Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þurfum við að bíða eftir að stjórnmálamenn ákveði sig? - Getur almenningur ekki tekið upp EVRU?

Er eftir nokkru að bíða gegum við ekki bara tekið upp evru? Er ekki hægt í næstu kjarasamningum að setja það sem eitt af höfuð málunum að fá launin reiknuð og borguð út í evrum. Flestar verslanir og fyrirtæki ættu auðvelt með að eiga viðskipti við almenning í evrum án þess að breyta miklu hjá sér. Þær mundu taka upp merkingar sem gæfu upp verð í evrum og íslenskum krónum. Eðlilega nokkuð mál þar sem gengi krónunar yrði til þess að verðið í íslenskum krónum mundi sveiflast þannig að því þyrfti að breyta oftar.

En er eftir nokkru að bíða? Stjórnmálamenn hér virðast ekki vera starfi sínu vaxnir, embættismenn og sérfræðingar ekki heldur. Þeir bara horfa gapandi á þetta ástand sem gengur yfir og segja alltaf að þetta hljóti að breytast. En þeir bara vita ekkert um það. Og miðað við erlendir bankar vilja ekki lengur eiga viðskipti með krónur segir okkur að öll viðskipti okkar við útlönd verða hér eftir í erlendum gjaldeyriri sem við fáum ekki lengur beint í skiptum fyrir krónur.


mbl.is VG með frumvarp um Efnahagsstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á að leggja áherslu á að selja sinn hlut í Glitni erlendis

Fari svo að ríkið kaupi 70% í Glitni finnst mér að leggja eigi áherslu á þegar hluturinn verður seldur aftur að selja hann erlendis. Finnst ófært að samkeppni verði nær útrýmt hér á landi með sameiningu Landsbanka og Glitni.  Því að það er enn í myndini að BYR og fleir fari inn í þessa hít.

AÐ mínu mati væri gott fyrir okkur að fá nýtt blóð hingað í bankakerfið. 


mbl.is Landsbanki sameinast ekki Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný samsæriskennig - Masterplan Davíðs að sprengja núverandi meirihluta með Glitini

af www.dv.is  

Kenningar eru uppi um að Davíð Oddsson sé með masterplan um að sprengja samstarf ríkisstjórnarflokkanna með Glitnismálinu og vilji fá Vinstri-græna til að samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en sá áhugi Davíðs og skoðanabræðra hans er alkunnur, enda var hann á móti núverandi samstarfi.

Fari svo að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-grænir taki upp samstarf verða þeir með 34 þingsæti og þar með með fimm sæta meirihluta. Vafasamt er að Sjálfstæðisflokkur hætti á meirihlutasamstarf með Framsóknarflokki einum sem myndi þýða nauman meirihluta upp á einn mann. Fái þeir hinsvegar Frjálslynda með sér, auk Framsóknarflokksins, þýddi það meirihluta upp á níu sæti. Talið er að Davíð vilji að Glitnir renni inn í Landsbankann en hann viti að það muni Samfylkingin aldrei samþykkja. Þannig fáist tilefni til að henda Samfylkingunni út.

sjá hér 


mbl.is Alþingi sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband