Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Mánudagur, 6. október 2008
Er Kaupþing komð með allan gjaldeyrisforða Seðalabankans
Fannst þetta furðulegt að sama dag eða á svipuðum tíma og tilkynnt er um að stjórnvöld tilkynna um dramatískar aðgerðir til að bjarga Íslandi hreinlega frá glötun með tilheyrandi skerðingum á lífskjörum og hugsanlegu gjaldþroti banka, þá kemur í ljós að Kaupþing hefur fengið lánað sem svarar til upphæðar sem nemur öllum gjaldeyrisvarasjóð okkar eins og hann var fyrir helgi. Finnst það ekki traustverðugt að það skildi ekki tilkynnt heldur þurftu fréttamenn að heyra það frá heimildum sem og sem það lenti óvart í frumvarpsdrögum.
Mér finnst þegar að ráðamenn eru að hvetja þjóðina til að standa saman þurfi þeir að upplýsa okkur um svona stór mál.
Það er líka hæpið að telja veð í banka í Danmörku trygg veð núna í bankakreppu. Maður hvað skeður t.d. ef þessi danski banki fer í þrot? Eru þetta þá tapaðir peningar?
Eins þegar að Landsbankinn í Bretlandi tilkynnir viðskiptavinum að Íslenska ríkið tryggi allar inneignir þeirra á þessum Icesave reikningum. Hvað á það að fyrirstilla?
![]() |
Staða Kaupþings býsna góð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. október 2008
Það er nú fleiri sem vilja fá svör!
Þessi skortur á að upplýsa fólk um stöðuna er náttúrulega alveg fáránlegur. Það hlýtur að vera til einhver sérfræðingur í upplýsingatækni eða PR sem getur metið hvaða upplýsingar má gefa út. Eitthvað hlýtur að vera ákveðið og má segja frá.
Maður er farinn að halda að inn í þessu sé eitthvað svakalegt, glæpsamlegt eða annað. Fulltrúi í Glitni í Noregi lætur taka míkrófón úr sambandi, Icesave reikningar í Bretlandi virka ekki í netbönkum, Geir segir að virðist vera að reddast í gærkvöldi. Nú er staðan mjög alvarleg. Og hver getur þá sagt neitt við því að kjaftasögurnar fari af stað.
![]() |
Lífeyrissjóðir vilja svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. október 2008
Erlendir bankamenn komnir í spilið?
Var að fara inn á visir.is áðan. Þar var frétt þar sem inngangurinn var á þá leið að nú væru erlendir bankamenn á fundi í Ráðherrabústað með ríkisstjórninni. En þegar maður ætlaði að lesa meira kom maður að síðu sem bað um notendanafn og lykilorð og svo skömmu seinna var þessi frétt horfin.
Og aftur er hún komin núna og er læst slóðin var http://visir.is/article/20081006/FRETTIR01/38694922
Fór inn á www.dv.is og þar kemur framm m.a.
Geir Haarde forsætisráðherra sagði við fjölmiðlafólk um miðnættið að hann væri á leið á næturfund en upplýsti ekki hverja hann væri að hitta. Þar er um að ræða bandaríska bankamenn frá JPMorgan Chase þaðan sem von væri um stórt lán.
![]() |
Höfum meira andrými |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. október 2008
Ha???!!! Allir þessir fundir og svo þarf bara ekkert að gera!!
Nei anskotinn hafi það þetta er með öllu óskiljanlegt. Nú segir Geir að bankarnir ætli að minnka við sig erlendis og svo þurfi bara ekkert að gera meir!!!!!!!
Held að þetta sé nú það furðulegasta sem ég hef heyrt. Það hlýtur að verra að bankarnir hafi náð að selja verulegar eignir erlendis í dag eða kvöld. Annað kemur varla til greina!
![]() |
Ekki þörf á aðgerðapakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Kvikk fix
Var að hlusta aðeins á Mannamál á stöð 2. Heyrði þar í stjórnarandstöðunni. Þar voru þeir spurðir að hugmyndum að aðgerðum.
Þeir tala um að auka veiði úr fiskistofnum um fram ráðleggingar Hafró. Gott og vel það gæti skapað okkur 50 til 80 milljarða. En hvað er það upp í 1600 milljarðar sem þarf inn núna.
Guðni talaði um virkjanir og stóriðju. Hann gleymir væntanlega að þær kalla á auknar lántökur erlendis og það er nú ekki það auðveldasta í dag. Sem og að þær fara ekki að skila okkur tekjum fyrr en eftir 3 til 4 ár. Sem og að auka hinga innflutning svo um munar.
Báðar þessar aðgerðir er kvikk fix
Síðan tala þeir um að ESB og evra sé ekki til umræðu í þeirri stöðu sem við erum í. Ég spyr hvenær þá?
Þeir segja að við eigum að leisa úr þessu sjálf en tala svo um að leita til vina okkar erlendis. Hvað eiga þeir við?
![]() |
Æskilegt að framlengja kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Ofsalega er ég orðinn þreyttur á að láta ljúga að mér!
Var að hlusta á Þorvald Gylfason og fyrr í dag hlutaði ég á Jóni Daníelsson, prófessor í fjármálum við London Scool of Economics Þeir báðir benda sterkt á Alþjóða gjaldeyrissjóðin sem vænlega leið. Þeir segja báðir að þar séu bæði fjármunir í boði sem og kunnátta og tækni til að hjálpa okkur í gegnum þetta.
Þar hefur sænski seðlabankastjórinn mótað reglur og aðferðir sem sjóðurinn beitir og er byggður á því hvernig Svíar komustu á nokkrum árum út úr sinni bankakreppu á tíunda áratug og standa nú eins og Norðmenn styrkum stoðum eftir að hafa umbylt bankakerfinu hjá sér og sett skýrar reglur.
En hér fyrri í vikunni voru sérfræðingar og stjórnmálamenn hér að tala um þennan sjóð sem lítinn og ómerkilegan og það væri lítið sem hann mundi geta gert.
![]() |
Allir róa í sömu átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 5. október 2008
Og hvað svo?
Það tala allir eins og það verði hér allt í lagi ef tekst að redda nógu stórum lánum og á annan hátt hingað gjaldeyri. En ég spyr hvað gerum við ef þetta ástand kemur aftur? Verðum við ekki í þeirri stöðu að við erum búin að nýta okkur allra þær lánalínur, eignatilfærslur og eignasölu erlendis. Ef þetta dugar ekki til og ef að krónan fær ekki traust í gjaldeyrisviðskiptum. Eða ef að krónan hrinur aftur?
- Verðum við ekki hugsa málið lengra en í svona smáskammta lækningum. Næst höfum við ekki svona möguleika eins og eru í dag.
- Þarf ekki að vinna að því að koma skuldum erlendis niður? Jafn vel að selja eða flytja banka erlendis?
- Verður ekki að setja bönkum og fjármálafyrirtækjum strangari reglur sem miðast við stærð okkar og þjóðarframleiðslu?
- Ef ekki nauðsynlegt að komast í samstarf við aðrar Evrópuþjóðir. Og sækja um í ESB og síðar í myntsamstarf við þær?
Heimildarmenn fréttastofu herma, að aðilar vinnumarkaðarins ræði það í fullri alvöru, að ríkisstjórnin verði að gefa út afgerandi yfirlýsingu, fyrir opnun markaða á mánudag, að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.
Ekki er búist við niðurstöðu fyrr en langt verði liðið á morgundaginn, jafnvel ekki fyrr en aðra nótt.
Það stendur í mönnum hvernig eigi að halda á því að lífeyrissjóðirnir flytji erlendan gjaldeyri sinn inn í landið og með hvaða skilyrðum. Um er að ræða allt að tvö hundruð milljarða króna.
Launþegahreyfingin og vinnuveitendur eru á því að sú aðgerð ein og sér sé langt frá því að nægja til að leysa gjaldeyris- og efnahagsvanda þjóðarinnar og miklum mun meira verði að koma til, ef takast megi að ávinna Íslendingum aftur glatað traust á fjármálamörkuðum heimsins.
Enginn er enn sem komið er tilbúinn að segja fyrir um hvaða niðurstaða geti náðst, en meðal þess sem heimildarmenn fréttastofu segja vera skilyrði fyrir flutningi fjárins til Íslands er, að bankarnir leggi að minnsta kosti jafn mikið fram til gjaldeyrisforðans og sívaxandi þungi er í kröfunni um að stjórnvöld lýsi því yfir strax eftir helgi að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Fyrir því eru færð þau rök, að efling gjaldeyrisforðans ein og sér dugi skammt, það sé í rauninni eins og að rétta fíkniefnasjúklingi einn skammt enn. Það lækni hann ekki, hann verði að fara í meðferð. Þess vegna verði að koma til afgerandi aðgerðir, sem skapi traust á íslenskt efnahagskerfi á ný, það sé ekki hægt nema með aðild að stærra myntkerfi sem ráði við að vera bakhjarl gríðarlegra erlendra skulda þjóðarbúsins. Öll vötn falli nú til Dýrafjarðar, engin leið sé til önnur en aðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Geir: Höfum ekki allt á okkar valdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Hvernig stendur á því að erlendir fjölmiðlar vita meira um hvað ríkisstjórn Íslands og co eru að gera?
![]() |
Rætt við norræna seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. október 2008
Yfirlýsing um aðildarviðræður inn í pakkanum
Þessi kafli úr fréttinni er það jákvæðasta sem maður hefur heyrt lengi. Og nú skora ég á Samfylkinguna að standa fast á þessu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikill áhugi á því innan Samfylkingarinnar að yfirlýsing um að Íslendingar stefni á aðildarviðræður við ESB fylgi þeim aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi.
Það er stuðningur við þetta frá flestum aðilum sem koma að þessu máli.
![]() |
Aðeins í örugga höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. október 2008
Fjármunir lífeyrissjóðana verða að vera vel tryggir
Ef að þessi hugmynd að lífeyrissjóðir flytji eignir sínar heim og kaupi ríkisskuldabréf fyrir þann gjaldeyri sem hingað mundi þá flytjast verða að vera vel tryggir þ.a. verðtryggðir og bera sæmilega vexti. Ef það er hægt sæi ég ekkert þessu til fyrirstöðu. Þetta gæti verið til skemmri tíma þar til að lánamarkaðir og lánshæfi ríkissjóðs yrðu komin í fyrri stöðu.
Það eru náttúrulega hagsmunir okkar eigenda þessa fé að ástandið hér verði lífvænlegt.
![]() |
Lífeyrissjóðir komi að lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.10.2008 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson