Leita í fréttum mbl.is

Nú held ég að það sé komið nóg af Jónínu málinu

Nú er ég að vona að RÚV fari að setja punktinn. Ég held að þau séu búin að upplýsa okkur um það að þarna var um einhverja flýtimeðferð að ræða. Þetta verður vonandi til að settar verða upp skýrar verkreglur í Allsherjarnefnd um afgreiðslu  þessara mál.

www.ruv.is

Engin fordæmi um hröðun ríkisfangs

Lögfræðingur alþjóðahúss segist ekki þekkja dæmi þess að einungis taki nokkra daga að afgreiða umsóknir um íslenskt ríkisfang. Umsókn stúlku sem tengist umhverfisráðherra fjölskylduböndum var afgreidd á tíu dögum.

Undanfarna viku hefur verið fjallað um það hvort eðlilega hafi verið staðið að því að veita stúlku sem tengist Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, fjölskylduböndum íslenskan ríkisborgararétt eða hvort stúlkan hafi notið tengsla sinna við ráðherrann og fengið sérmeðferð.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að stúlkan hafi ekki uppfyllt búsetuskilyrði laganna, hún hafi búið hér í 1 og hálft ár og því þurft að sækja um undanþágu frá Allsherjarnefnd Alþingis. Ástæður umsóknarinnar voru skert ferðafrelsi, stúlkan er á leið til Bretlands í nám og þyrfti annars endurnýjað dvalarleyfi á Íslandi í hvert sinn sem hún kæmi aftur til landsins. Í Kastljósinu í gær var svo bent á að 10 dagar liðu frá því dómsmálaráðuneytið tók við umsókninni og þar til hún hlaut ríkisborgararétt með lögum.

Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að meðalafgreiðslutími mála þar séu 5-12 mánuðir. Nú hafa Starfsmenn Alþingis tekið saman upplýsingar um þá 45 einstaklinga sem Alþingi veitti íslenskt ríkisfang með undanþágu frá lögum um ríkisborgararétt á nýliðnu þingi. Þar kemur fram að 8 af þessum 45 höfðu dvalið skemur en tvö ár á Íslandi þegar þeir fengu ríkisfang. Langflestir þeirra tilgreina persónulegar ástæður eða aðrar fjölskyldutengdar ástæður fyrir umsókn sinni um undanþágu. Sumir teljast akkur fyrir íslenskt samfélag og aðrir nefna mannúðarástæður í umsókn sinni. 5 umsækjendur tilgreina skert ferðafrelsi.

Alþingi veitir ekki upplýsingar um það hve langan tíma tók að afgreiða erindi umsækjendanna. Hins vegar sagðist Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahússins, í samtali við fréttastofu útvarps ekki þekkja nein önnur dæmi um svo skjóta afgreiðslu á umsóknum um ríkisfang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Hér var um að ræða fyrirgreiðslu pólutík af verstu gerð.Ég þekki nokkuð til þessa málaflokks og fullyrði,að þessi afgreiðsla á engan rétt á sér.

Kristján Pétursson, 3.5.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband