Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Föstudagur, 3. október 2008
Víst er evran á dagskrá
Held að eftir hamfarir síðust daga hafi komið í ljós að það gengur ekki fyrir ríki sem ætlar að taka þátt í viðskiptum á alþjóðamarkaði að sitja uppi á erfiðleikatímum með mynt sem enginn vill. Þannig að það hlýtur að vera krafa um það að fólkinu í landinu sé mynt sem sem það getur treyst að sveiflist ekki um tugi prósenta á nokkrum dögum.
Ef stjórnmálamenn setja ekki evruna á dagskrá gerir fólk það sjálft. Það fer að geyma peninga sína í evrum og skipta við fyrirtæki sem eru tilbúin að skipta í evrum.
![]() |
Evran ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. október 2008
Tek undir þetta og góðar fréttir eru á leiðinni!
Auvita á að tala varlega um þetta. Forðast að tala upp vandræðin og hræða viðkvæma. Við verðum líka að átta okkur á því að þessi umræða berst víða um heim og getur valdið okkur frekari skaða.
Bendi sérstaklega á Gylfa Magnússon sem má passa sig sem álitsgjafi. Það er ótrúlegt að hlusta á hann í dag um lokanir banka og þess háttar.
Bendi svo á þessa frétt sem vekur vonir:
Ríkisstjórnin mun mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. Þetta kemur fram í samtali sem Bloomberg-fréttaveitan átti við Tryggva Þór Herbertsson efnahagsráðgjafa forsætisráðuneytisins í dag.
"Við erum að vinna að áætlun," segir Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega."
Tryggvi Þór vildi ekki greina frá áætluninni í smáatriðum en hann útilokar að um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) sé að ræða.
"Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar," segir Tryggvi Þór. "Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni."
![]() |
Hvetja til aðgátar í umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. október 2008
Rétt að fresta umræðu um fjárlög og taka upp umræðu um inngöngu í ESB
Var að lesa þetta á www.visir.is
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, telur að ef Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB) á þessu ári mætti búast við að aðild yrði að veruleika í byrjun árs 2010 og að hægt væri að taka upp evruna þremur árum síðar eða árið 2013.
Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að Aðalsteinn situr í Evrópunefnd forsætisráðuneytisins sem nýlega fór til Brussel að hitta ráðamenn ESB.
Aðalsteinn dregur framangreinda ályktun út frá samræðum sem nefndin átti við Olli Rehn sem er framkvæmdarstjóri stækkunarmála hjá framkvæmdastjórn ESB. Þetta kom fram á ráðstefnu um Evrópumál sem Samtök iðnaðarins og Starfsgreinasambandið stóðu fyrir í gær.
Aðalsteinn sagði auk þess að aðild Íslands að ESB myndi hafa í för með sér efnahagstöðugleika, lægri vaxtakostnað og matvælaverð hér á landi.
Finninn Daniel Valtakari, sérfræðingur hjá norrænum verkalýðsamtökum, staðfesti að það hefði verið raunin í Finnlandi við inngöngu í ESB. Mikill efnahagslegur óstöðugleiki ríkti í Finnlandi áður en landið gerðist aðili að ESB og tók upp evru en nú væri raunin önnur.
![]() |
Vilja fresta umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. október 2008
Samfylking - Vaknið! - Það verður að taka upp stjórnarsáttmála strax.
Nú er svo komið að Íslendingar hafa aldrei verið tilbúnari til að hefja viðræður við ESB um inngöngu sem og að taka upp Evru. Kannski ekki til að bjarga okkur núna en til að koma í veg fyrir svona dýfur í framtíðinni.
Heyrði í morgun dæmi um 20 milljónalán á vöxtum eins og gengur og gerist í Svíþjóð og Finnalandi. Ef við værum með sömu kjör og þar mundum við borga um 700 þúsund minna á ári í vexti og verðbætur.
Þá værum við líka í þeirri stöðu að allar áætlanir heimila væru ekki að fjúka út í veður og vind vegna falls gengisins.
Það verður að taka um stjórnarsáttmálan, taka upp í hann undirbúning að ESB aðild og hefja viðræður við ESB. Mér skilst að strax og við göngum inn í ESB eða kannski ári seinna eigum við möguleika á að komast inn í gjaldmiðilssamstarf innan ESB og þar af leiðandi undir væng Seðlabanka ESB.
Seðlabanki Íslands er ekki að valda hlutverki sínu og yfirmaður þar heldur að hann sé enn stjórnmálamaður og hefur enga menntun né getu til að standa við markmið sem bankinn á að halda skv. lögum.
Þjóðin sættir sig ekki við að Samfylkingin beiti sér ekki fyrir að finna varanlegar lausnir í efnahagsumhverfi okkar.
![]() |
Hætta á að landið verði olíulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Held að menn séu að fara yfirum
Hlustaði með öðru eyranu á stefnuræðu forsetsráðherra og umræður á eftir. Ég verð nú að segja það að stjórnarandstaðan kom mér á óvart að vera ekki tilbúin með almennilegar tillögur og eins þessari áráttu þar sem menn eru búnir fyrirfram að gera tugi þúsunda heimila og fyrirtækja gjaldþrota. Og þeir tala eins og hér sé hálf þjóðin þegar orðin atvinnulaus.
Atvinnuleysi er enn varla mælanlegt. Talið að útlendingar sem ákveða að fara annað til að vinna valdi því að atvinnuleysi verið ekki mikið hér næstu mánuði. Munum að það eru hér um 25 þúsund erlendir ríkisborgarar að vinna.
Menn tala eins og það að virkja meira bjargi þessi ástandi. En eins og þetta fólk veit þá færu þær virkjanir ekki að skila okkur nokkru fyrr en eftir 2 til 5 ár þó við byrjuðum núna sem og að til þess þyrftum við erlend lán í hundraða milljarða vís. Og það ofan á þau lán sem við þurfum að taka fyrir gjaldeyrisvarasjóði okkar.
Ekki það að ég sé ekki sammála því að það hafi verið gerð mistök hér. Það var ekki snjallt að selja bankana án þess að hafa um þá skýrar reglur og eftirlit. Það var ekki snjallt að grípa ekki inn í þegar bankarnir slepptu sér í lánum til að reyna að drepa íbúðarlánasjóð. Það var ekki snjallt að ráðast í Kárahnjúka og Reyðarál sem og stækkun á Norðuráli á sama tíma. Og það var ekki sniðugt að keyra þessar framkvæmdir svona áfram. Láta þá byggja þetta í smærri áföngum. Og sjálfsagt margt fleira.
En fólk ætti að muna að gengisfallið er nú ekki farið að tikka inn ennþá. Flestir fundu aðeins fyrir því nú um mánaðarmótin. Og flestir þola svona álag í nokkra mánuði. Þá voru bankar að segja frá því að þeir séu farnir að semja við fólk um að borga aðeins vexti í einhvern tíma í von um að ástandið fari batnandi. Íbúðarlánasjóður sagði Jóhanna væri að vinna að því að geta komið betur á móts við fólk í greiðsluerfiðleikum.
Björgvin sagði frá því að í ráðuneytum væri unnið allan sólarhringinn frá því um helgina í að ná í risa lán fyrir Ísland. Búið að kalla til sérfræðinga innan og utan ríkisins til að sækja hugmyndir og lausnir.
Svo tökum okkur tak og gefumst ekki upp fyrirfram. Bendum frekar á lausnir og tökum til hjá okkur sjálfum. Ekki tala okkur frekar niður í svartnættið.
![]() |
Það verður að grípa til gjaldeyrisskapandi auðlinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. október 2008
Trúverðuleiki Agnesar Bragadóttur
Finnst eins og hún hafi áður í látum við að koma höggi á Baugsgengið hlaupið á sig. Nú var ég að lesa þetta á www.visir.is
Hér að neðan má sjá athugasemd Stoða í held sinni:
Athugasemd Stoða við rangfærslur Agnesar Bragadóttur:
Í viðtali á Stöð 2 í gær og í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag heldur Agnes Bragadóttir því fram að skuldir Stoða, sem greiða þurfi fyrir áramót, nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta er að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins 2008 nema alls 3,8 milljörðum króna (3.796 milljónir m.v. 26.09.08). Hér skeikar rúmlega 126 milljörðum króna.
Svona í framhaldi af furðulegri framkomu hennar í þættinum Ísland í dag sem var í gærkvöldi er þetta svakalegt. Þar þóttist hún vita allt betur en Sigurður lögfræðingur og nú kemur rangfærsla hjá henni upp á 126 milljarða.
Fólk má ekki láta óvild sína trufla sig við að skrifa fréttaskýringar, því þá hætta allir að taka mark á þeim.
Fimmtudagur, 2. október 2008
Maður hefur nú ítrekað velt þessu upp hér á blogginu
![]() |
Orkuveitan í kröppum dansi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. október 2008
Hvað þurfa margir að segja okkur þetta?!!?!!!
Enn einn erlendur fræðimaður bendir okkur á einu raunhæfu lausnina til að komast út úr þessu ótrygga efnahagsumhverfi. Nú er þetta prófessor við Harward. En eins og venjulega hlustum við ekkert á fræðimenn á þessu sviði. Á www.ruv.is kemur fram:
Segir minnsta hagkerfið í vanda
Aldo Musacchio.Í efnahagsumróti á borð við það sem nú ríkir í heiminum horfir ekki vel fyrir minnsta hagkerfi í heimi með fljótandi gengi segir Aldo Musacchio, prófessor við viðskiptaskóla Harvard háskóla. Hann gerði nýlega úttekt á íslensku viðskiptalífi og telur ráð fyrir Íslendinga að leita inngöngu í myntbandalag Evrópu.
Úttektina gerði Musacchio að frumkvæði Glitnis og Viðskiptaráðs Íslands. Íslenskt hagkerfið hefur blómstrað undanfarin ár en sumstaðar, og þá vísar hann sérstaklega til bankanna, hafa menn farið svo geyst og vaxið svo hratt að þeir hafa farið fram úr hagkerfinu í heild sinni.
Það sé ekki kjörstaða að vera minnsta hagkerfi í heimi með fljótandi gengi og banka sem séu tíu sinnum umsvifameiri en fjárhagur landsins. Nú sé full ástæða til að meta aðra kosti og leita skjóls, með því að taka upp annan gjaldmiðil. Nú telur hann ráð að kanna leiðir til að ganga inn í myntbandalag Evrópu.
En eins og venjulega koma fram innlendir besservissar og segja okkur að hann hafi ekkert vit á Íslensku hagkerfi. Þó maðurinn hafi einmitt rannsakað það síðasta sumar.
![]() |
Hlutabréf og króna hríðfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Verður Kaupþing selt????
Eftirfarandi er tekið af www.vb.is
Sala Kaupþings leysir íslenska vandann
![]()
Sérfræðingar sænska bankans SEB segja að tafarlaus lausn á fjármálavanda Íslands sé að erlendur banki kaupi Kaupþing.
Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir SEB að muni það gerast þá muni enginn efast um geta íslensku seðlabankans til þess að gegna hlutverki þrautalánveitenda.
Fram kemur að sérfræðingar sænska bankans telji að stóra spurningin núna í íslenska fjármálakerfinu sé um örlög Kaupþings.
Þeir segja ástandið dramatískt og kraftbirtingarform þess felist meðal annars í að skuldatryggingaálag bankanna sé himinhátt og markaðurinn með íslensku krónuna sé nánast þornaður upp.
![]() |
Telegraph: Kaupþing og greiðsluhæfi bankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Árni ætti kannski að kíkja á www.eyjan.is
Var að lesa þetta áðan og ef þetta er rétt furða ég mig á þessu öllu saman. Þ.e. að Seðlabanki sé farinnn að dæla peningum inn í bankan áður en samningurinn um kaup hans á hlutabréfum er formlega kominn á. Og telur nú að bankinn hafi svo góðar tryggingar að þetta sé í lagi. Þannig að Árni ætti kannski að skoða hvað Seðlabankinn er að gera með peningana okkar? Og eins að hann er nú kominn í bakábyrgð fyrir að mér skilst um 2.500 milljörðum króna sem eru lán og annað sem Glitnir þarf að standa skil á.
2. október, 2008 - Rita ummæli »
Milljarðar Davíðs farnir að streyma til Glitnis?
Orðið á götunni er að það sæti furðu ef Seðlabanki Íslands er þegar farinn að reiða af hendi þær 600 milljónir evra sem áveðið var að ríkissjóður leggði Glitni til sem hlutafjárframlag til að gera ríkið að eiganda að 75% hlut í bankanum við yfirtökuna á mánudaginn.Sigurður G. Guðjónsson hélt því engu að síður fram í atinu milli hans og Agnesar Bragadóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi að byrjað væri að borga þetta til Glitnis.
Ef upphæðin - sem var jafnvirði 84 milljarða króna á mánudag en var orðin tæpir 92 milljarðar í gær - hefur verið greidd inn á reikning Glitnis, eða hluti hennar, áður en haldinn er hlutahafafundur Glitnis þar sem á að leggja fram til samþykktar tillögu um yfirtökuna, er þá ríkið ekki að taka rosalegan séns? Bankinn er jú formlega ekki kominn í ríkiseigu ennþá.
Orðið á götunni er að Seðlabankinn segi að þetta sé allt í stakasta lagi - það séu svo fínar tryggingar fyrir þessu í bankanum.
Í sama banka og var á kúpunni fyrir tveimur dögum.
![]() |
Átti að misnota Seðlabankann? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson