Leita í fréttum mbl.is

Ríksistjórnin fallin og Samfylkingin orðin næst stærsti flokkur landsins skv. Mannlífskönnun

Var að lesa þessa frétt á www.visir.is . Hún er byggð á svörum um 3500 manna úrtaks og skv. henni eru Framsókn og Sjálfstæðismenn með 31 þingmann. En tæpt er það!

Vísir, 02. maí. 2007 20:35


Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun

Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32.

Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu.

„Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virðist vera í takt við könnunina á síðunni hjá þér utan Íslandshreyfinguna.  Framsókn er að gefa í og nær etv 15 %.

Frjálslyndir, samfylking og sjálfstæðisflokkur vel innan skekkjumarka.  Hver segir að könnun þurfi að vera vísindaleg ?

Þóroddur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta með Framsókn er nú ekki víst því skv. könnun í Reykjavík norður er framsókn ekki með mann inni. En ég veit að þú ert búin að fara í saumana á þessum könnunum þeirra og veist meira um þær en ég. En ég veit líka að þú ert búin að benda þeim á villu í fyrri könnunum og vonum að þeir hafi haft það í huga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.5.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband