þjóðin vera búin að gleyma stríði öryrkja og ellilífeyrisþega fyrir mannsæmandi kjörum. Það væri kannski holt fyrir fólk að ýmynda sér hverning ástandið væri hér ef að ríkið hefði ekki verið barið til samninga oft og iðulega hér á síðustu árum. Af því ætti fólk að vita að allar aðgerðir til bæta hag þeirra sem minna mega sín verða ekki af frumkæði þessara tveggja flokka. Það verður allt logandi hér í kjaradeilum á næsta ári til að reyna að bæta kjör þeirra sem lægst fá launin ef þessi stjórn heldur áfram. Eins þá veldur þennslan því að erfitt verður að ráða í störf í skólum og leikskólum.
En að öðru ég er sáttur við að minn flokkur er á uppleið.
Kosn.2003 | 27.apr | 4.maí | ||||
| % | menn | % | menn | % | menn |
B-listi | 18 | 12 | 10 | 6 | 10 | 6 |
D-listi | 34 | 22 | 39 | 26 | 40 | 27 |
F-listi | 7 | 4 | 6 | 3 | 6 | 3 |
I-listi | - | - | 2 | 0 | 3 | 0 |
S-listi | 31 | 20 | 21 | 14 | 24 | 15 |
V-listi | 9 | 5 | 21 | 14 | 18 | 12 |
Frétt af mbl.is
Samfylkingin aftur fram úr VGInnlent | Morgunblaðið | 4.5.2007 | 5:30

![]() |
Samfylkingin aftur fram úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Ansi krassandi lýsing á ástandi Framsóknar
Las eftirfarandi á blogginu Bæjarslúðrinu hans Björgvins Vals. Hann er ekki að skafa af því:
Hræ
posted Thursday, 3 May 2007Framsóknarflokkurinn er þessa dagana eins og rolla sem orðið hefur úti uppi á fjöllum og liggur rotnandi fyrir hunda og manna fótum. Enn má greina að þarna sé sauður en holdið er löngu rotið, eftir liggja skinin beinin og við vitum að næst þegar við eigum leið um, verða þau líka horfin.
Það vantar allt kjöt á beinin hjá Framsókn, hverju laginu af öðru er svift burtu og sýkt innihaldið blasir við.
Föstudagur, 4. maí 2007
Þetta lofar góðu. Samfylkingin komin á rétt ról í SV kjördæmi.
Ég verð að segja að þetta voru ánægjulegar vísbendingar um stöðu Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi. 4 þingmenn og aðeins um 3% undir því sem hún fékk í síðustu kosningum. Innan skekkjumarka!
Ég í bjarsýni minni trúi að þarna sé að endurspeglast þróun sem á eftir að verða um allt land næstu daga.
Föstudagur, 4. maí 2007
Æ ég veit það ekki! Ég er löngu búinn að missa trú á honum Guðjóni
Bara svona fyrst að hann er að biðja fjölmiðla um að varast dylgjur og rakalausum fullyrðingar, þa finnst mér við hæfi að setja hér inn þá upplifun sem ég hafði af Guðjóni þegar ég horfði á sjónvarp frá Alþingi nokkuð reglulega í vetur. Ég horfði á hann trekk í trekk koma í ræðustól bæði í ræðum og andsvörum þar sem hann hafði það eitt til málanna að leggja að vitna í gamlar ræður þingmanna og taka úr þeim setningar og búta og snúa útúr þeim. Held að hann hafi með galgopa hætti sínum valdið því að þingi sat deginum lengur eða svo því að menn voru að eyða orku í að svara honum.
Þannig að eftir þetta hef ég ekki trú á því að hann hafi einhverjar hugsjónir eða baráttumál sem brenna á honum heldur að hann sé bara þarna til að skemmt sér og þyggja laun fyrir.
Frétt af mbl.is
Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"
Innlent | mbl.is | 3.5.2007 | 21:02
Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV í dag, sem m.a. var vísað til í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þar ítrekar hann m.a. að mál stúlku sem fékk ríkisborgararétt eftir fimmtán mánaða dvöl á Íslandi hafi fengið að öllu leyti eðlilega og sambærilega afgreiðslu og önnur mál, og segir umfjöllun ekki mega einkennast af dylgjum og rakalausum fullyrðingum.
![]() |
Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Nú held ég að það sé komið nóg af Jónínu málinu
Nú er ég að vona að RÚV fari að setja punktinn. Ég held að þau séu búin að upplýsa okkur um það að þarna var um einhverja flýtimeðferð að ræða. Þetta verður vonandi til að settar verða upp skýrar verkreglur í Allsherjarnefnd um afgreiðslu þessara mál.
Fyrst birt: 03.05.2007 07:46Síðast uppfært: 03.05.2007 07:48Engin fordæmi um hröðun ríkisfangs
Lögfræðingur alþjóðahúss segist ekki þekkja dæmi þess að einungis taki nokkra daga að afgreiða umsóknir um íslenskt ríkisfang. Umsókn stúlku sem tengist umhverfisráðherra fjölskylduböndum var afgreidd á tíu dögum.Undanfarna viku hefur verið fjallað um það hvort eðlilega hafi verið staðið að því að veita stúlku sem tengist Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, fjölskylduböndum íslenskan ríkisborgararétt eða hvort stúlkan hafi notið tengsla sinna við ráðherrann og fengið sérmeðferð.
Fram hefur komið í fjölmiðlum að stúlkan hafi ekki uppfyllt búsetuskilyrði laganna, hún hafi búið hér í 1 og hálft ár og því þurft að sækja um undanþágu frá Allsherjarnefnd Alþingis. Ástæður umsóknarinnar voru skert ferðafrelsi, stúlkan er á leið til Bretlands í nám og þyrfti annars endurnýjað dvalarleyfi á Íslandi í hvert sinn sem hún kæmi aftur til landsins. Í Kastljósinu í gær var svo bent á að 10 dagar liðu frá því dómsmálaráðuneytið tók við umsókninni og þar til hún hlaut ríkisborgararétt með lögum.
Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að meðalafgreiðslutími mála þar séu 5-12 mánuðir. Nú hafa Starfsmenn Alþingis tekið saman upplýsingar um þá 45 einstaklinga sem Alþingi veitti íslenskt ríkisfang með undanþágu frá lögum um ríkisborgararétt á nýliðnu þingi. Þar kemur fram að 8 af þessum 45 höfðu dvalið skemur en tvö ár á Íslandi þegar þeir fengu ríkisfang. Langflestir þeirra tilgreina persónulegar ástæður eða aðrar fjölskyldutengdar ástæður fyrir umsókn sinni um undanþágu. Sumir teljast akkur fyrir íslenskt samfélag og aðrir nefna mannúðarástæður í umsókn sinni. 5 umsækjendur tilgreina skert ferðafrelsi.
Alþingi veitir ekki upplýsingar um það hve langan tíma tók að afgreiða erindi umsækjendanna. Hins vegar sagðist Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahússins, í samtali við fréttastofu útvarps ekki þekkja nein önnur dæmi um svo skjóta afgreiðslu á umsóknum um ríkisfang.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969836
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson